Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Heigarsími 681663 þjómnuiNN Flmmtudagur 8. janúar 1987 4. tölublað 52. örgangur SPJALDHAGI / allar upplýsingar á einum staó SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Frjálst okur Getum ekkert gert Geir Hallgrímsson Seðlabankastjóri: Heimild okkar til að grípa inní vaxtamál skilyrt. Getum ekkert gert í okurmálum Seðlabankastjórn telur sig ekki geta nýtt vaxtaákvörðunar- heimild í lögum til að koma okur- lögunum aftur í gildi þarsem hcimildin sé bundin ströngum skilyrðum, og er þarum ósam- mála forsætisráðherra. Geir Hallgrímsson Seðla- bankastjóri sagði við Þjóðviljann í gær að lagaheimild til Seðla- bankans til að skipta sér af vöxt- um utan bankans væri bundin tveimur skilyrðum. Annars vegar gæti bankinn með samþykki ráð- herra kveðið á um vexti innlánsstofnana ef raunvextir hérlendis væru hærri en almennt í helstu viðskiptalöndum. Hins- vegar gæti Seðlabankinn gripið inní ef talinn væri óhæfilegur munur á innláns- og útlánsvöxt- um. - Við fylgjumst með þessu, sagði Geir, en hvorugt skilyrðið er nú fyrir hendi. Þið getið ekki uppfyllt kröfur okurlaga um að auglýsa hámarks- vexti? - Nei það er alveg úr sögunni. Það sem við höfum sagt er að það hafi komið upp misræmi milli reglna um vaxtaákvörðun og á- kvæða í okurlögunum. Við höf- um rætt þetta við viðskiptaráð- herra og hann er með í undirbún- ingi tillögur til að leiðrétta þetta misræmi. -m Útvegsbankinn Bankastjórar svara ásökunum Bankastjórar Útvegsbankans hafa sent bankaráði og viðskipt- aráðherra skýrslu þar sem þeir svara þeim ásökunum sem á þá voru bornar í skýrslu rannsóknanefndar Alþingis í Hafskipsmálinu sem lögð var fram í nóvember. Þjóðviljinn fékk þessar upplýs- ingar staðfestar í bankanum í gær og að skýrslan hafi verið send ráðherra á Þorláksmessu, en hún hefur enn ekki verið rædd í bank- aráði. -K.Ól. Engin bráðabirgðalög Steingrímur Hermannsson: Sérfrœðingar kannalausnir. Okurlöginekkiúr gildi. Seðla- bankinn getur auglýst Forsætisráðherra tekur ekki undir hugmynd Svavars Gestssonar um að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög til að stemma stigu við okri. Ríkis- stjórnin hefur hins vegar falið Jónatan Þórmundssyni lagapró- fessor að fara hratt og vel gegnum málið og leita úrbótaleiða, og Steingrímur hefur einnig beðið Helgu Jónsdóttur aðstoðarmann sinn að vinna að þessu verki. Eftir hæstaréttardóminn telja flestir lögfróðir menn að okur- lögin séu orðin óvirk þarsem eng- ir hámarksvextir eru auglýstir og liggi því í rauninni engin refsing við okri með aðferðum Her- manns Björgvinssonar. „Laga- legt okur“, affallasala skulda- bréfa og víxla gegnum þriðja mann, er nú sem fyrr óhindrað af lögum. Steingrímur Hermannsson sagði við Þjóðviljann í gær að hann teldi að ekki ætti að setja bráðabirgðalög nema í ítrustu nauðsyn. Þótt brýn nauðsyn væri að koma í veg fyrir okur yrði að undirbúa slík lög vel. Að auki væru okurlögin enn í gildi, þar- sem Seðlabankinn hefði heimild til að auglýsa vexti, eða að minnsta kosti vaxtamismun. Bráðabirgðalög væru ekki lausnin en í ríkisstjórninm væru menn sammála um að „stoppa uppí þetta gat“. Steingrímur sagðist búast við að á þingi yrði fljótlega lagt fram frumvarp til að koma í veg fyrir okur. Þar væri ekki endilega um ný okurlög að ræða, til dæmis væri hugsanlegt að herða á ákvæðum um misneytingu í al- mennum hegningarlögum. Misneyting er á lagamáli það að notfæra sér einfeldni, fákunn- áttu eða bágindi, - eða það að maður sé í valdi annars -, til að knýja fram við hann hagstæða samninga. Eiga Seðlabankastjórarnir að fá að sitja áfram eftir orð þín um þá? - Það þarf mikið til að reka menn. Þið voruð ekki ánægðir þegar framkvæmdastjóri Lána- sjóðsins var rekinn á sínum tíma, og ég get tekið undir það að ýmsu leyti. Það er ekki rétt að reka menn að pólitískum geðþótta. Að auki víkja þeir sem eru ævi- ráðnir ekki nema að mati dóm- stóla, og Seðlabankinn brýtur ekki lög í þessu tilfelli, hann not- færir sér ekki heimildaákvæði. Seðlabankinn telur að hann hafi fylgt okurlögunum, - sem var I gær var gerð f rá Dómkirkjunni að viðstöddu fjölmenni útför Snorra skálds Hjartarsonar. Sr. Rögnvaldur Finnbogason jarðsöng og m.a. var frumflutt lag sem Hjálmar H. Ragnarsson hefur gert við eitt af Ijóðum Snorra. Myndin er tekin þegar kista skáldsins var borin úr kirkju - frá vinstri: Hannes Pétursson, Olafur Jóhann Ólafsson, Þorsteinn frá Hamri, Sveinn Skorrri Höskuldsson, Hjörtur Pálsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Helgi Hálfdan- arson, Sigurður Pálsson. Framsókn Finnur bíður eftir kalli Finnur Ingólfsson: Svara kjörnefndfyrst. Hefði veriðfengur að Haraldi á listanum -Ég er búinn að taka mína af- stöðu en hef ákveðið að svara ekki fyrst fjölmiðlum heldur kjörnefnd þegar hún óskar eftir svari, sagði Finnur Ingóifsson að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, aðspurður hvort hann hygðist taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykja- vík. Finnur sótti fast eftir efsta sæt- inu á listanum en varð að lúta í lægra haldi fyrir Guðmundi G. Þórarinssyni verkfræðingi. Har- aldur Ólafsson þingmaður sem féll í 5. sæti í prófkjörinu fýrr í vetur hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti á framboðs- listanum. -Ég held að það hefði verið fengur að þvf að hafa Harald á. listanum, það er ekki nokkur vafi, en ég skil hins vegar nokkuð vel hans afstöðu. Annað vil ég ekki segja um það, sagði Finnur Ingólfsson. -Jg- Rafmagnsveitan Milljónir til fyrirtækjanna Arnarflug Tap vegna pílagríma Kristinn Sigtryggssonframkvœmdastjóri: Förum varlega ísérstök verkefni á þessu ári Megináhersla á áœtlunarflug milli landa arna er enn einu sinni verið að minnka kostnað fyrirtækja og stofnana á kostnað almennings. Rafmagnsveitan gefur frá sér um 10 milljónir króna með þessum breytingum, sagði Sigurjón Pét- ursson borgarfulltrúi í samtali við Þjóðviljann í gær. Samhliða 5,5% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur var ákveðið og sam- þykkt í borgarráði að hleypa fleiri fyrirtækjum og stofnunum inn á svokallaðan afltaxta, sem er lægri en almennur taxti hjá rafmagns- veitunni vegna betri nýtingar á orkunni. Þetta þýðir að sögn Sig- urjóns að tekjur rafmagns- veitunnar af sölu raforku til fyrir- tækja og stofnana verða 10 milljónum króna minni fyrir bragðið. Sigurjón lagði til í borgarráði að þessari breytingu yrði hafnað, en tillagan var felld. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri hjá Rafmagsveitu Reykjavíkur sagði þetta rétt, tekjur fyrirtækisins gætu minnkað um allt að 10 milljónum vegna þessarar breytingar. Hann kvað þarna hins vegar vera uin sáralitla hækkun fyrir almenna neytendur að ræða. „Það er hins vegar staðreynd að hækkun gjaldskrár okkar um 5,5% þýðir stórkostlega raunlækkun á raf- magni sé miðað við verðbólgu,“ sagði Aðalsteinn. -gg Slæm afkoma Arnarflugs á síð- asta ári stafar af þessum sér- stöku verkefnum, pflagrímaflugi og fleiru slíku og það verður farið nyög varlega í slíkt á þessu ári, sagði Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Kristins er tapið á rekstrinum meira en hinir nýju hluthafar bjuggust við og ákveðið hefur verið að leggja meginá- herslu á áætlunarflug milli landa á þessu ári en draga úr öðru flugi. Ekki hefur þó verið tekin endan- leg ákvörðun um hvort sá sam- dráttur kemur frain í innanlands- flugi. mSS „Við eigum von á svörum frá ráðherra varðandi skipulags- breytingar á innanlandsfluginu, hvort hægt sé að stofna sérstakt félag til að reka það,“ sagði Krist- inn. Hann kvaðst ekki hafa á reiðum höndum neinar tölur varðandi reksturinn á síðasta ári, þar eð ekki væri búið að ganga frá ársreikningum. Þetta tap hefur orðið þrátt fyrir það að fjöldi farþega jókst um yfir 50.000 manns eða 34% og auk þess jukust vöruflutningar félagsins um 66% miðað við síð- asta ár. -vd. Hœkkanir Bifreiðaverð í skoðun I skyndikönnun sem Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda gerði í byrjun nóvember kom í Ijós að útsöluverð sumra bílategunda hefur nálgast sama verð og var fyrir tollalækkunina sem samið var um í febrúarsamningunum. Að sögn Jónasar Bjarnasonar formanns FÍB var verðlagsstjóra kynntar þessar niðurstöður og í framhaldi af því er nú unnið að ýtarlegri könnun á verði bíla hér- lendis á vegum Verðlagsstofnun- ar. Von er á niðurstöðum í næstu viku og að sögn Jónasar mun FÍB þá taka ákvörðun um hvort ástæða er til að aðhafast frekar. ________ -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.