Þjóðviljinn - 08.01.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Síða 7
MINNING Stefán Haraldsson Fœddur21. apríll955, látinn26. desember 1986. Það var okkur mikið áfall að morgni 26. desember síð- astliðinn, þegar við vorum látin vita að Stefán Haraldsson hefði andast skyndilega þá um morg- uninn. Fyrstu viðbrögðin verða ætíð að spyrja: Til hvers? Hvers vegna hann Stebbi okkar, sem ekki hafði kennt sér alvarlegra meina um dagana og virtist fullur af þreki og áhuga fyrir verkefnum dagsins. Spurningunni um, hvort slíkir atburðir hafi tilgang eða ekki, verður áfram ósvarað, en við sem þekktum Stefán sitjum eftir fá- tækari og full saknaðar. Stefán Haraldsson var fæddur í Reykjavík 21.apríl 1955, yngstur fjöguria systkina. Hann var sonur Haraldar Sigurðssonar for- stjóra vélsmiðjunnar Tækni h/f og konu hans Ragnheiðar Arn- fríðar Ingólfsdóttur, sem lést fyrir þrettán árum. Stefán ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík, í nábýli við vélsmiðju föður síns. Átti hann margar endurminning- ar tengdar þeim tíma og virtist áhugi hans á öllu því sem að málmsmiðju leit, hafa síast inn í uppvextinum. Hann fór ungur að vinna í vélsmiðjunni og tók síðan sveinspróf í rafsuðu við Iðn- skólann í Reykjavík. Stefán lagði fyrir sig ýmis störf á stuttri ævi, en ávallt fór hann aftur að starfa við járnsmíði. Stefán var virkur í skáta- hreyfingunni árum saman og ætíð síðan, hafði hann mikinn áhuga á útiveru og ferðalögum. Fór hann ófáar ferðirnar með fjölskyld- unni eða góðum félögum, til fjalla, á skíði, eða til að skoða lífríkið í fjörunni. Hann var mikill fjölskyldu- maður og var óspar á að kenna börnum sínum að njóta þess með sér, sem honum fannst skemmti- legast og áhugaverðast. Hafa þau fengið frá honum gott veganesti, þó samfylgdin hafi orðið allt of stutt. Stefán kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Sigurð- ardóttur, haustið 1974. Þau eiga saman tvö börn, Þóru f. 19. des- ember 1975 og Harald Arnar f. 6. september 1979. Hjónaband þeirra Guðrúnar og Stefáns var farsælt en langt frá því að vera litlaust. Tókst þeim hjónum með samstöðu og dugnaði að sigla gegnum þann skerjagarð fjár- hagsvanda og erfiðleika sem ungu fólki, sem ætlar að eignast húsnæði, er búinn í þjóðfélaginu í dag. Fleytan tók að vísu niðri og hrikti í böndum. En nú þegar boðarnir voru að baki og bjartara var framundan kom þetta reiðarslag, sem erfiðast verður að Verðbréf Ávöxtun breytist Fjármálafyrirtækið Ávöxtun hefur endurskipulagt starfsemi sína, meðal annars til að forðast árekstra við bankaeftirlitið, sem undanfarin misseri hefur haft fyr- irtækið undir smásjánni. í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að stofnaður hafi verið verðbréfasjóður til að taka við þjónustu við sparifjáreigendur og selur hann svokölluð ávöxtun- arbréf í þremur verðflokkum. í stjórn Verðbréfasjóðsins eru Páll Sigurðsson dósent og for- stjórarnir Pétur Björnsson og Ár- mann Reynisson. sætta sig við. Við sem eftir stöndum eigum okkur minningar um mann sem var sem betur fer ekki gallalaus, en heldur ekki skoðanalaus, enda aldrei leiðinlegur. Stefán vinur okkar var glaðsinna maður, en ákveðinn og fastur fyrir, hjálp- samur og ætíð reiðubúinn, að taka málstað þeirra sem minna máttu sín. Hann hafði lag á því að bjóða og veita aðstoð sína með þeim hætti, að aldrei var erfitt að þiggja- Guðrúnu, Haraldi og Þóru sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig Haraldi föður Stefáns, systkinum og öðr- um þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall hans. Tengdafólk KRISTSKIRKJA - MÁLUN Óskað er eftir tilboðum í málun Kristskirkju að innan. Heildarflötur er 1470 fermetrar Útboðsgögn eru afhent hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun h.f., Ármúla 11 og verða opnuð á sama stað þriðjudag 20. jan. 1987, kl. 11.00. Fósturheimili Fósturheimili óskast í Reykjavík eða ná- grenni fyrir tvo 13 ára drengi. Upplýsingar veitir Áslaug Ólafsdóttir félags- ráðgjafi í síma 685911 milli kl. 9.00 - 16.00 alla virka daga. \ : , ■ _L upphafi nýs árs langar mig til að senda þér fáeinar línur um málefni sem skiptir okkur öll miklu máli, en það eru umferðarmálin. Á þessum tímamótum blasir sú staðreynd við okkur, að við stóðum okkur hvergi nógu vel í umferðinni 1986. tí verjar eru ástæðurnar fyrir öllum þessum gífurlegu umferðarslysum sem kosta ómældar fjárhæðir, svo ekki sé talað um þjáningar sem aldrei verða mældar í peningum? Sem dæmi vil ég greina frá því að Almennar Tryggingar greiddu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 1986 yfir 110 milljónir vegna tjóna í umferðinni. Þessar háu tölur sýna að allt of mikið er af óhöppum og slysum í umferðinni. Það undirstrikar virðingarleysi ökumanna fyrir algengustu umferðarreglum. E<r tVd. ekki svo, að of margir ökumenn virða ekki reglur og umferðarmerkingar á gatnamótum? Ýmsir sinna ekki stöðvunarskyldu við aðalbrautir. Enn aðrir aka eftir fjölförnum umferðargötum eins og þeir séu einir í heiminum og skipta jafnvel um akreinar fyrirvaralaust án þess að gefa merki. Svona dæmi eru dapurlegur vitnisburður um umferðarmenningu okkar. E, l igum við ekki öll sem einn að gera betur á nýju ári í umferðinni. Eigum við ekki að sýna aukna tillitssemi og kurteisi hvert við annað. Fylgjum umferðarreglum og hugsum um öryggi samferðamannsins í umferðinni. Me Leð samstilltu átaki getum við dregið stórlega úr umferðarslysum. Takist okkur það kemur það öllum til góða. E, ég skora á þig, kæri samferðamaður, að standa þig enn betur í umferðinni í ár. Hafðu hugfast að þitt framlag, eins og mitt, er mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni. Með bestu nýárskveðjum, TRYGGINGAR AUKhf. 104.13/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.