Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 08.01.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Qupperneq 5
LANDSBYGGÐIN Forspjall Á meðan jólabókaflóðið geng- ur yfir ásamt auglýsingum, þar sem fóik er eindregið hvatt til þess að koma aurunum sínum sem fyrst í lóg, verður ýmislegt undan að láta á litlum blöðum. Þess verðum við svo sannarlega vör hér á Þjóðviijanum. Því Landsbyggðarefni, sem hér birtist nú, var ætlað að koma fyrir augu lesenda um miðjan desemb- er s.l. Það lenti utangarðs, eins og fjölmargt annað. Telja verður þó, að það sé á engan hátt úrelt orðið. Ályktun bændafundarins í Ásbyrgi og þær þýðingarmiklu ábendingar, sem þar koma fram, er t.d. enn í fullu gildi. -mhg Frá Ytri-Ey á Skagaströnd. Það var þungt hljóð í Húnvetningum á bændafundinum í Ásbyrgi. V-Hún. Búmarkið 440 ærgildi fullvirðisrétturinn 137 ærgildi Föstudaginn 5. des. boðaði Búnaðarsamband V-Húnvetn- inga til almenns fundar í félags- heimilinu Ásbyrgi á Laugar- bakka í Miðfirði. Til umræðu var það ástand, sem leitt hefur af setningu búvörulaganna frá 1985 og reglugerðar þeirrar er land- búnaðarráðherra gaf út 29. nóv. s.l. um fullvirðisrétt til handa bændum. Fundurinn var mjög vel undir- búinn og fjölsóttur. Munu flestir bændur sýslunnar, sem á annað borð áttu heimangengt, hafa ver- ið mættir, auk fjölda Hvamms- tangabúa. Þingmenn kjördæmis- ins voru boðnir á fundinn og mættu þeir allir nema Eyjólfur Konráð Jónsson, sem var er- lendis. Framsöguræður fluttu þeir Aðalbjörn Benediktsson, ráðunautur og Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrúta- tungu, formaður Búnaðarsam- bandsins. Fréttaritari Þjóðviljans á Hvammstanga Eyjólfur R. Eyjólfsson var mættur á fundin- um og fer frásögn hans hér á eftir. Það vakti athygli að allir þing- mennirnir virtust í höfuðdráttum vera andvígir framleiðsluráðslög- unum, jafnt stjórnarliðar sem stjórnarandstæðingar. Til dæmis sagði Pálmi Jónsson, að með því að miða framleiðsluréttinn við framleiðslu síðustu tveggja ára en ekki við búmark, væri komið aft- an að bændum. Nauðsynlegt væri að halda uppi hefðbundnum landbúnaði meðan leitað væri nýrra leiða. Forystulið bænda hefði sofið á verðinum. Páll Pétursson taldi lækkun út- flutningsbóta of hraða og kaup á framleiðslurétti hið mesta glap- ræði. Sú verslun gerði þá fátæku fátækari og hina ríku ríkari og til þess gerð, að hinir betur stæðu hefðu meira eftir en áður. Reglu- gerðin væri meingölluð og nota þyrfti veturinn til að breyta henni. Stefán Guðmundsson, sem jafnframt þingmennsku er for- maður stjórnar Byggðastofnun- ar, lítur aftur á móti á fram- leiðsluráðslögin sem varnrlínu, sem stoppa eigi við til þess síðan að hefja nýja sókn. Var ekki að furða þó að menn ræddu um það sín á milli eftir ræður stjórnar- þingmannanna að með ólíkind- um væri að lögin skyldu nokkru sinni hafa verið samþykkt. Ragnar Arnalds sagði Alþýðu- bandalagsmenn hafa miklar áhyggjur af þróun þessara mála, enda allar aðgerðir í sambandi við þau meingallaðar. Óverjandi Frá bœndafundi í Asbyrgi í Miðfirði væri að tilkynna bændum þá fyrst Gunnars Sigurðssonar, kaupfé- vegna byggingar á 440 kinda fjár- lagsstjóra. Allir lýstu þeir áhyggj- húsi. Ekki stóð á láninu og hófst hann þegar handa um byggingu, enda gömlu fjárhúsin að hruni komin. Búmark hans var þá 142 ærgildi en gömlu fjárhúsin rúm- uðu lítið meira. Haustið 1981 voru fjárhúsin tilbúin til úttektar vegna lánveitingar, en þá kemur bréf frá Stofnlánadeild um að lán fáist ekki vegna þess hve búmark- ið sé lágt, þ.e. 142 ærgildi. Fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar ráðleggur að óska eftir stækkun á búmarki og var það gert. Þann 10. nóv. 1981 barst tilkynning frá Framleiðsluráði um að búmarkið sé hækkað upp í 440 ærgildi. Vor- ið 1984 fæst svo loforð fyrir láni til að byggja votheyshlöðu og þá var samstæðan komin. En 4. nóv. s.l. kemur svo náð- arhöggið frá landbúnaðarráðu- neytinu. Þar er það viðurkennt að bóndinn hafi að vísu 440 ærg- ilda búmark en í nýju fjárhúsun- um fái hann því miður ekki að hafa nema 137,5 kindur. Líklega meiningin að nágranninn hafi helminginn af hrútnum. Þeir um framleiðslurétt þeirra löngu eftir að búið væri að loka slátur- húsum. Hæpið væri að taka ekki tillit til hlunninda og einnig að , setja ekki stjórn á alla kjötfram- leiðslu í landinu. Sölusamdrátt- urinn á dilkakjöti stafaði ekki hvað síst af stjórnarstefnunni þar sem dregið væri úr niður- greiðslum á kjöti samhliða minnkandi kaupgetu. Frjálsa verðlagningin hafði leitt til þess, að nú fengi kaupmaðurinn svip- aða upphæð fyrir að rétta kjöt- lærið yfir búðarborðið og bónd- inn fyrir að framleiða það. Vegna vaxtastefnu þeirrar, sem við- gengist, tapaði ríkissjóður árlega miljörðum króna. Væri þeim fjármunum betur varið til niður- greiðslu á búvörum öllum til hagsbóta. í öðru lagi vakti athygli sam- staðan milli bænda og íbúa þétt- býlisstaða eins og Hvammstanga. Kom það glöggt fram í máli Þórð- ar Skúlasonar, sveitarstjóra, Arnar Gíslasonar, formanns Verkalýðsfélagsins Hvatar og um sínum vegna landbúnaðar- stefnunnar, sem bitnaði jafnt á þéttbýliskjörnum landsbyggðar- innar og sveitunum sjálfum. Las Örn upp ályktun stjórnar Hvatar, sem birt hefur verið hér í blaðinu. í þriðja lagi vökti athygli frá- sögn ungra bænda af viðskiptum þeirra við Stofnlánadeild, Fram- leiðnisjóð, Búmarksnefnd „eða hvað það nú heitir allt þetta farg- an þar sem ómanneskjuleg, tölvuvædd stjórnun embættis- manna-kerfisins ríkir og enginn virðist hafa pólitískt þor til þess að hrófla við“, eins og það var orðað. „Búmark þitt er 440 ærgildi en fullvirðisréttur þinn er 137,7 ær- gildi. Eitthvað á þessa leið hljóð- aði bréfið sem ég fékk frá Fram- leiðsluráði 4. nóv. s.I.“ Það var ungur bóndi í Hrútafirðinum, Eyjólfur Gunnarsson, sem var að lýsa viðskiptum sínum við kerfið fyrir sunnan. Haustið 1980 sótti hann um lánveitingu til Stofnlánadeildar hefðu allt eins vel getað haft bréfið á þessa leið: „Drengur minn. Við höfum endanlega ákveðið að setja þig á hausinn. Við gerum þér tilboð, sem þú getur ekki hafnað. Þú sel- ur okkur fullvirðisréttinn, ferð af jörðinni með nýju húsunum og flytur á mölina. Þú getur eflaust fengið inni í bragga vestur á Suðureyri, þeir eru alltaf með út- lendinga hjá sér í frystihúsinu hvort sem er. Þú getur svo borgað af nýju húsunum með nætur- vinnu. Virðingarfyllst“, o.s.frv. Já, það var þungt hljóðið í ungu bændunum á fundinum og sögurnar allar í svipuðum dúr. Þeir fengu líka að heyra það, þingmennirnir, að til annars væri ætlast af landsbyggðarþingmönn- um en að þeir stuðluðu að því að leggja byggðir landsins í eyði. Og glöggt kom fram að menn efuð- ustu stórlega um að þessar að- gerðir landbúnaðarráðherra stæðust lagalega. ere/mhg Alyktun bœndafundar í Asbyrgi Tafarlausa endurskoðun reglugerðar um fullvirðisrétt Eftirfarandi ályktun var ein- róma samþykkt á bændafundin- um í Ásbyrgi í Miðfirði 5. des. sl.: Nú blasa við bændum miklir erfiðleikar vegna samdráttar í hefðbundnum búgreinum. Mjólkurframleiðslan hefur dreg- ist saman og boðaður er mikill samdráttur í sauðfjárframleiðslu. Þetta bitnar harðast á frumbýl- ingum og þeim, sem lagt hafa út í miklar fjárfestingar á síðustu árum. Margir þessara bænda sjá nú gjaldþrot blasa við. Abyrgð á núverandi ástandi hvílir fyrst og fremst á alþingis- mönnum þessa lands. Bænda- samtökin óskuðu eftir stjórnun- araðgerðum 1972 en löggiafar- valdið var ekki reiðubúið. Áhugi og skilingur æðstu ráðamanna þjóðarinnar nú fyrir þróttmiklum landbúnaði, virðist hafa horfið að mestu. Við setningu laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, er sett voru 1985, var ekki haft nægilegt samráð við samtök bænda. Nú er ljóst að ýmsir þeir ágallar, sem þá var bent á, hafa komið fram í reynd. Ljóst er, að ef ekki verður brugðist við þessum vanda, sem blasir nú við, brestur byggð í sveitum þessa lands og þá bresta einnig forsendur fyrir afkomu fólks í mörgum þéttbýlisstöðum vítt og breitt um land allt. Hvað margir missa atvinnuna og hvað skaðast þjóðarbúið ef ullar- og skinnaiðnaður dregst stórlega saman og svo önnur úrvinnsla landbúnaðarafurða, sem væri þó eðlilegt að ykist fremur en hitt? Alþingismenn verða að gera sér þennan vanda ljósan og taka ákvörðun um hvort halda á landinu í byggð eða ekki. Hér duga ekki orðin tóm, aðgerðir verða að koma til nú þegar. Fundurinn telur þjóðhagslega hagkvæmt að þróttmikill land- búnaður haldist og byggð verði sem næst því, sem hún er nú. Því til styrktar bendum við á eftirtal- in atriði: 1. Marka þarf langtímastefnu hvað varðar byggð, framleiðslu og hiutverk landbúnaðarins í þjóðfélaginu. 2. Endurskoða verður lög nr. 46/1985 um verðlagningu og sölu á búvörum, svo sem: a. Valdsvið landbúnaðarráð- herra og tengsl landbúnaðar- ráðuneytis og Framleiðsluráðs. b. Setja verður skýrari reglur um skyldur ríkisins varðandi bú- vörusamninga, hvað varðar ábyrgð á birgðum og sjá til þess, að afurðastöðvun verði tryggt fé til að greiða vöruna. c. Setja verður ákvæði um stjórn á allri búvöruframleiðslu. d. Lengja verður aðlögunar- tíma laganna um a.m.k. 5 ár, þ.e.a.s. til 1995 og útflutningsbótum breytt sam- kvæmt því, enda ljóst að uppbyg- ging nýrra búgreina hefur mistek- ist að verulegu leyti á hinum skamma tíma, sem verið hefur til umráða.Þarna þarf sérstaks átaks við. 3. Reglugerð nr. 445/1986 um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1987/1988 verði endurskoðuð þegar í stað. Þar verði tekið mun meira tillit til búmarks og bendir fundurinn á hugmyndir frá stjórn Stéttarsambands bænda. Þá verði einnig tekið tillit til staðfestingar líflambasölu. 4. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að bæta stöðu þeirra, sem harðast verða úti, svo sem frumbýlinga og þeirra, sem eru með miklar fjárveitingar. 5. Tryggt verði lágmarksverð fyrir umframframleiðslu sauð- fjárafurða, sem ekki verði lægra en 50% af grundvallarverði. Þar með verði reynt að koma í veg fyrir sölu fram hjá verðlagskerfi landbúnaðarins, enda komi skýr ákvæði þar um. 6. Unnið verði að markaðsmál- um bæði innanlands og erlendis og ríkisvaldið hafi þar meiri af- skipti af. Stöðvaður verði inn- flutningur búvara til varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og varnarsamningi verði sagt upp ef með þarf til að koma því í kring. Gerð verði könnun á því hve margar miljónir lítra af mjólk eru fluttar inn í landið í formi ýmiss konar matvara. 7. Þegar í stað verði gerð bú- rekstrarkönnun um allt land með svipuðu sniði og gert var á Norð- urlandi á sl. sumri, á vegum Ræktunarfélags Norðurlands. Á grundvelli þeirrar könnunar verði stjórnunaraðgerðir mótað- ar og tekið verði tillit til landsins gæða þannig, að saman fari skyn- samleg nýting og verndun lands- ins, skal athygli vakin á ályktun Stéttarsambandsfundar 1986, einkum tölulið 8. 8. Unnið verði skipulega að út- rýmingu sauðfjársjúkdóma, svo sem riðu og garnaveiki. ere/mhg Fimmtudagur 8. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.