Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI „Hreinsanir í kerfinu“ Einhvers staöar stendur skrifaö, aö vald spilli mönnum og alræöisvald spilli þeim algerlega. íslenskum ráöherrum eru falin mikil völd og sem betur fer beita ráöherrar þessum völdum oftast af hófsemi og varfærni, bæöi vegna mannkosta og svo vegna hinnar löngu lýðræð- ishefðar, sem þrátt fyrir allt ríkir hér á landi. Frá þessu eru þó undantekningar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, aö Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra beitir valdi sínu á annan hátt en landsmenn eiga að venjast þegar um ráðherra er aö ræöa. Hóf- semi og varfærni eru ekki orö sem koma upp í hugann, þegar stuttur valdaferill menntamála- ráðherrans er skoðaður. Nýjasta uppátæki Sverris, eins og kunnugt er, var að víkja Sturlu Kristjánssyni úr starfi fræðslustjóra á Norðurlandi eystra. Sverrir gef- ur fræðslustjóranum að sök að hafa virt að vett- (ugi fyrirmæli frá ráðuneytinu og tekið upp á ýmsum ráðstöfunum án samráðs við yfirboð- ara. Þetta kann vel að vera rétt. Enda dettur eng- um manni í hug, að Sverrir hafi einfaldlega ákveðið að reka einhvern starfsmann ráðuneyt- isins af handahófi sér til skemmtunar. Og eng- um dettur í hug að efast um að menntamálaráð- herra hafi heimild til að segja undirmönnum sínum upp störfum. Hitt þykir mönnum verra að svona uppsögn skuli koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og vekja upp jafnharða andstöðu og raun ber vitni meðal þeirra sem best þekkja til, samanber þau samstilltu og hörðu mótmæli sem borist hafa úr umdæmi fræðslustjórans. Réttmæti þessarar uppsagnar er því mjög umdeilt. Nú er því ekki að leyna að slagferðugar ráð- stafanir af þessu tagi vekja hrifningu meðal sumra manna, einkum þeirra sem tilbiðja vald og valdbeitingu. Mörgum er uppsigað við um- hverfi sitt og stjórnarfarið og beina óánægjunni hugsunarlaust að einhverri ófreskju, sem þeir sjá eins og í móðu og kalla „kerfið". Og það að reka einhvern úr „kerfinu" vekur kátínu í þessum hóp. Stjórnmálamenn hirða gjarnan upp fáein auðtekin prósent í vinsælda- könnunum með tali um að það þurfi að „hreinsa til í kerfinu" ellegar með því að segjast vera á móti „skriffinsku" án þess að fara út í nánari skilgreiningar á því. Þessi hrifning á „hreinsunar-“ og „brottrekstr- artali" á sér að öllum líkindum þá skýringu að öllum almenningi blöskrar að horfa upp á slím- usetur alls konar nátttrölla í embættismanna- kerfinu. Fólki blöskrar að horfa upp á háttsetta menn og háttlaunaða gera stórfelld mistök eða hafast ekkert að án þess að þeir séu nokkurn tímann látnir standa fyrir máli sínu. Fólki blöskr- ar líka að horfa upp á embættismannaveitingar til manna, sem hafa það helst sér til ágætis að hafa sömu stjórnmálaskoðun og sá sem emb- ættið veitir, meðan hæfari menn annarrar skoð- unar mega snapa gams. En agnúar kerfisins verða ekki sniðnir af með groddalegri valdbeitingu fyrrverandi kommiss- ara úr Framkvæmdastofnun. Brottvikning fræðslustjórans er ekki merki um stjórnunarhæfileika manns sem vill sníða agn- úa af kerfinu og fjarlægja óþarfa embættis- menn. Þessi brottvikning er enn eitt uppátæki mannsins, sem rak úr starfi framkvæmdastjóra Lánasjóðs og borgaði síðan væna summu í sár- abætur-og gaukaði starfi Háskólakennara að postula „frjálshyggjunnar“ - allt í krafti valds og embættis. Og hafi ráðherrann viljað koma til móts við þá sem heimta „hreinsanir í kerfinu" var það ein- staklega ólánlegt að velja sem fórnarlamb fræðslustjóra, sem hefur eytt of miklum pening- um í sérkennslu á landsbyggðinni. Með góðum vilja hefði hann getað fundið verri afglöp á öðr- um stöðum. En til þess nægði stjórnviskan ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft má til sanns vegar færa að Sturla Kristjánsson hafi tæplega sýnt næga húsbóndahollustu, en menn virða honum þó meðal annars til vorkunnar hver hús- bóndinn var. - Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Paö er erfitt að halda úti þætti eins og þessum hér án þess að minnast á sjónvarpið svosem einu sinni í viku. Sjónvarpsmál gegna nú orðið sama hlutverki og rórill manna um veðurfar áður fyrr, ellegar þá spurningar um eilífðarframhaldstilveru einstakl- ingsins. í þessum málflokkum öllum verða flestir jafnvitrir - nema síður sé. Hin hreina hugsjón Það er oft um það rætt, að samfélagið bjóði ekki lengur upp á annað en erfið störf og leiðin- leg. Undantekningar frá því sýn- ast helst tengdar þeim reyfara sem kallast markaðsöflun og svo sjónvarpinu sjálfu: sá sem þar er er sæll og hefur ekki framar sið- ferðilegan rétt til að öfunda nokkurn mann. Þó býður okkur í grun, að meira að segja sjónvarpsfrelsið sé fljótt að snúast upp í sína and- hverfu og verða að sjónvarps- þrældómi einskonar. Þessi grun- ur fær nokkurn byr undir vængi þegar við sáum þessa klausu hér í sjónvarpsgagnrýni Morgunblaðs- ins. Takið nú eftir: „Ég segi fyrir mig, að ég nýti þessar endursýningar Stöðvar 2 á þann veg að ég safna á myndbönd svo til allri dagskrá beggja stöðv- anna og er svo önnum kafinn langtfram á nótt við að skoða sem allra mest af efninu. Auðvitað missi ég af mörgu enda bara 24 tímar í sólarhringnum, en oft nœ ég í skottið á kvikmyndum Stöðv- ar 2 þá þœr eru endursýndar. “ Eða eins og kerlingin Moggans sagði: það er mikið á suma menn lagt. En það er þó huggun harmi gegn, að sá maður, sem verður fyrir þessari undarlegu keppni við sjálfan sig um það hve miklu sjónvarpsefni hann kemur fyrir í sínum sólarhring, hann þjáist ekki neitt að ráði. Nei, hann er sæll og glaður, hann. brosir undir sínum þungu skyldum, sínum svipuhöggum. Hvatningarorðum rignir Jón Óttar Ragnarsson er af- skaplega glaður og hamingju- samur með sína sjónvarpsstöð, og hver getur neitað því, að sú vellíðan sé góð í sjálfri sér? Pað er alltaf gleðilegt þegar menn trúa af einlægni á það sem þeir eru að gera - hversu fáfengilegt sem það annars kann að vera. Pað er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það. Jón Óttar á Stöð 2, hann segir til dæmis: „Innástöðina bókstaflega rign- ir hvatningarorðum frá ánægðum viðskiptavinum. Æ fleiri segjast með öllu hættir að horfa á dag- skrá keppinautar okkar. En öfugt við R ÚV er það ekki okkar markmið að níða niður keppinaut okkar. “ Nei, auðvitað ekki - og allra síst er það „níð“ að segja að allir séu hættir að horfa á keppinaut- inn. Og allt er í góðu gengi enda hafa nokkrir þætti Stöðvar 2 fengið verðlaun í keppni sem bandarískir framleiðendur efna til sín í milli um hylli sterkra auglýsenda. Það er reyndar betra en ekki, að Jón Óttar telur þá gagnrýni réttmæta, að Stöð 2 hafi verið of engilsaxnesk. Enda svo miklu upp á okkur þröngvað úr þeirri átt, að sjálft Morgunblaðið hefur hvað eftir annað varað við „hol- skeflu engilsaxneskra áhrifa“. Jón Óttar lofar nokkurri bót og betrun á þeim dagskrárhlutföll- um og það er ekki nema sjálfsagt að brosa við góðum áformum. Við sjáum hvað setur. Vandamálin En svo fer Jón Óttar meðal annars að tala um sína menning- arstefnu. Stöð 2 hefur sýnt nokkra þætti, sem byggðir eru á samtölum við rithöfunda og lista- menn - það er ágætt - og hér hefur stöðin það fram yfir Sjón- varpið, að reyna ekki að þrengja of mörgum atriðum inn í einn þátt, telja ekki mínúturnar af of mikilli smámunasemi. En það er líka allt og sumt. Jón Óttar bregður á það ódýra ráð að segja sem svo um þær aðfinnslur sem borist hafa um dagskrá Stöðvar 2: „Þeir sem reiknuðu hins vegar með stórum skömmtum af skand- inavískum vandamálamyndum og fjölmennum umrœðuþáttum um menningarmál œttu að leita á önnur mið“. Fjölmennir eða fámennir um- ræðuþættir eru eins og hvert ann- að tæknilegt smámál. En að því er varðar þennan eilífðarsöng um „skandinavískar vandamála- myndir“, þá er þar um að ræða óvenju lævísa herferð, sem miðar að því, að annaðhvort séu menn að tala um „afþreyingu“ eða „menningu". Og þar með fylgir að það sé eiginlega óþarfi að „menningin" komi okkur við. Mál til komið reyndar, að minnt sé á það, að bækur eins og Sjálf- stætt fólk og íslandsklukkan fjalla um vandamál kotbóndans í heiminum og um vandamái smá- þjóðar. Og meðferð þeirra „vandamála“ - skandinavískra og sovéskra og indverskra - ræður miklu um það, að hve miklu leyti þessi verk eru „af- þreying" og „menning“. ÁB þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Ðlaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörourÁrnason, ÓlafurGíslason, SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrtta-og prófarkaieaarar: Andrea Jónsdóttir, ElíasMar. Ljóamyndarar: EinarÓlason, SigurðjrMarHalldórsson. Útlitstolknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglyslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelð8lu8tjórl:HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúlað, Reykjavfk, sfmi681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. . Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - PJÓÐVILJINN Föstudagur 23. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.