Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Dollarinn Skammimar dynja á Bandaríkjastjóm Vextir lækkuðu í Vestur-Þýskalandi að kröfu Washington-stjórnar en dollarinn hressistlítið. Þýski seðlabankastjórinn: Bandaríkjamenn leika sér að eldinum. Formaður stjórnarnefndar EBE: Þetta erfjárkúgun Tokyo/Bonn... - Bundesbank, þýski seðlabankinn, lækkaði í gær helstu vexti sína úr 3,5 í 3 prósent og lét þarmeð undan langvarandi þrýstingi frá Bandaríkjamönnum. Þessi at- höfn rétti þó ekki við dollarann sem lækkaði frá því í gær, úr 1,84 mörkum í 1,81, og er litlu hærri en á mánudag þegar lægst ris var á honum. Áhrifa- menn í evrópskum fjármálum skömmuðu Bandaríkjastjórn í gær fyrir ábyrgðarleysi og valdníðslu. Vextir voru lækkaðir í Austurríki eftir að ákvörðun þýsku bankastjórnarinnar varð kunn, og búist er við vaxtalækk- un líka í Hollandi og í Sviss. Vaxtalækkun í Vestur- Þýskalandi dregur úr áhuga spák- aupmanna á að eiga mörk og ætti þannig að styrkja stöðu dolla- rans. IJapan féll dollari ört í gær- morgun eftir að ljóst varð að fundur þeirra Kiichi Miyazawa fjármálaráðherra Japan og kol- lega hans í Washington, James Baker, í fyrrakvöld hafði ekki borið árangur. Dollarinn féll úr 154 yenum niðurfyrir 152, en rétti örlítið við aftur þegar fregnir bár- ust um að vaxtalækkun væri væntanleg í Japan í næstu viku. Það hefur ekki hresst upp á gengi dollarans að aðstoðar- bankastjóri Ameríkubanka sagði í gær að landar sínir mundu ekki setja upp skeifu þótt dollarinn félli enn meira, og nefndi 140 yen og 1,70 þýsk mörk. Stjórnendur vestra hafa talað tungum tveim um dollarafallið að undanförnu, en eru taldir standa á bak við það með því að bregðast ekki við. Karl Otto Pöhl seðlabankastjóri í Bonn var þungur á brún á blaða- mannafundi eftir vaxtalækkunina og sagði að Bandaríkjamenn væru að leika sér að eldi. Þjóð- verjar hafa þráast við að lækka vextina og telja að það muni nú kynda undir verðbólgu. Jacques Delors formaður stjórnarnefndar Efnahagsband- alagsins var enn harðorðari í garð Washington-stjórnarinnar í ræðu sem hann flutti á þingi EBE í gær. Hann sakaði Bandaríkjastjórn um að beita Efnahagsbandalags- löndin fjárkúgun með framferði sínu síðustu vikur. Óábyrg af- staða Bandaríkjamanna ylli sí- auknum óróa á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði og magnaði enn viðskiptaerjur Bandaríkja- manna og Efnahagsbandalags- ins. Bandaríkjamenn eiga að gjöra svo vel að þvo óhreina þvottinn heima hjá sér, sagði Delors, sem fyrrum var efnahags- ráðherra í stjórn franskra sósía- lista, - það sem veldur dollarafal- linu er annarsvegar methallinn á bandarískum fjárlögum, hinsveg- ar vond samkeppnisstaða banda- rískra iðnfyrirtækja sem hefur verið leyft að drabbast niður í skjóli ofurvalds Bandaríkja- manna í peningamálum á Vestur- löndum. Það sem nú er að gerast, sagði Delors, er að Bandaríkja- stjórn er að flytja út eigin vanda til að Evrópumenn og aðrar við- skiptaþjóðir leysi hann fyrir þá. Hagfræðingar sem Reuter- fréttastofan vitnar í búast við að dollarinn haldi áfram að falla, en mun hægar og jafnar en undan- farinn mánuð. Mið-Ameríka Friðarviljann vantar Contadora-ráðherrar og aðalritari SÞ segjast hafafarið erindisleysu. Bandaríkin gagnrýnd Olíuútflutningur Sovétmanna verður minnkaður um sjö prósent á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir fyrstu heimsókn olíuráðherra Sádí-Arabíu til Mos- kvu í vikunni. Ákvörðun Sovét- manna er tekin með hliðsjón af tilraunum OPEC-ríkjanna til að knýja fram verðhækkun á olíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Sovét- ríkin vinna með OPEC í verð- lagsmálum. Sovétríkin eru mesta olíuframleiðsluland heims og olí- uútflutningur færir þeim um 60 prósent gjaldeyristekna. Bandaríkjamenn eiga á hættu að missa af strætis- vagninum í geimtækni, segir for- maður Geimstofnunarinnar í Ho- uston. Eftir Challenger-slysið fyrir ári hafa aðrar þjóðir sótt í sig veðrið, til dæmis Frakkar, og Bandaríkin verða að herða á geimáætlunum sínum ef þeir ætla að vera áfram í fremstu röð, sagði formaðurinn, Joseph Allen fyrrverandi geimfari. Mexíkóborg - Á þessari stundu er vilji til pólitísks samkomu- lags í Mið-Ameríku ekki fyrir hendi, sögðu utanríkisráð- herrar Contadora-ríkjanna í yfirlýsingu eftir tveggja daga ferð til höfuðborga fimm Mið- Ameríkuríkja, Nicaragua, Hondúras, Costa Rica, Guate- mala og El Salvador. Javiar Perez de Cuellar aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna tók undir þetta í ræðu. Hann var með í ráðherraförinni ásamt aðalrit- ara Sambands Ameríkuríkja og fulltrúum frá stuðningshópi Contadora, sem stjórnir Argent- ínu, Brasilíu, Úrúguay og Perú mynda. Contadora-ríkin Mex- íkó, Kólombfa, Venezúela og Pa- nama hafa frá 1983 reynt að skilja að stríðandi öfl í Mið-Ameríku og stilla til friðar, og draga nafn sitt af smáeyju í Panama þarsem fulltrúar þeirra funduðu fyrst um þessi efni. Ráðherrarnir sögðust mundu halda áfram friðartilraunum, og skoruðu á þau ríki sem „beint eða óbeint“ væru blönduð í deiluna að forðast valdbeitingu. Með þessu orðalagi er einkum átt við Bandaríkin, og í yfirlýsingu ráð- herranna eru þau hvött til sam- starfs við Contadora-hópinn; slíkt samstarf sé forsenda friðsamlegrar lausnar á svæðinu. Ráðherrarnir sögðust mundu bera þessi mál undir utanríkis- ráðherra Efnahagsbandalagsins sem væntanlegir eru til Guate- mala í febrúar. Verðbólga hefur ekki verið minni í Svíþjóð í tvo áratugi. Verðbólgutalan fyrir 1986 var 3,3%, aðeins 0,1 pró- senti meiri en ríkisstjórnin hafði fyrirhugað. í gær voru einnig birt- ar tölur um verðbólgu í desember í ríkjum Efnahagsbandalagsins og hafa sjaldan verið lægri: Vestur-Þýskaland mínus 1,1%, Frakkland 2,1%, Ítalía 4,1%, Holland0,2%, Belgía0,6%, Lúx- embúrg mlnus 1,4%, Bretland 3,7%, írland 3,2%, Danmörk 4,4%, Grikkland 16,9%, Spánn 8,2%, Portúgal 10,6%. ERLENDAR FRÉTTIR ÁRNARflN /REUTER EBE Danir bjartsýnastir Brússel - íbúar Efnahags- bandalagslandanna telja að árið 1987 verði „betra“ en árið 1986 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem framkvæmda- nefnd bandalagsins stendur fyrir. Um 36% telja að árið í ár verði betra ár en í fyrra, 19% verra. í fyrra voru hliðstæðar tölur 32 og 24 prósent og hefur EBE-íbúum aukist bjartsýni, - niðurstöðurn- ar nú voru hinar „bestu“ á ára- tugnum. Danir virðast bjartsýn- astir aðildarþjóðanna, munurinn á „betri“ og „verri" var hjá Dön- um 21%, en Grikkir eru þung- búnastir og höfðu vern svörin þaðan 19% yfir hin betri. Um efnahagsútlit í eigin landi sögðu 36% að það væri betra en í fyrra, 30% verra. Enn var spurt hvort menn sæju landi sínu hag í EBE-aðild, og svöruðu 55% að- spurðra frá þeim tíu löndum sem bandalagið mynduðu fyrir inngöngu Spánar og Portúgals í fyrra að þeir teldu land sitt hafa hag af aðildinni. Af Bretum töldu 48% að enginn hagur væri að að- ild en 36% voru andstæðrar skoð- unar. Spánverjar virðast ekki yfir sig hrifnir af Efnahagsbanda- laginu, aðeins 20% sögðu hag að aðild, 52% sáu engan. Helmut Kohl (Ákvörðun fyrír Þýskaland), Hans-Dietrich Genscher (Framtíð með afköstum)og Johannes Rau (Sá besti fyrir Þýskaland) á veggspjöldum frá flokkum sínum. Kosningabaráttan í Vestur-Þýskalandi hefurþótt meðdaufasta móti... ...eins og sjá má af þessari teikningu (Freiheit=frelsi, Wohlstand=velmegun, Frieden=friður, Demokratie=iýðræði). Kjósandinn á myndinni segist enn ekki hafa gert upp við sig hvort hann eigi að kjósa lista 3 eða lista 4. Vestur-Þýskaland Gefur á bátinní Bonn Vaxtalækkun og Beirút-gíslar setja stjórn Kohls í vanda, en ekki er talið að kjósendum snúisthugur Bonn - Eftir að Kohl kanslari og bandamenn hans hafa siglt lygnan sjó alla kosningabar- áttuna gefur skyndilega á bát- inn í vikunni fyrir kjördag. Stjórnarliðar eru ósammáia um hvernig bregðast skuli við töku tveggja þýskra gísla í Beirút, og vaxtalækkun dregur úr trúverðugleik Kohls og fé- laga sem efnahagssnillinga. Enn er þó talið víst að meiri- hluti kjósenda muni styðja stjórnarflokkana á sunnudag. í gær var haldinn fundur leið- toga helstu flokka í Vestur- Þýskalandi um gíslamálið í Beirút, og voru menn fámálir eftir fundinn. Stjórnmálamenn eru á ýmsu máli um rétt viðbrögð og uppákoman þykir sýna í skæru ljósi einn af veiku blettunum á stjórn Kohls, þar sem ekki ríkir full eining um utanríkisstefnuna, - og hefur mjög borið á góma í kosningabaráttunni við þrætur utanríkisráðherrans Genschers frá frjálslyndum demókrötum og Strauss foringja systurflokks Kohls í Bæjaralandi. Talið er að gíslarnir hafi verið teknir til að fá þýsku stjórnina til að láta lausan flugræningja sem er í haldi í Þýskalandi. Banda- ríkjamenn hafa krafist þess að flugræninginn verði framseldur. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin en sumir stjórnarliðar vilja ekki semja við mannræningjana í Beirút, aðrir vilja láta ákvörðun um afdrif fangans bíða, og enn aðrir, þar á meðal Strauss, vilja gefa eftir og skipta á gíslunum og flugræningjanum. Jafnaðarmenn hafa lýst yfir að þeir vilji enga samninga við hryðjuverkamenn- ina. í gær var einnig tilkynnt að þýski seðlabankinn, Bundes- bank, hefði látið undan þrýstingi Bandaríkjamanna og lækkað vexti um hálft prósent. Þýska stjórnin hefur hingaðtil verið treg til að aðstoða dollarann með þeim hætti af hræðslu við að verð- bólga færi aftur af stað. Eftir vaxtalækkunina segja hagfræð- ingar að efnahagsmarkmið stjórnarinnar í ár séu mun ór- aunhæfari en áður, og vaxtalækk- unin þarsem hlýtt er bandarísku kalli er hvalreki á kosningafjörur jafnaðarmanna sem segja lýsing- ar Kohls á bjartri framtíð í efna- hagsmálum hjóm eitt og kosning- abrellu. Efnahagsástandið er einmitt grundvöllur velgengni Kohl- stjórnarinnar í skoðanakönnun- um: stöðugur hagvöxtur allt kjörtímabilið og verðbólga ekki til. Stjórnarandstæðingar hafa hinsvegar snúið að Kohl öðrum spjótum, bent á tvær milljónir at- vinnuleysingja (7,6% vinnufærra manna), gagnrýnt orkustefnu stjórnarinnar þarsem kjarnorku- ver eru í lykilhlutverki, og sakað Kohl og ráðherra hans um að láta í einu og öllu að vilja valdhafa í Washington. Fréttaskýrendur í Bonn búast við að síðustu atburðir muni heldur draga úr fylgi stjórnar- flokkanna en segja yfírburði þeirra of mikla til að stórtíðinda sé að vænta á sunnudaginn. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun- inni £ Die Welt í gær fá stjórnar- flokkarnir þrír 53,5%, jafnaðar- menn um 37%, græningjar 8,3%. í kosningunum 1983 fengu kristi- legir (CDU og CSU) 48,8%, frjálslyndir demókratar (FDP) 7%, jafnaðarmenn (SPD) 38,2% og græningjar 5,6%. Brasilía Indjánar fá land Sao Paulo - Baráttumenn fyrir réttindum indjána í Brasilíu sögðu í vikunni að stjórnvöid hefðu fallist á að Yanomani- þjóðin fengi viðurkennt svæði til búsetu við landamæri Ven- esúela. Yanomani-þjóðin er ein fjöl- mennasta indjánaþjóð í landinu og þykir afar frumstæð. Þeir eru um 20 þúsund þaraf 9 þúsund í Brasilíu. Gullgrafarar og her- flokkar hafa þrengt mjög að Yan- omönum undanfarið. Mjög hefur verið herjað á ind- jánaflokka í Brasilíu, og er talið að indjánar í landinu séu nú alls um 220 þúsund, en voru um sex milljónir þegar Portúgalar lögðu landið undir sig á sextándu öld. Sunnudagur 25. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.