Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. janúar 1987 17. tölublað 52. árgangur Borgarstjórinn Lúxusvagn a þrjár milljónir Á meðan Steingrímurfær nýjan bíl á 1,9 milljónir vill Davíð kadilják á 2,9 milljónir. Minnihlutinn íborgarstjórn: Davíð fullsœmdur afl, 9 milljón króna bíl. Mismunurinn renni til Ferðaþjónustufatlaðra Ferðaþjónusta fatlaðra vinnur mjög þarft starf og þörfin fyrir hana er alltaf að aukast, þannig að þessu fé er mun betur varið í þeirra sjóðum. Við teljum hins vegar alveg réttlætanlegt út frá hagkvæmnissjónarmiðum að borgarstjóraembættið endurnýji bflakost sinn,“ sagði Össur. Þess má geta að eini embættis- maður þjóðarinnar sem ekur um á kadilják er forseti íslands. Borgarstjóri mun því færa sig nokkrum þrepum ofar í bfleign ef til þess kemur að þriggja milljóna kadiljákinn verði keyptur. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gær voru afdrif tillögu minni- hlutans ekki ljós. -gg Frœðsluráð og þingmenn vilja rannsókn að er óhjákvæmilegt að þetta mál verði tekið til frekari meðferðar á alþingi þó þessari umræðu nú sé lokið, sagði Svavar Gestsson á alþingi í gær. Hann talaði síðastur í scinni hálfleik umræðna um „Sturlumálið“, sem stóð i fjóra klukkutíma. Einn þingmaður, Birgir ís- leifur Gunnarsson lýsti afdráttar- lausum stuðningi við aðgerðir ráðherra og Guðrún Helgadóttir sagði ljóst að þegar samvinna gengi ekki milli fræðslustjóra og ráðherra þá hlyti fræðslustjórinn að víkja. Hins vegar væri hún ekki að mæla aðferðum ráðherr- ans bót, hann hefði átt að víkja fræðslustjóra meðan kannað var til hlítar hvort nauðsynleg sam- vinna tækist. Sverrir Hermannsson skýrði frá því að hann myndi óska eftir sérstakri fjárveitingu til að greiða Sturlu Kristjánssyni jafngildi þriggja mánaða launa en tók skýrt fram að í því fælist ekki nokkur viðurkenning á því að hann hefði ekki staðið rétt að brottrekstrinum. Hann manaði norðanmenn enn til að stefna sér fyrir dóm, en eins og fjölmargir þingmenn bentu á, gera lögin ráð fyrir að fjármálaráðherra, en ekki menntamálaráðherra svari til saka í slíku dómsmáli. Svavar Gestsson benti á að innan tíðar yrði menntamálaráðherra dreg- inn fyrir æðsta dóm stjómmála- manna: dóm kjósenda og hjá honum kæmist hann ekki. Sverrir Hermannsson tók hart á þeim ummælum Þráins Þóris- sonar formanns fræðsluráðs nyrðra að hann hefði ekki farið með rétt mál á alþingi á þriðjudag þegar hann sakaði fræðslustjór- ann um að hafa fyrir 6 árum tekið í heimildarleysi á leigu húsnæði undir fræðsluskrifstofuna. Þráinn yrði að biðja sig afsök- unar áður en hann tæki tillögum frá honum. Ingvar Gislason sem var menntamálaráðherra þegar þetta gerðist, efaðist um að heim- ildir hefði skort. Þær hefðu trú- lega verið veittar í sinni ráðherr- atíð en það þyrfti að rannsaka eins og svo margt annað í þessu máli. Ingvar mælti þó ekki með því að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd að svo stöddu eins og fræðsluráð hefur farið fram á en hvatti ráðherrann sjálf- an til að hafa frumkvæði að því að þessum ófriði linni. Aðrir þing- menn tóku ýmist undir kröfur um rannsóknanefnd eða hvöttu ráðherrann til að endurskoða málið. -Ál/vd Sjá bls. 5. Staðgreiðslukerfi skatta Lokatillögur að fæðast Skiptar skoðanir eru um það innan ríkisstjórnarinnar hvort mögulegt verði að koma á staðgreiðslukerfl á sköttum þcgar um næstu áramót og að launa- tekjur á þessu ári verði skatt- lausar. Skattanefnd sem starfað hefur á vegum fjármálaráðuneyt- isins frá því í nóvember hefur lagt fyrir stjórnina sínar fyrstu til- lögur að tilhögun staðgreiðslu- kerfls og stefnir að því að skila fullmótuðum tillögum fyrir lok þessa mánaðar. - Það er ljóst að tíminn er naumur og mikil vinna er eftir en við bara verðum að klára þetta, sagði Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur formaður skatta- nefndarinnar. í tillögum sínum gerir nefndin m.a. ráð fyrir því að í stað- greiðslukerfi verði aðeins ein skattprósenta og einfaldur per- sónuafsláttur en aðrir frádráttar- liðir lagðir niður. Við þessar breytingar mun skattstofninn hækka verulega, en skattakerfið einfaldast og allt eftirlit verður auðveldara. Telur nefndin að verði farið að tillögum sínum muni skattbyrði breytast sáralítið fyrir þorra fólks. Sjá bls. 3. Við í minnihlutanum teljum mun meiri þörf á að efla Ferð- aþjónustu fatlaðra en að kaupa rándýran lúxusvagn undir botn- inn á borgarstjóra, sagði Össur Skarphéðinsson borgarfulltrúi í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi, en hann mælti fyrir tillögu minnihlutaflokkanna við af- greiðslu fjárhagsáætlunar í gær um að lækka fé til kaupa á bifreið fyrir borgarstjóraembættið úr 2,9 milljónum króna í 1,9 milljónir. Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar pantaði fyrir tveimur mánuðum nýjan Cadillac Fleet- wood 60 Special hjá Bflvangi. Bfllinn var valinn af borgarstjóra og vélamiðstöð borgarinnar og á að kosta 2,9 milljónir króna. Að- urnefnd gerð er nýjasta nýtt frá General Motors og er reyndar enn ekki hafin framleiðsla á henni að sögn starfsmanns Bfl- vangs, sem flytur vagninn inn. Af þeim sökum gat Þjóðviljinn ekki útvegað mynd af draumabíl Davíðs í gær. Nýja bflnum er ætlað að leysa af um 3 ára gamlan Buick, sem borgarstjóri hefur nú til umráða. Minnihlutinn flutti tillögu um að lækka fjárráð embættisins til bifreiðakaupa um eina milljón, sem skyldi verja til þess að efla Ferðaþjónustu fatlaðra. Össur sagði í gær að í ljósi þess að for- sætisráðuneytið lætur nægja að kaupa bfl fyrir forsætisráðherra á 1,9 milljónir með tollum, væri borgarstjóri fullsæmdur af sambærilegri bifreið. „Allt annað getur ekki verið annað en duttlungar og hégómi. Hafskipsmálið Ekkisakað áður Það hefur almennt ekki þótt girða fyrír að ég gæti flutt mál sem ríkissaksóknari fyrir dóm- stólum þótt ég hafi komið við sögu sem rannsóknarstjóri, sagði Hallvarður Einvarðsson þegar hann var spurður hvort honum þætti eðlilegt að hann gegndi báð- um þessum stöðum í Hafskips- málinu. Eins og fram kom í Þjóðviljan- um í gær þá hafa Ragnar Kjart- ansson fyrrum stjórnarformaður Hafskips og lögfræðingur hans Jón Magnússon gert kröfu um að Hallvarður víki úr embætti ríkis- saksóknara í Hafskipsmálinu vegna vanhæfni. í því sambandi vísa þeir til ákvæðis laga þar sem kveðið er á um að ríkissaksóknari víki sæti, þegar hann sé svo riðinn við mál að hann mætti ekki gegna dómarastörfum í því. Hallvarður vildi ekkert tjá sig frekar um málið og sagðist hon- um ekki vera kunnugt um að innan dómskerfisins sé verið að leita að aðila utan ríkissaksókn- araembættisins til þess að taka yfir Hafskipsmálið, en fyrir því hefur Þjóðviljinn öruggar heim- 'ldir- -K.ÓI. Sturlumálið Málinu er ekki lokið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.