Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Trésmiðir Viðræður í strandi Grétar Þorsteinsson: Viljum að staðið sé við Febrúar- samkomulagið um uppstokkun launa- kerfisins - Það hefur ekki slitnað endan- lega uppúr viðræðum en við telj- um ekki ástæða tii þess að funda frekar fyrr en eitthvað nýtt kem- ur uppá borðið frá viðsemjend- um okkar, sagði Grétar Þor- steinsson formaður Trésmiðafé- iags Reykjavíkur í samtali við Þjóðviijann í gær. Viðræður trésmiðja og við- semjenda þeirra hafa legið niðri sfðan í miðri síðustu viku en tré- smiðir leggja áherslu á í viðræð- unum að staðið sé við ákvæði fe- brúarsamninganna um uppstokk- un launakerfisins. - Við höfum í höndunum nið- urstöður úr kjarakönnun meðal félagsmanna og meginkrafa okk- ar er að færa taxtakaupið nær greiddu kaupi. Við viljum ein- faldlega að það kaup sem þegar er greitt verði fest niður í samn- ingum, sagði Grétar. Félagsfundur hjá trésmiðjum hefur nýlega lýst samþykki sínu við að boðað verði til aðgerða telji trúnaðarmannaráð ástæðu en að sögn Grétars hefur enn ekki verið ákveðið hvenær trún- aðarmannaráð kemur saman. -Ig. Bókagerðarmenn 38 þúsund í lágmarkslaun Samningar bóka- gerðarmanna voru samþykktir áfélags- fundiígœr Á fjölmennum fundi Félags bókagerðarmanna í gær voru ný- gerðir samningar félagsins við Félag prentiðnaðarins samþykkt- ir með 146 atkvæðum gegn 40. í samningnum var gert sam- komulag um 38 þúsund króna lágmarkslaun fyrir faglærða en þau voru áður á bilinu 22-26 þús- und krónur eftir starfsgreinum og starfsaldri. Starfsaldursþrepin voru þurrkuð út með samningun- um. Pá var samið um að launa- könnun yrði gerð 2-4 sinnum á ári til þess að hægt verði að fylgjast með launaþróuninni. Hvað rétt- indamál snertir tókst bókagerð- armönnum að fá lögfest í samn- inginn vikufrí vegna veikinda barna. Árangur náðist í samningum fyrir iðnnema en laun þeirra verða áfram reiknuð sem pró- senta af sveinslaunum, en eins og kunnugt er ríkti mikil óánægja hjá iðnnemum með aðalkjara- samninga ASÍ þar sem samið var um að laun þeirra skyldu reiknuð af lágmarkslaunum verkafólks, en ekki sveinslaunum. Loks má geta þess að aðstoðarfólk bóka- gerðarmanna hækkar með þess- um samningum úr rúmum 20 þús- und króna byrjunarlaunum í 28 þúsund. Gert er ráð fyrir að í árs- Iok verði laun þess rúmar 30 þús- und krónur. -K.Ól. þJÓDVIUIN Föstudagur 23. janúar 1987 17. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Flugslysið Orsökin hufln ráðgáta TF-ÖRN var að koma úr viðgerð ogskoðun áAkureyriþegarslysið átti sér stað. Ekkertfannstfrekar ígœrþráttfyrir víðtæka leit að er mönnum aigerlega hulin ráðgáta hvað þarna hefur gerst, sagði Hörður Magnússon flugmaður og einn eigenda Flug- félagsins Ernir á ísafirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Vélín sem fórst norður af Arn- arnesi í ísafjarðardjúpi, TF- ÖRN, var í eigu Flugfélagsins Ernir og var keypt eftir flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í fyrra. Þrátt fyrir víðtæka leit á slysstað í allan gærdag hefur ekk- ert fundist frekar úr vélinni. Hörður sagði í gær að flugvélin hefði verið að koma úr viðgerð á Akureyri. Flugskilyrði voru ekki slæm þegar slysið átti sér stað og flugmaðurinn var fær í sínu starfi, þannig að menn geta að sögn Harðar ekki gert sér í hugarlund hvað þarna hefur átt sér stað. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur að öllum líkindum rannsókn málsins innan tíðar. „Þetta er mikið áfall fyrir okk- ur. Við vorum rétt að átta okkur á slysinu í Ljósufjöllum í fyrra þegar þetta skall á,“ sagði Hörð- ur í gær. Flugmaðurinn sem fórst í slys- inu hét Stefán Páil Stefánsson. Stefán var 38 ára gamall, búsettur á Akureyri. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. ~gg Borgarfulltrúar áttu langa nótt fyrir höndum þegar Sig. tók þessa mynd í arfulltrúi Alþýðubandalagsins, Ingibjörg S. Gísladóttir Kvennalista og Helga matarhléi í gærkvöldi og þeir voru ekki alltaf svo léttir í lundu sem á þessari Jóhannesdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birgja sig með fylltu mynd. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir borg- lambalæri og tilheyrandi. Fjárhagsáœilun Góðærið í gæluverkefni Hörð gagnrýni minnihlutans áfjárhagsáœtlun Sjálfstœðisflokksins: 'Tekjuauka vegna kjaraskerðingarinnar veitt ígœluverkefni á bórð við ráðhús og bílageymslur. í frumvarpi Sjálfstæðismanna að fjárhagsáætlun skipa bfla- geymsluhús, ráðhús, lóðakaup af stóreignamönnum og ýmis óskil- greind fasteignakaup æðsta sess. Fulltrúar minnihlutans í borgar- stjórn vilja breyta þessum for- gangi og nýta auknar tekjur borg- arsjóðs til að fjármagna félags- legar framkvæmdir sem koma fyrst og fremst þeim til góða sem lakast eru settir. Við höfum því komið okkur saman um að leggja höfuðáhersluna á aðgerðir til úr- bóta í málefnum barna, aldraðra og í húsnæðismálum, segir m.a. í bókun borgarfulltrúa minnihlut- ans í borgarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í gærkvöldi. Aukafundur í borgarstjórn hófst síðdegis í gær og stóð fram eftir nóttu. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gærkvöldi var af- greiðsla breytingartillagna við frumvarp til fjárhagsáætlunar enn ekki hafin. Ingibjörg S. Gísladóttir mælti fyrst fyrir sameiginlegum til- lögum Alþýðubandalags, Kvennalista, Alþýðuflokks og Framsóknaríflokks. Ingibjörg minnti á að kjaraskerðingin í upphafi valdatíma núverandi ríkisstjórnar hefði skilað borgar- sjóði verulegum tekjuauka, en benti jafnframt á að þetta góðæri ætti samkvæmt frumvarpinu að nota í ýmis gæluverkefni Sjálf- stæðisflokksins, í stað þess að nýta aukið svigrúm til þess að efla félagslega þjónustu. Kristín Á. Óiafsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins lagði áherslu á að bæta þyrfti úr því ófremdarástandi sem skapast hefur m.a. í dagvistarmálum, málefnum aldraðra og víðar. „Við viljum bæta þetta ástand og bendum í tillögum okkar á leiðir til þess. Við erum þeirrar skoð- unar að verja eigi sameiginlegum sjóðum til félagslegra fram- kvæmda fyrst og fremst. Annað verður að bíða betri tíma meðan félagslegri þjónustu er ekki sinnt betur en raun ber vitni,“ sagði Kristín. Davíð Oddsson borgarstjóri taldi fátt markvert að finna í til- lögum minnihlutans. Hann sagði reynsluna hafa kennt sér að yfir- boð minnihlutaflokkanna væru „marklítil, að gagnrýni þeirra er innihaldslaus, að loforð þeirra eru brotgjörn.“ Fjárhagsáætlun Sjálfstæðis- flokksins sagði hann hins vegar framsækna og þróttmikla, þótt hæfilegrar varfærni og hagsýni væri í hvívetna gætt. -gg Vetrarvertíð Afli í meðallagi Veðurfar rysjótt það sem af er Vetrarvertíðin er þessa dagana að komast í gang víðast hvar. Tíð- arfar hefur verið heldur rysjótt síðustu daga og lítt geflð á sjó fyrir smábáta. í Sandgerði hefur verið reytingsfiskur á línu, aðallega þorskur. í Grindavík hafa um 8-9 bátar hafið veiðar og veiða aðal- lega í net. Þeir hafa aflað sæmi- lega og aflinn að mestu verið ufsi. Frá Rifi hafa 18 bátar hafið veiðar aðallega á línu, en 5 þó á netum og aflinn að mestu þorskur og um 100 tonn hafa borist á land, sem er í meðallagi. í Ólafsvík er vertíðin að kom- ast í gang. Nokkrir eru byrjaðir að leggja net og fáeinir eru á línu, búnir að fara í nokkra róðra. Frá áramótum eru komin á land um 200 tonn. Frá Akranesi eru nú að mestu gerðir út smábátar auk togara. Lélegar gæftir hafa verið nú eftir verkfall, svo að lítill afli hefur borist á land. -sá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.