Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 12
UM HELGINA MYNDLISTIN Gallerí Svart á hvítu við Óðins- torg opnarsýningu á málverkum Halldórs Dungal á laugardag kl. 16.00. Halldór er fæddur 1957, og hefur hann dvalið með hléum á Spáni frá því að hann lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Sýningin er opin 14-18 alla daga nema mánudaga. Listasafn ASÍ við Grensásveg opnar sýningu á málverkum Samú- els Jóhannssonar á laugardag kl. 14.00. Samúel er sjálfmenntaður myndlistarmaður, búsetturá Akur- eyrí. Hann hefur áður haldið 3 einkasýningar og tekið þátt í mörg- um samsýningum. Opið virka daga 16-20 og 14-20 um helgar. Sýning- unnilýkur8.febrúar. Norræna húsið sýnir silkiþrykk eftir Andy Warhol í anddy rinu. Myndirnar eru tilbrigði við 3 andlits- myndiraf leikkonunni Ingrid Berg- man. Opið 9-19 virka daga og 12- 19ásunnudögum. Kjarvalsstaðir halda yfir- litssýningu á íslenskri abstraktlist frá 1920 til dagsins í dag á vegum Menningarmálanefndar Reykjavík- urborgar. Opið kl. 14-20. Listasafn íslands sýnir nýkeypt verk og eldri verk í eigu safnsins. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Gallerí Borg sýnirgrafík, vatns- litamyndir, krítarmyndir, keramík og fleira eftir íslenska listamenn. Gömlu meistararnir til sýnis og sölu í kjallaranum. Opið á verslunartíma frá kl. 10 og frá kl. 12 á mánu- dögum. Gallerí Langbrók við Bókhlöðu- stíg sýnir vefnað, tauþrykk, mynd- verk, fatnað og ýmiskonar listmuni. Opið þriðjud. til föstud. 12-18 og laugard. 11-14. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3B sýnir myndireftir Eggert Pótursson. Ópið virka daga frá 16-20 og 14-20 um helgar. Gallerí Grjót við Skólavörðustíg sýnir verk eftir Steinunni Þórarins- dóttur, Jónínu Guðnadóttur, Þor- björgu Höskuldsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Magnús Tómasson og Örn Þorsteinsson. Opið 12-18 virka daga. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, sýnir verk eftir þau Braga As- geirsson, EinarG. Baldvinsson, Einar Þorláksson, Guðmundu Andrésdóttur, Hafstein Austmann, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhann- esson, Kristján Davíðsson, Kjartan Guðjónsson, Vilhjálm Bergsson, Valtý Pétursson og Guðmund Benediktson. Opið 9-17 virka daga. Slunkaríki á ísafirði sýnir collage- myndir eftir Guðrúnu Kristjánsdótt- ur. Myndirnar eru unnar úr hand- unnum pappír. Opið alla daga frá 16-18til3.febrúar. Konur í list kvenna nefnist myndlistarsýning sem Kvenrétt- Sýningum fer senn að Ijúka á hinni vönduðu sýningu Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu Vegurinn til Mekka eftir Athol Fugard í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. Myndin sýnir Sigríði Hagalín í aðalhlutverki leiksins. Útivistsunnudag kl. 13.00: Álfsnes-Gunnunes. Léttganga. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Verð 450.-, frítt f. börn m. fullorðnum. Þorraferð og þorrablót Útivistar 23,- 25. jan. Gist í félagsheimilinu Brúar- ási. Örfá sæti laus. Gullfossferð verður 1. febr. Ársritið 1986 er kom- iðút. Ferðafélag íslands: sunnudag- inn25.jan. Lækjarbotnar- Hafravatn. ekið að Lækjarbotnum, hjá Nátthagavatni og Selvatni um Miðdal að Hafravatni. Áreynslulítil gönguferð. Brottförfrá Umferðar- miðstöðinni austanmegin. Verð 400.-, fríttf. börn m. fullorðnum. Gerðuberg. Dagskrá um Snorra Hjartarson skáld verður f lutt í Gerðubergi laugardaginn 24. janú- ar kl. 16.00 í umsjón Páls Vals- sonar, sem flytur erindi um skáldið auk þess sem lesið verður úr Ijóð- um þess. Klúbburinn Þú og ég gengst fyrir Bingói í Mjölnisholti 14 á sunn- udag kl. 14. íslenska óperan sýnir óperuna Aidu eftir Giuseppe Verdi á föstu- dögum og sunnudögum kl. 20.00. Símapantanir virka daga 10-14 og á miðasölutíma kl. 15-19. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Land míns föður á föstudag og þriðjudag kl. 20.30. Sýningum fer fækkandi. Vegurinn til Mekka eftir Athol Fugard sýndur á laugardag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Dag- ur vonar eftir Birgi Sigurðsson sýndur á sunnudag og miðvikudag kl. 20.00. Alþýðuleikhúsið heldurauka- sýningu á Hin sterkari - sú veikari eftir August Strindberg og Þorgeir Þorgeirsson í Hlaðvarpanum á sunnudag kl. 17.00. Allra síðasta sýning. Leikfélag Akureyrar sýnir „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari?“ á föstudag og laugardag kl. 20.30. HITJ OG ÞETTA Kvenfélag Kópavogs gengst fyrir félagsvist mánudaginn 26. jan. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir vel- komnir. Hana nú. Vikuleg laugar- dagsganga verður frá Digranes- vegi 12 á laugardag kl. 20. Sam- vera, súrefni, hreyfing, allir vel- komnir. indafélag Islands efnir til á myndlist eftir núlifandi íslenskar listakonur aðHallveigarstöðum.Túngötu 14Í Reykjavík. Sýningin er haldin í til- efni þess að Kvenréttindafélag ís- lands verður 80 ára þann 27. janúar næstkomandi. Sýningin verður opnuð á laugardag kl. 16, og verður opin 16-20 virka daga en 14-22 um helgar og stendur fram til 8. febrúar. Menningarsamtök Norðlend- inga og Alþýðubankinn hf. sýna myndir eftir Óla G. Jóhannsson í salarkynnum Alþýðubankans á Ak- ureyri, Skipagötu 14. Óli sýnir nú óhlutbundnar myndir unnar í acryl og olíu á striga. Myndirnar eru allar málaðar á síðasta ári. Sýningin stendurtil 16. mars. Ragna Róbertsdóttir sýnir skúlptúra í galleri Overgaden, sem er sýningarsalur danska mennta- málaráðuneytisins fyrir nútímalist við Overgaden neden Vandet 17 í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur til 15. febrúar. TÓNLIST Norræna húsið. Sveinn Eyþórs- son gitarleikari heldurtónleika á sunnudag kl. 17. Sveinn hefur stundað gítarnám í T ónlistarskóla Hafnarfjarðar og á Spáni, þar sem hann lauk burtfararprófi frá Con- servatorio de Musica „Isaac Albén- iz“ í Gerona vorið 1986 eftir 6 ára nám. EnnfremurhefurSveinn stundað framhaldsnám við Tón- listarskólann í Barcelona, auk þess sem hann hefur komið fram á hljómleikum á Spáni einn og með öðrum. Efnisskráinátónleikunum eru mestmegnis eftir spænsk og suður-amerísk tónskáld. Kammersveit Reykjavíkur heldur upp á 100 ára afmæli brasil- íska tónskáldsins Heitor Villa Lobos með tónleikum í Bústaðakirkju á sunnudag kl. 17.00. The Smithereens erbresk popphljomsveit sem halda mun tvenna tónleika í íslensku óperunni í byrjun febrúar. Fyrri tónleikarnir verða 3. febrúar, en þeirsíðari dag- inn eftir kl. 21. Bubbi Morthens og MX21 koma fram á undan. Forsala í Gramminu, Laugavegi 17. VísnavinirhaldafyrstaVísna- kvöld ársins að Hótel Borg á mánu- dag kl. 20.30. Meðal gesta verða Egill Ólafsson og Ásgeir Óskarsson og „Dietrich“-söngkonan Sif Ragn- hildardóttir, sem mun flytja nokkra gamla smelli við undirleik þeirra Tómasar Einarssonar og Jóhanns Kristinssonar. LEIKLIST Nemendaleikhús Leiklistar- skóla Islands frumsýnir gaman- leikinn „Þrettándakvöld" eftir William Shakespeare í Lindarbæ á laugardag kl. 20.30. Þýðandi Helgi Hálfdánarson, leikstjóri Þórhallur Sigurðsson, leikmynd og búningar Una Collins. Önnur sýning á mánu- dag og 3. sýning á miðvikudag. Miðapantanir í síma 21971. Þjóðleikhúsið sýnir Aurasálina eftir Moliére í kvöld kl. 20.00. Hall- æristenór eftir Ken Ludwig á laug- ardag og sunnudag kl. 20.00. Litla sviðið, Lindargötu 7 sýnir í smásjá eftir Þórunni Sigurðardóttir á laug- ardag kl. 20.30. Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opinberra bygginga með listaverkum. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggá- breiðurog hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, ber arki- tekt mannvirkisins og bygginganefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn Listskreytingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, á til- skildum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er, að umsóknir vegna framlaga 1987 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. ágúst nk. Reykjavík, 19. janúar 1987 Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins Undir áhrifum Ný bók um alkóhólisma ísafoldarprentsmiðja h.f. hef- ur sent frá sér bókina Undir áhrif- um eftir James R. Milam, Ph.D. og Katherine Ketcham. Bókin er skrifuð á aðgengilegu almennu máli og skýrir sjúkdóm- inn alkohólisma á lífeðlisfræði- legan hátt, án tillits til þess hvaða tilfinninglegar hugmyndir menn kunna að hafa um hann. Rakið er eðli sjúkdómsins, þróun hans í frum-, mið- og há- stigsalkohólisma, hvernig bera megi kennsl á einkennin og á hvern hátt sé hægt að bregðast við þeim. Þá er lýst skammtíma- og langtímafráhvarfseinkennum og af hverju þau stafa. í viðauka aftast er tafla yfir æskilegt fæðu- val í þeirri viðleitni að viðhalda óvirkni. Bókin lýsir því einnig hvernig ættingjar, vinir, vinnuveitendur, löggæslumenn, læknar, prestar o.fl. geta komið hinum sjúka til aðstoðar og stuðlað að því að hann leiti til sérhæfðra sjúkra- stofnana. Reyndin er sú að fáir fara sjálfviljugir í meðferð enda er hinn sjúki yfirleitt síðastur til að átta sig á að hann eigi við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða. Áfengi er sterkt efni og því engin goðgá að hvetja fólk til að kynna sér verkan þess og þær hættur sem geta verið neyslu þess samfara. Allir sem nota alkohól, mikið eða lítið, geta orðið alko- hólistar vegna þess að lífeðlis- fræðilegur sjúkdómur fer ekki í manngreinarálit. Bókin er margföld metsölubók í Bandaríkjunum og ótölulegur fjöldi manna þar í landi kallar hana einfaldlega lífgjafa sinn. Örn Bjarnason og Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir þýddu bók- ina en Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Sjúkrastöðinni Vogi veitti faglegar ráðleggingar. Bókin er 200 bls. í kiljuformi og kostar kr. 995.oo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.