Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGHD AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 26. janúar klukkan 20.30 í Lárusar- húsi. Dagskrá: Skólamál. Stjórnin. ABR Þorrablót Þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldið þann 31. janúar nk. að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. - Stjómin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur fólagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Efstu menn framboðslistans koma og Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. ræða kosningastariið framundan. Stjórnin. Umboðsmaður Þjóðviljann vantar umboðsmann í Mosfellssveit. Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í símum 681663 og 681333. Þjóðviljinn VEISLUR - SAMKVÆMI Skútan h/f hefur nú opnað glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátíðar, veislur, fundi félagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan matog þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sími 51810 og 651810. Lestu aðeins stjómarblöðm? Þjóðviliinn Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33. ÍÞRÓTTIR -------------------------------, Jón Kr. Gíslason átti góðan leik með ÍBK í gær. Mynd: E.OI. Körfubolti Oruggt hjá IBK Keflvíkingar áttu ekki í mikl- um vandræðum með baráttulaust lið Framara er liðið mættust í Keflavík í gærkvöld. Keflvíking- ar sigruðu 80-60 og hefði sigurinn getað verið mun stærri Það var aðeins á fyrstu mínút- unum sem einhvern áhuga var að sjá hjá Fram-liðinu. Um miðjan fyrri hálfleik var jafnt 26-26, en þá fór að skilja sundur með liðun- um. Ekki bætti það úr skák fyrir Keflavík 22. janúar ÍBK-FRAM 80-60 (43-32) 7-10, 13-10, 26-26, 34-28, 43- 32, 54-40, 66-48, 80-54, 80-60 Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 21, Hreinn Þorkelsson 16, Gylfi Þor- kelsson 10, Sigurðurlngimundar- son 9, Guðjón Skúlason 8, Matti Stefánsson 6, Falur Harðarson 4, Ingólfur Haraldsson 4 og Ólafur Gottskálksson 2. Stig Fram: Þorvaldur Geirsson 22, Jón Júlíusson 12, Símon Ól- afsson 8, Ómar Þráinsson 8, Jó- hann Bjarnason 4, Guðbrandur Lárusson 2, Örn Þorsteinsson 2 og Þorsteinn Guðmundsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving - ágætir. Maður ieíksins: Jón Kr. Gísla- son, ÍBK. Framara að Símon Ólafsson þurfti að yfirgefa völlinn með 5 villur undir lok fyrri hálfleiks. í síðari hálfleik héldu Keflvík- ingar forskotinu og sigur þeirra var jafnt öruggur sem auðveldur. Eftir frekar slaka byrjun tóku Keflvíkingar sig á um miðjan fyrri hálfleik og keyrðu upp hrað- ann. Vörnin var sterk og mikið um hraðaupphlaup eftir að hafa stolið boltanum af Framörum. Jón Kr. Gíslason átti mjög góðan leik í liði Keflavíkur, átti góðar sendingar og hitti vel. Hreinn Þorkelsson átti einnig góðan leik og lét heyra vel í sér jafnt utan vallar sem innan. í>á átti bróðir hans, Gylfi, ágætan leik. Þorvaldur Geirsson var eini maðurinn í liði Fram sem sýndi einhverja baráttu og hann hélt Fram-liðinu lengst af á floti. Þó átti Jón Júlíusson sæmilega spretti undir lokin. Fram-liðið virkaði, sem svo oft áður, baráttulaust og þó að mun- urinn hafi lengst af verið lítill var ekki að sjá að þeir hefðu nokkurn sigurvilja. SOM/Suðurnesjum. Handbolti Alfreð með KA eftir tvö ár Alfreð Gíslason sagði Þjóðvilj- anum í gær að hann ætlaði sér að ganga til liðs við KA þegar hann kæmi heim eftir tvö ár. Alfreð sagði að KA hefði alla burði til að vera gott 1. deildarlið, og hann væri sannfærður um að hann ætti eftir að spila með Akur- eyrarliðinu í 1. deild. Þess má geta að Alfreð og aðrir íslendingar sem spila í Vestur- Þýskalandi eru vel þekktir í Austur-Þýskalandi, og mjög beðnir um eiginhandaráritanir. I gær kom áritanasafnari til Al- freðs með blokk, og hafði safnað mörgum nöfnum á síðurnar, en Alfreð var beðinn að skrifa einn á heila síðu, og skrifa stórt! Knattspyrna Liveipool kaupir Liverpool var ekki lengi að finna varnarmann í stað Jim Beglin sem fótbrotnaði á miðvik- udag. Þeir keyptu í gær bakvörð- inn Derek Statham frá W.B.A. á 250.000 pund. Statham er 27 ára gamall. Hann lék þrjá leiki með enska iandsliðinu árið 1983, en langvar- andi meiðsli gerðu út um mögu- leika hans á föstu landsliðssæti. Jim Beglin fótbrotnaði sem kunnugt er í leik gegn Everton og er óvíst hve lengi hann verður frá. Ibe/Reuter Körfubolti Tveir leikir ÍR bætti stöðu sína á toppi 1. deildarinnar með góðum sigri gegn Grindvfldngum I gær, 69- 81. Staðan í hálfleik var 32-50 ÍR í vil. Þá var einn leikur í 1. deild kvenna. Keflvíkingar sigruðu Hauka nokkuð auðveldlega 65- 49, staðan í hafleik var 22-15, Keflvíkingum í vil. SÓM/Suðurnesjum Körfubolti SOSIALISTAR - RAÐSTEFNA UM FRAMBOÐSMÁL Hótel Borg laugardag kl. 13.00. Er þörf á framboöi vinstra megin viö Alþýöubandalagiö? Vinstrisósíalistar boða til ráöstefnu um framboð til alþingis. Rætt veröur um málefnagrundvöll og skipulagningu framboðs og teknar ákvaröanir um hvert áframhaldið veröi. Ráöstefnan er öllum opin. Vinstrisósíalistar. Fýluferð! Á annað hundrað áhorfendur fóru fýluferð í íþróttahús Hafn- arfjarðar í gær. Þar átti að fara fram leikur Hauka og KR, en sökum þess að annar dómarinn mætti ekki var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Það var ekki fyrr en rétt fyrir níu að það var tilkynnt að leiknum yrði frestað og voru áhorfendur og leikmenn þá búnir að bíða í tæpan klukkutíma. Þennan leik áttu að dæma Jó- hann Dagur og dómari af Suður- nesjum. Jóhann Dagurmætti gal- vaskur á réttum tíma, en Suður- nesjamaðurinn lét ekki sjá sig. Jóhann reyndi hvað hann gat til að ná í dómara en það tókst ekki og því varð ekkert úr leiknum Það er undarlegt að svona hlutir skuli gerast í Úrvals- deildinni og það ætti ekki að vera mikið mál að koma í veg fyrir það. -Ibe 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.