Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 7
Unnur Sólrún Bragadóttir, í 2. sæti G-listans á Austurlandi. Rœtt við Hjörleif Guttormsson um kosninga- starfið íAustur- landskjördœmi Oddný Vestmann, í 6. sæti G-listans á Austurlandi. Frá fundi G-listans á Seyðisfirði. „Það er létt að vinna fyrir þennan lista“ Alþýðubandalagsmenn á Austurlandi hafa að undanförnu haldið marga fundi og fjölsótta. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður hefur mætt á þessum fundum ásamt öðrum frambjóð- endum G-listans í kjördæminu. Þjóðviljinn bað Hjörleif um að segja frá kosningaundirbúningn- um í Austurlandskjördæmi: „Kosningabaráttan er nú hafin á Austurlandi, þar eð allir flokk- ar hafa stillt upp sínum framboð- um - nema Kvennalistinn, sem er að hugsa sitt ráð. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins var samþykktur einróma í kjördæmisráðsfundi 3. janúar, en í aðdraganda þeirrar ákvörðunar tóku um 1000 manns þátt í forvali við undirbúning listans. Þarna verða miklar breytingar í röðum okkar Alþýðubandalags- manna. Helgi hverfur í heiðurssætið, en ung kona tekur við öðru sæti listans, Unnur Sól- rún Bragadóttir, sem við stefnum að sjálfsögðu að sem þingsæti áfram. Að öðru leyti endurspegl- ar listinn þau jafnréttisviðhorf til kynjanna og dreifingu varðandi búsetu manna í kjördæminu. Ungt fólk í framboði Við Helgi erum þeir einu sem áður höfum átt sæti á þessum lista, við erum þeir einu sem eftir eru frá því síðast. Hitt fólkið er allt yngra, fólk á milli þrítugs og fertugs. Þessi vaska sveit kvenna og karla tók þátt í fundum og heim- sóknum í flest byggðarlög kjör- dæmisins í jólahléi Alþingis. Alls héldum við ellefu opna fundi og voru þeir undantekningarlítið mjög vel sóttir. Þar fluttu nýir frambjóðendur ávörp, en við þingmennirnir tókum þátt í um- ræðum og svöruðum fyrirspurn- um. Áberandi var meiri þátttaka kvenna í þessum fundum en oft áður, og þakka ég það skipan framboðslistans. Fundirnir voru kynntir undir kjörorðinu Byggðamálin í brenn- idepli og Byggðamál og jafnrétti og endurspegia þau áherslur, sem Alþýðubandalagið á Austurlandi ætlar að fylkja um í kosningabar- áttunni. Inn í það samhengi koma að sjálfsögðu atvinnumálin til sjávar og sveita, og sú óhugnanlega öf- ugþróun sem hvarvetna blasir við. Við vorum að fá í hendur tölur um íbúaþróun síðasta árið, og þar blasir svo sannarlega við hryggð- armynd fyrir landsbyggðina, sem fær ekkert í sinn hlut af fjölgun í landinu á sama tíma og aukningin í Reykjavík svarar til þess að allir íbúar í Neskaupsstað, stærsta byggðarlagi á Austurlandi, hefðu tekið pokann sinn og flust suður. Þó kemur Austurland skást út af landsbyggðarkjördæmunum að þessu sinni en misjafnlega eftir einstökum byggðarlögum. Seyðisfjörður missir til dæmis nær 40 íbúa og á Höfn í Horna- firði fækkar beinlínis annað árið í röð, en sá öflugi útgerðar- og þjónustustður var um skeið helsti vaxtarbroddurinn í kjördæminu. Svipaða sögu er að segja af Egils- stöðum. Flótti fólks og fjármagns Þetta eru ógnvekjandi stað- reyndir. En auðvitað afleiðing af stjórnarstefnu, þar sem óheft markaðshyggja er í öndvegi. Þessi staða byggðarmálanna var eitt meginefni í umræðu á fund- unum, og yfir okkur rigndi fyrir- spurnum um ráð til þess að stöðva þennan flótta fólks og fjármagns. Fyrir hönd Alþýðubandalags- ins er ég ekki svartsýnn. Ef okkur tekst að koma til skila tillögum okkar og áherslum, og greiningu á ástæðum þess ófarnaðar sem við blasir. Staðan er auðvitað misjöfn eftir svæðum og kjör- dæmum. Varðandi það að halda okkar hlut eða að bæta við þingsætum - og inn í þetta koma breytt kosningalög - á ástæðum þess ófarnaðar sem við blasir. Staðan er auðvitað misjöfn eftir svæðum og kjördæmum. Varð- andi það að halda okkar hlut eða að bæta við þingsætum -- og inn í þetta koma breytt kosningalög - á Austurlandi sækjast nú margir eftir þingsæti, þar á meðal kratar með mann að sunnan, eins og fyrri daginn. En hann hefur verið að stauta í gegnum landafræðina að undanförnu. Við Alþýðubandalagsmenn setjum markið ekki hærra en að halda okkar tveimur þingsætum, og tryggjum þá í leiðinni að kona komi til þings í fyrsta sinn frá Austurlandi. Ég trúi því ekki að Austfirðing- ar hafni þeim kostum, eða fari að púkka undir fleiri aðkomumenn. Nóg ætti að vera að hafa Sverri fyrir. Til þess hins vegar að við höldum tveimur öruggum þing- sætum þurfum við að minnsta kosti að halda okkar hlut, og helst að gera betur. En fylgið var um 30% árið 1983, sem er lang- hæsta hlutfall Alþýðubandalags- ins yfir allt landið. Það er fyrir miklu að berjast. Og við höfum nú þegar fundið á fyrstu dögum ársins, að það er létt að vinna fyrir þennan lista, og frambjóðendurnir eru allir stað- ráðnir í að gera sitt besta.“ -Þráinn Frœðslustjóramálið: „Þessi mddalegi brottrekstur er auðvitað óverjandi“ Guðrún Helgadóttir alþingismaður: Stjórnvald og embœttisfœrsla er tvennt ólíkt Guðrún Helgadóttir alþingis- maður hefur lagt orð í belg í um- ræðunni um „fræðslustjóramál- ið“ eða „Sturlumálið“ eins og það er kallað. Þjóðviljinn leitaði til Guðrún- ar og bað hana að útskýra afstöðu sína til málsins: „Það er fjarstæða að ég sé ó- sammála Steingrími Sigfússyni í afstöðu hans til ástandsins í sér- kennslumálum þjóðarinnar. Al- þýðubandalagið allt hefur alla tíð barist fyrir því að þessi mál væru færð í sómasamlegt horf eins og grunnskólalög kveða á um. Og nægir að minna á, að í tíð Svavars Gestssonar sem félagsmálaráð- herra voru lögin um málefni fatl- aðra sett. Um þessi mál er enginn ágreiningur. Hitt er annað mál að fjárlög eru líka lög. Og því miður hefur ekki verið unnt að fram- kvæma ótal lagabálka vegna þess að fyrir því fékkst ekki fé á fjár- lögum. Þetta á einmitt við um ást- andið í sérkennslumálum á landinu öllu eins og það er. Og það er Sjálfstæðisflokkurinn og ráðherrar hans og raunar sam- starfsflokkur þeirra sem eru ábyrgir fyrir þessu. Mér þykir auðvitað leitt ef fé- lagar mínir á Norðurlandi telja mig lahugalausa um sérkennslu- mál þar. Öðrum þeim sem nú standa saman í órofa samstöðu í fræðslustjóramálinu vil ég segja það, að þeir ættu að hafna þeim stjórnvöldum, sem ábyrgir eru fyrir þessu ástandi og kjósa Steingrím Sigfússon í næstu kosn- ingum í stað þess að etja embætt- ismanni á foraðið til verka sem hann hefur enga heimild til. Embættismaður getur ekki og á ekki að taka sér heimild til að fara út fyrir sitt valdsvið. Hann á hvorki að móta stefnu í byggða- málum né byggja upp sérkennslu sem ekki er fé íýrir, heldur fram- kvæma það sem stjórnvöld á- kveða. Ef menn eru óánægðir með stefnu stjórnvalda hafa kjós- endur rétt til að skipta um stjórnvöld. Það er kaldhæðnislegt að heyra nú þingmenn þeirra flokka sem aldrei hafa sýnt minnsta stuðning við sjálfsögð réttindi allra barna til þess að fá þá kennslu sem þau þarfnast belgja sig út í þingsölum um þessi mál þegar það hentar þeim pólitískt, og neyðarlegast af öllu var að hlýða á samstarfs- mann ráðherrans, þingmann kjördæmisins Halldór Blöndal, úttala sig í málinu. Sturla Kristjánsson er eflaust vænsti maður og hefur gengið gott eitt til. Það breytir ekki því, að hann virðist ekki gera sér ljóst, að stjórnvald og embættisfærsla er tvennt ólíkt. Mætti hugsa sér hvað þeir félagar mínir fyrir norðan hefðu sagt ef embættis- maðurinn hefði ekki verið að fást við sérkennslumál heldur til dæmis hefði verið um að ræða nýtt útibú frá áfengisverslun ríkisins eða eitthvað annað sem þeir hafa minni áhuga á. Hefði nokkur deilt um að maðurinn væri að fara út fyrir sitt valdsvið? Guðrún Helgadóttir Alþingi íslendinga getur ekki varið að embættismenn fari ekki að lögum eftir bestu getu og reyni að hafa samvinnu við stjórnvöld hverju sinni. Svarið við óhæfum stjórnvöldum er að hafna þeim. En aðferðir ráðherrans eru forkastanlegar og sjálfsagt hefði verið að leysa manninn frá störf- um á meðan málið hefði verið rannsakað. Þessí ruddalegi brott- rekstur er auðvitað óverjandi.“ -Þráinn '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.