Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR_________ Staðgreiðslukerfi skatta Stefnt á 40% flatan skatt Lokatillögur skattanefndarinnar aðfœðast. SigurðurB. Stefánsson: Verðumað kláraþettafyrir mánaðamót. Einfaldara skattkerfi og auðveldara eftirlit - Tillögurnar eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og snúa beint að framkvæmd mála, en fjaila ekki nákvæmiega um álagn- ingaprósentu eða krónutölu, segir Sigurður B. Stefánsson hag- fræðingur sem er formaður þeirrar nefndar sem nú er að leggja lokahönd á tillögur um staðgreiðslukerfí skatta. í til- lögum nefndarinnar sem nú eru til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni er gengið út frá því að árið 1987 verði skattlaust ár en staðgreiðsla skatta taki gildi um næstu ára- mót. Það var í nóvember sl. sem fjármálaráðuneytið skipaði starfshóp til að setja fram hug- myndir um endurskoðun laga um tekju- og eignaskatt, svo og um skattlagningu fjármagnstekna og um skattlagningu fyrirtækja. Þegar hugmynd ASÍ að breyttu skattafyrirkomulagi kom fram í samningunum í desember og jafnframt viljayfirlýsing stjórnvalda um að greiða fyrir því máli á þingi eftir áramót var ákveðið að nefndin skyldi ein- beita sér fyrst og fremst að því verkefni. í nefndinni sitja Skúli Eggert Þórðarson skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, Indriði Þorláks- son skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, Sveinn Jónsson lög- giltur endurskoðandi og Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur, sem er jafnframt formaður nefndar- innar. Auk þessarra manna hafa starfað með nefndinni þeir Garð- ar Valdimarsson ríkisskattstjóri, Lárus Ögmundsson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu og Jón Vestmannaeyjar Verslunar- menn bjart- sýnir Samningar verslunar- manna og vinnuveitenda ísjónmáli Eitthvað virðist miða í samn- ingaviðræðum Félags versl- unarmanna í Vestmannacyjum, Kaupfélagsins og Félags kaup- sýslumanna í Vestmannaeyjum, en vinnuveitendur hafa boðað verslunarmenn á fund sinn nk. laugardag þar sem þeir hyggjast leggja fram tilboð byggt í grund- vallaratriðum á síðustu kröfu- gerð verslunarmanna sem lögð var fram nýverið. Eins og kunn- ugt er felldu verslunarmenn jóla- föstusamningana svokölluðu. Að sögn Ingimars Georgs- sonar formanns Félags verslunar- manna er í kröfugerðinni farið framá 28 þúsund króna lágmarks- laun og að laun starfsmanna með námskeið að baki hækki um 1500 krónur í stað 1300 krónur eins og aðalkjarasamningur ASÍ og VSI gerir ráð fyrir. Þá er sett fram krafan um það að starfsmenn eigi rétt á því að fara á námskeið eftir 1 ár en samkvæmt aðalsamningi verslunarmanna á starfsmaður ekki rátt á námskeiði fyrr en eftir 6 ára starf. Loks setja verslunar- menn fram kröfuna um að yfir- vinnukaup verði 1% af mánaðar- launum. -K.Ól. Guðmundsson deildarstjóri hjá Ríksskattstjóra. Að sögn Sigurðar B. Stefáns- sonar hafa þessir menn starfað að málinu af miklum krafti og gera ráð fyrir að skila af sér hugmynd- um sínum um framkvæmnd stað- greiðslukerfis skatta í lok þessa mánaðar sem drög að frumvarpi sem hægt væri að leggja fram sem fyrst. Þessar hugmyndir voru kynntar fyrir stjórnarflokkunum á miðvikudag en eftir er að fjalla um þær og kynna stjórnarand- stöðunni þær. Skattlaust ár Rökin fyrir því að árið í ár verði skattlaust, segir Sigurður þau helst að annað bæri of mikinn keim af eftir á álagningu, að leikreglunum væri breytt eftir á. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að sjálfstæðir atvinnurekendur geti skammtað sér há laun úr eigin fyrirtækjum og sýnt fram á frá- dráttarbært tap, þrátt fyrir að árið 1986 verði skattlaust, þar sem fyrirtæki skila ekki inn skatt- uppgjörum fyrr en um mitt árið. Til að koma í veg fyrir þessa hættu sagði Sigurður að hugsan- legt væri að taka upp reglu sem Danir notuðu fyrir 15 árum og felst í því að leggja skatt á tekjur sem eru 20% hærri en árið áður en kerfið var tekið upp. Sumir ráðamenn, þar á meðal fjármálaráðherra, hafa nefnt í þessu sambandi að ekki bæri að elta ólar við það þó launamenn legðu harðar að sér en ella skatt- lausa árið, og telja slíkt hag- kvæmt fyrir þjóðarbúið. Skattakort Nefndin leggur til að skatta- kort verði notuð við framkvæmd greiðslna. Á kortunum kemur fram nafn skattgreiðanda, nafnnúmer, kennitölur, heimilis- fang og fjölskylduaðstæður. í kerfinu er skattafsláttur sem er ákveðinn krónutala á hvern ein- stakling og miðað er við að sú upphæð verði millifæranleg á milli maka. Sú tala er aðeins tek- inn af skattinum en ekki útsvari. Miðað er við að skattprósentan verði aðeins ein og greidd á einn stað. Skattstiginn hverfur því al- veg. Síðan verður útsvarshlutinn greiddur til sveitarfélaga og skatturinn til ríkisins. Nefndin telur mikilvægt að það komi skýrt fram á öllum uppg- jörsblöðum að hluti rennur til ríkis og hluti til sveitarfélaga. 40% flatur skattur Hvað varðar álagningarpró- sentuna sjálfa sagði Sigurður að lagt væri til að farið yrði nálægt tillögu Björns Björnssonar, sem fram kom í blaðagrein í nóvem- ber og hljóðar upp á 40% flatan skatt og 12.000 króna skattaf- slætti á mánuði á einstakling. Nefndin telur að tölurnar gætu þó orðið eitthvað lægri en útreikn- ingum er ekki að fullu lokið. Flestir frádráttarliðir verða annað hvort felldir niður eða koma til eftiriáuppgjörs. Þeir koma ekki inn í staðgreiðslukerf- ið sjálft. Barnabætur og fjöl- skyldubætur haldast inni á sama hátt og áður en verða greiddar út af tryggingakerfinu. Að sögn Sigurðar hækkar skattsstofninn töluvert við þessar breytingar, skattkerfið einfaldast og allt eftirlit verður auðveldara. Sáralítil breyting á skattbyrði Ekki er ljóst hvort nefndin VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR Fréttaskýring mun vinna að upphaflegu verk- efni sínu um endurskoðun skatt- lagningar á eignum og vaxtatekj- um eftir að hún hefur skilað af sér þessum tillögum og sagði Sigurð- ur að slík skattlagning væri því óbreytt í tillögunum og kæmi til eftiráuppgjörs. Nefndin telur að verði farið að þessum tillögum breytist skatt- byrði sáralítið fyrir þorra fólks. Ljóst er að tíminn er naumur og verulega mikil vinna er eftir að því er lýtur að lagabreytingum. Reiknivinna er langt komin að sögn Sigurðar og taldi hann að tilraunakeyrsla væri ekki hindrun hvað þetta varðar. En telur hann að nefndinni takist að ljúka verki sínu fyrir mánaðamót? Svar hans var stutt og skorinort: „Við bara verðum.“ -vd. Þorrí hefst ídag í dag er bóndadagur og upphaf þorra. Þá gerast íslendingar gjarnan þjóðlegir í betra lagi og leggja sér til munns þjóðlegan mat, svo sem hákarl, hrútspunga, súran hval, svið og slátur og koma gjarnan margir saman og drekka brennivín við. Á þorranum hafa mörg veitingahús á boðstólum þorra- mat.Einnig er hann til sölu í verslunum og þá bæði getur fólk keypt sér bakka með margvíslegu þjóðlegu góðgæti, eða þá ein- stakar tegundir þessa góða matar. -sá. Sumir gátu ekki beðið eftir sjáltum Bóndadeginum heldur tóku upp þjóðlega matarsiði þegar í gær. Mynd -Sig. S-Þingeyjarsýsla Fulhrirðisréttur minnki ekki meir Bœndafundur í Ydölum vill að komið verði stjórn á alla kjötfram- leiðslu í landinu Á fjölsóttum bændafundi sem haldinn var að Ýdölum þann 15. janúar sl. að tilhlutan stjórnar Búnaðarsambands Suður-þing- eyinga voru frummælendur þeir Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra og Ingi Tryggvason, for- maður Stéttarsambands bænda. Fundurinn samþykkti ítarlegar ályktanir þar sem bent var m.a. á eftirfarandi: - Aðlögunartími búhátta- breytinga sé allt of skammur. - Fullvirðisrétt einstaklinga megi ekki minnka meir en orðið er. - Skorað er á stjórn Stéttar- sambandsins að reyna til hins ítr- asta að ná nú í vetur búvörusamn- ingum við ríkið fyrir verðlagsárin 1988-89 og 1989-90 um fullt verð fyrir sömu framleiðslu og síðasti samningur gerir ráð fyrir. - Leitað sé allra leiða til nýting- ar og eflingar atvinnumöguleika heima í héraði. - Varað er við að breyta hlut- falli einstakra svæða í heildar- framleiðslu frá því, sem nú er. - Framleiðslutakmarkanir hafa þegar gengið of nærri af- komu margra bænda og verði framhald á förgun fullvirðisréttar komi hluti hans til endurúthlut- unar á viðkomandi svæði. - Komið verði stjórn á alla kjötframleiðslu í landinu. - Áhersla verði lögð á vöruþró- un og sölustarfsemi jafnt innan- lands sem utan. - Átalinn er seinagangur á greiðslu afurðalána til afurða- stöðvanna. Sá hluti umsaminnar búvöruframleiðslu, sem ekki selst á innanlandsmarkaði á hverju verðlagsári, sé fluttur út. -mhg Föstudagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Loðnan 60 þús. fra áramótum Hœpið að takist að fylla kvótann Eltingaleikurinn við loðnuna stendur sem hæst og sagði Ást- ráður Ingvarsson hjá Loðnu- nefnd í gær að aflinn á þessari vertíð væri kominn í 585500 lest- ír. í gærkvöldi hafði aðeins einn bátur tilkynnt um afla, en það var Keflvíkingur með 620 lestir. Aflinn frá áramótum er því orð- inn 60 þúsund lestir. Flotinn heldur sig nú á svæðum 461 og 462 út af Berufirði. -sá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.