Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 8
Rætt við Ævar Jóhannesson um áhrif lýsis á heilsufar fólks VEISLUR - SAMLVÆMI Skútan h/f hefur nú opnað glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátíðar, veislur, fundi fé- lagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan mat og þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sími 51810 og 651810. MARKAÐURINN Grensásvegi 50 auglýsir: HLJÓMTÆKI Kassettutæki Magnarar Hátalarar Ferðatæki Litasjónvörp frá kr. 7.000.'- frá kr. 7.000,- frá kr. 2.500,- frá kr. 4.000,- frá kr. 8.000.- Hljómtækjaskápar Bíltæki Tölvur og fleira SKÍÐAVÖRUR Okkur vantar nú þegar í sölu skíðavörur af flestum stærðum og gerðum. MARKAÐURINN Grensásvegi 50 Sími 83350. AMMA HAFÐI RETT FYRIR SER Nokkru fyrir jól birtist hér í biaðinu viðtal við Guðmund G. Haraldsson, líftæknifræðing, um rannsóknir þær á lýsi, sem fram hafa farið á vegum Raun- vísindastofnunar Háskólans og Lýsis hf. Viðmælandi okkar nú, um annan þátt þessa máls, er Ævar Jóhannesson. Ævar Jóhannesson, réðist til starfa hjá Raunvísindastofnun Háskólans í marsmánuði árið 1974. Til að byrja með vann hann að ýmsum rannsóknum og efna- greiningum en síðan við tækja- könnun, uppfinningar og rann- sóknarstörf. Hefur undanfarið starfað í Heilsuhringnum, látið heilbrigðis- og manneldismál mjög til sín taka og skrifað mikið um þau í ritið Hollefni og heilsu- rækt. Það er ekki óeðlilegt að rætt sé við Ævar um lýsi sem hollustu- efni þegar haft er í huga að hann byrjaði fyrir mörgum árum að skrifa um lýsi í sambandi við liða- gigt og mun, að því er við best vitum, vera sá fyrsti, sem það ger- ir á íslandi. Og kemur þá fyrsta spurningin, sem beint er til Ævars: - Mér er sagt að þú hafir skrif- að grein um lækningaáhrif lýsis á liðagigt löngu áður en almennt var farið að ræða þau mál. Hvernig uppgötvaðir þú þetta? Gamla lækningabókin - Ég fylgdist nokkuð vel með skrifum um manneldis- og heilsu- fræðileg málefni í erlendum tíma- ritum. I einu slíku tímariti rakst ég á viðtal við bandarískan mann, Dale Alexander að nafni. Hann lýsti þar þorskalýsi sem allt að því óbrigðulu ráði við liðagigt, eftir meira en 20 ára athugun. Ráðið hafði hann fundið í gamalli lækn- ingabók eftir bandarískan lækni frá síðustu öld en bókina rakst hann á í safni. Síðar komst ég að því, í gömlum heimildum og alþýðu- lækningum, að þetta ráð var einnig þekkt á ísiandi, en hafði verið lítill gaumur gefinn. Ég skrifaði um þetta grein, sem ég nefndi: „Er til öruggt ráð við liða- gigt?“ Hún birtist í tímaritinu Hollefni og heilsurækt. Greinin vakti verulega athygli og fljótlega fóru mér að berast frásagnir af fólki, sem taldi sig hafa læknast með því að fara eftir þeim ráð- leggingum, sem gefnar voru í greininni. Þetta, ásamt fleiru, varð til þess, að ég fór að kynna mér nán- ar mikilvægi fjölómettaðrar fitu í fæði, en það leiddi mig inn á rannsóknir á hormónum, sem nefndir eru „prostaglandin“ en þau og fleiri skyld efnasambönd myndast úr fjölómettuðum fitum og virðast gegna lykilhlutverki í sambandi við fjölda sjúkdóma, þ.á m. liðagigt, kransæðasjúk- dóma, ofnæmi og ótal margt fleira. Mikilvægi rétts mataræðis - Heldurðu kannski að unnt sé að sigrast á þessum sjúkdómum með því að breyta um mataræði eða taka inn eitthvert „töfralyf" eins og t.d. lýsi eða kvöldvorrós- arolíu, sem ég hef heyrt að þú hafir einnig skrifað um? - Þetta er nú e.t.v. ekki alveg svona einfalt. Það er þó vitað aö með mataræði er unnt að hafa 8 SfÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 23. janúar 1987 áhrif á fitusýrusamsetningu lík- amans og þá um leið hvaða prost- aglandin myndast í mestum mæli. Prostaglandin myndast úr a.m.k. þremur mismunandi fitusýrum. Einnig er vitað að prostaglandin og skyld efnasambönd (oft nefnd fitusýruhormónar), úr einni þess- ara fitusýra, „arakidonsýru", finnast í óeðlilega miklu magni í tengslum við þá sjúkdóma, sem ég nefndi áðan, t.d. liðagigt. Flest liðagigtarmeðul verka þannig að þau hindra á einhvern hátt að þessir hormónar myndist. Gallinn á þessum lyfjum, t.d. asperin, er sá, að þau hindra einnig að önnur nauðsynleg prostaglandin myndist og valda þannig margvíslegum hliðarverk- unum. Nú er vitað nægilega mikið í þessum efnum til þess að hægt er að ráðleggja fólki ákveðið mata- ræði, sem miðar að því að draga úr framleiðslu lfkamans á þessum óheppilegu fitusýruhormónum og reynslan hefur sýnt, að þetta mataræði verkar á þessa sjúk- dóma til góðs og getur stundum læknað þá að fullu. Þar kemur þorskalýsið inn í myndina og leikur eitt stærsta hlutverkið. Fitusýruferlið Ég læt fylgja hér með skýring- armynd af því hvernig fitusýru- ferli gengur fyrir sig í mannslík- amanum, en myndin er fengin úr Hollefni og heilsurækt. Sýndar eru tvær fitusýruraðir, Omega 3 röð og Omega 6 röð, en fitusýrur úr þessum röðum eru allar fjöl- ómettaðar og oft nefndar „ómiss- andi fitusýrur", vegna þess að líkaminn getur ekki búið þær til heldur verður að fá þær í fæðu. Ekki þurfum við þó að fá þær allar þannig en nauðsynlegt er að fá a.m.k. eina úr hverri röð og þá er venjulega miðað við að nægi- legt sé að fá alfa-linólensýru úr Omega 3 röðinni og linólsýru úr Omegaóröðinni. Líkaminnásvo að búa hinar til úr þeim, eins og örvarnar ár myndinni sýna. Rannsóknir síðustu ára benda þó til að ýmsir þættir í nútíma mataræði kunni stundum að trufla hvata þá, sem verka á þess- ar umbreytingar þannig að skortur verði á sumum þeim fitu- sýrum, sem mynda mikilvæg prostaglandin en aftur á móti sé stundum of mikið af einni þessara fitusýra þ.e. arakidonsýru og fitusýruhormónum úr henni, vegna þess að við fáum töluvert magn hennarbeint úr kjötvörum. E.P.A. og D.H.A. í sjávardýrafitu er hinsvegar lítið sem ekkert af þessari fitu- sýru en töluvert magn tveggja fjölómettaðra fitusýra, úr Omega 3 röðinni þ.e. eikosapentaens- ýru, E.P.A. og dokósahektaens- ýru, D.H.A. E.P.A. myndar mikilvæga fitusýruhormóna, sem koma í stað fitusýruhormóna, úr arakidonsýru í líkamanum, en virðast ekki tengjast sjúkdóms- einkennum. D.H.A. myndar sennilega einnig fitusýruhorm- óna en ennþá er mjög lítið vitað um eiginleika þeirra nema að margt bendir til að D.H.A. hindri á einhvern hátt svokallað- an „hjartatitring", sem oft er or- sök skyndidauða. E.P.A. eða prostaglandin úr henni, er einnig talin hindra myndun fitusýru- hormóna úr arakidonsýru og þannig beinlínis draga úr eða koma í veg fyrir bólgusjúkdóma, t.d. liðagigt, ásamt öðrum sjúk- Flæðlrit af myndun prostaglandina og skyldra efnasambanda úr fitusýrum Omega 6 röð r Fæst úr brjóstamjólk, kvöldvorrósarolíu, sól- berjakjarnaolíu og e. t. v. fl. Prostaglandln röð 1 (mikilvægar verkanir). Parfnast B-3 og C-víta- míns, fólinsýru, o. fl. Fæst einkum úr kjöt- vörum Thromboxanefni röð 2 Prostaglandln röð 2 Úr kaldpressuðum jurtaolium o. fl. Afmettunarhvatl: Þarlnast B-6, zinks, insulins o. fl. Hindraöur af: transfitum, harö- feiti, áfengi, veirusýkingum, jón- andi geislum, og ýmsu fl. Lengingarhvati: þarfnast B-6 Afmettunarhvatl: 1 Omega 3 röð Fæst úr lýsi og fiskmeti Prostaglandln, throm- boxan- og leukotrlnefni röð 3 (góðar eða hlut- lausar verkanir) Lengri fitusýrukeðjur Eikosa-pentaen- sýra (EPA) r Dokosa-hexaen- sýra (DHA) Fæst úr lýsi og fiskmeti Prostaglandln röð 4? Myndun fitusýruhormóna úr arakidonsýru Breytilegar verkamr. bæði slæmar og góðar dómum, sem taldir eru tengjast offramleiðslu efnasambanda úr arakidonsýru. Einnig hefur verið talað um mikilvægi E.P.A. og/ eða D.H.A. í tengslum við starf- semi ónæmiskerfisins, t.d. í sam- bandi við sjúkdóma eins og heila- og mænusigg. Margt það, sem hér hefur verið sagt um É.P. A. og D.H.A. gildir einnig um fitusýruna DGLA, sem tilheyrir Ontega 6 fitusýru- röðinni og er einnig forefni fyrir fitusýruhormóna. Og þá komum við inn á lækningamátt kvöld- vorrósarolíunnar, sem ég ætla ekki að ræða hér en aðeins benda á, að það er engin tilviljun að bæði þessi efni, lýsi og kvöldvor- rósarolía, eru notuð gegn sömu sjúkdómnunum með góðum ár- angri. Lesendur ættu að gaumgæfa myndina sem fylgir hér með og sjá hvernig fitusýrur og hormón- ar, sem þar myndast, tengjast þeirri heildarmynd, sem ég hef hér reynt að bregða upp í sem stystu máli. Varist brasið - Telurðu að þekking á hlut- verki fitusýruhormónanna kunni að leiða til þess að fólk, sem þjá- ist af einhverjum þeirra sjúk- dóma, sem þú nefndir, fái bót nteina sinna? - Já, ég álít að nú þegar sé nægileg þekking fyrir hendi til að ráðleggja öllum að taka eina mat- skeið af lýsi á hverjunt morgni. Einnig álít ég að fólk ætti að draga úr kjötneyslu en borða í þess stað rneiri fisk og grænmeti. Sömuleiðis ætti að varast að nota brasaðan mat og allar tilbúnar fit- ur þar á nteðal smjörlíki, sem inniheldur hátt hlutfall svokall- aðra transfita, sem vitað er að truflar starfsemi mikilvægs hvata, sem breytir linolsýru og linolen- sýru í nteira fjölómettaðar fitus- ýrur í líkanta okkar. Ég fellst ekki á sjónarmið sumra lækna og manneldisfræðinga að hollara sé að nota smjörlíki en srnjör fyrir hjartasjúklinga. Þvert á móti. Þó er sennilega allra best að draga úr neyslu á hvorutveggja. Krans- æðasjúkdómar urðu ekki heilsuf- arslegt vandamál á íslandi fyrr en eftir 1940. Á santa tíma hefur smjörneysla sennilega fremur dregist saman en aukist. Við ættum helst að steikja úr olífuolíu en hún þoiir hita betur en fjölómettaðar jurtaolíur, sem geta rnyndað hættuleg eiturefni við mikla upphitun. Auk þess hindrar olífuolían myndun arak- idonsýru úr DGLA. eins og sést á myndinni og dregur þannig úr rnyndun óheppilegra fitusýru- hormóna, líkt og EPA. Fjöló- mettaðar jurtaolíur ætti að nota í hrásaiöt og út á fisk, t.d. þistilol- íu, þrúgukjarnaolíu, hveitikímol- íu o.s.frv. Noti fólk mikið af fjölómettuð- um jurtaolíum eða lýsi ætti það að taka E-vítamín og selen til að hindra að hættuleg sindurefni myndist í líkamanum, en full- sannað er, að þau geta valdið krabbanteini. Einnig er gott að nota A- og C-vitamínauðugan mat. Áríðandi að hraða rannsóknum - Jæja, Ævar, það fer nú lík- lega að líða að lokunt þessa spjalls. Hvernig eigunt við^að slá í það botninn? - Ég ætla þá aðeins að benda hér á stórmerkar rannsóknir dr. Sigmundar Guðbjarnarsonar, núverandi Háskólarektors, og samstarfsmanna hans. Þær rann- sóknir eru þekktar langt út fyrir landsteinana og skipa dr. Sig- mundi í fremstu röð vísinda- manna á sviði rannsókna fituefna í matvælum. Lýsi hf. er nú að hefja fram- leiöslu á afurð úr þorskalýsi m.a. til útflutnings. Nýjar afurðir eru í þróun og koma innan skamms á markaðinn. Það, sem gera þarf nú er að hraða eins og kostur er rannsóknum, sem miða að því, að hægt verði að búa til úr lýsi eða öðrum sjávarafurðum verömæta hollustuvöru í stað þess að láta múkkann gæða sér á hráefninu. Tíntinn er naumur þar eð við Is- lendingar erum ekki þeir einu, sem veiðunt fisk. Því er lífs- spursmál að verða á undan þeim með að komast inn á heimsmark- aðinn, sem bíður í raun eftir að fá þessar vörur. Fé til rannsóknanna niá því ekki skera við nögl heldur verður að veita í þær öllu, sem til þarf, svo þær gangi eins hratt og snurðulaust og kostur er. Við höfum hráefnið og færa vísinda- menn. Verði rétt haldið á spilun- um gæti útflutningur hollustua- furða úr sjávardýrafitu orðið einn stærsti liður í útflutningi okkar áður en varir. Til að svo geti orð- ið ntá ekkert til spara, enda mikið að vinna. Lesi einhverjir, sem stjórna fjárveitingum til vísindarann- sókna þessar línur, beini ég orð- um ntínum sérstaklega til þeirra og legg á það áherslu, að í þessu efni gildir ekki gamla spakntælið, að bókvitið verði ekki í askana látið. v - mhg. Föstudagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVtUINN - SÍÐA 9 NYJUNG! ViÐGERÐARÞJÓNUSTA Á RAFTÆKJUM Er bilað raftæki á heimilinu t.d. brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél, vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga, lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef svo er komdu með það í viðgerðarbílinn og reyndu þjónustuna Viðgerðarbíll verður staðsettur við eftirtaldar verslanir samkvæmt tímatöflu ÞRIÐJUDAGAR: Grímsbær, Efstalandi 26 kl. 1030 til 1230 Verslunin Ásgelr, Tindasell 3 ki.ie^tins00 MIÐVIKUDAGAR: Verslunin Árbæjarkjör, Rofabæ 9 kl. 1030 til 1230 Kaupgarður, Engihjalla8 kl. 16°°til 18°° FIMMTUDAGAR: Verslunin Kjötog fiskur, Seljabraut54 kl. 1030 til 1230 Hólagarður, Lóuhólum 2-6 kl. 16°°til 1800 FÖSTUDAGAR: Verslunin Breiðholtskjör, Arnarbakka 4-6 kl. 1030til 1230 Fellagarðar, Eddufelli 7 kl.16°°til1900 ih RAFTÆKJAVIÐGERÐIR SÆVARS SÆMUNDSS0NAR VERKSTÆÐI - VIDGERðXrBILL ÁLFTAHÓLUM 4 - SÍMI 72604

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.