Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 2
f—SPURNINGIN
Hvað finnst þér um nær þriggja
milljóna króna bílakaup Davíðs
Oddssonar borgarstjóra?
Ingimundur Einarsson, málari:
„Það væri allt í lagi ef maður fengi
að fara í skoðunarferð um borg-
ina í vagninum, með borgarstjóra
undir stýri. Nei, í alvöru talað
hefði það auðvitað verið
skynsamlegra að minnka þessa
upphæð Ferðaþjónustu fatlaðra í
hag.“
Rósa Hansdóttir, bankastarfs-
maður:
„Þetta er allt of mikið. Fénu hefði
verið betur varið í Ferðaþjónustu
fatlaðra."
Klara Stefánsdóttir, nemi:
„Þetta er bara frekja í borgarstjór-
anum. Það hefði átt að setja
eitthvað af þessu í Ferðaþjón-
ustu fatlaðra."
Kristín Kristjánsdóttir, verslun-
arstjóri:
„Mér finnst þetta of mikið. Er
hann orðinn leiður á að ganga
borgarstjórinn?"
Halldór Jónsson, gjaldkeri:
„Borgarstjóri þarf nú að hafa
góðan bíl. En um verðið vil ég nú
ekki dæma.“
FRÉTTIR
Arnarflug
Rekstur á heljarþröm
Ríkisábyrgðarsjóður ábyrgist2.5 milljónir bandaríkjadala. Kristinn
Sigtryggsson framkvœmdastjóri: Vinnum aðþvíað auka hlutaféð frekar
Fólk í ferðamannaiðnaðinum
hefur nokkuð velt vöngum að
undanförnu yfir stöðu Arnar-
flugs. Ljóst er að hún er ákaflega
erflð en kunnugir menn i við-
skiptaheiminum telja að stjórn
félagsins hafl á undanförnum
árum verið í ólestri og megi um
margt til þeirrar ástæðu rekja nú-
verandi vandræðí.
Mörgum er í fersku minni þeg-
ar Helgi Jónsson hótelhaldari að
Hótel Örk í Hveragerði keypti
hlutabréf Flugleiða í Arnarflugi.
Þau hlutabréf voru síðan færð
niður þegar hlutafé var aukið
verulega til að rétta félagið af. Á
herðum Ríkisábyrgðarsjóðs hvíl-
ir nú ábyrgð á skuldbindingum
félagsins að upphæð 2,5 milljónir
dollara.
Stórtap á
erlendum verkefnum
Sögusagnir eru um það að
ábyrgð þessi dugi hvergi nærri
fyrir skuldum félagsins og talað
er um að þær nemi jafnvel nálægt
100 milljónum dollara umfrani
eignir og séu þær til komnar að
miklum hluta vegna flugs, sem fé-
lagið annaðist um árabil fyrir Lý-
býumenn.
Hafi góður hagnaður verið af
þessu flugi í fyrstu, en Arnar-
flugsmenn síðan samið fáránlega
illa af sér og tapað stórfé.
Fyrir nokkrum árum tók Arn-
arflug að sér flug fyrir breska
ferðaskrifstofu og flaug með far-
þega frá Róm og Mílanó aðal-
Iega, til Kúbu. Hafi vanþekking
þeirra Arnarflugsmanna á bresk-
um lögum, sem frá þessum samn-
ingum gengu, kostað félagið fleiri
milljónir dollara. Þá hafi Arnar-
flugsmenn einnig undirboðið
Flugleiðir í sambandi við píla-
grímaflug á síðasta ári og hafi þar
fokið nokkrar milljónir dollara.
Við ræddum við nýráðinn
framkvæmdastjóra Arnarflugs
og bárum þessar getgátur undir
hann og hvernig staða félagsins
væri:
Erfið
fjarhagsstaða
Staðan er erfið. Það er verið að
vinna að frekari fjármögnun og
við væntum þess að þetta verði
leyst á einhverjum tíma.
Arnarflug fékk lítið eða ekkert
greitt fyrir flug á vegum breskrar
ferðaskrifstofu frá Róm og Mfl-
anó til Kúbu. Hvað er að frétta af
því máli.
Mér er ekki ljós staðan í þessu
máli í smáatriðum, en það er út af
fyrir sig rétt að þarna urðu erfið-
leikar og félagið hætti þessu flugi
í miðju verkefni, vegna greiðslu-
falls og er í lögfræðilegri inn-
heimtu einhver fjárhæð sem
þarna stóð eftir.
Það er þá einhver skuldahali í
sambandi við þetta flug?
Þessi vól hefur staðið á annað ár. Félagið á ekki fyrir mótor í vélina.
Já, félagið á þarna útistand-
andi kröfu og hefur metið hana
mjög varlega í sínum reiknings-
skilum.
Hve mikið er þarna um að
ræða?
Við skulum ekki nefna neinar
fjárhæðir, en það er nokkur upp-
hæð, en hún er mjög varlega
metin í okkar bókum.
Lýbíuflugið var fyrr á árum fé-
laginu talsverð gróðalind og hélt
m.a.uppi öðrum þáttum félags-
ins, sem reknir voru með tapi,
t.d. innanlandsfluginu. Síðan er
sagt að Arnarflugsmenn hafl
samið af sér og að stórtap hafi að
lokum verið á þessu flugi.
Ríkisábyrgð fyrir
2,5 milljónum
dollara
Þessu máli er ég ekki kunnugur
og get ekki svarað fyrir það núna.
Hins vegar er út af fyrir sig rétt að
innanlandsflugið hefur verið rek-
ið með tapi, en í sjálfu sér er það
smámál, vandi félagsins er vegna
þessara erlendu verkefna og ým-
issa vandamála sem upp hafa
komið varðandi þau.
Ríkisábyrgðarsjóður ábyrgist
2,5 milljónir dollara fyrir félagið,
en eru skuldir félagsins umfram
eignir ekki miklu hærri en þetta?
Þegar hinir nýju hluthafar
komu inn í félagið var um tvo
kosti að ræða: Annaðhvort að
gera félagið gjaldþrota og byrja
upp á nýtt, eða fara þá leið sem
farin var, að reyna að bjarga fé-
laginu og ég býst við að ástæðan
til að sú leið var farin hafi meðal
annars verið þjóðfélagsleg.
STEFÁN
ÁSGRlMSSON
Fréttaskýring
Pólitísk úrlausn
vandræðanna
Félagið starfar einhverju eða
miklu leyti á sömu mörkuðum og
Hafskip vann á og menn hafi ekki
viljað kingja því að tvö íslensk
flutningafyrirtæki yrðu gjald-
þrota.
Þessvegna hafi stjórnvöld
tekið þá afstöðu að styðja við
bakið á félaginu enda teldu nýju
hluthafarnir sem voru að ganga
inn í félagið, einhverja glóru í því
að reyna að bjarga félaginu með
þessum hætti. Ríkisábyrgðin var
svo samþykkt á alþingi og einnig
voru felld niður viðurlög við
sköttum félagsins og Ríkis-
ábyrgðarsjóður hefur talsverðar
tryggingar á móti ábyrgðinni og
þetta er í rauninni svona á vissan
hátt hin pólitíska niðurstaða.
Útvegsbankinn hefur verið við-
skiptabanki félagsins að miklu
leyti. A hann veð fyrir sínum lán-
um til félagsins?
Já, alveg öruggt veð.
Erf iðleikarnir meiri en
búist hafði veriðvið
En í stórum dráttum er vandi
félagsins nú heldur meiri en
menn reiknuðu með og það vill
oft vera þannig með illa stæð fyr-
irtæki, að ýmislegt kemur upp á
borðið þegar farið er ofan í
saumana á þeim, en nú telja
menn sig hafa yfirsýn yfir vand-
ann þó ekki sé enn hægt að nefna
tölur og nú er verið að vinna að
því að auka hlutafé enn meir til
að geta mætt honum á viðeigandi
hátt.
Hvenær er von á reikningum
sfðasta árs?
Viðskipti félagsins eru dreifð
svo víða um heiminn að nokkurn
tíma tekur að safna gögnum sam-
an að ég get ekki sagt um það.
Hvað eru skuldir félagsins um-
fram eignir miklar?
Ég vil ekki nefna tölur um það
á þessu stigi sagði Kristinn.
Kristinn lagði að lokum á það
áherslu að vandræði Arnarflugs
stöfuðu ekki eingöngu og út af
fyrir sig af þeim erlendu verkefn-
um, sem hér að ofan eru nefnd,
heldur vegna erlendra verkefna
félagsins almennt og væri unnið
að úttekt þessara mála allra í víðu
samhengi. -sá
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1987