Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 12
BORGARMAL Borgarstjórn Tvær andstæöar pólitískar stefnur Fjárhagsáœtlun borgarinnar hljóðar upp á um 5,5 milljarða króna. Minnihlutinn lagði til 270 milljóna króna tilfœrslur tilfélagslegra framkvœmda. Sjálfstœðisflokkurinn sýnir hug sinn til barna og aldraðra Auðvitað er marktækur mun- ur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og okkar í minnihlutanum. I til- lögum okkar annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar birtast tvær andstæðar póiitískar stefnur. Og tilraunir íhaldsins til þess að sýna fram á hið gagn- stæða eru ekki annað en hræðsla við þau pólitísku tíðindi sem fel- ast í samvinnu minnihlutaflokk- anna, sagði Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins m.a. á borgarstjórnarfundin- um á fimmtudagskvöldið, þar sem fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir liðandi ár var samþykkt. Fjárhagsáætlun borgarinnar upp á um 5,5 milljarða króna út- gjöld eftir höfði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var sam- þykkt á aukafundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins, Kvennalista og Framsóknar- flokks tóku upp það nýmæli að standa saman að breytingartil- lögum við áætlun Sjálfstæðis- flokksins, sem mörkuðu skýra andstæðu við þá stefnu sem birt- ist í fjárhagsáætlun Sjálfstæðis- flokksins. Minnihlutinn stóð saman að stefnumörkun, sem felst í því að nýta stórauknar tekjur borgar- sjóðs vegna kjaraskerðingar ríkisstjórnarinnar til þess að efla til muna þjónustu borgarinnar við aldraða og börn, auk þess sem flokkarnir vildu veita mun meira fjármagni til uppbyggingar fé- lagslegra íbúða. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist felldi þessar tillögur eða vísaði þeim frá, sem og aðrar minni háttar tillögur minnihlutaflokk- anna. Þorrablót ABR 1987 verður haldið laugardaginn 31. janúar í Risinu, Hverfisgötu 105. Saia miða og borðapantanir: laugardag kl. 10-14, sunnudag kl. 14-16, mánudag - föstudag kl. 17- 19 á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 sími 17500. Siðamaður verður Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur. Sif Ragnhildardóttir syng- ur lög sem Marlene Dietrich gerði vinsæl á fjórða áratugnum. Nánar auglýst í vikunni. Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjaþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í mars-apríl ef þátttaka verð- ur nægjanleg. Umsóknir skal senda dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fyrir 13. febrúar 1987 á sérstökum eyðu- blöðum, sem þar fást. Við innritun í próf greiði próftaki gjald kl. 1.775.- sem er helmingur gjalds fyrir löggildingu til að verða dómtúlkur og skjalþýðandi. Gjaldið er óaft- urkræft þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðurfeytið, 23. janúar 1987 Össur Skarphéðinsson, Bjarni P. Magnússon og Kristín Ólafsdóttir spá í tölur fjárhagsáætlunarnóttina. Mynd Sig. 270 milljónir færðar til Minnihlutinn lagði til að fjár- magn til framkvæmda í þágu aldr- aðra yrði aukið um 100 milljónir, úr 118 í 218 milljónir króna. Minnihlutinn lagði til að hækka framlög til dagvistarstofn- ana um tæplega helming frá fjár- hagsáætlun Sjálfstæðisflokksins. Lagt var til að stórauknu fé yrði varið til bygginga leiguíbúða og búseturéttaríbúða. Minnihlutinn lagði til að fram- lög til heilsugæslustöðvar í Breiðholti yrðu nær þrefölduð. Minnihlutinn lagði til að borg- in verði 5 milljónum króna til þess að hægt yrði að nýta Völund- arhúsið sem unglingahús. Og svona mætti lengi telja. Hins vegar voru borgarfulltrú- ar minnihlutaflokkanna sammála um að bíða með stofnun 60 milljóna ráðhússjóðs, en leggja féð í öldrunarsjóð. Lagt var til að beðið yrði með byggingu bílageymsluhúsa fyrir tugi milljóna. Minnihlutaflokkarnir voru á móti því að verja tugum milljóna til lóðakaupa af stóreigna- mönnum. Minnihlutinn vildi að bfla- kostnaður borgarinnar, sem farið hefur úr böndum, yrði skorinn niður um 10 milljónir. Alls vildi minnihlutinn færa 270 milljónir króna frá minnis- vörðum úr steinsteypu til brýnna félagslegra framkvæmda. 385% aukning til fasteigna í sameiginlegri bókun minni- hlutans segir að það sem sé sam- merkt með þessum tillögum sé að þær miða að því að nýta fjármagn til þess að gera Reykjavík að mennskari borg. „Þær eru fluttar með það að leiðarljósi að borgar- yfirvöldum beri að standa í farar- broddi fyrir aukinni samneyslu, ekki síst á sviði félags- og hús- næðismála." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista gat þess á fundinum í fyrrakvöld að framlag til fast- eigna á þessu ári er áætlað 338,5 milljónir króna, en í áætlaðri út- komu fyrra árs er þetta framlag um 74 milljónir og hefur því vaxið um 385% á milli ára. Framlagið til fasteigna (bfla- geymsluhúsa og þess háttar) er nánast jafnhátt og áætlað fram- kvæmdafé í skólabyggingum, dagvistarheimilum, Borgarbóka- safni, stofnunum aldraðra, æsku- lýðsmálum, heilbrigðismálum og leiguíbúðum. Þannig nýtir Sjálf- stæðisflokkurinn góðærið. Mismunandi áherslur Auðvitað er ýmislegt nýtilegt að finna í fjárhagáætlun borgar- innar, sem nú hefur tekið á sig endanlega mynd. Þar mætti m.a. nefna stofnun húsafriðunarsjóðs og veglegt framlag til byggingar tæknigarða. En það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjuauki, sem að sögn Ingibjargar S. Gísladóttur nemur 1,4 milljarði miðað við framreiknaðar tekjur ársins 1983, rennur að allt of litlu leyti til þess að byggja upp félagslega þjónustu í borginni. Út úr fjárhagsáætlun, þar sem 60 milljónum er varið í ráðhús- sjóð í stað öldrunarsjóðs og 39 milljónum í bflageymslur í stað dagvistarstofnana, má greinilega lesa hug borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins til aldraðra og barna í borginni. Um það snerist afgreiðsla þessarar áætlunar. Þar lá hinn pólitíski ágreiningur milli meirihluta og minnihluta í borg- arstjórn. -gg Jafnrétti Jafnrétti afreksmanna „Konur hafa nú löngu fengið formlegt og síðar fyrir all löngu raunverulegt jafnrétti í landi okk- ar. Því er bæði rangt í dag og konum ósæmandi að reka kvenn- abaráttu út frá þeirri afstöðu, að konur sem hópur standi höllum fæti og þurfi sérstakra rannsókna við,“ segir m.a. í frávísunartil- lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins við tillögu borgarfull- trúa minnihlutans um 1 milljón króna til rannsókna á lífi og starfi reykvískra kvenna. Frávísunartillöguna flutti Ing- ólfur Sveinsson varaborgarfull- trúi og varð þetta hans jómfrúr- ræða í borgarstjórn. Og það er óhætt að segja að fáar jómfrúrræður hafi kallað á svo sterk viðbrögð. Tillaga Ing- ólfs fékk óblíðar móttökur hjá borgarfulltrúum minnihlutans, sem bókuðu harðorð mótmæli gegn þeirri afstöðu sem þar kem- ur fram. Og undir lok fundarins flutti IngibjörgS. Gísladóttirsvohljóð- andi frávísunartillögu á tillögur um styrki til afreksmanna: „íslenskir afreksmenn hafa fyrir löngu fengið formlegt jafnrétti til íþróttaiðkana í landi okkar. Ættu þeir óhindrað að geta stundað íþrótt sína án þess að til komi sérstakt framlag af al- mannafé. Það er rangt að ætla afreks- mönnum endalaust stöðu sem einhvers konar fyrirbæra, sem eigi sér enga hliðstæðu, og sem standi höllum fæti í samfélagi manna. Því er bæði rangt í dag og Sjálfstæðismönnum ósæmandi að reka íþróttamálin út frá þeirri af- stöðu, að afreksmenn sem hópur standi höllum fæti og þurfi sér- stakra styrkja við. Ég legg því til, að borgarstjórn samþykki að vísa tillögunni frá sem ástæðulausri, óþarfri og jafnvel óviðeigandi." -gg 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Auglýsing um deili- skipulag Kvosarinnar Með vísan til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér með auglýst deiliskipulagstillaga Kvosar- innar, sem afmarkast af Höfninni, Lækjargötu, Tjörninni og Aðalstræti. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á stað- festu deiliskipulagi Pósthússtrætisreitsins staðgr.r. 1.1405 og breytingu á aðalgatnakerfinu. Með deiliskipulagstillögu Kvosarinnar eru teknar ákvarðanir varðandi eftirtalin atriði sem fram koma á skipulagsuppdrættinum og fylgigögnum: Aðalgatnakerfið, landnotkun, nýtingarhlutfall lóða, hæðir húsa. Uppdráttur ásamt líkani og fylgigögnum liggja frammi almenningi til sýnis hjá Byggingarþjón- ustunni, Hallveigarstíg 1, frá og með föstudegin- um 23. janúartil miðvikudagsins 18. mars 1987. Opin á virkum dögum frá kl. 9-18. Fylgigögn eru: Greinargerð arkitekta með skýr- ingaruppdráttum (dags. 17. nóv. 1986). Lóða- blöð í hefti, dags. 17. nóv. 1986. Greinargerð borgarverkfræðings, „Kvosin, skipulag umferðar og bílastæða", dags. okt. 1986. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borg- artúni 3, eigi síðaren kl. 16.15, miðvikudaginn 1. apríl 1987. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir deiliskipu- lagstillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.