Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 8
SVORT SKYRSLA SKOLAMAL Skýrsla OECD um íslenska skólastefnu dregur upp mynd af skólakerfi sem ekki stenst nútímakröfur Þær tilvitnanir sem birtar eru í römmum hér aö neðan eru úr skýrslu þeirri sem unnin var á vegum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD í París um íslenska menntastefnu og skóla- hald, en skýrsla þessi barst blað- inu nú ívikunni. Það var fyrrverandi mennta- málaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, sem gerði um það samkomulag við yfirmann OECD vorið 1984, að stofnunin skyldi gera hliðstæða könnun á íslenska menntakerfinu og stofn- unin hafði gert í öðrum aðildar- ríkjum hennar. Athugunin fór fram á fyrri hlut síðastliðins árs og var þannig framkvæmd, að Menntamálaráðuneytið lét gera ítarlegt yfirlit yfír menntakerfið, sem sent var OECD til athugunar og úrvinnslu. Þrír sérfræðingar tilnefndir af OECD auk fulltrúa frá stofnuninni sjálfri dvöldu hér á landi 15. febrúar til 1. mars í fyrra og heimsóttu menntastofnanir og áttu viðtöl við ýmsa, innan menntakerfisins og utan. Þessir sérfræðingar voru: Dr. Joaquin Arango Vila- Belda, ráðuneytisstjóri í spænska menntamálaráðuneytinu, Dr. Anthony Faulkes, kennari í for- níslensku við háskólann í Birm- ingham, prófessor Thomas Ro- binson yfirmaður framhalds- námsdeildar við háskólann í Tor- onto og Mr. B. Hayward frá OECD. Svört skýrsla Við fljótlegan lestur á skýrslunni verður að segjast að þeim fé- lögum hefur orðið ótrúlega á- gengt á ekki lengri tíma við að afla sér vitneskju um íslensk skólamál. Skýrslan í heild sinni er hin fróðlegasta og verður að telj- ast góður grundvöllur til frekari umræðu um íslensk skólamál. Eftirtektarvert er að skýrslan tekur undir margar þær kröfur kennarastéttarinnar um úrbætur í skólamálum, sem hafa verið í há- mælum á síðustu árum, en einnig hafa hinir erlendu sérfræðingar fróðlegt sjónarhorn á íslenskt skólakerfi sem gerir okkur mögu- legt að bera saman við nágranna- þjóðirnar og sjá hinar séríslensku aðstæður í skýrara ljósi. Þótt í upphafi skýrslunnar sé farið nokkrum almennum lofsorðum um árangur íslendinga í mennta- málum, þá fjallar skýrslan að meginhluta um ágalla, vankanta og vanþróun íslenska skólakerfis- ins, enda eru það forsendur úr- bóta að menn geri sér grein fyrir ágöllunum. En ekki verður sagt eftir lestur skýrslunnar en annað blasi við en mynd af stöðnuðu skólakerfi sem ekki sé í stakk búið til að takast á við þau verk sem af því verði krafist. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að endursegja nokkrar af athuga- semdum og niðurstöðum skýrslu- höfunda. Þéttbýli - dreifbýli Ef litið er til hinna almennu athugasemda um sérstöðu hins ís- lenska skólakerfis, þá er það ein meginniðurstaða höfundanna hversu breitt bil sé víða á milli yfirlýstra markmiða og raunveru- legrar framkvæmdar í skólakerf- inu. Þetta birtist að mati höfunda víða, en þeim verður tíðrætt um hversu stjórnvöld láti viðgangasj mismunun á skólaþjónustu í dreifbýli og þéttbýli, án þess að markvisst sé unnið að úrbótum. Þessi mismunun lýsi sér meðal annars í því að skólar á lands- byggðinni skorti víða þá aðstöðu, sem kröfur eru gerðar um annars staðar. Þeir segja að íslenskir skólar almennt og skólar í dreifbýli sérstaklega búi við of stuttan skóladag, auk þess sem skólar í dreifbýli starfi víða ekki nema 7-8 mánuði á ári. Þeir segja að slík mismunun á kennslu- framboði í þéttbýli og dreifbýli verði með engu móti réttlætt. Tungumála- kennslan Eitt af því sem sérfræðingarnir ráku augun í er hin mikla áhersla sem lögð er á tungumálakennslu í íslenskum skólum, sem tekur hlutfallslega mun meiri hluta af námstímanum her en í nágranna- löndum okkar. Þetta á sér sína skýringu í smæð íslenskunnar sem tungumáls og þeirri menn- ingarlegu nauðsyn sem talin hef- ur verið á því að viðhalda tengsl- um okkar við hin Norðurlöndin. Þessi mikla áhersla á tungumálin á sér því sína réttlætingu, en að mati sérfræðinganna er tungu- málakennslan bæði of tímafrek og of víða framkvæmd með úrelt- um aðferðum þannig að hún skilar ekki tilætluðum árangri, auk þess sem ekki hafi verið reynt að tengja hana öðrum náms- greinum. Tungumálanámið komi niður á kennslu í greinum sem séu nemendum nauðsynlegar til þess að halda velli í nútíma samfélagi. Það sem greinir okkur frá ná- grannalöndunum er meðal ann- ars hinn stutti skóladagur sem stafar m. a. af því að margir skólar eru tvísetnir. Sérfræðingarnir segja að það ætti að vera forg- angsverkefni í íslenskri skóla- stefnu að taka upp fullan skóla- dag fyrir öll börn með þeirri starfsaðstöðu og því starfsliði sem það krefst. Kennsla van- metið starf Annað vandamál sem háir ís- lensku skólakerfi mjög að mati sérfræðinganna er almennt van- mat á þýðingu skólastarfsins og þau lágu laun kennara sem því fylgja. Almenn óánægja ríki meðal kennarastéttarinnar vegna þessa, og sýnir það sig meðal ann- ars í því að einungis um 30% út- skrifaðra kennara endist í starfi. Og til þess að geta lifað af starfinu þurfi þeir að vinna ómælda yfir- vinnu, sem hljóti óhjákvæmilega að koma niður á starfinu og brjóta niður þann starfsanda sem nauðsynlegur sé til endurnýjunar og hugmyndaauðgi í starfi. Athyglisvert er að þeir kenna láglaunastefnunni ekki beint um hin bágu laun kennara, heldur þeirri sögulegu sérstöðu íslend- inga að þeir urðu allir læsir áður en þeir eignuðust skóla. Kennslan hafi áður fyrr farið fram á heimilum samkvæmt lögum, og ekki verið talin þörf á sérstakri kennaramenntun til þess að koma börnum til bókar. Þessi sérstæði arfur okkar hafi gert þau sjónarmið útbreidd hér á landi, að ekki sé þörf á sér- menntun til kennarastarfsins, þar eigi heilbrigð skynsemi ein að duga eins og hún hafi gert um aldir. í þessu skyni vitna þeir til skrifa blaðamanns Morgunblaðs- ins frá því í febrúar 1986, þar sem slíkum sjónarmiðum er haldið fram. En í töflu sem birt er í skýrslunni kemur fram að aðeins 2 starfshópar hafa lægri heildar- laun en kennarar að yfirvinnu meðtalinni: ófaglærðar verka- konur og konur við verslunar- störf. Hins vegar hafa ófaglærðir verkamenn að meðaltali 6% hærri rauntekjur en kennarar á grunnskólastigi 1984. Hugmyndasnauð kennsla Afleiðing starfsálags og lélegra launa kemur fram í lélegri kennslu að mati höfunda skýrsl- unnar: „Kennaraháskólinn send- ir frá sér fjölda hugmyndaríkra kennara með nútímalegar hug- myndir um kennsluaðferðir og framfarasinnuð viðhorf til menntunar, og nokkrir skólar hafa tekið upp slíkar aðferðir eða gert tilraunir með þær með góð- um árangri, en heimsóknir okkar bentu hins vegar til þess að nú- tíma hugmyndir ættu ógreiðan aðgang að skólunum, og víða mætti segja að kennsla væri gam- aldags og hugmyndasnauð.“ Þetta er nokkuð harður dómur um íslenska menntakerfið, og ekki batnar það þegar vikið er að hornrekum íslenska skólastarfs- ins, skapandi tjáningarstarfi í list- um: „I heimsóknum okkar í grunnskóla og framhaldsskóla urðum við áberandi lítið varir við tjáningarfullan listrænan neista eða náttúrugáfu. Meirihluti nem- andanna virðist eiga þá framtíð fyrir sér að verða neytandi á menningarsviðinu í dæmigerðu borgarumhverfi." Þeir segja að þrátt fyrir að þeir hafi orðið varir við víðtækan skilning á nútíma- legum vinnubrögðum í nám- skrárgerð og kennsluaðferðum innan Kennaraháskólans, meðal skólayfirvalda og hjá námsgagna- stofnun, þá gangi mjög hægt að koma þessum hugmyndum í framkvæmd í skólunum: „...að- ferðir sem fela til dæmis í sér hvatningu til sjálfstæðra og ein- staklingsbundinna vinnubragða og til skapandi hugsunar frá nem- andans hálfu. Sumir skólar hafa þó tekið upp samþætta áætlana- vinnu, og það virðist í rétta átt svo langt sem það nær, en jafnvel í þeim dæmum sem okkur voru sýnd um slíkt bar lítið á því að hvatt væri til skapandi sjálfstján- ingar á borð við textasmíð og rit- mál. Myndlist og tónlist eru víða kennd og sums staðar á hug- myndarfkan hátt, en enn finnast staðir þar sem hefðbundnum for- skriftum í tjáningu er beitt.“ Samfélagsfræðin Athyglisverð er umfjöllunin um samþætta kennslu samfélags- fræða í skýrslunni, en eins og menn muna töldu margir mætir íhaldsmenn að áætlanir skólayfir- valda fyrir fáum árum um félags- fræðikennslu í grunnskóla væri sérstakt tilræði við íslenska sögu, þjóðerni og menningu og höfðu það í gegn að áætlunin var stöðv- uð. Kaflinn um félagsfræðikennsluna í skýrslunni er svohljóðandi: „Áætlun fræðsluyfirvalda að samþætta sögu, landafræði og önnur fög í sérstakri félagsfræði- kennslu fyrir fyrstu 9 skólaárin 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1987 „Það vekur furðu að sjá að umtalsverðri mis- munun er leyft að viðgangast áfram á milli landsbyggðarinnar og stærri bæja hvað varðar framlag til skólamála.“ „Mikið bil er að finna á sumum sviðum á milli yfirlýstra markmiða löggjafans og hins raun- verulega framlags, sem og á milli hugmynda kennslufrömuða og raunverulegrar fram- kvæmdar í mörgum skólastofnunum.“ „Kennaraháskólinn útskrifar allmikið af hug- myndaríkum kennurum með nútímalegar hug- myndir um kennsluaðferðir og framfarasinnuð viðhorf til menntunar, og nokkrir skólar hafa tekið upp slíkar aðferðir eða gert tilraunir með þær, með góðum árangri, en heimsóknir okkar bentu til að nútíma hugmyndir ættu ógreiðan aðgang í skólana og að víða mætti segja að kennsla væri gamaldags og hugmyndasnauð." felur í sér veigamestu viðleitni skólayfirvalda til nýbreytni síð- ustu 15 árin. Hún virðist hafa ver- ið unnin af hugkvæmni og fram- faravilja, þar sem ekki var aðeins um að ræða að boðið væri upp á nýtt kennsluefni í hinni hefð- bundnu landafræði- og sögu- kennslu, heldur krafðist hún líka nýrra kennsluaðferða og nýrra viðhorfa til námsins, bæði af hálfu nemenda og kennara, þar sem minni áhersla var lögð á miðlun upplýsinga en meiri áhersla lögð á þroskuð viðhorf og gildi. Hún miðlaði nemendum ekki aðeins fróðlegu efni sem þeir gátu nýtt sem viðmiðun fyrir eigin stöðu og mikilvægi í heimin- um, heldur opnaði hún þeim líka nýjar leiðir til námsins með áætl- anagerð, rannsóknum og sjálf- stæðum athugunum. Þessi áætlun hefði ekki bara orðið árang- ursríkari uppeldisiega, heldur hefði hún gefið börnunum betra tækifæri til þess að þróa sanna tilfinningu fyrir eign tilvist sem íslendingar með skynsamlegu námi og rannsóknum á öðrum menningarheimum. Verkið hófst 1970 og fór hægt af stað vegna þess umfangsmikla verkefnis sem fólst í því aö endurskoða og sam- hæfa nám í samfélagsfræðum í níu bekkjum grunnskóla og jafn- framt vegna takmarkaðra fjárf- ramlaga. Námskrá og námsefni var frágengið að hálfu leyti þegar verkið var stöðvað, og nú er það í endurskoðun. Verkefnið var prófmál Án þess að farið sé út í smáatr- iði í námsáætluninni um samfé- lagsfræði eða eðli þeirrar gagnrýni sem hún mætti, þá virð- ist mega benda á nokkur gagnleg atrði. I fyrsta lagi þá felur þessi tegund metnaðarfullrar ný- breytni í sér nýjar og ef til vill þyngri kvaðir á hendur kennur- um, þar sem koma þarf til gagn- ger breyting á skilningi þeirra og afstöðu í gegnum öll 9 ár skyldu- námsins. Slíkt verkefni krefst því ekki bara nýrrar námskrárgerðar af hálfu skólayfirvalda að því er best verður séð, heldur kallar það líka á mikla þátttöku fjölda kenn- ara og stórátak í endurmenntun þeirra - og jafnvel umræður og útskýringar á verkefninu utan skólans. í fyrsta lagi virðist hætta á að verkefnið sjálft og öll sú orka og fjármunir sem í það hafa verið lagðir verði kastað á glæ áður en fullnægjandi reynsla sé fengin, jafnvel þótt það hafi tekið meira en tylft ára að undirbúa fram- kvæmd þess. Var framkvæmda- hraðinn of hægur til þess að ár- angur næðist og er mögulegt að gera nauðsynlegar leiðréttingar? Annað atriði kann þó að vega þyngst á metunum. Ef menn kikna undan því að glíma við þann vanda sem felst í þessu verkefni, er ekki ólíklegt að það verði mikil hindrun í vegi fyrir frekari tilraunum til endurnýjun- ar í íslensku skólastarfi - með kynningu á nýjum námsgreinum og viðleitni til að taka upp nú- tímalegar og framfarasinnaðar kennsluaðferðir o.s.frv.“ Ekki verður annað séð en að hér sé felldur þungur áfellisdóm- ur yfir þeim öflum sem á sínum tíma brugðu fæti fyrir þetta verk- efni. Sjálfumgleði og rómantík Þrátt fyrir kurteislegt orðfar og varkárni í orðalagi geta sérfræð- ingarnir ekki orða bundist um nokkra sjálfumgleði og þjóðern- isrómantík, sem þeir þóttust finna í heimsókn sinni. Þeir segja: „Það er spurning að hversu miklu leyti íslensk menning eins og hún birtist í hinum opinberu stofnunum - háskóla, söfnum, leikhúsum, skólum - endurspegl- ar hið „raunverulega" ísland eins og það kemur almenningi og út- lendingum fyrir sjónir. Viss gervimennska einkennir hina op- inberu menningu í þeirri áherslu sem hún leggur á fortíðina og í þeim rómantíska skilningi sem einkennir þessa fortíðarsýn.“ Og þeir halda áfram: „Hin nýja menning yngri kynslóðarinnar kann að vera minna hefðbundin og sjálfhverf, en hún er engu minna íslensk fyrir það. Skólarnir og aðrar menningarstofnanir mega ekki fá á sig þá ímynd að Í>ær séu í andstöðu við hið nýja sland, þær verða að vinna með því.“ Forskólinn Eins og fyrr segir, þá er skýrsl- unni skipt niður í kafla eftir skólastigum. í kaflanum um for- skólastigið segir á meðan vel sé séð fyrir líkamlegum þörfum barna í leikskólum og á dag- heimilum, þá sé uppeldislegt hlutverk þeirra í undirbúningi barnanna fyrir skyldunámið ekki nægilega vel skilgreint. Fóstru- skólinn fær góða umsögn, en á það er bent að hann útskrifi hvergi nærri nógu marga kennara og að mikill skortur sé á sér- menntuðum starfskrafti á leik- skólum og dagheimilum. Segja skýrsluhöfundar að nauðsynlegt sé að endurmeta gildi fóstru- starfsins, og er það tillaga þeirra að starfslið dagheimilanna fái sambærilega stöðu og aðrir kenn- arar, jafnvel með því að koma fóstrunáminu á háskólastig eins og annarri kennslu. Grunnskólinn Margt hefur verið rakið hér um athugasemdir þeirra við grunn- skólann. En eitt af því sem þeir gera að umræðuefni er notkun nútímatækni í grunnskóla. „Hvergi rákumst við á að notkun hennar hafi verið skilgreind.“ Þeir segja eftirtektarvert hversu skólarnir séu langt á eftir heimil- unum hvað varðar ýmsan tækja- búnað. Á meðan flest heimili eigi myndbandatæki og mörg eigi tölvu, þá séu þessir hlutir í litlu magni í skólunum. Spurningin sem vefjist fyrir skólamönnum sé greinilega sú, hvert hlutverk tölv- unnar gæti hugsanlega verið í skólastarfinu. „Eina tölvan sem við sáum í notkun í íslenskum skóla var notuð fyrir tölvuleiki. í öðrum skóla benti yfirmaður skólans á 4 nýjar tölvur og sagði: „Nú þurfum við að ákveða hvern- ig á að nota þær!““ Þetta endurspeglar það al- menna ástand í grunnskólunum, sem sérfræðingarnir lýsa svo: „Þeir skólar sem við heimsótt- um báru þess vitni að dæmigerð afstaða kennara væri sú að við- taka hefðbundin markmið og venjur, eða þau markmið sem þeim væri sett að ofan, frekar en að skilgreina þau fyrir sjálfum sér. Engu að síður hefur nokkur nýbreytni átt sér stað, sem er sprottin frá kennurum sjálfum, og mikið hefur breyst með síð- ustu kynslóð. En eins og áður var bent á, þá kunna vandræðin með félagsfræðiverkefnið, - sem bæði var metnaðarfullt og hugmynda- ríkt átak að því er virðist, - að stafa af því að það kom sem skipun að ofan til kennara sem voru illa í stakk búnir hvað varðar starfsþjálfun og reynslu til þess að takast á við það.“ Framhaldsskólar Hvað varðar framhaldsskóla- stigið, þá benda greinarhöfundar á að þetta skólastig sé lausast í reipunum og í mikilli mótun, og þeir benda á að vart verði lengur hjá því komist að setja sérstök lög um framhaldsskóla. Þeir benda á þá þversögn framhaldsskólanna, að þrátt fyrir að þeir séu mjög sterklega mótaðir af undirbún- ingi fyrir háskólanám með áherslu á akademísk bókleg fög, þá sé það um helmingur háskóla- nema á 1. ári sem annaðhvort falli eða hætti námi. Þeir benda á að framhaldsskólarnir séu alls- endis vanbúnir til þess að sinna fagkennslu og starfsmenntun, og að þeir séu í allt of litlum tengsl- um við atvinnulífið og þjóðlífið almennt. „...okkur virtist að sér- hver framhaldsskóli væri lítill heimur út af fyrir sig, með lítil tengsl við foreldra, samfélagið, atvinnulífið, aðra framhaldsskóla og jafnvel sjálft menntamála- ráðuneytið. (Starfsgreinaskólar kunna að vera undantekning)" Kennara- menntunin í skýrslunni fær Kennarahá- skólinn allgóða einkunn sem menntastofnun, en þeir benda á hvort ekki væri athugandi að samræma kennaramenntunina enn frekar, þannig að bæði myndmenntakennarar, íþrótta- kennarar, tónlistarkennarar og starfsfólk á dagvistunarstofnun- um fengju hliðstæða menntun á háskólastigi innan Kennarahá- skólans. Þá er einnig lagt til, að samvinna verði aukin á milli Há- skóla íslands og KHÍ, þannig að nentendur í HI gætu sótt nám í kennslu- og uppeldisfræðum í KHÍ og nemendur í KHÍ gætu sótt fagnám í sérgreinum í HÍ. Slíkt myndi auka á hagkvæmni og bæta námið að mati höfunda. En eins og áður segir, þá telja þeir einn meginvanda íslensks skóla- starfs felast f vanmati á gildi skólastarfsins, bæði eins og það birtist í launum og almennum viðhorfum. Þessi endursögn á skýrslu OECD er þegar orðin of löng. Ekki hefur verið minnst á málefni háskólans. Fjölmörgum mikil- vægum atriðum hefur verið sleppt. En engu að síður er ljóst að í skýrslu þessari er tekið á vandamálum íslensks skólastarfs af þekkingu, framsýni og kjarki. Vonandi er að skýrslan eigi eftir að verða tilefni umræðna og von- andi eiga íslensk fræðsluyfirvöld eftir að horfast í augu við vand- ann af sama hugrekki og sérfræð- ingar OECD. Því ljóst er að vandinn er bæði hrikalegur að umfangi og skiptir um leið meir sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar en flest annað. ólg. Laugardagur 24. janúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.