Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 16
• í. Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Laugardaour 24. janúar 1987 18. tölublað 52. órgangur OECD Svört skýrsla um skólamál íslenskir skólar gamaldags og standast ekki nútímakröfur má lesa út úr skyrslu OECD Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér skýrslu þá sem sérfræðingar OECD unnu um ís- lenska skólakerfið á síðastliðnu ári. í skýrslu þessari er dregin upp fremur ófögur mynd af á- standinu í íslenska menntakerflnu. Höfundar skýrslunnar telja að víða beri mikið á milli yfirlýstra markmiða yfirvalda og skóla- frömuða og þeirrar framkvæmd- ar sem þeir urðu varir úti í skóla- kerfinu. Þeir gagnrýna of stuttan skóladag og mismunun á skóla- þjónustu í dreifbýli og þéttbýli, og benda á tregðu skólanna við það að taka upp nútímalegar skólaaðferðir og beita við það nú- tímatækni. Þá gagnrýna þeir að of mikill tími fari í tungumála- kennslu í íslenskum skólum á kostnað annarra greina og segja allt of litla áherslu lagða á skap- andi starf og hugsun og sjálfstæð vinnubrögð meðal nemenda. Skýrsluhöfundum verður einn- ig tíðrætt um bág kjör kennara- stéttarinnar og það vanmat á kennarastarfinu sem sé ríkjandi meðal fólks. Telja þeir skýring- una á vanhæfni kennara við að beita nútímalegum kennsluað- ferðum og hugmyndaauðgi í starfi stafi ekki síst af of mikilli vinnu og vanmati á störfum þeirra. Þeir benda jafnfrmt á að þótt Kennaraháskólinn útskrifi mikið af vel menntuðum kennur- um, þá endist ekki nema 30% þeirra í vinnu vegna slæmra kjara og vinnuaðstöðu. í heild tekur skýrslan undir margar þær kröfur sem kennarastéttin hefur haft uppi á undanförnum árum. Sagt er ítarlegar frá innihaldi skýrsl- unnar á bls. 8 — 9 í dag. -ólg Hlýindin Stjóm Landssambands hestamannafólaga og íþróttaráðs sambandsins fóru í hópreið til Bessastaða I gær þar sem forseta Islands Vigdísi Finnbogadóttur var afhentur áritaður veggskjöldur. Slíkir skildir verða til sölu um allt land til styrktar þátttöku íslenskrar keppnissveitar á Evrópumóti íslenskra hesta sem verður haldið í Austurríki á komandi sumri. - Mynd: Sig. Alþýðubandalagið Efstu menn leggja línumar Frambjóðendur úr öllum kjördœmumfunda í Reykjavík um helgina Allir efstu menn á framboðs- listum Alþýðubandalagsins í komandi alþingiskosningum koma saman til fundar i Reykja- vík nú um helgina. Reiknað er með að um og yfir 30 frambjóð- endur komi tU fundarins sem haldinn verður í Flokksmiðstöð- inni að Hverfisgötu 105. Megintilgangurinn með þessu fundi er að stilla saman strengina nú í upphafi kosningabaráttunn- ar og ræða ýmis mál varðandi skipulag baráttunnar bæði sam- eiginlega og heima í kjördæmun- um, sagði Óttar Proppé, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins í samtali í gær. -Ig. Hætta á gróöurskemmdum Veðurfar nú minnir um margt á veturinn 1963 Farmenn Ekkert hefur miðað Fundi lauk síðdegis í gær. Nýr fundur ekki boðaður Ekkert hefur miðað í átt til samkomulags í deUu farmanna og útvcgsmanna. Síðdegis í gær lauk fundi hjá sáttasemjara, en ekki var boðað tU nýs fundar. Fundir hófust hjá ríkissátta- semjara kl. 14.00 í gær og stóðu fram eftir degi, en ekkert miðaði að sögn Guðmundar Hallvarðs- sonar formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. Farmenn hafa haldið fast við upphaflegar kröf- ur sínar, en óljóst er á hvaða grundvelli viðræðurnar munu halda áfram. Nú hefur um helmingur kaupskipaflotans stöðvast vegna verkfalls undirmanna á far- skipum og hafa ýmsir aðilar, einkum útflutningsaðilar, þungar áhyggjur af framgangi mála í deilúnni. r Eg fer nú að verða kvíðafullur. Hlýindakaflar í janúar gera venjulega ekki svo mikið til, en ef teygist úr þeim eins og nú verður hætta á að áhrif hinna náttúru- legu ,rsvefnlyfja“ gróðurins fari að dvína og hann að taka við sér. Nú er þannig ástatt að þar sem land liggur lægst er klaki horfinn úr jörðu og eykur það enn á hætt- una og sjást þess merki t.d. undir húsveggjum að gróður er farinn að hreyfa sig, segir Jóhann Páls- son garðyrkjustjóri borgarinnar. Veðrið nú minnir verulega á veðrið 1963 en þá voru mikil hlýindi alveg fram til 9. apríl og allt orðið laufgað þegar kólnaði um 20 gráður á einum sólarhring - úr 10 gráðu hita í 10 gráðu frost, enda fór sem fór. Það sem nú er farið að hreyfast eru blómbrumin á víði og ösp, en á sumum víðitegundum og alask- aöspinni þá blómgast þau áður en plantan laufgast, en þetta gerist oft um miðjan vetur og í sjálfu sér gerist ekki annað en þær fella ekki fræ það árið. Hættan er hins vegar sú nú varðandi þessar og margar fleiri trjátegundir, að vökvastreymi út í brumin fari verulega af stað og ef kólnar aftur þá getur farið illa. td. fór alaskaöspin ákaflega illa 1963. Þar sem við getum ekki haft áhrif á veðrið, verðum við bara að setja fingur í kross og vona það besta. Fólk er alltaf áhyggjufullt seinni hluta vetrar og á vorin, en hretin verða til þess auðvitað að gróður sem ekkert erindi á hing- að fellur út en hinn heldur velli. Náttúran velur sjálf þann gróður sem hæfastur er sagði Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri. -sá Áfengi og tóbak Sterioi vínin sækja á Samdráttur ísölu á sígarettum annað árið í röð. Minni sala á léttum vínum Töluverð aukning varð á neyslu sterkra vlna á nýliðnu ári mið- að við árið á undan en neysla á sterkum vínum hefur sífellt verið að aukast undanfarin fjögur ár. Að sama skapi hefur neysla á létt- um vínum dregist nokkuð saman tvö sl. ár. Á þessum sama tíma hefur orðið þónokkur samdrátt- ur I sölu á tóbaki. Alls seldi Áfengis- og tóbaks- verslunin í fyrra rúmlega 3.215 þús. lítra af áfengi. Sala á sterk- um vínum jókst um 9.21% frá ár- inu á undan en dróst saman á létt- um vínum 4.62% á sama tíma. Alkóhólneysla á hvern íslending 15 ára og eldri var í fyrra 4.50 alkóhóllítrar sem er ríflega 4% aukning frá fyrra ári. Af tóbaki var hlutfallslega mestur samdráttur í sölu á reyktóbaki eða 17.77%. en sala á slíku tóbaki hefur farið ört minnkandi á þessum áratug. Sala á sígarettum dróst saman um rúmt 1% og er þetta annað árið í röð sem samdráttur er í sölu á sígarettum. Aftur á móti jókst salan á vindlum um 0.1% en hún hafði dregist saman um nær 5% árið 1985. -4g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.