Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 24. janúar 1987 18. tölublað 52. árgangur
Arnarflug
Afkoman stómm verri
Kristinn Sigtryggsson: Ýmislegt sem hefur komið upp á borðið. Hœtt við að bœta við leiguvél ísumar.
Hlutafjársöfnun ígangi. Starfsmenn einhuga um að bjarga félaginu
Enn hafa ekki verið birtar opin-
berlega tölur um rekstaraf-
komu Arnarflugs á nýliðnu ári en
forráðamenn fyrirtækisins stað-
festa að afkoman sé öliu lakari en
reiknað hafði verið með. - í stór-
um dráttum er vandi fclagsins
heldur meiri en menn reiknuðu
með og það vill oft vera þannig
með illa stæð fyrirtæki, að ýmis-
Iegt kemur upp á borðið þegar
farið er ofan í saumana á þeim, en
við teljum okkur nú hafa yfirsýn
yfir vandann, sagði Kristinn Sig-
tryggsson nýráðinn fram-
kvæmdastjóri félagsins í samtali
við Þjóðviljann.
Kristinn vildi ekki nefna neinar
tölur um afkomu félagsins en
ljóst er að töluverðar breytingar
verða á starfsemi félagsins á
Sturlumálið
Laðast
ekki að
böðlunum
Sturla Kristjánsson
fyrrverandi
frœðslustjóri: Fylgi
Sjálfstœðisflokknum
ekki að málumframar
„Það er ekki venjan að menn
laðist að böðlum sínum,“ sagði
Sturla Kristjánsson f samtali við
Þjóðviljann í gær, þegar hann var
spurður að því hvort hann fylgdi
enn Sjálfstæðisflokknum að mál-
um eftir að honum var vísað úr
starfí fræðslustjóra af mennta-
málaráðherra.
-Því hefur verið fleygt að Ör-
lygur Geirsson og Sólrún Geirs-
dóttir starfsmenn menntamála-
ráðuneytisins standi að baki
ákvörðun ráðherrans, tekur þú
undir það?
„Það er andlegt áfall að upplifa
að annar þessarra aðila hefur gef-
ið yfirvaldi einhliða upplýsingar
án minnar vitundar um það sem
ég hef sagt á lokuðum fundum
þar sem málin voru rædd í ein-
lægni, og þær síðan notaðar sem
ávirðingarskjal gegn mér. Það fer
hrollur um mann við að hugsa um
svona vinnubrögð.“5yá wánflr
í Nafni vikunnar
í Sunnudagsblaðinu.
Skák
Héígi
tapaði
Helgi Ólafsson beið lægri hlut
fyrir Short á alþjóðlega skákmót-
inu í Wilkaan Zee í Hollandi í
gær. Short hafði hvítt og situr
einn í efsta sæti með Wi vinning
og biðskák en Helgi er með 3VÍ
vinning.
þessu ári og reynt að taka sem
minnsta áhættu, en slæma stöðu
félagsins má fyrst og fremst rekja
til ýmissa verkefna erlendis á
liðnum árum.
Hugmyndir munu hafa verið
uppi um að taka flugvél á leigu í
sumar vegna leiguflugs, en þær
hugmyndir hafa nú verið lagðar á
hilluna og ákveðið að freista þess
að fullnýta einustu millilandavél
félagsins jafnframt áætlunar-
fluginu, til leiguflugs. Unniðer
að því að auka hlutafé félagsins
en á fundi starfsmanna Arnar-
flugs í fyrrakvöld var mikill ein-
hugur um að freista þess að koma
félaginu á réttan kjöl. -sá.
Sjá bls. 2.
Fokkervélin
Fokkervél með bilað nefhjól
lenti á Keflavíkurflugvelli
í gœr. 46farþegar um
borð. Engansakaði
Mér stóð ekki
á sama
„Ég verð að játa að mér var
ekki sama enda var ég með dýr-
mætan farangur,“ sagði Frið-
gerður Guðmundsdóttir eftir að
Fokkervél Flugleiða sem hún var
á leið með til ísafjarðar í gær-
morgun hafði lent giftusamlega
með bilað nefhjól á Keflavíkur-
flugvelli.
46 farþegar voru í vélinni auk
3ja manna áhafnar. Skömmu
eftir flugtak frá Reykjavíkurflug-
velli kl 10.06 uppgötvaðist að nef-
hjól vélarinnar hafði festst í 60
gráðu beygju til hægri. Vélinni
var þegar snúið við og undirbúin
nauðlending á Reykjavíkurflug -
velli en síðan ákveðið að lenda í
Keflavík og tókst lendingin í alla
staði giftusamlega.
„Þetta gekk allt vel. Það var
engin veruleg hætta á ferðum, en
það hefði þó ýmislegt getað gerst
í lendingunni," sagði Vilhjálmur
Þórðarson flugstjóri. Farþegarn-
ir tóku þessu atviki með mestu ró
að sögn flugstjórans.
-gg-
Ég er farin að verða flughrædd í seinni tíð og ekki varð þetta til að bæta það, sagði Friðgerður Guðmundsdóttir eftir
lendinguna í Keflavík í gær. Hún og synir hennar tveir, Egill og Ragnar, voru á leið til ísafjarðar í heimsókn til
fjölskyldunnar þegar Fokkernum var snúið við. En það fór betur en á horfðist og þau gátu varpað öndinni léttar eftir
giftusamlega lendingu. Mynd Sig.
Fjárhagsáætlun
Davíð fær fína bílinn
Breytingartillögum minnihlutans ýmist vísaðfrá eða þœr
felldar. Tvœr voru samþykktar
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins visuðu í fyrrakvöld til-
lögu minnihluta borgarstjórnar
um að minnka fjárráð borgarst-
jóraembættisins til bflakaupa frá,
þannig að Ijóst er að borgar-
stjórinn í Reykjavík mun innan
tfðar aka um götur borgarinnar á
nær þriggja milljóna kadilják.
Minnihlutinn hafði lagt til að
upphæðin sem ætluð var til kaupa
á Cadillac Fleetwood 60 Special
yrði lækkuð um eina milljón
króna, úr 2,9 milljónum í 1,9
milljónir, og að mismunurinn
skyldi renna til Ferðaþjónustu
fatlaðra. Borgarstjóraembættið
hefði þá getað eignast ekki lakari
bíl en forsætisráðuneytið hefur
keypt undir Steingrím.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins brugðust ókvæða við
tillögu minnihlutans, settu saman
frávísunartillögu og samþykktu
hana.
Öðrum tillögum minnihlutans
utan tveimur var annað hvort vís-
að frá eða þær felldar. Fjárhagsá-
ætlun hefur því verið samþykkt
með litlum breytingum frá því
hún var lögð fram í borgarstjórn í
desember. Útgjöld borgarinnar á
árinu eru áætiuð um 5,5
milljarðar króna.
Samþykktar tillögur minni-
hlutans voru annars vegar tillaga
um styrk til áhugafólks um íþrótt-
ir fatlaðra, en hins vegar tillaga
um fleira starfsfólk við dvalar-
heimilið í Lönguhlíð. Samtals
kosta þessar tillögur um 370 þús-
und krónur.
-gg
Sjá síðu 4 og 12
Loðna
100þús.
í viðbót
Sjávarútvegsráðherra ákvað í
gær að tillögu Hafrannsókna-
stofnunar að auka loðnukvótann
á íslandsmiðum um 100 þús. lest-
ir. Þar af fá íslensk skip 85 þús-
und lestir en norsk skip 15 þús.
lestir.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson hefur verið við loðnu-
leit úti af Austfjörðum undan-
farna daga og hefur útkoma
stofnmælinga verið betri en menn
áttu von á.
Heildarkvótinn frá því að
veiðar hófust s.l. haust er því
kominn yfir milljón lestir, en
nokkur loðnuskip höfðu þegar
klárað sinn kvóta.