Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 7
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
í dag kl. 14 opnar Samúel Jó-
hannsson myndlistarmaður
frá Akureyri sýningu á mál-
verkum og teikningum í sýn-
ingarsal Listasafns ASÍ við
Grensásveg.
Myndirnar sem Samúel sýnir
eru expressíónískar myndir af
fólki og goðsagnaverum sem
komist hafa í krappan dans við
ólíkustu aðstæður, gjarnan í
skugga háhýsa og skýjakljúfa eða
annarra bygginga. Myndirnar
bera jafnframt vott um andlegan
skyldleika Samúels við mynd-
listarmanninn Gunnar Örn, sem
reyndar var að hjálpa vini sínum
Samúel að hengja upp, þegar við
tókum listamanninn tali í vik-
unni.
Ég er sjálfmenntaður í mynd-
listinni, sagði Samúel, og hún
hefur verið mitt meginviðfangs-
efni frá 1980. Myndirnar á þessari
sýningu eru allar unnar á síðasta
ári, og þær eru ávöxtur mikilla
ferðalaga sem ég lenti í á árinu.
Fyrst fór ég að heimsækja vin
minn Gunnar Örn til New York
og svo fór ég til Parísar í sumar.
Það var stórkostleg og ólýsanleg
reynsla fyrir sveitamann eins og
mig að koma á þessa staði og
standa augliti til auglitis við
heimslistina. Auk þess var ég
rændur aleigunni áður en ég fór
frá New York, og fór þaðan með
blendnum tilfinningum, en
myndirnar lýsa áhrifunum frá
þessum ferðum mínum.
Átt þú þér einhverja meistara
sem hafa verkað sterkar á þig en
aðrir og haft áhrif á myndsköpun
þína?
Ég hef auðvitað lært af Gunn-
ari Erni, en af erlendum málur-
Samúel Jóhannsson myndlistarmaður við eitt verka sinna á sýningunni í Listasafni ASÍ.
Myndlistin er okkur nauðsyn
segir Samúeljóhannsson myndlistarmaður frá Akureyri, sem opnar sýningu í Listasafni ASI í dag
um þá eru þeir Picasso, Matisse
og Chagall auðvitað hátt skrifað-
ir. Svo sá ég Mortensen og fleiri
Dani í sumar, og það kom mér á
óvart að sjá hvað þeir voru sterk-
ir. Anars er það ekki bara mynd-
listin sem hefur áhrif á mann. All-
ur andardráttur lífsins í kringum
mann hefur áhrif. Og það eru
frekar myndirnar sem reka á eftir
mér heldur en að ég sé að koma
að einhverjum utanaðkomandi
áhrifum. Ég vinn alltaf í málverk-
inu annan hvern dag, og ef dagur
fellur niður finnst mér alltaf eins
og ég sé að svíkja eitthvað.
Hvað gerirðu þá hina dagana?
Ég er húsvörður í íþróttahús-
inu á Akureyri. Maður verður að
hafa ventil til að anda, og ein-
hvers staðar verður maður að fá
útborgað. Ég hef góða vinnuað-
stöðu í kjallaranum heima hjá
mér, og ef ég á að segja eins og er
þá finnst mér ég vera meira ein-
angraður í íþróttahúsinu en innan
um léreftin í kjallaranum.
Hvernig er búið að myndlist-
inni á Akureyri? Hafíð þið nokk-
urn sýningarsal?
Nei, það er skömm frá því að
segja, en þessi höfuðstaður
Norðurlands á engan sýningarsal
fyrir myndlist sem hægt er að
kalla því nafni. Gamli Lundur er
að vísu sýningarstaður, en hann
dugar ekki nema fyrir smæstu
sýningar. Gallerí Háhóll er nú
löngu hætt, og það má segja að
eini nothæfi sýningarsalurinn á
öllu Norðurlandi sé í Safnahúsinu
á Húsavík.
Mér finnst að sýningarsalur
ætti að vera jafn mikil nauðsyn
hér á Akureyri eins og bókasafn,
sem þykir sjálfsagður hlutur.
Þetta aðstöðuleysi kemur í veg
fyrir það að við fáum aðsendar
sýningar og elur á þröngsýni og
skilningsleysi í garð myndlistar-
innar. Við erum úr tengslum við
allt fyrir norðan og neyðumst til
þess að sækja alla hluti suður.
Aðstöðuleysið verður meðal
annars gild afsökun fyrir Lista-
safn íslands fyrir að sinna ekki
skyldum sínum við landsbyggð-
ina. Og sjálfur Akureyrarbær á
talsvert safn myndlistar, sem
geymt er í kjöllurum vegna þess
að ekki er til aðstaða til þess að
sýna þessa hluti. Við höfum hér
myndlistarskóla en engan sýning-
arsal, mér finnst þetta vera til
skammar. Það er talað um að
íþróttahúsið eða aðrar byggingar
eigi að hafa sýningaraðstöðu og
aðstöðu til tónleikahalds og
menningarstarfa sem aukagetu,
en það sýnir sig svo þegar á reynir
að það dæmi gengur ekki upp.
Það er ekki hægt að ætlast til þess
að myndlistarmenn standi í
þessu, og Menningarsamtök
Norðurlands virðast ekki nægi-
lega öflug til þess að valda þessu
verkefni heldur. Og það er ber-
sýnilegt að Menningarmálanefnd
Akureyrar hefur haft allt of lítil
fjárráð undanfarin ár. Mér finnst
að bæjaryfirvöld þurfi að endur-
skoða afstöðu sína til þessara
mála.
Akureyri býr þá ekki yfir hvetj-
andi umhverfi fyrir myndlistar-
menn?
Jú, jú, mikil ósköp. Á Akur-
eyri er mikill vinnufriður, maður
lifir rólegu lífi og er ekki truflaður
frá verki. Og ég lít björtum
augum á tilveruna, eða finnst þér
það ekki af myndunum að dæma?
En það er mikilvægt fyrir mig að
koma hingað suður og sjá mynd-
irnar mínar hengdar upp í þessum
fallega sal. Maður sér þær þá
skýrar og í betra samhengi.
Auðvitað er þetta dýrt fyrirtæki,
en það kemur mér einum við.
Það mikilvæga er að við skiljum
að myndlistin er okkur nauðsyn.
ólg.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Heilbrígð skynsemi
Sinfóníutónleikar í Háskólabíói sl.
fimmtudagskvöld.
Stjórnandi: Gerhard Decker.
Einleikari: Anna Áslaug Ragnars-
dóttir, píanó.
Efnisskrá:
Roussel: „Le festin de l’araignée"
Schumann: Píanókonsert
Beethoven: Sinfónía nr. 7.
Vínarbúinn Gerhard Decker
hefur aldeilis verið umsvifamikill
hér að undanförnu. Fyrst er að
telja fræga frumsýningu á Aidu,
sem hann stjórnaði af miklum
skörungsskap, þá leikandi léttir
Vínartónleikar, bæði hér í bæn-
um og úti á landi, og loks venju-
legir sinfóníutónleikar í fyrra-
kvöld. Allt þetta á rúmri viku.
Ekki var að sjá eða heyra ein
þreytumerki á stjórn hans, þegar
hann hóf sinfóníutónleikana,
með ballettmúsík eftir Albert
Roussel, „Veislu könguióarinn-
ar“. Hljómsveitin svaraði vel
kröfum hans um fágaðan og sval-
an tilfinningaleik og vakti fal-
legur leikur tréblásara, sérstak-
lega fyrstu flautu (Wilkinson),
Anna Áslaug Ragnarsdóttir
var einleikari í píanókonsertinum
eftir Schumann. Hún er tvímæla-
laust meðal okkar allra fremstu
píanóleikara og var leikur hennar
bæði skýr og skemmtilegur og
með þeim innileik sem hæfir
þessu lýríska snilldarverki. Sér-
staklega voru fyrstu þættirnir
tveir fallega formaðir, bæði hjá
einleikara og hljómsveit, en ein-
hver hefði kannski kosið meiri
kraft og lífsgleði í lokaþættinum.
Sjöunda Beethovens var loka-
verk tónleikanna og stjórnaði
Decker henni af mikilli hjartans
einlægni. Dansandi hljóðfall
þáttanna fjögurra var óþvingað
og eðlilegt og allri tilfinningasemi
haldið innan klassískra marka.
Þetta var að vísu enginn „þrumu“
Beethoven, og maður missti
þráðinn á stöku stað í skersóinu,
en í heild var þarna um að ræða
góðan samleik, sem byggðist á
heilbrigðri skynsemi.
LP.
Framtíðin björt
Það hefur glatt tónlistarunn-
endur ósegjanlega mikið að
heyra tónleika að undanförnu,
þar sem komið hafa fram ungir
tónlistarmenn í námi erlendis.
Þetta hafa yfirleitt verið stúlkur,
sem stunda nám í fiðluleik, flest-
ar eða allar í Bandaríkjunum. Er
greinilegt að framtíðin er björt á
strengjasviðinu hér, ef stúlkurnar
taka þá ekki uppá að gifta sig til
útlanda, sem alltaf vofir auðvitað
yfir og ekkert við að gera nema
sýna æðruleysi.
Síðustu tónleikar af þessu tagi
voru í Norræna húsinu sl. þriðju-
dag. Þar kom fram fiðluleikarinn
Gréta Guðnadóttir, sem er við
framhaldsnám í New York. Jónas
Ingimundarson píanóleikari
studdi hana dyggilega í átökum
við all viðamikla efnisskrá, þar
sem G-dúrsónata Brahms var
aðal viðfangsefnið. Brahms er
enginn barnaleikur einsog allir
vita, en sönglýríkin í þessari són-
ötu komst ágætlega til skiía og
naut Gréta þar stílöryggis með-
leikarans, sem er frábært.
Sólósónata eftir Ysayé er alltaf
forvitnilegt viðfangsefni, en
Gréta lék þarna eina þeirra, þá
nr. tvö, sem hefst á ívitnun í E-
dúr partítuna eftir Bach. Annars
gengur þessi sónata mest út á til-
brigði og útúrsnúninga með Dies
Irae, sem er ekki laust við að fari í
taugarnar á manni, svo marg-
þvælt sem það lag er nú í rómant-
íkinni. En hún er tilvalin að sýna
hvað í mönnum býr á ýmsum
sviðum fiðluleiks og kom Gréta
býsna vel útúr þeim tiltektum.
Hún hefur talsvert skap og er
músíkölsk í besta lagi og þrátt
fyrir stöku ónákvæmni í intóna-
sjón, þá var leikur hennar yfir-
leitt mjög áferðarfallegur. Með
vaxandi þroska má búast við
miklu af henni.
______________________________LÞ.