Þjóðviljinn - 24.01.1987, Blaðsíða 5
Einn kunningja á ég sem ég hef
aldrei séð. Reyndar átti ég fyrir
35 árum pennavin í Perú, sem ég
sá heldur aldrei. Hann skrifaði
mér tvö bréf og ég honum eitt.
Þetta voru ekki merkileg bréf og
snérust lítið um fróðleik af mann-
lífi í Perú og á íslandi, en þó man
ég að mér þótti skrýtin tilviljun,
sem kom fram í bréfunum, að
sama daginn höfðum við penna-
vinirnir farið í bíó og báðir séð
sömu myndina, bandarísku stór-
myndina „Ben Húr“; hann í
Líma, ég í Gamla bíói í Reykja-
vík. Við bergðum semsé báðir af
sama menningarbrunni. Banda-
rískum.
En ég var að tala um annan
kunningja minn sem ég hef aldrei
séð. Sá býr ekki í Perú heldur
hérna f miðbænum eða kvosinni
eða hvað það er nú kallað.
Ég hef aldrei séð hann af því að
hann hefur alltaf haft samband
við mig í síma og aldrei lagt leið
sína til mín, hvorki heim til mín
né upp á blaðið þar sem ég vinn.
Hann hringir svona endrum og
sinnum og röddin er kankvísleg.
„Er mikið að gera?“ spyr hann
venjulega fyrst.
„Alveg nóg, þakka þér fyrir.“
„Já, það er synd að vera að
trufla önnum kafna menn. Á ég
ekki bara að hringja aftur þegar
þú ert kominn á eftirlaun?"
Kunningsskapur í síma
„Þá verð ég hættur að svara í
símann."
„Og ég verð kominn á hinn
staðinn.“
„Hvaða stað?“
„Mér er sosum sama á hvorum
staðnum ég lendi, bara að það sé
ekki íhaldsmeirihluti þar. Það er
nóg að láta íhaldið ráðskast með
sig heila mannsævi, þótt maður
lendi svo ekki í eilífðarþjónustu
við það.“
„Já, þú meinar það.“
„Já,égmeina það. Ég erfarinn
að hlakka til að komast eitthvert
þangað sem maður er laus við að
kaupa þriggja milljón króna
drossíur undir rassgatið á ein-
hverjum íhaldsdrengjum, svo
þeir verði ekki bílveikir á leiðinni
í kokteilpartíin, sem maður er
látinn bjóða þeim í daglega."
„Ertu að tala um... ?“
„Ég er nú bara að tala svona
almennt um þessi%£$”!&£!!!
himpigimpi sem eru sífellt að
ráðskast með okkur þessa ræfla,
sem erum svo aumir að við kunn-
um ekki að klifra upp á bakið á
náunganum, þessa ræfla sem
kunna ekkert annað en að þræla
eins og skynlausar skepnur. Þótt
það sé náttúrlega búið að stoppa
það sem betur fer.“
„Stoppa hvað.“
„Þrældóm á skynlausum
skepnum. Dýraverndunarfélagið
er búið að stoppa það. Æti það sé
ekki hægt að fá þetta Dýravernd-
unarfélag til að snúa sér næst að
manneskjunum, ha?“
„Þú getur náttúrlega slegið á
þráðinn til þeirra."
„Hver veit nema ég geri það.
Helduru að þetta sé nokkurt vit
þessi þrældómur? Ég er ekki að
tala um mig. Ég kann ekkert ann-
að en að puða eins og vitleysing-
ur. Ekki er ég að biðja um frí fyrir
mig til að hanga heima yfir kéll-
ingunni, enda mundi hún bara
fleygja mér út ef ég ætlaði að fara
að hanga yfir henni um hábjartan
daginn.“
„Ertu nú viss um það?“
„Já, þetta er skynsöm kélling,
enda hefur mér alltaf þótt vænt
um hana. Við höfum þetta svona
upp á gamla móðinn. Hún er ekki
að þvælast fyrir mér á mínum
vinnustað, og ég er ekki að þvæl-
ast fyrir á hennar. Þetta er okkar
jafnrétti. Við vorum orðin of
gömul til að læra á nýja
jafnréttið, en hins vegar hef ég
skaffað bæði uppþvottavél og
hrærivél og brauðrist og nýja
eldavél keypti ég í fyrra. Ég er
ekki að biðja um neitt jafnrétti
handa mér eða okkur, enda
mundum við ekki kunna með það
að fara, og ekki minna púl, því að
mér leiðist sjónvarp og ég þekki
ekki einu sinni á spilin, en hins
vegar leiðist mér að sjá krakkana
mína lenda í sömu vitleysunni.“
„Hvaða vitleysu?“
„Nú, strákurinn minn er til
dæmis alveg eins. Hann er að
kaupa íbúð, greyið, af því að
pabbi hans er svo mikill aumingi
að eiga ekki íbúðir á lager handa
krökkunum, svo að þeir geti ein-
beitt sér að því að njóta lífsins.
Þetta er vænsti strákur. Hann
er meira að segja alveg hættur að
skvetta í sig, og konan hans er
ágæt þó að hún sé Þingeyingur -
ég hef aldrei þolað Þingeyinga -
og hún vinnur líka og það bjargar
málunum.“
„Peningalega séð?“
„Ha?“
„Bjargar það málunum pen-
ingalega séð - að hún skuli
vinna?“
„Nei, það held ég ekki. Ég get
ekki ímyndað mér að það breyti
miklu þótt hún fái einhverja smá-
aura fyrir að passa börn. Hún er
fóstra sko eða eitthvað svoleiðis.
Það sem bjargar málunum er að
hún hefur krakkana þeirra hjá sér
á barnaheimilinu, svo að grísling-
arnir fá að vita að þau eiga ein-
hvern að. Það held ég sé alveg
nauðsynlegt og enda er ég viss um
að strákarnir mínir væru báðir í
tugthúsinu ef mamma þeirra
hefði ekki alið þá upp. Ekki hafði
ég tíma til þess. Hún bað mig
stundum um að flengja þá en ég
var of þreyttur til þess, svo að
þeir eiga mér ekkert að þakka,
annað en að hafa fengið nóg að
éta, og kannski meira en nóg, því
hann segist vera í megrun sá
eldri. Ég hef aldrei heyrt aðra
eins djöfulsins vitleysu.“
„Hvað gera þeir?“
„Gera hverjir?“
„Strákarnir þínir.“
„Svosem ekkert merkilegt. Ég
reyndi að koma þeim á sjóinn, en
þeir gáfust upp á því, sögðust
vera sjóveikir. Það hljóta þeir að
hafa frá mömmu sinni, hún er
bullandi sjóveik, kemst varla í
bað, manneskjan. Annars er sá
eldri matsveinn, það er sá sem er í
megrun. Hann er á hóteli og
steikir ofan í fína fólkið með ó-
skaplegum tilfærum, svo þetta lið
hafi lyst á að éta. Það duga ekki
neinar smáræðis kræsingar ef
þetta lið á að nenna að næra sig.
Það verður svona lystarlaust af
vaxtareikningi.“
„En hinn?“
„Hinn hver?“
„Strákurinn þinn.“
„Hann er trésmiður, greyið, og
svo fór hann í pípulagningar, en
kláraði þær ekki því hann fór að
vinna í búð, sem meistarinn á.“
„Pípulagningaverslun?“
„Ja, einhvern veginn bygginga-
vöruverslun. Hann fær það alveg
sæmilega borgað enda sér hann
að öllu leyti um að halda batterí-
inu gangandi. Eigandinn er sjálf-
ur alltaf blindfullur og stundum
þarf að læsa hann glóandi inni á
lagernum. En svo er hann edrú á
milli. Þá læðist hann um eins og
barinn hundur viku og viku á
milli. Svo verður hann geðvond-
ur og hvefsinn og fer að skipta sér
af hlutum og svo dettur hann í
það. Þá þarf stundum að sitja yfir
honumá nóttunni svo að hann
káli ekki kéllingunni sinni.“
„Hefur hann áhyggjur af
rekstrinum?“
„Nei, það get ég ekki ímyndað
mér. Þetta malar gull. Það var
ekkert smáræði sem kom inn fyrir
jólin, sagði strákurinn mér. Enda
verður þetta að ganga vel svo að
maðurinn hafi efni á að vera alltaf
fullur. Ekki hef ég efni á því.“
„Nei, er það ekki?“
„Já, ég heyri að ég er farinn að
tefja þig, góði, enda segi ég aldrei
neitt af viti. Hvernig á líka maður
sem var úti í ballarhafi í þrjátíu ár
meðan allir aðrir voru að mennta
sig og græða að geta sagt eitthvað
af viti? Enda er það ekki í mínum
verkahring að segja eitthvað af
viti, það eigið þið að sjá um með
menntunina og bækurnar og tölv-
urnar og allt helvítis draslið. Það
eruð þið sem eigið að tala fyrir
okkar hönd. Ekki lagaðist ég við
að koma af sjónum og fara að
stafla sekkjum. Ekki lærir maður
mælskulist við að stafla sekkj-
um.“
„Mér heyrist þú alveg sæmi-
lega mælskur."
„Það getur vel verið að maður
hafi munninn fyrir neðan nefið ef
það er einhver að abbast upp á
mann, en það dugir ekki til: Mað-
ur kann ekki að skrifa, getur bara
kjaftað. Maður kann ekki að
skrifa eins og menn eiga að
skrifa."
„Hvemig eiga menn að
skrifa?"
„Það er það sem ég veit ekki.
Ég kann bara að vinna og brúka
dáldinn kjaft svona í nauðvörn.
Ég kann ekki þetta fína og slétta
mál. Þessa 8/$£(£&%!!! drullu-
pela sem lifa á vinnu annarra og
flokks- og fjölskyldutengslum
kann ég ekki að kalla neitt annað
en þjófa - og það skilst mér að
maður megi ekki gera á prenti af
því að meiðyrðalöggjöfin banni
manni að segja sannleikann.
Ef ég kynni að skrifa þá mundi
ég skrifa um þessa (%&£$/%%
okrara sem híma eins og draugar
inni á kontórum og rýja fólk inn
að skyrtunni af því að það þarf að
fá lánaða peninga til að koma sér
þaki yfir höfuðið. Ég mundi
skrifa um þessa /&-£$/”!!! rukk-
ara sem taka offjár fyrir að koma
fólki á nauðungaruppboð. Ég
mundi skrifa um útgerðarmenn
sem eignast skip á kostnað ríkis-
ins og lifa eins og greifar meðan
bestu og duglegustu sjómenn
heimsins þurfa að fara í verkfall
til að fá borgað fyrir að fara út
með þessi skip á veiðar til að
standa undir öllu sukkinu. Ég
mundi skrifa um þessa
)(!&—£!!!!, %&(£$(/”!!! and-
skotans grjónapunga sem leigja
umkomulausum stelpum her-
bergi fyrir offjár og heimta svo að
fá að leggjast upp á þær í
kaupbæti þá sjaldan að þeir ná
honum upp, þessir )(%&££!!
blóðlausu peningapúkar. Ég
mundi hafa um nóg að skrifa."
„Ég heyri það.“
„Jæja, vinur, ég ætla ekki að
tefja þig lengur.“
„Þú ert ekki að tefja mig.“
„Nú? Ef þú hefur ekkert að
gera þarna þá ættu þeir að segja
þér upp í hvelli. Það er gert hjá
öðrum fyrirtækjum. Á mínum
vinnustað sögðu þeir upp fimm
köllum um mánaðamótin. Sögðu
að það væri ekkert að gera fyrir
þá. Það var náttúrlega tóm lygi.
Kallagreyin voru komin yfir sex-
tugt. Afsláttarjálkar. En þeim
finnst sennilega ekki taka því að
reka mig. Ég er að verða sjötugur
svo að þeir halda að ég hljóti að
fara að drepast.“
„Er það rétt?“
„Nei. Ég geri þeim það ekki til
geðs að drepast nærri strax. Svo
að ég hringi kannski í þig aftur
svona við tækifæri.“
„Gerðu svo vel.“
„Svona til að halda þér vak-
andi.“
„Þakka þér fyrir það.“
„Og svo bið ég að heilsa frá
kéllingunni minni. Það er hún
sem kaupir Þjóðviljann. Ég er
hvorki læs né skrifandi og fer
aldrei á málverkasýningar. En ég
mundi kaupa blað ef það væri
skrifað þannig að hárin risu á
)(%£$$!! iðjuleysingjunum,
afætunum og peningapakkinu.
Svoleiðis blað mundi ég kaupa,
en þangað til læt ég duga að
stauta á Þjóðviljann yfir öxlina á
kéllingunni minni, sem segir að
allt hljóti að lagast með tímanum.
Ég held hún sé krati, ég þarf að
spyrja hana að því einhvern tím-
ann.“ - Þráinn.
Laugardagur 24. janúar 1987 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 5