Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 2
Hallveig Björnsdóttir: „Ég tel að nokkuð vanti á það í raun, en vonandi að það færist í rétt horf“. —SPURNINGIN- Spurt í tilefni afmæl- is Kvenréttindafélags íslands Telurðu að fullt jafnrétti ríki milli kynjanna nú á áttatíu ára afmæli Kvenréttindafé- lags íslands? Jón Halldórsson: „Ég held að það sé ekki fullt jafnrétti, einkum hvað varðar laun og trúlega ekki í stöðu- veitingum heldur". Sigurður Guðmundsson: „Ég tel það ekki. Ég held að launamisrétti viðgangist í ein- hverjum mæli“. Arndís Sigurðardóttir: „Það ríkir varla jafnrétti. Það er verulegur munur á launum karla og kvenna, en þó hefur þetta færst til betri vegar“. Björk Guðmundsdóttir: „Jafnrétti hefur ekki náðst enn bæði hvað varðar laun og stöðuveitingar". FRÉTTIR Menntamál Gmnnskólalög bratin Skólaskýrsla OECD: Kennarastarfið stórkostlega vanmetið. Grunnskólalögumframfylgt í þéttbýli enekki í dreifbýli Skýrsla OECD um skólahald á íslandi og íslenska mennta- stefnu sem nýlega er komin út og Þjóðviljinn kynnti um helgina hefur vakið mikla athygli og um- ræðu og telja margir skólamenn sist of djúpt tekið í árinni í skýrsl- unni. í henni kemur fram að grunn- skólalögin eru þverbrotin hvað varðar dreifbýlið sérstaklega, skóladagurinn of stuttur þar og sömuleiðis skólaárið, sem oft er aðeins 7 mánuðir. Kristján Thorlacíus formaður HÍK og Valgeir Gestsson for- maður Bandalags kennarafélaga tóku undir með skýrslunni þar sem gagnrýnt er viðhorf fjöl- margra, bæði almennings og stjórnmálamanna til kennara- starfsins, þar sem litið er á kennslu og menntun kennara sem léttvægt dund, sem síðan kemur fram í lágum launum kennara. Kristín Andrésdóttir skóla- stjóri tók í sama streng en sagði jafnframt að það væri undir fjár- veitingavaldinu komið hvort grunnskólalögunum er framfylgt eða ekki. „í Sturlumálinu virðist slagurinn að hluta til standa um það hvort landsbyggðin eigi að njóta jafnréttis í þessu efni til jafns við þéttbýlið“ Þess er og getið í skýrslunni að aðeins tvær atvinnustéttir voru verr launaðar árið 1984 en grunnskólakennar- ar, en það voru ófaglærðar verka- konur og konur við verslunar- störf. sa - Hamraborgin há og fögur, segir í kvæðinu. Hamraborgin í Kópavogi gnæfir hér ein uppúr þokunni sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Vegfarendur hafa farið varlega í þokunni og lítið verið um óhöpp í umferðinni en nokkrar tafir hafa orðið í innanlandsflugi. Mynd. E.ÓI. Byggingaþjónustan Kvosin og Gamli bærinn Í Byggingaþjónustinni við Kvosina sem hefur verið til af- Hallveigarstíg hefur verið opnuð greiðslu í borgarstjórn. sýning á vegum borgarskipulags á Borgarstjórn samþykkti fyrr í tillögu að deiliskipulagi fyrir þessum mánuði að fá heimild Þjóðminjasafnið Vaxmyndir dregnar fram Um heigina verðuð opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýn- ing á 32 vaxmyndum af þekktum mönnum, ísienskum og er- lendum. Vaxmyndasafn þetta gáfu Óskar Halldórsson útgerð- armaður og börn hans íslenska ríkinu til minningar um ungan son og bróður, Oskar Theodór, sem fórst með línuvciðaranum Jarlinum árið 1941. Vaxmyndasafnið var fyrst opn- að í húsakynnum Þjóðminjasafns 14. júlí 1951 og var þar til sýnis í 20 ár, en síðan hafa myndirnar verið í geymslu. Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú verið ákveðið að sýna vaxmyndasafnið um tíma. skipulagsstjórnar til að auglýsa nýja skipulagið sem skipulags- stjórn hefur heimilað. Skilafrest- ur athugasemda við skipulagið er minnst 8 vikur frá því það er formlega auglýst, en skipulags- nefnd og borgarráð munu fjalla um þær athugasemdir sem berast en skipulagið verður síðan end- anlega afgreitt í borgarstjórn. Sýningin á Kvosarskipulaginu stendur til 18. mars n.k. en í Byggingaþjónustunni er nú einn- ig búið að koma upp sýningu á tillögum Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts á deiliskipulagi „Gamla bæjarins“ þe. Þingholtunum. At- hugasemdir við þær tillögur þurfa að berast Borgarskipulagi fyrir 20 febrúar n.k. Bankarnir Vilja ekki Útvegs- bankann Starfsmenn Búnaðarbankans á móti sameiningu Starfsmenn Búnaðarbankans hafa Iýst sig andvíga sameiningu Útvegs- og Búnaðarbanka og telja skammsýni að ætla að nota fé blómlegs fyrirtækis til að leysa vanda annars í þroti. Á fundi á mánudag var sam- þykkt ályktun og segir þar meðal annars að starfsfólk óttist „að nýr banki sem reistur væri á grunni Búnaðarbanka og Útvegsbanka yrði veikari stofnun en Búnaðar- bankinn er í dag. Með því er hagsmunum starfsfólks og við- skiptamanna bankans stefnt í hættu. Fundurinn leggur því áherslu á að Búnaðarbankinn haldi núverandi rekstrarformi svo að hvorki komi til uppsagna starfsfólks né að starfsöryggi þess sé ógnað á annan hátt.“ Þá bendir fundur stafsmanna á að í samningum bankamanna séu ákvæði um samráð við starfs- mannafélag ef skipulagsbreyting- ar séu fyrir dyrum. Hlaðvarpinn Ekki kvenna- framboð Sú meinlega villa slæddist í gær inn í upprifjun á sögu Kvenrétt- indafélags íslands að Kvennahús- ið við Vesturgötuna var sagt vera á vegum Kvennaframboðsins Þetta er auðvitað ekki rétt. Hlaðvarpinn, eins og húsið við Vesturgötuna er nefndur, er félags- og menningarmiðstöð í eigu hlutafélags rúmlega 3000 kvenna víðs vegar um landið. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 28. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.