Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 5
BORGARMAL Umsjón: Garðar Guðjónsson Jr ; ; ,jp}& m : i y i , 'S ; , y. 'f j ij. <8 K I li " r;' W<M m Hugdetta Sigurjóns Fjeldsted um að draga úr þjónustunni er auðvitað afleit. Strætó á þvert á móti að hefja sókn og leggja út í samkeppni við einkabílismann með auglýsingar og bætta þjónustu að vopni, segir Guðrún. Mynd E.OI. n , m Stræto I samkeppni við einkabílinn Farþegum SVRfœkkaði á síðasta ári. Sigurjón Fjeldsted stjórnarformaður: Hœkkunfargjalda eða minniþjónusta. Mœtti lœkka tíðniferða. Guðrún Ágústsdóttir: SVR verður að fara út íharða samkeppni við einkabílinn. Auglýsingar og betriþjónusta rétta leiðin. Líst illa á uppgjafartóninn íSigurjóni Þessi upgjafartónn Sigurjóns Fjeldsted leggst auðvitað afar illa í mig. Strætisvagnar Reykjavíkur verða eins og önnur fyrirtæki að berjast fyrir tilveru sinni þegar samdráttar verður vart og tU þess eru ýmsar leiðir. Rétta leiðin er ekki sú að leggja árar í bát, sagði Guðrún Agústsdóttir borgarfull- trúi og fulltrúi Alþýðubandalags- ins í stjórn SVR þegar Þjóðviljinn leitaði álits hennar á hugmynd Sigurjóns Fjeldsted formanns SVR um að fækka ferðum vagna fyrirtækisins í kjölfar samdráttar og fækkunar farþega. Sigurjón fjallaði um hag strætó í ræðu á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudagskvöld. Hann gat þess að farþegum hefði fækkað nokk- uð á síðasta ári og að útlit væri fyrir að kostnaðarhlutdeild borg- arsjóðs í rekstri fyrirtækisins myndi hækka á þessu ári, ef ekki yrði gripið til niðurskurðar á þjónustu eða hækkana á fargjöld- um. Hækkanakvótinn búinn Það hefur verið Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík mikið kappsmál að láta fargjaldatekjur standa undir 75% eða jafnvel 100% rekstrarútgjalda SVR. Þetta hefur að vísu ekki gengið eftir, því í fyrra stóðu fargjöld undir um 67% af rekstrarkostn- aði og að sögn Sigurjóns er útlit fyrir að þetta hlutfall fari niður í um 63% á þessu ári. Að öllu óbreyttu. En til þess að mæta þessu virð- ist sem grípa eigi til þess ráðs að minnka þjónustuna og gera reksturinn þannig ódýrari, en hækka fargjöld að öðrum kosti. Dragbítur á fargjaldahækkanir er hins vegar samkomulag verka- lýðshreyfingar og ríkisvalds um aðhald í verðlagsmálum. Segja má að SVR hafi klárað hækkan- akvótann sinn með fargjalda- hækkunum í ársbyrjun. Sigurjón nefndi sérstaklega þá hugmynd að lækka tíðni ferða, þannig að tekin yrði upp 20 mín- útna tíðni í stað 15 mínútna eins og raunin er í flestum hverfum borgarinnar. En hvernig vill Guðrún þá bregðast við erfið- leikum í rekstrinum? Sókn gegn einkabílisma „Sú hugdetta Sigurjóns að mæta samdrætti með því að leggja rófuna á milli fótanna er afleit og einmitt það sem SVR ætti ekki að gera. Það er alveg rétt að afkoma SVR var ekki góð í fyrra. Farþeg- um fækkaði talsvert mikið, m.a. í kjölfar aukins innflutnings á bfl- um vegna tollalækkunar og lækk- unar bensínverðs, og það segir til sín í rekstrinum. En SVR verður að sjálfsögðu að berjast gegn þessari þróun, hefja sókn gegn einkabílismanum. Það mætti að mínu mati gera í fyrsta lagi með því að auglýsa þjónustununa mun betur. Ein leiðin til þess er að fela listamanni að gera auglýsingaspjöld fyrir fyrirtækið. Við borgarfulltrúar minnihlutans fluttum tillögu um það við gerð fjárhagsáætlunar að verja 500 þúsund krónum til þessa verkefnis, en sú tillaga hlaut ekki náð fyrir augum Sjálf- stæðisflokksins fremur en aðrar tillögur okkar. Þetta hefur hins vegar verið gert víða erlendis með góðum ár- angri, t.d. hjá dönsku rikisjárn- brautunum. í öðru lagi verður fyrirtækið að bæta þjónustu sína og laða þann- ig að fleiri farþega. Strætisvagnar Reykjavíkur verða að fara út í harða samkeppni við notkun einkabflsins og sérfræðingar í þessum efnum segja að fyrirtæki eins og þetta geti fyrst staðið sig í slíkri samkeppni þegar það býður upp á ferðir á 10 mínútna fresti. Þannig að með því að fækka ferð- um stefna menn í þveröfuga átt.“ Þjóðhagslega hagkvæmur rekstur „Það skiptir miklu máli í þessu sambandi að þessi þjónusta sé að- laðandi í augum almennings, að vagnamir séu þægilegir, að þörf á að skipta um vagn verði haldið í lágmarki og að fargjöld verði á skaplegu verði. Áætlun um þetta er til hjá SVR. Á ámnum 1980-1983 var leiðakerfið endurskoðað og lagðar fram tillögur um að laga það frekar að óskum og þörfum almennings. Þessu hefur bara ekki verið hrint í framkvæmd. Strætó á tvímælalaust að geta farið út í samkeppni við einkabfl- inn með því að auglýsa þjónustu sína á smekklegan hátt og auðvit- að ekki síst með því að bjóða upp á enn betri þjónustu. Það er enginn vafi á því að rekstur almenningsvagna er þjóðfélagslega hagkvæmur, en á hinn bóginn tekur einkabflisminn sinn toll. Einkabíllinn kallar á byggingu dýrra umferðarmann- virkja, t.d. bflageymsluhúsa sem munu kosta borgarsjóð 60-70 milljónir króna á þessu ári sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Þá má nefna þá gjaldeyrissóun sem felst í gegndarlausum innflutningi bif- reiða, kostnað almennings af kaupum á bifreiðum og rekstri þeirra, og síðast en ekki síst veru- lega fjölgun umferðarslysa sam- fara aukinni umferð.“ Aldraðir, konur og börn í strætó „Almenningsvagnar eru val- kostur til þess að hamla á móti þessu, en menn eru auðvitað að færa klukkuna til baka með því að draga úr þjónustunni, eins og Sigurjón Fjeldsted hefur boðað. Með því mun SVR fæla frá fjölda manns, sem annars myndu not- færa sér þessa þjónustu, auk þess sem aðstaða þeirra sem hafa ekk- ert val versnar til muna. Það hef- ur sýnt sig að meirihluti farþega SVR eru konur, börn og aldraðir og þessir aðilar hafa oft á tfðum ekki um annað að velja en að ferðast með strætó.“ Getur sameiginlegur rekstur almenningsvagna á höfuðborgar- svæðinu ekki orðið til þess að styrkja stöðu þeirra verulega? „Jú, sem betur fer er til stór- huga fólk sem horfir fram á við og hefur unnið að því að gera sam- ræmingu almenningsvagnaþjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu mögulega. Kostir þess eru aui ír. Þar með verður hægt að samnýta þetta kerfi og bæta þj< iustu við farþega, án þess að stnaður aukist. Forstjóri S\ '.ynnti skýrslu um þetta á alfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu í haust, en síðan hefur því miður lítið gerst í þess- um efnum. En mér fyndist ekki óeðlilegt að Reykjavíkurborg hefði þarna frumkvæði, þar sem hún er langstærsu og öflugasti aðilinn," sagði Guðrún. -gg Miðvikudagur 28. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.