Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 7
Hverstórviðburðurinn rek- ur nú annan í leikhúslífi höfuð- borgarinnar: um áramótin opnaði Þjóðleikhúsið nýtt leikhús meðfrumsýningu á verki ÞórunnarSigurðardótt- ur, Leikfélagið hélt nýverið upp á 90 ára afmælið með áhrifamikilli sýningu á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson, (slenska óperan frumsýnir Aidu við fagnaðarlæti og nú stendurfyrirdyrumfrumsýn- ing á Djöflaeyjunni, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kára- sonar, Guileyjunni, og Þar sem djöflaeyjan rís. Verður leikritið frumsýnt á sunnudag- inn kemur í Leikskemmu Leikfélagsins við Meistara- velli, og hafa Reykvíkingar þá eignast enn eitt leikhúsið í við- bót. Blaðamenn fengu að sjá æfingu á Djöflaeyjunni í vikunni og verður ekki annað sagt en að með þessari sýningu sé blásið fersku lofti inn í íslenskt leikhús- líf. Hjálpast þar allt að, skemmti- legt leikrit, snjöll uppfærsla, frá- bær leikur og síðast en ekki síst nýstárlegt umhverfi sem býður upp á marga óvænta möguleika. Leikskemma L.R. er gömul birgðaskemma með bragga- formi, sem áður var í eigu Bæjar- útgerðarReykjavíkur. Braggarn- ir hafa nú verið gerðir upp með leikhúsrekstur fyrir augum. Sett hefur verið nýtt hitakerfi í húsið, áhorfendapallar fyrir um 170 áhorfendur hafa verið smíðaðir, og er öll aðstaða fyrir áhorfendur til fyrirmyndar. Hefur meira að Að neðan: Guðmundur Pálsson og Kristján Franklín Magnús með dollaragrínið Ford Fairline. segja verið settur upp veitinga- staður á staðnum í tilefni sýning- arinnar. Kjartan Ragnarsson höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri verksins sagði að við gerð hand- ritsins að leiknum hefði hann þegar haft í huga hrátt húsnæði í líkingu við það sem bragginn byði upp á. „Þegar BÚR-bragginn fékkst svo undir þessa sýningu í haust fórum við Grétar Reynis- son höfundur leikmyndar að huga að þeim möguleikum sem húsið býður upp á. Við vorum með leikara í æfingu hér í eina viku til þess að kanna hugsanlega möguleika hvað varðar staðsetn- ingu leiksviðs, áhorfendapalla o.s.frv. Við þurftum að læra tungumál hússins, ef svo mætti segja, því hér eru aðstæður á margan hátt ólíkar því sem við eigum að venjast í hefðbundnu leikhúsi. En ég vil taka það fram að þetta er húsnæði sem hefur verið brýn þörf fyrir, þótt ekki sé ljóst um hvort það fæst til frekari leikhússtarfsemi." Áhorfendapallarnir hafa verið byggðir á ská þvert yfir braggann og fyrir framan þá er stórt rými sm myndar leiksvið. Auk þess eru pallar meðfram veggjum allt í kringum áhorfendpallana, sem nýtast einnig til leiks, þannig að leikendur nýta ekki bara leiksviðsrýmið, heldur nánast allt húsið. Það vekur athygli þegar komið er í salinn að ekki sést nein leikmynd, sem heitið getur því nafni. „Mér finnst það vera ár- angur út af fyrir sig að gera leik- mynd sem sést ekki fyrr en farið er að leika,“ sagði Grétar Reynis- son leikmyndasmiður við blaða- mann. En þegar leikurinn hefst, koma í ljós ýmsar þær breytingar á upphaflegri gerð skemmunnar, sem eru annars þess eðlis að þær gætu eins verið hluti af upphaf- legri gerð hennar. „Þetta er spurning um val á leið,“ sagði Kjartan Ragnarsson um uppfærslu sína á verkinu. „Það hefði verið hægt að velja ítarlegri leikmynd, en okkur fannst húsið sjálft gefa raunsæja mynd af því umhverfi sem verkið gerist í.“ Þær breytingar sem gerðar hafa verið á skemmunni eru að mestu leyti unnar af leikurunum sjálfum. Sagði Stefán Baldursson leikhússtjóri að kostnaði við þessa sýningu hefði verið haldið í lágmarki, og hefðu aðeins einn smiður og einn tæknimaður unn- ið við breytingar á skemmunni. Dýrasta framkvæmdin hefði ver- ið nýtt hitakerfi í húsið, en á móti hefði komið, að mörg fyrirtæki hefðu boðið efni og aðstoð við þessa framkvæmd. Þannig eru sætin í húsinu til dæmis gefin af Jóni Ragnarssyni í Regnbogan- um, en það eru gömlu sætin úr Hafnarbíói, sem þarna hafa feng- ið nýtt hlutverk. Leikendur í Djöflaeyjunni eru: Margrét Ólafsdóttir, Guðmund- ur Pálsson, Hanna María Karls- dóttir, Margrét Ákadóttir, Har- ald G. Haraldsson, Edda Heiðrún Backman, Guðmundur Ólafsson, Helgi Björnsson, Þór Tulinius og Kristján Franklín Magnús, og fara allir með stór hlutverk. Tónlistin í verkinu er að mestu leyti slagarar frá 6. áratugnum, og aðstoðar Jóhann G. Jóhanns- son við flutning hennar, en Egill Árnason er tækni- og ljósastjóri. Að lokum má geta þess að veitingahúsið Torfan mun sjá um veitingarekstur í gamla mötu- neytinu, sem áfast er bragganum, þá daga sem leiksýningar verða. Verður boðið upp á mat (3 mat- seðlar) frá kl. 18, og bar verður opinn í hléi og eftir sýningu, en þá verður einnig hægt að fá létta rétti. Sýningar á Djöflaeyjunni munu hefjast kl. 20.00, og verður miðasala í skemmunni-frá kl. 16 sýningardaga, en að öðru leyti mun miðasala fara fram í Iðnó eins og á aðrar sýningar Leikfé- lagsins. -ólg. Mi&vikudagur 28. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.