Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. janúar 1987 21. tölublað 52. ðrgangur Húsnœðislánakerfið Guðmundur Pálsson (LR-skemmunni á Meistaravöllum, Þar sem Djöflaeyjan rís. Leikgerð Kjartans Ragnarssonar eftir sögu Einars Kárasonar verður frum- sýnd þar á sunnudaginn, - sjá umfjöllun á síðu 7. (mynd: Sig.). Við Htum þannig á að þessi nefnd hafi alls ekki lokið þeim störfum sem henni var ætlað að gegna. Ríkisstjórnin kippti grunninum undan þessu starfi með fjárlögum og fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni treystu sér ekki til þess að ræða þessi mál til hlítar. En ef haldið verður áfram á sömu braut held- ur greiðslubyrði fólks áfram að aukast og biðraðirnar í húsnæðis- stofnun sömuleiðis, sagði Guðni Jóhannesson fulltrúi Abl. í milli- þinganefnd um húsnæðismál í samtali við Þjóðviljann í gær. f skýrslu milliþinganefndarinn- ar, sem hóf störf árið 1985, um húsnæðiskerfið segir m.a. að það sé orðið „óhemju stórt og dýrt“ og sé miðað við framlag ríkis- sjóðs til Byggingarsjóðs verka- manna á þessu ári, sé „ekki hægt að tala um að horfur kerfisins séu bjartar.“ Hlutverk nefndarinnar var að taka húsnæðiskerfið til endur- skoðunar og leggja fram tillögur til úrbóta. Nefndin er hins vegar klofin í tvennt í afstöðu sinni og sameiginleg niðurstaða hennar er nær engin. Guðni sagði í gær að til að mynda væri engin sameiginleg af- staða tekin hvað varðar félags- legar íbúðir. „Það kom í ljós við gerð fjárlaga að vilji ríkisstjórn- arinnar til þess að takast á við uppbyggingu félagslega kerfisins er enginn. Samkvæmt fjárlögum er ekkert svigrúm til þess að mæta stórkostlegri þörf fyrir leiguíbúðir, en það hefur komið í ljós að þörf er fyrir 2.500 slíkar á landinu," sagði Guðni. Mikill ágreiningur var milli að- ila í nefndinni, fulltrúa stjórnar- flokkanna annars vegar og stjóm arandstöðu hins vegar. Þannig er í séráliti fulltrúa Alþýðubanda- lags, Kvennalista og Alþýðu- flokks bent á að ríkisstjórnin hafi með fjárlögum þessa árs dregið verulega úr framlögum til hús- næðislánakerfisins og stungið SVR Ferðum fækkað? Sigurjón Fjeldsted stjórnarfor- maður SVR hefur varpað fram þeirri hugmynd að lækka tíðni ferða hjá vögnum fyrirtækisins, þannig að ferðir yrðu á 20 mín- útna fresti í stað 15 mínútna eins og nú er. Farþegum hjá SVR fækkaði á síðasta ári og afkoma fyrirtækisins varð slök, og er hug- mynd Sigurjóns því að bregðast við þessu m.a. með fækkun ferða eða hækkun fargjalda. -gg Sjá síðu 5 Snót Náðu aldurshækkunum Snót undirritaði samninga ígœr. Náðu starfsaldurshœkkunum inn í samninginn Igær undirrituðu fulltrúar Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum samkomulag það sem félagið náði við vinnu- veitendur í fyrrakvöld. Samkomulagið sem var borið undir félagsfund sama kvöld var samþykkt einróma með þeim fyrirvara að gildistími samkomu- lagsins verði frá 1. desember sl., en vinnuveitendur hafa sett sem skilyrði að gildistíminn verði frá undirritun samkomulagsins. í gær hélt Snót fund með vinnu- veitendum þar sem krafa félags- manna var lögð fram en vinnu- veitendur neituðu að koma til móts við kröfuna. Stefnt er að því að boða til félagsfundar hjá Snót á fimmtudag þar sem tilboð vinn- uveitenda verður borið undir fé- lagsmenn. Vilborg Þorsteinsdóttir for- maður Snótar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að erfitt væri að spá fyrir um hvernig félagsmenn afgreiddu málið en að konur hafi verið mjög harðar á því á síðasta félagsfundi að samningarnir ættu að vera afturvirkir. Að öðru leyti hafi konurnar verið tiltölulega sáttar við samkomuiagið. í samkomulaginu er gert ráð fyrir sömu grunnlaunshækkun og í ASÍ/VSÍ samkomulaginu frá því í desember en til viðbótar náðu Snótarkonur ma. starfsaldurs- hækkunum inn en krafa þeirra miðaðist helst við það. Konur með 5 ára starfsreynslu í fisk- vinnslu fá nú 2% hækkun, konur eftir 10 ára í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum fá 3% og kon- ur með 15 ára starfsreynslu hjá sama vinnuveitenda fá 4% hækk- -K.ÓI. Grandi Davíð situr á upplýsingum Fulltrúar minnihlutans í borgarráði fara fram á yfirlityfir stöðuna hjá Granda hf. Hafa engar upplýsingar fengið síðan í júlí ífyrra Reykjavíkurborg á 75% í þessu r I fyrirtæki og því eigum við sem kjörnir fulltrúar borgarbúa rétt á að fá að fylgjast reglulega með stöðu fyrirtækisins, sagði Ingi- björg S. Gísladóttir borgarfull- trúi Kvennalista í samtali við Þjóðviljann í gær, en fulltrúar minnihlutans ítrekuðu á fundi borgarráðs í gær beiðni um yfirlit yfir rekstrarstöðu Granda hf. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa engar upplýsingar fengið um stöðu mála hjá Granda síðan í júlí í fyrra. Þeir óskuðu eftir slíku yf- irliti fyrir all nokkru og ítrekuðu þá ósk í gær. „Okkur finnst undarlegt að borgarstjóri, sem fer með hlut borgarinnar í Granda, skuli sitja á upplýsingum um stöðuna,“ sagði Ingibjörg. -gg Milliþinganefnd skilar auðu Lítið á skýrslu milliþinganefndar um húsnæðismál að byggja. Ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Nœrengin sameiginleg niðurstaða. Guðni Jóhannesson: Fjárlög kipptu grunninum undan starfinu. Stjórnin hefur engan vilja til að takast á við vandann undan söluskattstiginu, sem var greiðsluerfiðleikum. ríkisins til Byggingarsjóðs verka- ið til þess að sliga sjóðinn á fáum ætlað að koma til móts við fólk í Þar segir einnig að framlag manna sé svo lágt að það geti orð- árum. “88

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.