Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Kvennhandbolti Auðvelt hjá Fram Fram átti ekki í miklum erfið- leikum með Val þegar iiðin mætt- ust í 1. deild kvenna í gær. Fram- stúlkurnar sigruðu auðveldlega, 18-14 og var munurinn meiri en tölurnar gefa til kynna. Þá sigr- uðu FH-ingar KR-inga 17-13. Leikur Vals og Fram var jafn framan af og Valsstúlkurnar höfðu reyndar yfirhöndina fram- an af. Framstúlkurnar tóku þó fljótlega við sér, jöfnuðu 4-4 og náðu 3-5 marka forskoti sem þær héldu allt til leiksloka og sigur þeirra var öruggur , 18-14. í hálf- leik var staðan 9-5. Guðríður Guðjónsdóttir átti góðan leik hjá Fram og sömu sögu er að segja af Kolbrúnu Jó- hannsdóttur sem varði vel. Guð- rún Kristjánsdóttir var skást í slöku liði Vals. Mörk Fram: Guðríður Guð- jónsdóttir 10, Ósk Víðisdóttir 2, Margrét Blöndal 2, Ingunn Bern- adusdóttir 2 og Jóhanna Hall- dórsdóttir 2. Mörk Vals: Guðrún Kristjáns- dóttir 7, Guðný Guðjónsdóttir 3, Harpa Sigurðardóttir 2, Katrín Fredriksen 1 og Erna Lúðvíks- dóttir 1. Leikur FH og KR var jafn í fyrri hálfleik en þegar líða tók á síðari hálfleik náðu FH- stúlkurnar yfirhöndinni og sigr- uðu 17-13 Fyrri hálfleikurinn var frekar dapur og sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska eins og sjá má af hálfleikstölunum, 6-6. En í síðari hálfleik lifnaði aðeins yfir leik liðana. Mörk FH: Kristín Pétursdóttir 5, Heiða Einarsdóttir 4, María Sigurðardóttir 2, Berglind Hreinsdóttir 2, Rut Baldursdóttir 1, Anna Ólafsdóttir 1, Inga Ein- arsdóttir 1 og Hildur Harðardótt- ir 1. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórs- dóttir 4, Elsa Ævarsdóttir 4, Snjólaug Benjamínsdóttir 1, Nellý Pálsdóttir 1, Arna Garðars- dóttir 1, Aldís Arthursdóttir 1 og Karólína Jónsdóttir 1. -MHM. KR - fslandsmeistari í kvennaflokki í innanhússknattspyrnu. Aftari röð frá vinstri: Mínerva Alfreðsdóttir, Hrafnhildur Grétarsdóttir, Karólína Jónsdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir, Sigurður Helgason þjálfari. Fremri röð: Helena Ólafs- dóttir, Jóna Kristjánsdóttir Arna Steinsen, Kristrún Heimisdóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir. Mynd: E.ÓI. Belgía Amór orðinn markahæstur Arnór Guðjohnsen er orðinn markahæsti leikmaður belgísku 1. deildarinnar í knattspyrnu - hefur skorað 10 mörk. Arnór gerði tvö mörk á laugardaginn þegar Anderlecht sigraði Seraing 5-3 en liðið er með þriggja stiga forystu í 1. deild. Næstu lið unnu öll. FC Brugge sigraði Waregem 2-1 á útivelli, Mechelen vann Beerschot 1-0 og Beveren malaði Berchem, 5-0. Guðmundur Torfason kom inná sem varamaður hjá Beveren í þeim leik. Staða efstu liða í deildinni er þessi: Anderlecht 17 13 3 1 44-11 29 FC Brugge 17 11 4 2 39-18 26 Mechelen 17 11 4 2 28-8 26 Beveren 17 8 9 0 27-10 25 Lokeren 17 9 6 2 27-18 24 VS Fram - fslandsmeistari í karlaflokki í innanhússknattspyrnu: Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Elíasson þjálfari, Ormarr Örlygsson, Viðar Þorkelsson, Gauti Laxdal, Jónas Guðjónsson, Jón Sveinsson. Fremri röð: Arnljótur Davíðsson, Guðmundur Steinsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson. Mynd: E.ÓI. Eystrasaltskeppnin Sigra til skiptis Jafnrœði með A. Þýskalandi og Sovét síðan 1973 Norðurlandaþjóðir aðeins tvisvar náð verðlaunasœti England Jafnt hjá grönnum Lundúnarliðin Tottenham og West Ham skildu í gær jöfn, 1-1, er liðin mættust í 8-liða úrslitum í Enska deildarbikarnum. Clive Allen náði forystunni fyrir Tottenham á 38. mínútu. En Tony Cottee jafnaði fyrir West Ham í fyrstu mínútu síðari hálf- leiks. Liðin verða því að leika að nýju og sigurvegarinn mætir Arsenal í undanúrslitum. Þá tryggði Southampton sér sæti í undanúrslitum með sigri á Shrewsbury, 1-0. Það var Colin Clarke sem skoraði markið úr vítaspyrnu á 63. mínútu. South- ampton mætir Liverpool í undan- úrslitum. Þrír leikir voru í Skosku úrvals- deildinni: Clydebank-Aberdeen 0-5 Motherwell-Dundee 2-0 St. Mirren-Falkirk 1-0 -Ibe/Reuter. Með sigri Sovétmanna í Eystrasaltskeppninni i hand- knattleik viðhélst sú hefð sem hef- ur ríkt frá 1973 að Sovétríkin og Austur-Þýskalands hafa unnið keppnina til skiptis. í tíu skipti frá þeim tíma hafa þjóðirnar unnið 5 sinnum hvor og f 8 skipti af 10 hefur sú þeirra sem hefur ekki staðið uppi sem sigurvegari hafn- að í öðru sæti. Það var aðeins í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin, í Pól- landi 1968, að Rúmenar báru sigur úr býtum. Austur- Þjóðverjar sigruðu í þrjú næstu skiptin, Sovétmenn í tvö þau næstu og síðan þjóðirnar tvær á víxl. Keppnin hefur verið haldin árlega frá 1968, nema hvað hún féll niður 1975 og 1978 og árin 1982-84. Samtals eru Austur- Þjóðverjar með 8 sigra að baki, Sovétmenn 6 og Rúmenar einn. ísland tók nú þátt í keppninni í fjórða sinn. Þrátt fyrir að betri árangur hafi náðst í einstökum leikjum en nokkru sinni fyrr varð lokastaðan sú lakasta í þessi fjögur skipti, sjötta sæti af sex 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... Selfyssingur stóð uppi einn mcð 12 leiki rétta í 23. leikviku Getrauna. Hann fær samtals 820,341 krónu í sinn hlut. Með 11 rétta voru 34 raðir og fær hver þeirra 9,844 krónur. Vinningspottur var samtals 1,115,668 krónur og knattspyrnudeild Fram var söluhæsti aðili. 24. leikvika é'SQS.Qoíá' Arsenal-Plymouth.................................... 1111111 Manch.Utd-Coventry.................................. 1111111 Bradford C.-Everton.......................... 2 2 2 2 2 x2 Swindon-Leeds................................ x x x 2 2 2 2 Tottenham-Cr.Palace................................. 1111111 Walsall-Birmingham............................ x 2 x x x 2 x Wimbledon-Portsmouth......................... 2 1 2 1 1 x x Blackpool-Doncaster................................. 1111111 Bolton-Bournemouth........................... x 1 2 1 12 1 Mansfield-Bristol Rovers..................... 2x1x212 Rotherham-Bury............................... x 1 1 1 1 1 1 York City-Port Vale.......................... 1x112 11 Bylgjan er með 112 rétta leiki í fjölmiðlakeppninni, Tíminn 106, Morgunblaðið 105, DV 105, Þjóðvifjinn 104, Dagur 102 og Ríkisútvarp- ið 101. Arin 1979 og 1980 varð Island í 6. sæti af 8 þjóðum og 1986 í 4. sæti af 6 þjóðum. Hefði sigur unnist á Svíum í lokaleiknum eins og allir mögu- leikar voru á hefði ísland hafnað í þriðja sæti. Norðurlandaþjóðirn- ar hafa aðeins tvívegis í þau 15 skipti sem keppnin hefur verið haldin náð einu af þremur efstu sætunum, Svíar urðu númer tvö árið 1970 og Danir þriðju árið 1986. Á þessu sést best hve skammt er stórra högga á milli, íslenska liðið hefði ekki þurft að nýta nema 1-2 af öllum þeim dauðafærum sem fóru forgörðum gegn Svíum til að ná sínum besta árangri - í stað þess að hafna í neðsta sæti í fyrsta skipti. -VS Handbolti HKmeð yfirburði HK vann yfirburðasigur á ÍA, 36-18, í 2. deild karla í Digranesi í síðustu viku. ÍA komst í 7-8 en HK breytti því í 18-9 fyrir hlé og vann síðan seinni hálfleikinn með sömu tölum. Staðan í 2. deild er nú þannig: |R..... 10 8 2 0 244-189 18 Afturelding. 10 7 2 1 246-197 16 ÞórA.... 9 5 2 2 188-183 12 IBK.... 10 4 2 4 210-201 10 HK......10 5 0 5 249-208 10 (BV.....10 5 0 5 224-210 10 ReynirS. 9 2 4 3 200-222 8 Grótta..10 3 1 6 216-257 7 Fylkir..10 1 1 8 185-234 3 lA...... 8 1 0 7 160-221 2 í kvöld eru tveir leikir í deildinni, tvö efstu liðin leika við þau tvö neðstu. Afturelding fær Fylki í heimsókn að Varmá kl. 20 og á Akranesi hefst kl. 20.30 leikur ÍA og ÍR. -VS Körfubolti Tvö töp ÍS og botnsæti Staða Stúdenta í 1. deild karla er orðin mjög slæm eftir tvö töp norðan heiða um síðustu helgi. Þeir töpuðu 58-57 fyrir Tindastóli á Sauðárkróki á föstudagskvöldið og 70-60 fyrir Þór á Akureyri á laugardaginn. ÍS hefur nú tapað 7 leikjum i röð. IR vann hinsvegar sinn sjöunda leik í röð á sunnudaginn, 98-55 gegn Breiðabliki í Seljaskóla. Staðan er nú þannig í 1. deild: (R......... 16 14 2 1495-1070 28 Þór....... 12 9 3 1017-925 18 Grindavík.. 11 7 4 869-779 14 Breiðablik. 13 4 9 769-1026 8 Tindastóll. 13 3 10 943-1136 6 Is........ 13 2 11 780-937 4 -VS Körfubolti KR-stúlkur standa vel KR er komið með góða stöðu í kvennadeildinni í körfuknattleik eftir tvo sigra síðustu daga. Fyrst voru skæðustu kcppinautarnir, ÍS, sigr- aðir með yfirburðum, 53-31, og síð- an vannst öruggur sigur gegn UMFN í Njarðvík, 41-29. Þegar leiknar hafa verið 11 umferðir af 18 er staðan þessi: KR......... IBK........ (S......... Haukar.........11 IR........ UMFN...... Grindavík......11 11 10 1 593-397 20 12 9 3 628-538 18 11 8 3 466-403 16 11 6 5 466-505 12 11 4 7 465-552 8 11 2 9 401-449 4 11 0 11 418-583 0 -vs Noregur Steinar skoraði níu Annar markahæstur í 1. deild Frá Baldri Pálssyni fréttamanni Þjóöviljans í Noregi: Steinar Birgisson átti mjög góðan leik með Kristianssand þegar þeir mættu Stavanger um helgina. Steinar skoraði níu mörk, en þrátt fyrir það varð Kristianssand að sætta sig við tap 27-23. Steinar er nú annar markahæsti leikmaður norsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þá vann Fredriksborg Ski sigur á Stabæk 29-17. Staðan í norsku deildinni eftir 16 umferðir er þá þannig að Stavanger er í efsta sæti með 31 stig, Urædd er í öðru sæti með 23 og Fredriksborg Ski er í 3-5. sæti með 19 stig. Kristi- anssand er í 7, sæti með 17 stig. Miðvlkudagur 28. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.