Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Sovét Gorbatsjoff vill meira lýðræði Miðstjórnarfundur í Moskvu. Gorbatsjof: leynilegar kosningar, fleiri en einn íframboði. Flokksráðstefna á næsta ári um lýðræðisþróun. Búist við að síðustu Brésnef-mönnum verði vikið úr framkvæmdanefndinni. Stalínstíminn gagnrýndur Moskvu - Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins boðaði í gær leynilegar kosningar í æðstu stöður í flokknum og vlll hafa fleiri en einn í fram- boði. Mikhail Gorbatsjof lagði einnig til í ræðu á miðstjórnar- fundi í gær að kjördæmi í kosn- ingum til ráðanna yrðu stækk- uð og hafður fleiri en einn þingmaður í hverju, og hann sagði að „nauðsynlegt væri að fólk sem ekki er flokksbundið tæki meir þátt í stjórnun lands- ins og slíkt væri merki um aukið lýðræði í þjóðfélaginu" samkvæmt frétt frá sovésku fréttastofunni APN. Gorbatsjof flutti ræðu sína við upphaf miðstjórnarfundar sem haldinn er tveimur mánuðum á eftir áætlun, og er umræðuefnið „enduruppbygging og manna- val“. Aðalritarinn hóf ræðua á að rekja breytingar á sinni valdatíð, „glasnost“-stefnuna, og sagði að þegar væri nokkur árangur sjáan- legur, og von á meiru. Hann rakti efnahagstölur og sagði bjartara framundan nú en áður, og kom síðan að „þróun lýðræðis“. „Þeg- ar Mikhail Gorbatsjof ræddi um kosningakerfið, benti hann á nauðsyn þess að kjósendur tækju virkari og meiri þátt í öllum stig- um kosningaherferðarinnar“ segir í APN-frétt: „Hann sagði að tillögur hefðu komið fram um að rædd væru nokkur framboð á fundum fyrir kosningar og að kjördæmi yrðu stækkuð og að nokkrir þingmenn yrðu kjörnir úr hverju kjördæmi." Hér er ver- ið að tala um kosningar til sovét- anna, ráðanna, sem gegna þing- hlutverki í sovéska kerfinu, með æðstaráðið sem allsherjarþing. Nú er aðeins einn maður í kjöri og einn kjörinn í hverju kjör- dæmi, sem hefur skapað „rúss- neskri kosningu" sérstakan sess í stjórnmálaorðfæri. Gorbatsjof ræddi líka um kosn- ingar innan flokksins, sem hingað til hafa verið mikilvægari en al- mennar kosningar, og lagði til að æðstu forystumenn flokksins, rit- arar og aðalritarar í flokks- deildunum, yrðu kosnir leyni- legri kosningu, og heimilt að hafa fleiri en einn í kjöri. Hingað til hefur verið makkað um þessar stöður í bakherbergjum valda- manna og einn frambjóðandi síð- an kosinn með handauppréttingu og lófaklappi. Gorbatsjof lagði til að á næsta ári verði haldin flokksráðstefna Nicaragua Kana sleppt Managua - Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld ætli að láta lausan Bandaríkjamanninn Sam Hall sem handtekinn var í desember og sakaður um njósnir, og var talið sennilegt að hann yrði laus í nótt. í útvarpi í Managua var sagt að Hall væri geðveikur og þarfnaðist læknishjálpar, - væri látinn laus af mannúðarástæðum. Hann var handtekinn við herflugvöll ná- lægt Managua og fundust á hon- um grófgerðir uppdrættir af hern- aðarmannvirkjum. Ekki er talið að Hall sé á vegum CIA eða skyldra afla, og hefur verið látið að því liggja í bandarískum blöð- um að Hall sé ekki með öllum mjalla. til að ræða um lýðræðisþróun. Slík ráðstefna hefur ekki verið haldin síðan 1941, hún kemur næst á eftir flokksþingi að mikil- vægi. Þing eru haldin á margra ára fresti, og síðast í fyrra. Kosningatilhögun samkvæmt tillögum Gorbatsjof yrðu ein- hverjar róttækustu breytingar í sovésku stjórnkerfi frá því það festist í sessi á þriðja áratugnum. Tillögur Gorbatsjofs eru þó ekki fordæmislausar, því nýlega var tekinn upp svipaður háttur í Ung- verjalandi. Þar koma þó engir aðrir til greina en hollir flokks- menn, og er vart við að búast að Sovétmenn fari frammúr Ung- verjum í þeim efnum, - er þó at- hyglisvert að Gorbatsjof sagði í ræðu sinni nauðsynlegt „að fólk sem ekki er flokksbundið tæki meiri þátt í stjórnun landsins og slíkt væri merki um aukið lýðræði í þjóðfélaginu“ (APN). Mikail Gorbatsjof. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ÁRNASON /REUlE R Auk „enduruppbyggingar og mannavals" mun Gorbatsjof hafa rætt nokkuð málefni einstakra Sovétþjóða, og var búist við því eftir óeirðirnar í Kasakstan sem meðal annars höfðu á sér svip andófs gegn rússnesku alræði í öðrum ríkjum Sovét. Til þess var tekið að Gorbat- sjof gagnrýndi Stalín óbeinlínis í ræðu sinni. Hann hefur hingað til látið sér nægja að vega að Brésn- eftímabilinu, en sagði í gær að vandamál þess skeiðs ættu sér rætur í ástandinu á þriðja ára- tugnum og þeim fjórða, þegar samfélagið átti við allt önnur verkefni, þá hefðu gagnlegar um- ræður og skapandi hugmyndir horfið af vettvangi, og skoðanir sem einkenndust af alræði orðið óskeikull sannleikur. Búist er við að miðstjórnar- fundurinn víki úr framkvæmda- nefnd flokksins („pólítbúróinu") þeim Kúnajef, fyrrverandi flokksleiðtoga í Kasakstan, og Sjerbitsky aðalritara Úkraínu- flokksins, sem nýlega hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir land- búnaðarstjórn. Væru þá horfnir allir gamlir Brésnef-vinir úr tólf- mannanefndinni, og aðeins tveir eftir sem þar áttu sæti á Brésnef- tímanum, Gorbatsjof sjálfur og Andrei Gromykó forseti lands- ins, sem virðist hafa skapað sér stöðu utan og ofan við átök stríð- andi afla í flokknum, þótt raun- veruleg völd hans nú séu mjög óljós. Talið er að frestun miðstjórn- arfundarins kunni að eiga sér þá ástæðu að deilur hafi staðið um kosningatillögur Gorbatsjofs, - hinsvegar bendir gangurinn í ný- sköpunarviðleitni hinna nýju stjórnenda í Kreml til þess að Gorbatsjof njóti víðtæks stuðn- ings. Filippseyjar Aquino stóðst áhlaupið Byltingartilraun kœfð ífœðingu, hundrað uppreisnarmenn íherkvíí sjónvarpsstöð Manila - Corazon Aquino for- seti Filippseyja stóðst í gær versta ólag sem hún hefur orð- ið fyrir frá því Marcos flúði eyjarnar fyrir tæpu ári. Bylting- artilraun hluta hersins var kveðin niður í fæðingu í fyrri- nótt, og lét forsetinn í sjón- varpsávarpi að því liggja að hart yrði tekið á uppreisnar- mönnum. Herflokkar virðast í fyrrinótt hafa reynt að ná á sitt vald fern- um herbúðum, en verið stöðvaðir af stjórnarhollum sveitum og ekki komið til verulegra átaka nema á herflugvelli í grennd við Manila þarsem háðir voru skot- bardagar nokkra hríð. Hinsvegar náði um hundrað manna her- flokkur á sitt vald einni af sjón- varpsstöðvum á eyjunum og hélt henni enn þegar síðast fréttist í gærkvöldi, og voru líkur á að stjórnarhersveitir mundu ráðast inní stöðina. Um þrjú þúsund manns söfnuð- ust að sjónvarpsstöðinni í gærdag og hrópuðu slagorð gegn Aquino og með Marcosi, en síðdegis var mannfjöldanum dreift og stjórn- arhersveitir tóku sér árásarstöðu. Uppreisnarmenn innandyra höfðu á orði að berjast þartil yfir lyki en skiluðu hinsvegar um fimmtíu starfsmönnum sem upp- haflega var haldið í gíslingu. Augljóst er að stjórnin reynir að komast hjá hernaðarátökum við uppreisnarmenn, ekki bara til að forðast blóðsúthellingar heldur London - Ekki er gert við síma- bilanir í Bretlandi og símakerf- ið allt í hættu eftir að 114 þús- und símvirkjar hjá British Tele- com lögðu niður vinnu aðfara- nótt mánudags. Samningavið- ræður hafa engan árangur bor- ið. Símvirkjarnir hafa undanfarið deilt um kaup og kjör við yfir- stjórn símafyrirtækisins, sem rík- líka til að koma í veg fyrir að upp- reisnarmenn verði að píslarvott- um meðal stjórnarhersins sem er engan veginn einhuga um Aqu- ino. Óljóst er um þátt Marcosar fyrrverandi einræðisherra í upp- reisninni. Sögur höfðu gengið um ið seldi einkaaðilum fyrir skömmu, og var lýst yfir verkfalli þegar stjórnendur neituðu að ráða aftur símvirkja sem reknir höfðu verið í tengslum við deil- una. Tilkynnt hefur verið um baga- legar bilanir víða í Bretlandi, en ennþá er mikill meirihluti síma virkur. Mjög er óttast um að símar hjá til dæmis lögregiu, það í Manila að hann væri vænt- anlegur til landsins í vikunni, og í gærmorgun hvarf hann skyndi- lega frá heimili sínu á Hawaii- eyjum með margt sitt hafurtask, en birtist þar aftur í gærkvöldi og sagðist engan hlut eiga að mái- slökkviliði og sjúkrabílum fari úr lagi, og eru yfirvöld þó einna hræddust um að fjármálahverfið The City í London verði síma- laust. í gær bættust 34 þúsund skrif- stofumenn í hóp verkfallsmanna. Starfsmenn vilja tíu prósent kauphækkun strax, fyrirtækið býður 5,2% með ákvæðisskilyrð- um. um. Bretland Verkfall á símanum Uml50þúsundsímamennleggjaniðurstörf. Enginneyðenn, en óttast um City Líbanon Leitað að Teny Waite Samningamanni ensku kirkjunnar við mannræningja rœnt sjálfum? Beirút - Enn er ekkert vitað hvar Terry Waite er niðurkom- inn í Beirút, en óljósar fréttir herma að hann sé í haldi hjá mannræningjum. Terry Walte varsendurtil Líbanon af ensku biskupakirkjunni til að semja við mannræningja um afdrif gísla. Waite hefur sagt að hann mundi fara erinda sinna á „neð- anjarðar“ í Beirút, og er vika lið- in síðan síðast höfðust af honum spurnir á hóteli hans í vesturhluta Beirút. Þá ætlaði hann að ræða beint við samtök mannræningj- anna. Síðan hefur magnast orð- rómur um að hann hafi sjálfur lent í klóm þeirra, og í gær sagði Geoffrey Howe utanríkisráð- herra Breta að sendiherrann í Beirút hefði fengið fyrirmæii um að hafa uppá Waite. Erkibi- skupinn í Kantaraborg segir þó að engar sannanir séu fyrir því að Waite sé í haldi. Skæruliðar úr hópi Drúsa sem skipuðu lífvörð Waites meðan hann fór um Beirút í allra augsýn hafa neitað að svara spurningum um dvalarstað Waites, en haft er eftir þeim í líbönsku blaði að Wa- ite hafi á þriðjudag beðið þá að hætta að fylgja sér til að auðvelda samningaviðræður. Fréttastofa í Kuwait segir að Waite sé í stofu- fangelsi. Eftir að Waite kom til Beirút 12. janúar hafa níu manns horfið og eru útlendir gíslar nú taldir að minnsta kosti 26. Ekki er vitað hvaða samtök standa að mannránunum að undanförnu. Noregur íslam í sókn Af rúmum fjórum milljónum Norðmanna eru aðeins um 171 þúsund í öðrum söfnuðum en norsku þjóðkirkjunni. Af þessum söfnuðum jókst sá íslamski mest á fyrra ári, um 28 prósent, og telur nú 10.500 manns. Fjölmennastur söfnuður utan þjóðkirkjunnar eru hvítasunnu- menn, rúmlega 44 þúsund, þá fríkirkjumenn, rúmlega 20 þús- und. Kaþólikkar eru um 19.400, meþódistar 15 þúsund, vottar Je- hóva 13 þúsund og baptistar 12 þúsund. Guðleysingjar í „Humanetisk Forbund“ eru um 32.700. (Nordisk kontakt). Miðvlkudagur 28. janúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.