Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Eskifjörður Óvenju- leg fjár- bæjarsjóðs Bœjarfulltrúar gengu í hús og söfnuðu til dvalarheimilisins Bæjarfulltrúar á Eskifirði tóku sig tU á þrettándanum síðasta og gengu fyrir hvers manns dyr og sðfnuðu fé fyrir byggingu dvalar- heimilis. Bjarni Stefánsson bæjarstjóri sagði að ekki hefði verið gripið til þessa vegna þess að bæjarsjóður væri á hausnum heldur hefði til- efnið verið það að elliheimilið nýja varð fokhelt rétt fyrir hátíð- ar og ákváðu fulltrúar allra flokka þá að sameinast í þessari óvenjulegu aðgerð og hefði söfnunin gengið afar vel. Skömmu fyrir jól hefði bæjar- stjórnin sent út bréf til allra heim- ila og fyrirtækja í bænum ásamt söfnunarumslagi, en bæjarfull- trúar farið út og safnað saman umslögunum með því sem í þau var komið, en það voru um 530 þúsund, en enn væri að berast fé í söfnunina. -sá. Tannskemmdir tt tonn af sælgæti á dag /■ / Ilslendingum skemmast fleiri tennur en í flestum öðrum þjóðum og þótt ástandið hafi batnað gengur verr að komast fyrir tannskemmdir hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þessar upplýsingar koma ekki á óvart þegar þess er gætt að sykurneysla hjá íslendingum er meiri en hjá flestum öðrum þjóðum enda mun sykur vera á fáum stöðum jafn ódýr og á íslandi. Þessar upplýsingar koma frá heiibrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu en ráðuneytið og Tannverndarráð hafa nú skipu- lagt fræðsluherferð um tann- vemd og mun herferðin rísa hæst með tannverndardeginum 6. fe- brúar nk. Þá hafa vegna her- ferðarinnar verið gerð fræðslu- myndbönd og bæklingar um tannvernd. Fram til þessa hafa ís- lendingar staðið nágrannaþjóð- um sínum að baki hvað varðar fyrirbyggjandi starf á þessu sviði. Af því fé sem hefur verið varið í tennur hefur, að mati Magnúsar Gíslasonar hjá ráðuneytinu, yfir 90% farið í tannviðgerðir og því mjög lítið í fyrirbyggjandi starf. Til samanburðar þá fer í Dan- mörku 60% í fyrirbyggjandi starf og 40% í tannviðgerðir. —K.Ól. þJÓÐVILIINN HBM| SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Mlðvikudagur 28. janúar 1987 21. tölublað 52. órgangur NÝJAR REGLUR UMIÐGJALDAGREIÐSLUR Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSI frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: Atvinnurekendur: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðslur af öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Murtið að nýju reglurnar tóku gildi 1. janúar s.l.l SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. ASB og BSFÍ • Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar AUGLÝSINGASTOFA ES

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.