Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Skólamálaráð Úrskurður í dag Úrskurður félagsmálaráðuneyt- isins í deilumálum vegna stofnun- ar skólamálaráðs í Reykjavík og eftirmála hennar verður gefinn út í dag. Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um efni hans í gær. Ráðuneytið fékk beiðni frá þremur aðilum, fræðslustjóran- um í Reykjavfk, Kennarafélagi Reykjavíkur og Þorbimi Brodd- asyni fulltrúa Alþýðubandalags- ins í skólamálaráði og fræðslu- ráði, um að úrskurða um fjöl- mörg deiluatriði sem hafa komið upp vegna skólamálaráðs. -gg Kratar Allt upp í loft vestra Karvel Pálmason ásakar Pétur Sigurðssonforseta ASV um aðforagta Verkalýðs- og Sjómannafélag Bolungarvíkur. Félagið íhugar úrsögn úrASV r Eg get ekki tjáð mig um þetta miður innihald þessa bréfs og tei sagði Pétur Sigurðsson forseti Al- bréf vegna þess að það hefur tilefnið annað hvort á misskiln- þýðusambands Vestfjarða í sam- ekki verið tekið fyrir í stjórn ingi byggt eða sett fram af ein- tali við Þjóðviljann þegar hann ASV. Eg get þó sagt að mér þykir hverjum annarlegum ástæðum,“ var inntur álits á bréfi sem stjóm Sturlumálin og trúnaðarmannaráð Verka- lýðs- og sjómannafélag Bolungar- víkur hefur sent stjórn ASV og öllum formönnum aðildarfélaga þess, en í því er ráðist harkalega á Pétur og hann meðal annars sak- aður um að hafa ekki boðað full- trúa félagsins á samningafundi. Sverrir enn við það sama Þrýstingur á Sverri í Sjálfstœðisflokki að draga í land svo flokkurinn skaðist ekki meir en orðið er Sverrir Hermannsson sendi í gær fræðsluráðinu i norður- landskjördæmi eystra bréf en tal- ið var að í bréfinu dragi hann mjög f land i Sturlumálinu. í bréfi þessu kemur, sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans fram, að Sverrir lægur lítt undan kröfum um rannsókn í málinu sem þó var álitið, að hann myndi gera, en hann hefur legið undir ámæli í flokki sínum fyrir stífnina að undanfömu. Á alþingi er að líkindum meiri- hlutavilji fyrir að rannsóknar- nefnd verði skipuð á vegum Hæstaréttar og nær sá vilji langt inn í raðir Sjálfstæðismanna og leiða líkur að því að t.d. Halldór Blöndal ætti bágt með að snúast gegn slíkri tillögu og þar með gegn vilja umbjóðenda sinna í kjördæminu. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hélt fund með Sverri ásamt ríkislögmanni í gær þar sem þeir fóru yfir málið og lagði Þorsteinn hart að Sverri að rétta fram sáttahönd. Þá segja heimildamenn í Sjálf- stæðisflokki að Sturlumál hafi alla tíð verið einleiksspil Sverris og engin leið sé lengur fyrir flokk- inn sem slíkan að verja Sverri og á einhvern hátt verði að fá mann- inn til að draga í land til að flokk- urinn skaðist ekki meir en orðið er. Til að koma til móts við þessar kröfur að einhverju leyti segir Sverrir sig í bréfinu til fræðslu- ráðs fúsan að tilnefna einn mann frá sér, sem grunur leikur á að sé Birgir Thorlacíus fyrrverandi ráðuneytisstjóri, norðanmenn tilnefni einn mann og rannsaki síðan þessi tveggja manna nefnd einungis samskipti fræðsluráðs- ins, fræðsluskrifstofunnar og menntamálaráðuneytisins gegn því að norðanmenn fórni Sturlu Kristjánssyni. Nokkrir stjómarandstæðingar undir forystu Steingríms Sigfús- sonar höfðu ætlað að dreifa á al- þingi í gær tillögu um skipan rannsóknamefndar í malinu, en frestuðu því þar sem haldið var að menntamálaráðherra væri orðinn sáttfús vegna þrýstings á hann úr eigin flokki. -sá í bréfinu, sem er undirritað af KarveU Pálmasyni formanni fél- agsins og varaforseta ASV, segir að verði ekki breyting á við- skiptum Péturs, „foragt og af- skiptaleysi“ við forystumenn Verkalýðs- og sjómannafélags- ins, til hins betra muni það íhuga úrsögn úr ASV. Pétur Sigurðsson er einn helsti foringi alþýðuflokksmanna á ísa- firði og yfirlýstur stuðningsmað- ur Sighvats Björgvinssonar. „Ég hef aldrei blandað pólitík inn í starf Alþýðusambandsins og ætla ekki að gera það á meðan ég er þar starfandi“, sagði Pétur. „Það eina sem ég get fallist á í þessu bréfi er það að í samstarfi og samskiptum félaga innan ASV getum við gert betur og ég vona að það komi aldrei sá tími að við fömm að berja okkur á brjóst og segja að nú sé komið nóg.“ -vd. Samkoman hefst kl. 19.30. Miðar eru til sölu á skrif- stofu nefndarinnar, Mjölnisholti 14, gengið inn frá Brautarholti. Miði fyrir mat og dagskrá kostar kr. 350, og dansinn í lokin kostar kr. 250. Panta má miða í síma 17966, og kaupa þá á skrifstofunni eftir hádegi á föstudag. El Salvador-nefndin Rúnar Georgsson Arturo Pérez Flores Björk og Marianella Guðmundur R. Einarsson Tómas R. Einarsson Guðríður Elíasdóttir Einar Már Guðmundsson Árni Hjartarson 5 ára afmœli El-Salvador-nefndin Guðbergur Bergsson Einar Ólafsson Ársæll Másson / tilefni 5 ára afmælis El Saivador-nefndarinnar um þessar mundir (n.t.t. 9. febr.) efnirnefndin til hátíðarsamkomu 6. febrúar (föstudag) að Hverfisgötu 105, efstu hæð. Dagskrá verður fjölbreytt: Ávörp flytja: Guðríður Elíasdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framtíðarinnar og 2. varaforseti ASÍ, og Björk Gísladóttir, félagi í El Salvador-nefndinni. Upplestur: Guðbergur Bergsson, Einar Már Guðmundsson og Einar Ólafsson. Söngur: Arturo Pérez Flores, Árni Hjartarson og Ársæll Másson. Djass: Egill B. Hreinsson, Guðmundur R. Ein- arsson, Rúnar Georgsson og Tómas R. Einars- son. Matur: Portillo de la Costa a la Sigurður Hjartar- son og Jóna. Kynnir: Jón Múli Árnason. Og svo verður dansað fram eftir öllu. Egill B. Hreinsson Jón Múli Árnason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.