Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 8
GLÆTAN Helgl Hjörvar: Þurfti hann að beita prettum gegn Versló? Sveinn Valfells III, liðsstjóri MR: Leiðir hann skólann til sigurs í viðureigninni um VISA-bikarinn? „Skeggöld Ófriðlega horfir nú hjá MORF- (S - mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskólanna á íslandi, - hver höndin upp á móti annarri og vantrauststil- laga á stjórnina yfirvofandi. „Við ætlum að ganga frá þess- ari stjóm,“ sagði mér MH-ingur, sem virkan þátt hefur tekið í málfundastarfi skólans. „Við höfum þegar fengið liðveislu nokkurra skóla munnlega og frá fimm skólum höfum við skrif- legan stuðning við vantrauststil- lögu okkar.“ Allt útlit er því fyrir að kalla verði saman aukaaðalfund MORFÍS og þar gæti svo farið að stjórninni verði velt úr sessi - að- eins tveimur mánuðum áður en kjörtímabili hennar lýkur. Þetta setur framhald keppninnar í óvissu, þegar aðeins tvær um- ferðir eru eftir; undanúrslit og svo sjálf úrslitakeppnin. Haldi stjórnin hinsvegar velli er viðbúið að samtökin liðist í sundur. / líkingu við hliðstæðu Það sem olli þessu fjaðrafoki er undarlegt mál, sem kom upp í kjölfar keppni Verslunarskólans og Menntaskólans við Hamrahlíð í annarri umferð. Umræðuefnið var: „Lið M.H. leggur til að stofnuð verði samtök á íslandi hliðstæð Sea-Shepard samtöku- num“. - Fyrir misskilning gekk lið M.H. út frá því að tillagan hljóðaði: „... í líkingu við Sea- Shepard samtökin“. Þetta kom í ljós strax í upphafi keppninnar, þegar Helgi Hjörv- ar, liðsstjóri M.H. gerði athuga- semd við orðalag tillögunnar sem fundarstjóri las upp. Var síðan gengið út frá upprunalegu til- lögunni í umræðunum. Lið Verslunarskólans hlaut fleiri stig en þar sem M.H. var hærra að stigum hjá tveimur dómurum af þremur þá sigruðu þeir síðarnefndu á svokallaðri - og afar umdeildri - „2-1“ reglu. Versló kærir Varla var fagnaðarlátum M.H.-inga farið að linna þegar kæra barst framkvæmdastjórn MORFÍS: M.H. og þó einkum og sér í lagi Helgi Hjörvar var sakað- ur um að hafa reynt að villa um fyrir dómurunum. Og þar með var stríðið byrjað. Framkvæmdastjórnin fundaði oft og lengi og hlýddi á rök beggja aðila málsins. Bréf og klögur gengu á víxl, hótanir og brigsl- yrði. Blöðin voru óspart notuð, bæði lesenda- og slúðurdálkar og á forsíðu Tímans var „frétt“ eftir Þór Jónsson (einn af frum- kvöðlum MORFÍS og þraut- reyndan oddadómara) sem var vægast sagt vilhöll; M.H.-ingar sakaðir um svindl og pretti. Þór hefur ekki dregið fréttina til baka en mun hafa beðið M.H.-inga afsökunar, að þeirra sögn. Verslunarskólanemar hömp- uðu áliti málfræðinga; þegar eitthvað er „í líkingu við“ má gera ráð fýrir svona 75% skyld- leika fyrirbæranna - „hliðstætt“ er aftur á móti um það bil 90% skylt! Lið M.H.; Helgi Hjörvar, Halldóra Jónsdóttir, Stefán. Eiríksson og Benedikt Erlings- son, gáfu þá ýfirlýsingu út að yrði eitt þeirra sett í keppnisbann þá litu þau svo á að um allt liðið væri að ræða; ekki væri hægt að taka einn einstakling út úr - þar sem Iiðið ynni sem ein heild. Dómur framkvæmdastjórnar- innar var efnislega á þessa leið: Helgi Hjörvar dæmdur í keppnis- bann í 3ju umferð, liðsstjóri Verslunarskólans, fundarstjóri og oddadómari hljóta ávítur „sem birtar verða opinberlega", svo og lið M.H. Jónas Frlörlk, þjálfari Versló: Voru skjólstæðingar hans beittir rangindum? Stjórnin felld? Eftir að stjórnin hafði kveðið upp úrskurð kom í ljós að hún hafði ekki talað við oddadómara keppninnar, Gylfa Magnússon, sem samkvæmt heimildum úr oddadómararáði MORFÍS nýtur trausts. Gylfi sagði hins vegar frá því í einkasamtölum að hann og meðdómendur hans hefðu dæmt keppnina út frá upprunalegu til- lögunni, þ.e.a.s. „hliðstæðu til- lögunni“. Þar að auki hefði þetta enginn áhrif haft á framgang og niðurstöðu keppninnar. Strax og dómurinn hafði verið kveðinn upp sendi lið M.H. frá sér yfirlýs- ingu þar sem það sagðist líta svo á að liðið allt væri í banni og gæti því ekki tekið þátt áfram. Þessi túlkun þeirra hefur af sumum verið álitin full einstrengingsleg en er útskýrð þannig „að sam- þykki M.H. að einn úr liðinu fari í bann, þá er um leið verið að sam- þykkja og viðurkenna að brögð hafi verið í tafli af hálfu M.H.“, sagði einn liðsmaður skólans. M.H.-ingar hafa unnið af kappi við að afla vantrauststillög- unni fylgis og eins líklegt er að hún nái fram að ganga. Þeir skólar sem ýmist hafa lýst stuðn- ingi eða eru taldir líklegir til þess að fylgja M.H. í máli þessu eru m.a. Menntaskólinn á ísafirði, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn að Laugarvatni, Menntaskólinn við Sund, Flens- borgarskóli í Hafnarfirði, Fjöl- brautaskólinn í Ármúla og Kvennaskólinn í Reykjavík. Liðast MORFÍS ísundur? Það er mat flestra sem tíðinda- maður Glætunnar talaði við að MORFÍS geti hæglega liðast í sundur, verði ekkert gert til að bera klæði á vopnin. Þar með yrðu starfsömustu samtök fram- haldsskólanna úr sögunni. Mælskukeppnin hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var tekin upp fyrir fáeinum árum. Mikill fjöldi kemur alla jafna á hverja keppni og þannig hefur MORFÍS orðið til þess að efla félagslíf skólanna og hefur sumum ekki fundist veita af. f seinni tíð hefur gætt vaxandi óá- nægju með fyrirkomulagið, eink- um þó hjá M.H.-ingum. Þeim finnst að keppnin hafi gengið sér til húðar, þær forsendur sem dæmt sé útfrá stuðli að einhæfari ræðumennsku og gefi lítið svig- rúm til frumleika. Einnig er það skoðun margra að ræðumennim- ir verði alltaf líkari frá ári til árs, meðalmennskan sé í hávegum og enginn þori að taka áhættu, þar sem alls óvíst sé að dómurum falli það í geð. Ekki eru allir sömu skoðunar. Birgir Ármannsson, frummælandi liðs Menntaskólans í Reykjavík, sagði: „Það hafa komið upp vandamál í vetur sem reynt hefur verið að leysa úr. Það hefur gerst öll árin og þótt ýmsum hafi sárnað hefur keppnin haldið áfram. Ég tel að það sé grund- völlur fyrir áframhaldi á meðan fólk fæst annars vegar til að tala og hinsvegar til að hlusta. f augnablikinu er ekkert sem bendir til að áhuginn sé að dofna. Ég er þessvegna bjartsýnn á að þessi keppni haldist.“ Leysast málin í vor? Flestir sem tíðindamaður Glætunnar talaði við voru á því að um tímabundið vandamál væri að ræða. í vor verður haldinn að- alfundur MORFÍS og kosin ný stjórn. Mjög almenn óánægja er með störf stjórnarinnar og varla nokkrir til að mæla henni bót nema þeir skólar sem eiga full-# trúa í henni. „Þetta er handónýt stjórn og óhæf,“ sagði forystu- maður í Menntaskólanum í Reykjavík. Málsmeðferðin í Versló/MH-málinu þykir sýna að stjórnin er illa til þess fallin að leysa úr deilumálum og skynjar ekki óánægjuna. Á þessari stundu er líklegast að einn skóli sitji yfir í undanúrslit- unum, en þrír eru eftir; MR, FG og Fjölbrautaskólinn á Suður- nesjum. MR og FG er talin Suðurnesjum langtum sterkari, svo sjálf úrslitakeppnin gæti allt eins farið fram í undanúrslitum. Allt um það má ljóst vera að fjandvinirnir í MR og MH keppa ekki í úrslitum að þessu sinni. -hj UTRAS: FM 88,6 MORFIS: GEGN FS Á mánudaginn klukkan tólf á hádegi hefjast útsendingar Út- varps framhaldsskólanema úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Það eru átta skólar á Reykjavík- ursvæðinu sem standa að þessu útvarpi, sem hefur hlotið nafnið Útrás. Fyrsta daginn verður sent út til miðnættis, en á þriðjudag og miðvikudag er byrjað klukkan 10 fyrir hádegi og útvarpað til kl. 24. Frá og með mánudeginum 15. febrúar verða reglulegar útsend- ingar og munu skólarnir átta skipta umsjóninni með sér; með- al annars verður Útrás nýtt á frjálsu vikum skólanna. Vert er að hvetja alla til þess að fylgjast með Útrás framhalds- skólanema á FM 88,6. í gær var dregið um það hvaða lið mætast í undanúrslitum MORFÍS-keppninnar. Lið Menntaskólans í Reykjavík á heimaleik gegn Fjölbrautaskól- anum á Suðurnesjum og munu ræðumenn MR leggja til að allir landsmenn verði skyldaðir til að gangast undir eyðnipróf. Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ sit- ur hjá, þar sem Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur sagt sig úr keppni eins og fram kemur ann- ars staðar á síðunni. Ætla má að Sveinn Valfells III, Birgir Ár- mannsson, Auðunn Atlason og Illugi Gunnarsson, - lið MR, - fari nokkuð létt með Suðurnesja- menn. Þessvegna er allt útlit fyrir að FG mæti MR í úrslitum og þar getur sannarlega brugðið til beggja vona. Mikið er í húfi fyrir MR; sigri þeir þriðja árið í röð vinna þeir til eignar forláta bikar sem VISA-ísland gaf til keppn-i innar. Hitt er jafn víst að stjórn MORFÍS hefur ekki bitið úr nál- inni - og MH-ingar ekki sagt sitt síðasta orð. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.