Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 2
Jóhanna Jóhannsdóttir, lögg. skjalaþýðandi: Ég er þessu mjög sammála. Sjálf er ég mikil bindindismann- eskja og ég veit þaö að það þýðir lítið að predika. En það sem kem- ur við pyngjuna hefur áhrif. Emil Dusan, strætisvagnabílstjóri: Ég er mótfallinn þessu. Ég held að hækkun sé alröng leið til þess að minnka drykkju. Áhrif hækkunarinnar kemur verst út fyrir láglaunafólk, en aðrir geta haldið áfram að kaupa þessa lúx- usvöru. —SPURNINGIN— Hvað finnst þér um til- lögu áfengisvarnar- nefndar að þrefalda eigi verð á áfengi? Jóhannes Sveinsson, bifvélavirki: Ég er mótfallinn því. Áfengið er nógu dýrt samt. Elsa Pétursdóttir, bóndakona: Mér finnst þetta nú hálffárán- legt. Ég held að það hafi ekkert áhrif á drykkjuna hvort verðið hækkar eða ekki. Þóranna Sveinsdóttir, verkakona: Mér finnst að það eigi að hækka áfengið upp úr öllu valdi og lækka þess í stað verðið á nauðsynjavörum. FRÉTTIR Áfengismál Verð á vínum stórhækki Tillögur opinberrar nefndar íáfengismálum: Erfiðara verði að ná í áfengi og öll viðurlög viðfylliríisbrotum stórhert Viðurlög við brotum á áfengis- löggjöfínni verði stórhert, verð á áfengi, einkum sterkum vínum verði stórhækkað og við- urlög við ölvunarakstri verði stórhert. Þetta er nokkrar af til- lögum nefndar sem unnið hefur að mörkun opinberrar stefnu í áf- engismálum, en nefndin skilaði áliti sinu í vikunni. Að sögn Ragn- hildar Helgadóttur heilbrigðis- ráðherra verða tillögur nefndar- innar lagðar fyrir ríkisstjórnina á næstunni. Nefnd þessi var stofnuð í kjöl- far þingsályktunar um mörkun opinberrar stefnu í áfengismál- um, sem samþykkt var á alþingi vorið 1981. Á starfstíma sínum hefur nefndin fylgst náið með störfum Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar hvað varðar áfengismál og eru lokatillögur hennar sniðnar að mestu eftir markaðri stefnu stofnunarinnar. Nefndin telur að viðhalda eigi einkasölu ríkisins til að auðveld- ara verði að draga úr neyslu áfengis og að bjórinn verði ekki ieyfður. Sala á ölgerðarefnum verði bönnuð, umboðsmanna- kerfið á áfengi verði lagt niður og endurskoðaðar verði reglur sem heimila flugliðum og farmönnum tollfrjálsan innflutning áfengis. Þá er lagt til að reynt verði að ílraga úr eftirspurn eftir áfengi, td. með því að takmarka aðgang manna að áfengi með ýmsu móti og draga auk þess úr áhuga, löngun eða þörf fólks fyrir það. I þessu efni er gert ráð fyrir þrem stigum: Grunnvörnum (Primer) sem hafa þann tilgang að koma sem mest í veg fyrir að fólk verði háð áfengi. Avanavörnum (Sek- under) sem miða að því að hindra að vandræði fólks vegna áfengis- neyslu aukist, og í þriðja lagi neyðarvörnum (tertier) sem miða að því að leysa meiriháttar vanda sem fólk hefir komið sér í vegna áfengisneyslu. -sá. Félagshyggjufólk Fundað um framtíð skólamála Staðan rædd í Ijósi skýrslu OCED Frá undirritun samninga fulltrúa starfsmanna sveitarstjórna og launanefndar sveitarfélaga á Akureyri. Mynd-yk. Bæjarstarfsmenn 18,25% á þremur ámm Inýundirrituðum kjarasamn- ingum starfsmanna sveitarfé- laga sem ná til um 3000 manna, eða allra sveitarfélaga í landinu nema Akraness, Reykjavíkur og Siglufjarðar, er kveðið á um 26.500 kr. lágmarkslaun eftir 3ja mánaða starf þrátt fyrir að fjöl- mörg sveitarfélög hafi þegar sam- ið um 30 þúsund króna lágmarks- laun. Samningarnir sem eiga að gilda til þriggja ára og gilda frá sl. ára- mótum gera ráð fyrir um 18.25% kauphækkun á samningstíman- um. Þar af kemur 3.6% hækkun til frá 1. janúar sl. en að öðru leyti er miðað við sömu hækkanir og í samningum ASÍ og VSÍ út þetta ár. Á næsta ári kemur 1.3% hækk- un í ársbyrjun, 1.8% l.mars, l.júní og 1. október. Þá kemur 1.3% hækkun í ársbyrjun 1989 og síðan aftur í mars, júní og októ- ber. Launaliðir þessa samnings eru uppsegjanlegir ef forsendur breytast verulega á samningstím- anum og takist ekki samningar um breytingar á launaliðum er heimilt að segja honum upp með hálfsmánaðarfyrirvara 1. janúar, apríl, júlí eða október ár hvert. Húsgagnasmiðir Málfundafélag félagshyggju- fólks boðar til opins fundar um skólamál í Odda á morgun laugardag, þar sem umræðuefnið verður: Hvert stefnir í íslenskum skólamálum? Rædd verður staða skólamála hérlendis, einkum í ljósi nýbirtr- ar skýrslu ráðgjafa OECD, sem nokkuð hefur verið til umræðu að undanförnu. Frummælendur á fundinum verða þau Halldór Guðjónsson kennslustjóri Háskólans, Svan- hildur Kaaber formaður Banda- Iags kennarafélaga og Eygló Eyjólfsdóttir konrektor Mennta- skólans í Hamrahlíð. Fundar- stjóri verður Kristín Ástgeirs- dóttir en fundurinn hefst kl. 13.30. Lágkúrulegt fyrir alþingi Harðlega mótmœlt kaupum alþingis á útlendum húsgögnum í kaffistofu þing- Starfsmenn í húsgagnaiðnaði hafa harðlega mótmælt kaupum alþingis á innfluttum húsgögnum, sem Þjóðviljinn skýrði frá á dögunum, en allur nýr húsbúnaður í kaffístofu þing- manna var keyptur inn frá Dan- mörku. -Það er og hefur verið krafa félagsins að opinberar stofnanir manna ríkisins reyni ávallt að kaupa ís- lenska framleiðslu til eigin þarfa, þegar það er hægt. Þær fullyrð- ingar forráðamanna alþingis að ekki sé hægt að fá full frambæri- leg íslensk húsgögn í kaffistofu alþingis eru algerlega út í hött, segir í ályktun trúnaðarmanna- ráðsfundar félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. -Það er ákaflega lágkúrulegt fyrir alþingi íslendinga að kaupa fjöldaframleidd tískuhúsgögn er- lendis frá í stofnunina, þar sem ríkja ætti sá metnaður að alþingi notaði aðeins íslenskar úrvals iðnaðarvörur í sölum sínum, segir ennfremur í ályktun hús- gagnasmiða. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.