Þjóðviljinn - 06.02.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Side 4
LEIÐARI - haukamir gleðjast Hléið búið, Um hvað ætli þingmenn demókrata í Bandaríkjun- um, sænskur forsætisráðherra úr flokki jafnaðar- manna og ráðamenn í Moskvu geti verið sammála? Varla neitt, skyldi maður ætla, nema þá að tveir þlús tveir séu fjórir, og teldi þó sjálfsagt einhver úr þessum mislita hópi rétt að taka þeirri staðhæfingu með fyllstu varúð. ( vikunni varð samt sá atburður að sameinaði afstöðu þessa fólks og margra annarra í mótmælum og fordæmingu. Á þriðjudaginn var sprengd kjarn- orkusprengja í tilraunaskyni í Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þessi sprenging vakti óhug um all- an heim, vegna þess að menn óttast að með henni séu roknar vonir um að stórveldin komi sér í bráð saman um áfanga í afvopnunarátt, og vegna þess að Nevada-bomban gæti markað upphaf enn einnar lotu í vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Það er ekki nokkur ástæða til að leggja hiklausan trúnað á yfirlýsingar valdhafa í Sovétríkjunum, og það var þessvegna eðlilegt að vera tortrygginn þeg- ar Kremlverjar lýstu því yfir að þeir ætluðu sér að gera hlé á tilraunasprengingum sínum frá með 6. ágúst í hittifyrra, en þann dag var þess minnst að fjórir áratugir voru liðnir frá því Hírósímaborg varð fyrir ægilegustu loftárás mannkynssögunnar. En á hálfu öðru ári hafa Sovétmenn staðið við þetta hlé, og reynt að fá Washington-stjórnina að samningaborði um gagnkvæmar takmarkanir á til- raunasprengingum og helst bann við þeim, og þeir hafa rutt úr vegi þeim hindrunum sem áður stóðu í vegi fyrir eftirliti með því að samningar séu virtir, meðal annars með því að gefa óháðum vísinda- mönnum kost á rannsóknaraðstöðu í nánd við til- raunasvæði sín. Tækniframfarir síðari ára hafa aukinheldur gert slíkt eftirlit mjög öruggt og það úr nokkurri fjarlægð frá sprengjusvæðunum. Sovét- menn höfðu staðið við orð sín, og full ástæða til að setjast með þeim að græna borðinu. Um miðjan desember var því lýst yfir í Moskvu að einhliða tilraunahlé Sovétmanna væri úr gildi fallið eftir að Bandaríkjamenn sprengdu fyrstu sprengju sína á nýju ári. Bandaríkjastjórn var þannig í sjálfs- vald sett hvort hún vildi halda áfram kjarnorkukapp- hlaupinu með nýrri sprengingu. Fjölmörg samtök og fjölmargir einstaklingar höfðu skorað á Reaganstjórnina að sprengja ekki á nýju ári heldur ganga til viðræðna við Sovétmenn, og nota það tækifæri sem tilraunahlé þeirra hafði skapað til að ná nýjum áfanga í afvopnunarmálum. í þeirra hópi voru þjóðarleiðtogarnir sex sem undanfarin misseri hafa beitt sér að nýju frumkvæði um friðar- mál, og í þeim hópi var Alkirkjuráðið, samtök allra kristinna kirkna nema hinnar kaþólsku, samtök sem íslenska þjóðkirkjan á aðild að. Þetta vildi Reagan og félagar ekki. Þeir segjast þurfa að sprengja til að viðhalda kjarnorkuveldi sínu og efla það, og sprengingarnar í Nevada eru taldar í beinu samhengi við stjörnustríðsáformin sem nú er gælt við í Pentagon. Sovésk yfirvöld hafa lýst því yfir að tilraunahléið sé ekki lengur í gildi. Júrí Vorontsof, sem er fyrsti vara- utanríkisráðherra Moskvustjórnarinnar og aðal- samningamaður hennar í afvopnunarviðræðunum í Genf, segir að Sovétmenn séu að vísu ennþá fúsir til viðræðna við Bandaríkjastjórn, en augljóst sé að Bandaríkjamenn stefni að hernaðaryfirburðum, ekki jafnvægi. Sovétmenn vilji ekki verða fyrri til, sagði Vorontsof, en vilji Bandaríkjamenn vígbúnaðar- kapphlaup, þá skuli þeir fá það. Undir þessi orð taka örugglega haukarnir í Rauða hernum, og við þennan herskáa tón gleðjast höfðingjarnir í Bandaríkjaher og forystumenn hergagnaiðnaðar vestra. Sprengjan í Nevada á þriðjudag bergmálaði í gær í sölum alþingis íslendinga. Þar varð sá gleðilegi at- burður að talsmenn fjögurra af fimm þingflokkum fordæmdu sprenginguna sem skref afturábak í af- vopnunarmálum. Mikill meirihluti alþingis hefur því tekið afstöðu gegn tilraunastefnu Washingtonstjórn- arinnar. Allir nema sá flokkur sem nú fer með utan- ríkismál. Utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Matthías Mathiesen, lýsti þar yfir sérstakri ánægju með tíðindin frá Nevada. Það þyrfti nefnilega að halda uppi „sannferðugum fælingarmætti". Þessi afstaða herra Mathiesen er reyndar í hinu dægilegasta samræmi við fréttaflutning Morgun- blaðsins. Það skýrði stuttlega frá Nevada- sprengjunni á miðvikudag undir yfirfyrirsögninni „Af- vopnunarmál“ og aðalfyrirsögninni „Viðræðum mið- ar vel“, og má segja að þessi fréttaflutningur Morg- unblaðsins sýni hinn „sannferðuga fælingarmátt" í verki. Þjóðviljinn tekur hinsvegar undir með þing- mönnum demókrata í Bandaríkjunum og forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Það verður að koma vitinu fyrir stjórnina í Washington. - m KUPPT OG SKORID arnamennmg Þegar hugtakið barnamenning ber á góma verður mörgum hugsað til þess menningarframboðs sem full- orðnir skapa fyrir böm. Þetta cr þó einungiscinn þeirra Ijölmörgu þátta sem hugtakið felur í sér en hinir bættimir snerta þá menningu sem bömin skapa sjálf. uppsiglingu í nágrannalöndum okkar, hafði m.a. í för með sér stóraukinn áhuga á stöðu bama og unglinga sem sérstaks þjóöfélagshóps. Byrjað var að fjalla um hlutskipti- og réttindi- eða réttindaleysi bama og ungl- inga á málefnalegan hátt og hugtakið bamamcnning heyrðist æ oftar sem samnefnari fyrir margþættan vcru- leika bama. Skyndilega öðlaðist bamæskan aukna „Flest það sem fullorðnir bjóða börnum hefur einhver upp- eldisleg markmið. Okkur þykir þetta vera skylda okkar, við erum hvort sem er öll háð áhrifum utan frá og viljum því sjálf hafa áhrif til góðs. En hvernig bregðast börnin við þessari mótun? Hvað aðhefst hópur barna þegar fullorðnir koma hvergi nærri? Um hvað tala þau, hvernig leika þau sér, hvern- ig skilja þau skilaboð fullorðinna og hvernig umbreyta þau og að- laga þessi skilaboð að eigin reynslu? Hvað fer fram í vitsmunalífi þeirra og hvernig verður það sýnilegt í menningar- sköpun barnanna sjálfra? Þetta er að mínu mati hinn eiginlegi kjarni barnamenningar.“ Þetta stendur í fróðlegri grein eftir Sigrúnu Proppé í Nýjum menntamálum, en greinin heitir BARNAMENNING. Höfundur- inn, Sigrún M. Proppé er listmeð- ferðarfræðingur á dagdeild geð- deildar Borgarspítalans. í greininni kemur Sigrún víða við og segir meðal annars þetta um „barnaheim - menningar- verðmæti“: „Menningarsköpun barna er bæði auðug og fjölskrúðug. Sögusmíð og ljóðagerð bera oft vott um sterka tjáningarþörf og ótæmandi hugmyndaauðgi. Myndsköpun barna er eitt besta dæmið um frelsi og frjósemi þessa stutta æviskeiðs. Ýmsir þekktir listamenn þessarar aldar hafa sótt innblástur í teikningar forskóla- og skólabarna vegna þess myndræna frelsis og hug- kvæmni sem þar birtist. A sama hátt einkennast tónsmíðar barna oft af áræði og forvitni sem marga fullorðna skortir. Þeir sem fylgst hafa með leikjum barna vita hversu auðug leikjahefð þeirra er. Ógrynni leikja fylgja einum barnahóp til annars. Margir leikir eiga sér aldagamla hefð og hafa tilheyrt bæði fullorðnum og börnum. Norski þjóðháttafræðingurinn Áse Enerstvedt hefur um langt ár- abil fylgst með leikjahefð barna og gert samanburðarrannsóknir á leikjum kynslóða. Hún hefur m.a. fundið að sumir leikir virð- ast glatast að fullu en aðrir hverfa af sjónarsviðinu í tugi ára eða lengur en stinga svo skyndilega upp kollinum í breyttri umgerð. Hún segir barnaleikina vera hluta af alþýðumenningu og stöðugt undir áhrifum frá fullorðnum: „Leikurinn er aðaltjáningar- formið í menningu barna. Leikurinn er spegilmynd af samfélagi fullorðinna. Uppeldis- og umhverfisáhrif ráða hvaða leikur verður fyrir valinu, hvern- ig hann er leikinn með ákveðnum reglum, boðum og bönnum.““ Barnagoðfræði „Stór hluti af leikjahefð barna felst í þulum ýmiss konar, rími, skrítlum og gátum. Sumir þessara leikja ásamt ýmsum klapp- leikjum krefjast mikillar leikni og einbeitni. Sú sérstaka kímnigáfa, sem börn og táningar hafa, kem- ur hvað best fram í hafsjó af furð- ugátum og skrítlum. Þess konar alþýðumenning barna stendur með miklum blóma og virðist ekki vera í rénun þrátt fyrir aukin áhrif fjölmiðla síðasta áratug. Fjölmiðlarnir hafa vissulega áhrif en geta ekki kæft þessa hefð þar sem samskipti barnanna sjálfra bera uppi og tryggja þessa munn- Iegu hefð. Slíkir orðaleikir og sér- legt mál milli barna eflir hóp- kenndina og staðfestir hlutverk barnsins og sjálfsvitund. Þess vegna breytast þemun í gátunum eftir því sem börnin eldast og áhugamálin breytast. Þessar skrítlur og gátur eiga það sam- eiginlegt að tilheyra vissum heimi barnagoðfræði (mytologiu) og eru bæði litauðugar og fjarstæðu- kenndar. Kjarni fflabrandaranna er sá sami og í elstu ritverkum, þ.e. að ljá dýrum, jurtum og hlutum mennskt yfirbragð. Fár- ánleiki þessarar kímni kemur einkum fram vegna tvenns konar andstæðna: Annars vegar er sí- gildur og oft staðnaður heimur barnabóka en hins vegar tækni- væddur heimur nútímans. Furð- ugátur eru vinsælasta frásagnar- efnið hjá 6-12 ára börnum. „Söguhetjurnar“ eru einkum lítil og mjúk dýr, t.d. mýs eða fuglar, en tómatar og bananar og fleira fær sannarlega að fljóta með. Fíllinn virðist tákn tilfinninga þar sem öryggi og góðmennsku ber hæst. Heimsmál hafa mikil áhrif á efni í þessari orðaleikja- og skrítl- uhefð. Hungursneyðin í Afríku og bardagar á Indlandi hafa fætt af sér nýlegar gátur sem ein- kennast a gálgahúmor og „svartri“ fyndni. Sú tegund kímni getur verið barninu styrkur gegn ótta og varnarleysi. Fáránleikinn verður þá besta vopnið til að snúa óvirkni í virkni.“ Barna- bókmenntir Sigrún víkur einnig að barna- bókmenntum og segir m.a. þetta: „Ég vil sérstaklega reifa stöðu barnabóka en þær mega kallast samnefnari allra þátta þeirrar barnamenningar sem fullorðnir skapa handa börnum. Viss tvö- feldni einkennir framlag fullorð- inna. í orði viðurkennum við að börn séu verð allra þeirra gæða, umhyggju, fjármuna og tíma sem hægt er að láta í té og eigi jafn- framt skilið fullan heiðarleika. Á hinn bóginn eru börn og þarfir þeirra léttvæg fundin og starf með börnum oftast lítils metið og illa launað. Útgáfa barnabóka er klofin og hlutföllin ójöfn. Listræn gæða- framleiðsla er einungis lítið hlut- fall á markaðnum en drjúgur hluti þess sem boðið er stjórnast af gróðahyggju og er ómerkilegur neysluvarningur. Steindauðar og veruleikafirrtar bækur seljast jafnt og þétt til tilfinningalega vannærðra barna og umhverfis- skaðaðra foreldra. Frásagnir af börnum að leik og dýrafjöl- skyldum staðfesta oft veruleika- fölsun og fordómafull kynhlut- verk. Myndskreyting bókanna er einatt hlutlaus og flöt og gerir engar kröfur til áhorfenda. Við fullorðna fólkið erum oft fjarlæg okkar eigin tilfinningum og þörfum þegar við skrifum bækur handa börnum eða kaupum þær. Heimur barnabók- anna er gjarnan einfaldur og án raunverulegra erfiðleika, draum- ur rithöfundarins um sakleysi sem ekki er til. Þannig eru börn svikin um þá lífsnauðsynlegu reynslu að einhver taki þau og vandamál þeirra alvarlega og láti sig þar með varða hver þau í rauninni eru og við hvaða að- stæður þau búa. Auðvitað er nóg af vandamálum í heimi barnanna en það er mesti vandi að skrifa um þau. Bækurnar verða oft full- ar af vel meintum en þrautleiðin- legum ábendingum. Veruleikann útskýra höfundar oft hátíðlega og án ímyndunarafls.“ -Þráinn þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritotjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ólafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsia, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Heigarblöð:55 kr. Áskrlftarverð ó mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 1 Föstudagur 6. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.