Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 14
ALPÝÐUBANDALAGHE) Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin þann 6. febrúar nk. í Alþýðuhúsinu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.30. Ávörp, söngur, glens og grín. Heiðursgestir verða Lena og Árni Berg- Vnann. Skemmtinefndin. Málefnahópur Utanríkis- og friðarmál Málefnahópur Alþýðubandalagsins um utanríkis- og friðarmál er boðað- ur til fundar í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105, Reykjavík mánudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Félagar mætið vel og stundvíslega. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Byggjum landið allt Alþýðubandalagið heldur opna stjórnmálafundi á eftirtöldum stöðum: Félagsheimili Húsavíkur, sunnudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Gestur fundar- ins er Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Alþýðuhúsið á Akureyri, sunnudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Gestur fundar- ins Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra flytja ávörþ á fundunum. - Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Rangárþingi Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn föstudaginn 13. febrúar kl. 21.00 að Krókstúni 5, Hvolsvelli. Á fundinn koma menn úr efstu sætum framboðslistans. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Miðstjórnarfundur verður haldinn 7. og 8. mars nk. í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundargögn verða send út í vikunni. Efstu menn á framboðslist- um flokksins eru sérstaklega boðaðir á fundinn. Formaður miðstjórnar. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Félagsfundur ÆFR heldur félagsfund þann 14. febrúar að Hverfisgötu 105 kl. 14.00. Dagskrá: 1) Starfið framundan. Framlag frá vinnuhópi um baráttuna fram að alþingiskosningum. 2) Önnur mál. Undirbúningsnefnd. Æskulýðsfylkingin Skrifstofa ÆFAB Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar verður opin næstu vikur á milli 17-19 alla virka daga. Liggi þér eitthvað á hjarta, þá sláðu á þráðinn í síma 17500 eða roltu við á H-105. Starfsmenn. ÆFR Aðalfundur Æskulýðsfylkingin í Reykjvík boðar til aðalfundar, laugardaginn 14. fe- brúar kl. 10.00 árdegis. Daqskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagsrkáratriði auglýst síðar. Stjórn ÆFR Söfnun vegna jarðskjálftanna í El Salvador lýkur 6. febrúar. Framlög greiðist með gíró inn á reikn. 0303-26-10401. El Salvador-nefndin Styrkir til háskólanáms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1987-88. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaháskóla. Styrkfjárhæð- in nemur 600.000 lírum á mánuði. Umsóknum ásamt tilskildum fylgiskjölum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 28.febrúar nk., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.’ Menntamálaráðuneytið, 3. febrúar 1987. MINNING Amfinnur Þórðarson frá Hlíð Arnfinnur Þórðarson var fæddur 6. febrúar 1903 á Hjöllum í Gufudalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Jóns- son, bóndi og hreppstjóri á Hjöllum, og kona hans, Ingi- björg Páímadóttir frá Hraundal í Nauteyrarhreppi. Fyrstu árin ólst hann upp á Hjöllum, en þegar hann var 9 ára gamall, fluttist hann með foreldrum sínum að Gröf í sömu sveit, og ári síðar að Hallsteinsnesi, sem var næsti bær út með Þorskafirði. Foreldrar hans bjuggu svo á Hallsteinsnesi til vorsins 1932, er þau flytjast að Hlíð í Reykhólasveit, en sá bær er hinum megin Þorskafjarðar, en Arnfinnur hóf þar búskap með konu sinni, Kristínu Daníelsdótt- ur, og foreldrum sínum. Á uppvaxtarárunum mun hug- ur hans hafa staðið til náms, enda vel gefinn og athugull. En hér fór sem og fyrir mörgu ungmenni á þeim tíma, að efnahagur fátækra foreldra, sem framfleyta þurftu stórri fjölskyldu, leyfði ekki frek- ara nám en það, sem laut að fermingarundirbúningi. Ungur varð hann að hefja lífsbaráttuna við að létta undir með heimilinu eftir getu, elztur átta systkina, og faðir hans ekki heilsuhraustur. Hann var ekki gamall, er hann hélt fyrst úr foreldrahúsum. Vor- ið, sem hann fermdist, fór hann til sjóróðra hjá bóndanum á Snæ- fjöllum á Snæfjallaströnd. Hann var síðan við sjóróðra eða í kaupavinnu á ýmsum stöðum næstu árin, en oftast heima tíma og tíma, einkum þó um sláttinn. Á árinu 1923 er hann háseti á 59 lesta fiskiskipi frá Flatey. Þetta var seglskúta með lítilli hjálparvél og hét Arney. í sjó- ferðabók hans frá þessu ári gefur skipstjórinn á Arney, Einar Jó- hannesson frá Stykkishólmi, honum ágætis vitnisburð fyrir dugnað, stundvísi og hegðun. Og stýrimaðurinn, Sigurður Níels- son, kvaðst engan fremur vilja hafa á vakt með sér en Arnfinn, því að hann væri svo fimur og öruggur við að hagræða seglum í vondum veðrum. Eftir þetta var hann á ýmsum fiskiskipum allt fram á árið 1936 og gat sér alls staðar gott orð, líka eftirsóttur til vinnu af þeim, er til þekktu. Hann var mikill þrek- maður og knár, þótt lágur væri vexti, og Snæbjörn Stefánsson, skipstjóri, sagði sig oft hafa undr- að þá snerpu og það harðfylgi, er ekki stærri maður byggi yfir. Þessar umsagnir um Arnfinn falla vel að þeirri mynd, er ég gerði mér af honum, tæplega sex- tugum, er ég sá hann fyrst. Að þar væri maður, sem öruggt væri að treysta, vinur vina sinna og vildi allt fyrir þá gera. Þetta fór líka svo við nánari kynni. Oft heyrði ég inn á óánægju hans yfir sérhlífni sumra manna, enda kunni hann ekki að hlífa sér. Heiðarleiki var hans leiðarljós í orði og verki. Arnfinnur var glaðlyndur, spaugsamur og hafði gaman af græzkulausri glettni, nokkuð ör- geðja, en reyndi þó jafnan að stilla skapi sínu í hóf, því að hann var hógvær að eðlisfari og gæddur ríkri réttlætiskennd. Hann var því ávallt reiðubúinn að leita sátta, teldi hann sig hafa misgert við einhvern. Sem fyrr segir hófst búskapar- saga hans í Hlíð vorið 1932, og þar bjó hann í rúm 27 ár. Um sumarið, þann 16. júlí 1932, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Daníelsdóttur frá Hvallátrum á Breiðafirði, hinni mestu ágætiskonu, er reyndist honum hinn bezti hfsförunautur, enda mat Arnfinnur konu sína mikils. Fyrstu ár þeirra í Hlíð 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN voru á ýmsa lund erfið, efnin smá, jörðin lítt ræktuð og óhæg sökum brattlendis, þótt landrými sé allmikið. Á búskaparárum þeirra gerði hann verulegur um- bætur á jörðinni og reisti meðal annars heimilisrafstöð árið 1942, með þeim fyrstu þar í sveit. Hafði Jón Guðmundsson í Teigskógi áður átt rafstöðina, og sá hann um uppsetningu á henni í Hlíð. Þessi framkvæmd má segja, að hafi orðið heimilinu mikið happ, ekki sízt börnunum, og stytt hið mikla skammdegi og sólarleysi. En í Hlíð nýtur sólar ekki í um þrjá mánuði, eða frá því í nóvember og fram í byrjun febrú- ar. Með tímanum vænkaðist hagur heimilisins, enda lét Arnfinnur ekkert tækifæri ónotað, til að svo mætti verða, og voru hjónin sam- hent um að nýta vel það sem afl- aðist. Bústofninn varð að vísu aldrei stór, en fallegur, vel hirtur, og skilaði góðum afurðum. Arn- finnur var og mikill dýravinur, er vildi láta skepnum sínum líða vel, og þótti einkar vænt um þær, enda hændust þær líka margar að honum, svo að undrum sætti. Á búskaparárum sínum gegndi Arnfinnur ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína, átti meðal annars sæti í hreppsnefnd í nokk- ur ár, og var forðagæzlumaður um skeið. Síðustu árin, sem hann bjó sá hann um viðhald og eftirlit með mæðiveikivarnargirðingu milli Berufjarðar og Steingríms- fjarðar á móti Magnúsi Gunn- laugssyni, bónda á Osi. Farið var daglega meðfram girðingunni, meðan féð var á fjalli. Ferðin tók tvo daga fram og til baka, en svo verið heima aðra tvo daga, með- an Magnús fór með girðingunni. Það hefur því orðið all úrtöku- samt við heyskapinn þau ár. Haustið 1959 brugðu þau hjón- in búi og fluttu til Reykjavíkur. Til þess lágu ýmsar ástæður, bæði var hann þá orðinn heilsuveill, og einnig varð hann að fella fjár- stofn sinn vegna hættu á mæði- veiki, sem komin var í fjárhjarðir í nágrenni við Hlíð. Það var hon- um ekki sársaukalaust að þurfa að farga öllum bústofni sínum og flytjast burt, en hann hafði ávallt tamið sér að taka því, sem að höndum bar. Er til Reykjavíkur kom, réðst Arnfinnur til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, þar sem hann starfaði í nokkur ár. Þá vann hann hja Timburverzluninni Völ- undi um tíma, svo og hjla Birgða- vörzlu Pósts og Síma, meðan kraftar leyfðu. Vorið 1963 festi hann kaup á efri hæð í húsinu Hlégerði 29 í Kópavogi, þar sem þau hjónin, og Guðmundur, sonur þeirra, áttu síðan heima. Þar er mjög gott að koma, heimilið hlýlegt, og ekki vantar góðar móttökur, enda húsráðendur afar gestrisnir og hafa gaman af að gleðjast með vinum og vandamönnum. Þau Arnfinnur og Kristín eignuðust fimm börn. Þau eru: Daníel, fæddur 10. maí 1933, starfsmaður hjá SÍS, kvæntur Unni Óladóttur, búsett í Kópa- vogi; Guðmundur, fæddur 31. júlí 1936, fulltrúi hjá Ríkissak- sóknara, býr að Hlégerði 29; Gerður Ingibjörg, fædd 13. febrúar 1939, gift Kjell Fryden- lund, búsett í Noregi; María Steinunn, fædd 9. ágúst 1942, gift Braga Hallgrímssyni, búsett á Héraði; Þóra Ásdís, fædd 5. okt- óber 1943, hjúkrunarkennari, búsett í Reykjavík. Barnabörnin eru fimmtán og eitt lítið barna- barnabarn. Börnin og fjölskyldur þeirra voru þeim afar kær, og gerðu þau hjónin allt þeim til aðstoðar, sem þau gátu. Barnabörnunum þótti líka mjög vænt um afa og ömmu og höfðu mikla ánægju af að heimsækja þau eða fá þau í heim- sókn. Það þótti þeim hjónum miður, hversu langt var milli fjöl- skyldumeðlima, og því gátu heimsóknir ekki orðið eins tíðar og allir hefðu óskað. í nokkur ár, eftir að starfsgetu Amfinns lauk, dvaldist hann á heimili sínu og naut umhyggju og ástúðar eiginkonu og barna, er næst honum bjuggu, svo og ann- arra skyldmenna. En tvö síðustu æviárin urðu honum erfið sökum sjúkleika. Og þrátt fyrir að hans nánustu veittu honum aðstoð eftir föngum, varð hann, megnið af þeim tíma, að dvelja á Hjúkr- unarheimilinu Hátúni 10B í Reykjavík, þar sem hann naut frábærrar umönnunar. Starfs- fólkinu þar er hérmeð færðar al- úðar þakkir fyrir umhyggju og hlýju í hans garð. Árnfinnur andaðist á Hátúni 10B hinn 10. maí, síðastliðinn, og var því á 84. aldursári, er hann lézt. Mér hefur orðið það tamt að minnast á þau hjón bæði svo til í sama orðinu, en það kemur til af því, hversu samrýnd þau voru og fylgdust mikið að, eftir að ég kynntist þeim. Því veit ég, að söknuður þinn er mikill, Kristín, en ég veit líka, að þú trúir á, að þið eigið eftir að hittast aftur, og það gerir allt létt- ara. Kæri tengdafaðir, hafðu þökk fyrir allt. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Bragi Hallgrímsson. Móðir okkar Salbjörg Magnúsdóttir, Vörðustíg 7, Hafnarfirði lést þriðjudaginn 3. febrúar. Katrín Kristjánsdóttir, Andrés Kristjánsson, Bergljót Krístjánsdóttir, María Kristjánsdóttir og Logi Kristjánsson. n«——iiwmíihi ii iinm i iniii, iitiiiiiiii^giamigiiaaa^Tá^ggáa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.