Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Haukur í dúfulíki: Matthías A. Mathiesen utanríkisráðherra túlkar stefnu haukanna í Washington þó hann hafi ekki meirihluta á alþingi fyrir þeirri túlkun. Alþingi Matthías varði sprengjuna Flokkur utanríkisráðherra einangraður í hernaðarhyggju sinni á alþingi. Hjörleifur Guttormsson: Hlýturað reynafrekar ávilja alþingis| í þessu máli Hjörleifur Guttormsson kvaddi sér hijóðs utan dagskrár á alþingi í gær til að fordæma kjamorkusprengingu Banda- rikjamanna í Nevada-eyðimörk- inni s.l. þriðjudag. Hann spurði utanríkisráðherra um afstöðu ríkisstjórnarinnar tii þessa fram- ferðis Bandaríkjamanna, sem hefur m.a. verið fordæmt af þing- flokki demókrata á Bandarikja- þingi. Hjörleifur sagði þessa þróun mála uggvænlega. Miklar vonir hefðu verið bundnar við að hitt risaveldið, Sovétríkin, hefði í eitt og hálft ár haldið að sér höndum varðandi tilraunasprengingar og menn hefðu vænst góðra undir- tekta hjá gagnaðilanum, Banda- ríkjamönnum. Sú staðreynd að Bandaríkin hefðu þrátt fyrir mikla hvatningu til annars, sprengt sína 20. sprengju s.l. þriðjudag, yki líkur á því að So- vétmenn taki á nýjan leik upp til- raunasprengingar. Þróun mála stefndi því í mikinn háska. Kjarnorkuvopn tryggja friðinn Matthías Á. Mathiesen sagði alla vilja lifa í heimi sem ekki býr við ógn helsprengjunnar. Mark- miðið væri að útrýma kjarnorku- vopnum en menn deildu um leiðir. íslendingar væru þátttak- endur í varnarbandalagi, og hefði það gegnt lykilhlutverki sínu að viðhalda friði í okkar heimshluta vegna fælingarstefnunnar. Hún hefði sannfært hugsanlegan árás- araðila um tilgangsleysi stríðsað- gerða. Kjamorkuvopn hefðu gegnt lykilhlutverki í að stöðva útþenslu Sovétmanna í Evrópu og afvopnun mætti aldrei leiða til minna öryggis og stefna þannig friðinum í hættu. Utanríkisráðherra sagði vest- rænum ríkjum vandi á höndum: Þau vildu heim án kjarnorku- vopna en um leið vildu þau við- halda því öryggi sem kjarnorku- vopn hefðu tryggt. Á meðan ekki hefði tekist að skapa gagnkvæmt traust milli austurs og vesturs, væri það mat vestrænna þjóða að það yrði að halda uppi „sannferðugum fælingarmætti“. Þetta væri ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu kosið að halda áfram kjamorkusprenging- um sínum. Matthías fór aftur til áranna 1958-1961 til að sanna þingheimi að reynslan af framferði Sovét- manna sýndi að þeim væri ekki treystandi. Þá hefðu Bandaríkja- menn og Bretar sett á einhliða tilraunabann sem þeir hefðu treyst Sovétmönnum til að virða. Þeir hefðu þvert á móti á laun undirbúið stórkostlega röð til- raunasprenginga og hefðu skyndilega haustið 1961 sprengt 40 sprengjur á 2 mánuðum. Þessi spor hræða, sagði ráðherrann. Hann sagði það nú velta á Sovét- mönnum og framkomu þeirra við samningaborðið hver þróun mála yrði. Það væri mælistikan en ekki „fagrar yfirlýsingar í vestrænum fjölmiðlum". Að lokum sagðist ráðherrann myndi fylgjast með framvindu mála á vettvangi Nató, og þar myndu íslendingar koma fram með þau sjónarmið sem þeir vildu koma fram á hverj- um tíma. Kratar fordæma sprenginguna Kjartan Jóhannsson sagði það hörmulega reynslu að þegar ann- ar aðilinn vildi, þá neitaði hinn. Hann sagði tilraunasprengingar Samtök um kjarnorkuvopna- laust ísland hafa í ályktun skorað á Matthías Á. Mathiesen að skipa íslenskan fulltrúa í embættis- nefnd til að kanna hugmyndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, og leggja til að hann geri þetta á fundi utanríkis- ráðherra Norðurianda í Reykja- vík í lok mars. Ályktun samtakanna frá 3. fe- brúar hljóðar svo: „í þingsályktun Alþingis frá 23. maí 1985 um stefnu Islend- inga í afvopnunarmálum var utanríkismálanefnd falið að kanna í samráði við utanríkisráð- þránd í götu árangurs í afvopnun- armálum og það væri hörmulegt að tækifærið eftir Reukjavíkur- fundinn hefði ekki verið notað. Kjartan sagðist taka undir með bandarískum þingmönnum, sem segja að glugga tækifærisins hafi verið skellt aftur og hann sagðist átelja að Bandaríkjastjórn hefði ekki notað þetta tækifæri. Það væri nauðsynlegt fyrir íslendinga að ræða þessa þróun mála hjá Nató. Kvennalisti sendi mótmæli Guðrún Agnarsdóttir sagði Kvennalistann þegar hafa sent Bandaríkjastjórn mótmæli vegna sprengingarinnar s.l. þriðjudag. Hún sagðist styðja þá bandaríska þingmenn sem hafa barist gegn tilraunasprengingum Banda- ríkjamanna og minnti á að þær væru liður í áætlun Reagans um geimvamir. Þær hefðu aftur verið aðalþröskuldur í vegi árangurs á Reykjavíkurfundinum. Guðrún lýsti hryggð og hneykslan vegna orða ráðherra og spurði hann að lokum hvort hann vissi hve marg- ar sprengjur Bandaríkjamenn hygðust sprengja á þessu ári og herra hugsanlega þátttöku Is- lands í frekari umræðu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Með hliðsjón af því verður að telja mjög miður ef utanríkisráðherra treystir sér ekki til að fallast á að skipaður verði fulltrúi íslands í samnorr- æna embættismannanefnd til að kanna möguleika á og undirbúa tillögu um að Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Um- mæli sem gætu bent í þá átt komu fram í umræðu í Sameinuðu þingi 29. jan. s.l. Samtökin telja að hvert það skref sem stigið er til afvopnunar, lítið eða stórt, sé mikilvægt, og þá hve margar þær þyrftu að vera til þess að íslenska ríkisstjórnin mótmælti þeim. Matthías og Reagan Hjörleifur Guttormsson sagði viðbrögð og svör ráðherrans myndu vekja athygli langt út fyrir landsteina. Hann hefði tekið gall- harða afstöðu með Reagan- stjórninni, andstætt þeim rödd- um á Bandaríkjaþingi sem for- dæma og vara við tilraunaspreng- ingum. Hjörleifur fagnaði orðum Kjartans Jóhannssonar sérstak- lega og sagði það koma gleðilega á óvart að Alþýðuflokkurinn hefði aðra afstöðu í utanríkismál- um en Sjálfstæðisflokkurinn. Rök ráðherrans hefðu verið rýr: Fælingin hefði varðveitt friðinn og þess vegna ætti að halda áfram hinu geigvænlega vígbúnaðar- kapphlaupi. Sig undraði ef Fram- sóknarmenn í ríkisstjórn væru sammála þessum rökum og óskaði hann eftir því að forsætis- ráðherra lýsti skoðun síns flokks á þessu máli. Framsókn fordæmir Steingrímur Hermannsson sagðist hljóta að fordæma til- ekki síst í samvinnu við frænd- þjóðirnar á hinum Norðurlönd- unum. Umræða um Norðurlönd sem „kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu" á fullan rétt á sér og í því felst að þar verði aldrei staðsett kjarnorkuvopn né leyfð umferð með slík vopn. Samtökin telja að ekkert tæki- færi megi láta ónotað til að um- ræða um þessi mál fari fram hvort sem er á meðal embættismanna eða stjórnmálamanna. Því skora Samtökin á utanríkisráðherra að standa að skipun nefndarinnar á fundi utanríkisráðherranna hér 25. og 26. mars.“ raunasprengingu Bandaríkja- manna s.l. þriðjudag. Þarna hefði verið rétt fram hönd til sátta, sem vert hefði verið að taka og stöðva tilraunir með kjarnork- uvopn ef það mætti vera spor í átt til afvopnunar. Reyndar sagði hann tilraunir með kjarnorku- vopn aukaatriði í samanburði við fækkun kjarnorkuvopna og út- rýmingu þeirra, en stöðvun þeirra gæti þó verið skref í áttina. Mannkyn gæti ekki sætt sig við minna. Páll Pétursson lýsti yfir óá- nægju með afstöðu Matthíasar. Ræða hans hefði verið óþarflega herská. Hann hefði alltaf talið að ráðherrann hugsaði eins og dúfa, en nú hefði hann talað sem haukur. Það væri fráleitt að taka ábyrgð á fordæmanlegu tiltæki Bandaríkjamanna s.l. þriðjudag. Sjálfur hefði hann ekki trú á fæl- ingarmættinum og óttaðist að sú árátta myndi ganga af mannkyni dauðu einhvern daginn. Loks sagðist Páll óttast að meðan enn sætu við völd í Hvíta húsinu þeir sem þar nú eru, myndi mannkyn ekki lifa í friðvænlegum heimi. Ráðherrann í minnihluta Hjörleifur Guttormsson sagði að lokum ljóst ef marka mætti talsmenn flokkanna, þá hefði utanríkisráðherra ekki meiri- hluta á alþingi fyrir þeirri afstöðu sem hann hefði túlkað. Á það hlyti að reyna frekar á alþingi. -ÁI. Vínbannið Kristín H en ekki K Þau mistök urðu í frásögn af þingsályktuanrtillögu þriggja þingmanna um bann við að veita sterk vín í veislum á vegum ríkis- ins að nafn Kristínar S. Kvaran var nefnt fyrsf-> flutningsmanns tillögunnar. Þetta er rangt, því það er nafna hennar Kristín Hall- dórsdóttir frá Kvennalista sem er íyrsti flutningsmaður tillögunn- ar. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. ÁT Föstudagur 6. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Kjarnorkuvopn Skipað í nefndina Samtök um kjarnorkuvopnalaust Island skora á utanríkisráðherra að standa ekki gegn norrœnu samstarfi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.