Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 16
flBMj Aðalsími 681333. Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 biócnnuiNN »SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Fösfudagur 6. febrúar 1987 29. tölublað 52. örgangur Steypuverð Réðu ekki við frelsið M Hœkkun á meðalverði steypu hefur rokið upp síðan verðið vargefið frjálst. Hlutdeild sements í verðinu hefur lœkkað úr 38% Í28% á. þremur árum eðalverð á steypu hefur hækkað um allt að 50,4% á miUi ára síðan verðlag á þessari vöru var gefíð frjálst haustið 1984. A sama tima hefur sements- verð hækkað mun minna mUli ára, en verðlagsyfírvöld ákvarða hámarksverð á sementi. Þetta kom fram í svari viðskipt- aráðherra við fyrirspurn Skúla Alexanderssonar Alþýðubanda- lagi um verðlag á steypu og sem- enti á árunum 1983-1986. í svari viðskiptaráðherra kem- ur fram að verð á sementi hækk- aði um 25,7% milli áranna 1983 og 1984,22,2% milli áranna 1984 og 1985 og 26,5% milli áranna 1985 og 1986. Meðalverð á steypu án sem- ents, það er að segja því sem framleiðendur leggja sjálfir til, hækkaði hins vegar allt að 50,4% milli ára. Hækkunin milli áranna 1983 og 1984 nam 35,4%. Síðan var verðlagið gefið frjálst og á milli áranna 1984 og 1985 hækk- uðu framleiðendur verðið um 46,3%. Á milli áranna 1985 og 1986 færðu þeir sig enn upp á skaftið og hækkuðu verð fram- leiðslunnar að meðaltali um 50,4%. Á sama tíma ákvörðuðu verðlagsyfirvöld 26,5% verð- hækkun á sementi að meðaltali. Hlutdeild sements í heildar- verði steypunnar hefur því farið stöðugt minnkandi á síðustu árum. Árið 1983 var hluti sem- ents í verði á steypu um 38%, 36,4% árið 1984, 32,3% árið 1985 en í fyrra var hlutdeild sem- ents í verðinu komið niður í 28,7%. og hefur því hrapað úr 38% í 28% á þremur árum. -gg Fíkniefnalögreglan Enn krafist gæslu- varðhalds Fjórir handteknir eftir húsleit ífyrrakvöld. Krafist gœsluvarðhalds yfir einum Fíkniefnalögreglan handtók Qóra menn eftir húsleit í fyrra- kvöld. Þremur mannanna var sleppt eftir yfirheyrslur, en í gær var gerð krafa um 15 daga gæslu- varðhald yfír þeim fjórða. Búist er við að úrskurðað verði í því í dag. Ljóst er að talsvert magn ým- issa efna fannst við húsleitina, en ekki fékkst upp gefið um hvaða efni er þar að ræða. Það er óhætt að segja að miklar annir séu hjá fíkniefnalögregl- unni því undanfama viku hafa fimm menn að auki verið úr- skurðaðir í 15 til 30 daga gæslu- varðhald og tengjast þeir allir sama málinu. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að innflutningi og dreifingu fíkniefna. Fjölmarg- ir aðrir hafa verið handteknir vegna þessa máls. -gg Farmannadeilan Allt í óvissu Mikil óvissa ríkir um næstu skref í farmannadeilunni eftir að langur næturfundur „úti í bæ“ varð árangurslaus eftir að far- menn höfnuðu nýju tilboði skip- afélaganna. Stjómvöld hafa lýst yfir að ekki komi til greina að grípa inn í deiluna á þessu stigi með laga- setningu, en eftir að slitnaði upp- úr í gær hafa vinnuveitendur gef- ið í skyn að ekki sé eftir neinu að bíða. Farmenn segjast hinsvegar ekki afgreiða frekari undanþágur fyrr en einhver hreyfing kemst á samningamálin. Ólíklegt er að sáttasemjari kalli deiluaðila til fundar fyrr en um eða eftir helg- ina. -•g Sagnfrœði Hvalyeiðar við ísland Trausti Einarsson hampar nýtti bók sinni, glaður í bragði, ásamt Bergsteini Jónssyni frá Sagnfræðistofnun sem gefur bókina út ásamt Menningarsjóði. Um fátt hefur verið meira ritað, rifist, rætt og rövlað en hval- veiðar Islendinga á síðustu miss- erum, en sjálfsagt hafa fæstir þeirra sem hæst hafa skeytt því þanka að hvalveiðar við ísland eiga sér langa sögu, og koma þar ýmsir við sögu, til dæmis Baskar, og svo Norðmenn um síðustu aldamót. Allar helstu upplýsingar um hvalveiðar fyrri tíðar manna koma fram í nýrri bók Trausta Einarssonar sagnfræðings sem ber heitið: Hvalveiðar við ísland 1600-1939. Höfundur ferðaðist víða til að afla heimilda, meðal annars fór hann til Noregs, Bretlands, Frakklands og Spánar enda komu menn víða að til að stunda hvalveiðar við ísland. í bókinni segir frá veiði- mönnum og veiðarfærum, skip- akosti, aflabrögðum, afurðum, vinnslu og markaði, einsog segir á bókarkápu, og prýða hana gamlar Ijósmyndir og uppdrættir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur verkið út í samvinnu við Sagnfræðistofnun háskólans. - ks Fóstrur Vilja 40 þúsund minnst Fóstrur íReykjavík krefjast 40þúsund króna í lágmarkslaun. Hafa nú 28 þúsund. Eru 14mánuði að vinnafyrir árslaunumfóstra í Eyjum Fóstrur í Reykjavík hafa sett fram kröfur um að lágmarks- laun þeirra verði 40 þúsund krón- ur. Fóstrur þjá Reykjavíkurborg taka nú laun samkvæmt 62. launaflokki þar sem lágmarks- laun eru 28,906 krónur, en laun eftir 18 ára starf tæplega 38 þús- und krónur. Kristín Á. Ólafsdóttir Alþýðu- bandalagi hóf umræðu um kjara- mál fóstra á borgarstjómarfundi í gærkvöldi og sagði litlar líkur á að fóstrur hættu við að ganga út 1. maí ef samningaviðræður snerust um hækkanir sem væru fjarri þessum kröfum fóstra. Bjarni P. Magnússon átaldi harðlega stefnu Sjálfstæðis- flokksins í kjaramálum fóstra. Hann benti á að laun fóstra væru víðast mun betri en í Reykjavík. Fóstrur í Vestmannaeyjum fá nú 38,636 krónur í lágmarkslaun, þannig að reykvískar fóstrar era 14 mánuði að vinna fyrir árs- launum starfssystra sinna í Vestmannaeyjum. Bjami gat þess einnig að á Akranesi, í Neskaupsstað, á ísa- firði og víðar væru lágmarkslaun fóstra rúmlega 34 þúsund krónur. „Það er greinilegt að borgin stendur sig illa í þessum efnum og það er ekki nokkur vafi á að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur stigið stórt skref afturábak á síðustu árum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálfstæðisflokki taldi hins vegar ekki rétt að draga fóstrar sérstak- lega út úr og ræða kjaramál þeirra í borgarstjórn. Mál þeirra væra í réttum farvegi og viðræður um kröfur þeirra á viðkvæmu stigi. -gg Kvikmyndasjóður Uthlutun gagnrýnd Stjórn félags kvikmyndagerð- armanna hefur gagnrýnt úthiut- un Kvikmyndasjóðs á dögunum þar sem Hrafni Gunnlaugssyni var úthlutað 15 miljónum til myndarinnar Tristan og ísold sem aðallega verður unnin af er- lendum aðilum. „Við samþykktum ályktun á dögunum, þar sem gagnrýnt er að úthlutað sé þriðjungi af ráðstöf- unarfé sjóðsins í eitt verkefni sem er að mestu í höndum erlendra aðila, án þess að nokkur skilyrði fylgdu um þátttöku íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ sagði Þorsteinn Jónsson formaður fél- agsins í samtali við Þjóðviljann. -sá. Slys Maðurinn látinn laus Maður lést er hann féll úr stiga skömmu fyrir þrjú aðfaranótt fimmtudagsins. Félagi hans sem tilkynnti um slysið gLsti fanga- geymslur um nóttina en var látinn laus í gær eftir yfirheyrslur. Að sögn RLR kom upp deila í húsi í vesturbæ Reykjavíkur. Vís- aði húsráðandi tveimur gesta sinna á dyr og hélt síðan ásamt þeim látna á eftir þeim. Þeir höfðu læst sig úti og hugðust komast inn um glugga, en þá féll annar þeirra úr stiga þrjá metra og lést. Húsráðandi var einn til frá- sagnar en lögreglan taldi ekki á- stæðu til þess að halda honum eftir skýrslutöku. Mennirnir höfðu neytt talsvert mikils áfeng- is um nóttina. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.