Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.02.1987, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL Hvalarannsóknir Meginþunginn í hvalatalningum Áœtlað að verja 25.5 miljónum til rannsóknanna íár Á nýliðnu ári var varið 8 milj- ónum króna til hvalarannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunar Islands, helmingi þess fjár sem Hvalur hf. lagði fram til þeirra. Afgangurinn, 8 miljónir króna rennur til rannsóknanna á þessu ári, en alls verður varið til þeirra 25,5 miijónum króna. Þetta kom m.a. fram í svari Halldórs Ásgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra á alþingi s.l. þriðju- dag við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur. Ráðherrann sagði að nokkuð hægar hefði verið far- ið af stað sl. vor en mögulegt hefði verið m.a. vegna endur- skoðunar á rannsóknaáætluninni. í fyrra störfuðu 6 fastráðnir stafsmenn að hvalarannsóknum auk 15 manna sem voru lausráðnir til af- markaðra verkefna. Rannsóknirnar í fyrra skiptust í þrjá þætti, söfnun nýrra gagna í Hvalstöðinni, söfnun nýrra gagna í leiðöngrum og úrvinnslu og skipulagningu. í skýrslu ráð- herra segir að ítarlegum gögnum um fæðuval og holdafar hvalanna sem veiddust hafi verið safnað auk þess sem gerðar voru mæl- ingar og tekin fæðusýni á hvala- miðunum til samanburðar. Þá var tæpur helmingur hvalanna vigtaður en þessar rannsóknir miða að því að auka þekkingu á þætti hvalanna í fæðukeðjunni og áhrif umhverfisins á lífskilyrði þeirra. Gerðar voru ýmsar mæl- ingar á efnainnihaldi vefja og líff- æra með tilliti til mengunar og eins til að varpa ljósi á greiningu stofnanna í N-Atlantshafi. 20 erlendir vísindamenn í fyrra komu 20 erlendir vís- indamenn og nýttu sér aðstöðu til vettvangsrannsókna í Hvalfirði. Þeir komu frá 15 háskólum eða rannsóknastofnunum í 6 löndum, 8 frá Bandankjunum, 5 frá V- Þýskalandi, 3 frá Bretlandi, 2 frá Kanada, 1 frá Spáni og 1 frá Sví- þjóð. Meðal viðfangsefna útlend- inganna voru athuganir á tíðni sjúkdóma, eðlis- og orkufræði hreyfingar hvala, leiðni hljóðs í eyra hvals og mengun í vefjum og líffærum. Umfangsmikil flugtalning á hrefnu í fyrra bar góðan árangur að sögn sjávarútvegsráðherra. Lokaúrvinnsla fer nú fram og verða niðurstöður lagðar fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins í júní n.k. Þá fóru fram reglubundnar talningar á rannsókna- og hvalveiðiskipum auk þess sem unnið var að ljós- myndun og öðrum athugunum á háhyrningum austanlands. Er búist við að þær athuganir gefi nýjar upplýsingar um greiningu háhyrninga í stofna á N- Atlantshafi og áreiðanlegra mat á fjölda dýra hér við land en nú er til. Líklegast verður þessum at- hugunum haldið áfram á þessu ári og því næsta. Átak í hvalatalningu Loks var unnið að skipulagn- ingu ýmissa þátta rannsóknanna, einkum fyrirhugaðra hvalataln- inga á þessu ári. Það er umfangs- mesta verkefnið, sem ráðist verð- ur í á rannsóknatímabilinu 1986- 1990, þar sem a.m.k. þrjú íslensk skip verða við athuganir samtím- is. Gert er ráð fyrir þátttöku ann- arra landa í talningu, t.d. þriggja skipa frá Noregi, einu frá Fær- eyjum og einu sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni. Þá er vonast eftir að Danir leggi til skip til hvalatalninga við vestur- strönd Grænlands. Gangi þetta eftir verður þetta mesta átak í hvalatalningum sem framkvæmt hefur verið á N-Atlantshafi. Þessar talningar verða uppistað- an í rannsóknunum á þessu ári sem áætlað er að muni kosta sam- tals 25,5 miljónir króna. Aðeins skipaleigan vegna hvalatalning- arinnar nemur 16 miljónum, og gert er ráð fyrir að óráðstafað fé í árslok 1987 verði um það bil 1 miljón króna. Það er Hvalur hf. sem kostar þessar rannsóknir með 100 þús- und krónum fyrir hvern veiddan hval og hækkar það í samræmi við byggingavísitölu. Verði afgangur af andvirði hvalaafurðanna að frádregnum rekstrarkostnaði Hvals hf. rennur hann óskiptur í sérstakan hvalrannsóknasjóð í vörslu sjávarútvegsráðherra. 130 tonn seldust innanlands af afurð- um síðasta árs en ekkert hefur enn verið selt úr landi. Sjávarút- vegsráðherra sagði hins vegar að kjötið væri selt og yrði sent úr landi á næstunni. Ónauðsynlegt að drepa fleiri dýr? Guðrún Helgadóttir þakkaði sjávarútvegsráðherra þessar upp- lýsingar en átaldi hann um leið fyrir að svara því ekki hvert hval- aafurðirnar verða seldar. Hún sagði ákaflega erfitt að sjá nauðsyn þess að halda hval- veiðunum áfram í blóra við sam- þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins enda skapaði það íslendingum afar slæma stöðu á alþjóðavett- vangi. Guðrún benti á að stærsti hluti rannsóknanna fer fram án þess að drepa þyrfti nokkurt dýr, með talningum og myndatökum og sagði að það hlyti að vera nóg- ur efniviður til áframhaldandi líffærarannsókna frá veiðunum í fyrra. Guðrún tók fram að hún væri ekki að verja þá hópa sem með ólöglegum hætti berjast gegn hvalveiðum. Með þá ætti að fara sem hverja aðra lögbrjóta. íslendingar ættu hins vegar að kappkosta að halda virðingu sinni á alþjóðavettvangi. -ÁI Blikkiðjan1 Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 DJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað erí 4i Fjárveiting fékkst ekki Ragnar Arnalds: Nauðsynlegt að undirbúa stórátak á nœsta ári SI. haust fór sérstök nefnd, skipuð af menntamálaráðherra fram á 26 miljón króna fjár- veitingu á fjárlögum þessa árs til undirbúnings opins háskóla hér á landi. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir 10 miljónum króna við fjármálaráðherra en niður- staðan á fjárlögum var aðeins 1 miljón 75 þúsund krónur. Þetta kom m.a. fram hjá Sverri Hermannssyni á alþingi sl. mánu- dag þegar Ragnar Arnalds mælti enn fyrir tillögu sinni um opinn háskóla. Tillagan gerir ráð fyrir því að nýta nýja möguleika í fjöl- miðlun og tölvutækni til að gera háskólanám aðgengilegt öllum án tillits til fyrri menntunar, aldurs eða búsetu. Ragnar flutti þessa tillögu í fyrra og bárust þá m.a. jákvæðar umsagnir frá Kennarasamtökunum og út- varpsráði, en tillagan hlaut ekki lokaafgreiðslu á alþingi. Sverrir Hermannsson upplýsti að hann hafði fengið þá Markús Örn Antonsson , útvarpsstjóra, Sigmund Guðbjarnarson, há- skólarektor og Gunnar G. Schram, alþingismann til að afla upplýsinga um opinn háskóla og gera tillögur til sín. Afleiðingarn- ar urðu þær sem að ofan greinir og sagði Sverrir að fjárbeiðnin hefði borist eftir að ráðuneytið hafði gengið frá fjárveitingatil- lögum sínum. Hann sagði miljón- ina sem fékkst rétt til að sýnast og tryggja nánari undirbúning og lofaði að láta þingheim fá skýrslu nefndarinnar. Það bæri vott um skammsýni ef menn ekki færu að taka til hendinni í þessu efni. Ragnar Arnalds fagnaði undir- tektum ráðherrans og hvatti hann til að senda skýrsluna strax til fé- lagsmálanefndar alþingis sem hefur tillögu hans til umfjöllunar. Þessar undirtektir hvettu alþingi mjög eindregið til að samþykkja tillögu sína og nauðsynlegt væri að taka saman höndum um að undirbúa stórátak í þessu efni á árinu 1988. Q SIÐA - ÞJÓÐVILJINN ! Föstudagur 6. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.