Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 4
LEIÐAM Lýðræðisflokkamir í borgarstjóm Á þessum vetri hafa þau tíðindi gerst, að millum lýðræðisflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur tekist náið samstarf gegn ein- ræðissinnaðri stjórnun Sálfstæðisflokksins á málefnum Reykjavíkur. Þetta samstarf hefur tekist svo vel að Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, hefur í grein kallað flokkana sameiginlega Lýð- ræðishluta borgarstjórnar. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Sé einhvers staðar á íslandi við lýði stjórnarfar, sem er andstaða lýðræðis, sem hægt er að kalla sovéskt, sem hægt er með fullum rétti að tengja einræði, þá er það stjórnunarmáti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hagar sér nefnilega einsog gömul spillt klíka, sem hefur setið að völdum alltof lengi. Þar fá flokksgæð- ingarnir að fylkja sér á jötuna eftir þörfum og hagsmunir annarra borgarbúa skipta þá ekki miklu máli. Dæmið af ísbjarnarbræðrunum, sem borgarsjóður bjargaði frá bullandi hruni er gott dæmi þar um. Kaupin á hinni rándýru skrautbifreið borgar- stjóra eru annað dæmi um spillinguna sem þrífst í skjóli einræðis Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hvar annars staðar myndi það líð- ast, að hégómleiki æðsta embættismanns höfuðborgar kosti stórkostlegar upphæðir, af því einu að honum finnst tilveran óbærileg nema hann sé á fínni bíl en bæði forsætisráð- herrann og forsetinn? Einræðið kemur raunar víðar fram. Það má: minna á að í Sovétríkjunum stendur Gorbatsjof nú fyrir herferð gegn spillingu. Þar eru meint spillingarmál rædd opinskátt í ríkisfjölmiðlun- um. Hinn ráðandi flokkur á íslandi hefur hins vegar mun betri tök á ríkisfjölmiðlunum en flokk- urinn í Sovét. Hann sá til dæmis til þess, að kommissarinn á sjónvarpinu bannaði frétta- mönnum sínum að koma á blaðamannafund sem lýðræðisflokkarnir í borgarstjórn héldu, þó allir aðrir fjölmiðlar mættu. Hann bannaði líka að fréttamaður sjónvarpsins ræddi við aðra en borgarstjórann einan í fréttatíma, þegar fjár- hagsáætlun borgarinnar var rædd, sem er auðvitað ruddalegsta dæmið um fiokksstýring- una á sjónvarpinu um langt skeið. Og væntan- lega hefur það líka verið komissarinn, sem sá til þess að í sama viðtali losnaði stolt allra borgar- búa við að svara erfiðum spurningum um bruðlið í kringum bílakaupin. Þetta er einræði. Þetta er sovét. Þetta er Sjálf- stæðisflokkurinn. Gegn einmitt þessu vilja lýðræðisflokkarnir berjast, og það er þessvegna, sem þeir hafa tekið upp svo náið samstarf. Af málflutningi talsmanna Sjálfstæðisflokks- ins og málgagns þess er Ijóst, að samvinna lýðræðisflokkanna hefur slegið þeim miklum ugg í brjóst. Það er að vonum. Með þessari samvinnu hefur slagkraftur þeirra sem andæfa einræðisstjórnun Sjálfstæðisflokksins nefni- lega margeflst. Þetta kom langbest í Ijós við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Lýðræðis- flokkarnir stóðu þar saman að ábyrgum og vel rökstuddum tillögum, sem voru í meginatriöum á öndverðum meiði við stefnu íhaldsins. Þær beindust fyrst og fremst að því að bæta snagg- aralega þrjá málaflokka: húsnæðismál, aðbún- að og kjör aldraðra, - og dagvistarmál. Lýðræðisflokkarnir lögðu fram tillögur um að 60 miljónir, sem átti að veita í Ráðhússjóð, yrðu þess í stað settar í Oldrunarsjóð. Þannig yrði góðærið notað til að setja til hiiðar peninga sem síðar mætti nýta til að byggja húsnæði fyrir aldr- aða. Jafnframt lögðu lýðræðisflokkarnir fram fjölmargar aðrar tillögur um kjör aldraðra, til dæmis um bætta heimahjúkrun, dagvist fyrir aldraða, stofnsetningu sambýla til að leysa bráðavanda gamalla Reykvíkinga í húsnæðis- hraki, og svo mætti lengi telja. Framlög til dagvistarmála vildu lýðræðis- flokkarnir stórauka, og gera að reglu að 4 % af útsvarstekjum borgarinnar yrði varið til bygg- ingu dagvistarheimila. I húsnæðismálum lögðu þeir til að fé yrði varið í tilraunaverkefni um búseturéttaríbúðir, og vildu að auki byggja miklu fleiri leiguíbúðir. Alls sjötíu vel grundaðar tillögur, þar sem nákvæmlega var sagt fyrir um, hvaðan pening- arnir ættu að koma. Og niðurstaðan? - Allar tillögurnar, hver og ein einasta sem skipti máli, voru felldar! Þetta er auðvitað einærðið holdi klætt. Ná- kvæmlega ekkert tillit tekið til 70 tillagna fulltrúa helmings borgarbúa. Það er gegn svona vinnubrögðum sem lýð- ræðisflokkarnir vilja vinna saman. -ÖS LJOSOPIÐ Mynd:E. Ól. þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar. LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreið8lu-ogafgrelðslustjóri:HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Askriftarverö á mónuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.