Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 20
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þjómnuiNN
Laugardagur 7. febrúar 1987 30. tölublað 52. örgangur
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Keflavík
Sprengjumar virkar
Friðþór Eydal blaðafulltrúi varnarliðsins: Fólk tilkynni yfirvöldum
efþaðfinnurgamalthernaðardót
Asvæðinu við Háabjaila sem er
gamalt æfíngasvæði landhers-
ins var mikið af alls kyns gömlu
drasli og voru þar á meðal gamlar
sprengjur, bæði virkar og óvirk-
ar en svæðið var hreinsað síð-
astliðið sumar og vonandi hefur
það tekist vel, en ef fólk fínnur
eitthvað torkennilegt verður það
endilega að láta það eiga sig að
hafa hendur á því heldur tilkynna
það lögreglu eða varnarliðinu
strax,“ sagði Friðþór Eydal
blaðafulltrúi varnarliðsins.
Þeim sprengjum sem þarna
lágu hefur sumum verið varpað
úr flugvélum og þær grafist niður
í jarðveginn og síðar lyfst upp á
yfirborðið með tímanum vegna
frosta og jarðklaka en aðrar slík-
ar hafa ekki sprungið af ýmsum
orsökum.
Þetta æfingasvæði var mikið
notað fram til um 1960 og að-
spurður um hversvegna herinn
hefði ekki tekið til eftir sig fyrr,
sagðist Friðþór ekki vera kunn-
ugur málinu, en telja að ekki
hefði verið farið fram á það fyrr.
Friðþór gat þess einnig að
sprengjan sem drengirnir í Kefla-
vík fundu um daginn í fjörunni
við bæinn, hefði að öllum líkind-
um upphaflega fundist annars-
staðar en verið borin þangað al-
veg nýlega. /
Hann taldi ekki ólíklegt að
eitthvað af svona dóti, jafnvel
virku, væri í höndum fólks víðs-
vegar og væri full ástæða til að
minna á þá hættu sem slíku fylgir
og hvetja fólk til að afhenda það
yfirvöldum sem koma draslinu
fyrir kattarnef. -sá.
Krafla
Hreyfing
Við Leirhnúk
Stöðugt en hægfara landris hef-
ur verið í kringum Leirhnúk við
Kröflu síðan i nóvember, en þar
hefur allt verið með kyrrum
kjörum síðan í mars 1985.
„Þetta er ákaflega lítið landris
en við fylgjumst vel með öllu,“
sagði Guðmundur Sigvaldason
jarðfræðingur við Norrænu eld-
fjallastöðina í samtali við Þjóð-
viljann.
„Sjálfvirk mælitæki skrá allar
hreyfingar dag og nótt og við
verðum þannig varir við hvers
konar hreyfingar. Það er okkar
fyrsta verk á morgnana hér að
lesa af þessum tækjum.'“ - vd.
Júlíana Sigurjónsdóttir: Það er fullskipað við 12-14 borð í briddsinu á
fimmtudögum. Mynd E.ÓI.
Sigtún
Mikið fjör á
laugardagskvöldum
Félag eldri borgara heldur uppi öflugufélagsstarfi
í Sigtúni
Við komum hér á hverjum
fímmtudegi til að spila bridge,
og það er alltaf mjög góð mæting
sagði Júlíana Sigurjónsdóttir,
einn gesta Félags eldri borgara í
Sigtúni, í samtali við Þjóðviljann
þegar við litum þar inn í gær.
Félag eidri borgara hefur haft
opið hús í Sigtúni í vetur og að
sögn Péturs H. Ólafssonar starfs-
manns félagsins, hefur það vakið
mikla lukku.
„Við héldum tvö þorrablót síð-
ustu laugardaga því mætingin var
svo góð, í fyrra sinnið komu 340
en í það seinna um 300 manns,“
sagði Pétur.
I Sigtúni er ýmislegt á boðstól-
um og námskeið í silkiptrentun
og krystalskurði eru meðal þess
sem má leggja stund á. Auk þess
er spiluð vist á þriðjudögum og
bridge á fimmtudögum einsog
fyrr segir.
„Það er dansað hér á laugar-
dögum og þá er oft mikið fjör,“
sagði Júlíana. „Við höfum fengið
harmonikkara til að spila fyrir
okkur. Það er mikil þörf fýrir
svona félagsskap.“
Þess má geta að næsta laugar-
dag verður dagskrá með upplestri
og söng í Sigtúni og eru allir vel-
komnir sem í félaginu eru. -vd.
Farmenn
Leigutökur verði stöðvaðar
Farmenn segja gjaldeyrisheimildirfyrir27leiguskipum hafi verið gefnar út. Eitt á
vegum Eimskips á fölskum forsendum
Enginn fundur var boðaður hjá
ríkissáttasemjara með far-
mönnum og vinnuveitendum í
gær. Ekkert hefur verið ákveðið
um það hvenær fundur verður
boðaður.
Farmenn hafa sent viðskipta-
ráðherra bréf þar sem bent er á
að síðan 1. desember sl. hafi ver-
ið gefnar út gjaldeyrisheimildir
fyrir 27 erlendum leiguskipum og
þar af ein á fölskum forsendum.
Hvetja þarf ráðherra til þess að
stöðva leigutökur þessar.
Að sögn Jóhanns Símonar-
sonar var það Eimskip sem sótti
um leiguskip á fölskum forsend-
um, en flest öll leiguskipin eru á
þeirra vegum. Sótt hefði verið
um heimild fyrir skipi til flutninga
á salti og heimildin veitt á þeim
forsendum. Skipið flutti hjns veg-
ar til landsins stykkjavörur.
—K.Ól.
T T ' r ^ \*Vhvo£
Her tæróu
,, obbolítinrí' kaffirjóma
út í kaffiö þitt