Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGHD Málefnahópur Utanríkis- og friðarmál Málefnahópur Alþýðubandalagsins um utanríkis- og friðarmál er boðað- urtilfundaríflokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105, Reykjavík mánudaginn9. febrúar kl. 20.30. Félagar mætið vel og stundvíslega. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Byggjum landið allt Alþýðubandalagið heldur opna stjórnmálafundi á eftirtöldum stöðum: Félagsheimili Húsavíkur, sunnudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Gestur fundar- ins er Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Alþýðuhúsið á Akureyri, sunnudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Gestur fundar- ins Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra flytja ávörp á fundunum. - Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Rangárþingi Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn föstudaginn 13. febrúar kl. 21.00 að Krókstúni 5, Hvolsvelli. Á fundinn koma menn úr efstu sætum framboðslistans. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Miðstjórnarfundur verður haldinn 7. og 8. mars nk. í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundargögn verða send út í vikunni. Efstu menn á framboðslist- um flokksins eru sérstaklega boðaðir á fundinn. Formaður miðstjórnar. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Ari Skúlason formaður atvinnumálanefndar verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, 3. hæð í dag, laugardag, milli kl. 10-12. Kópavogsbúar velkomnir. - Stjórnin. /ESKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Skrifstofa ÆFAB Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar verður opin næstu vikur á milli 17-19 alla virka daga. Liggi þér eitthvað á hjarta, þá sláðu á þráðinn í síma 17500 eða röltu við á H-105. Starfsmenn. ÆFR Aðalfundur Æskulýðsfylkingin í Reykjvík boðar til aðalfundar, laugardaginn 14. fe- brúar kl. 10.00 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagsrkáratriði auglýst síðar. Stjórn ÆFR Lögtaksú rsku rðu r Eftir beiðni Hafnarfjarðarbæjar úrskurðast hér með að lögtök megi fara fram fyrir eftirtöldum gjöldum til Hafnarfjarðarbæjar, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði. I. Til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar: a) Gjaldfallin eru ógreidd gatnaðgerðargjöld álögð 1986, skv. 6. gr. rgl. nr. 446, 9. okt. 1975 um gatnagerðargjöld í Hafnarfirði sbr. og rgl. nr. 468 7. júlí 1981. b) Gjaldfallin en ógreidd leyfisgjöld álögð 1986, skv. gr. 9.2. í byggingarreglugerð nr. 292,16. maí 1979. II. Til hafnarsjóðs Hafnarfjarðar: Gjaldfallin en ógreidd hafnargjöld álögð 1986, skv. 11. gr. hafnarlaga nr. 69/1984, sbr. rgl. nr. 494/1986 og rgl. nr. 375/1985. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði mega fara fram á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð Hafnarfjarðar- bæjar, að átta dögum liðnum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar. Hafnarfirði 30. janúar 1987. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. INNSÝN aðarbandalögum bót - fyrir hönd Islendinga. Varnaglar gegn friði Og nú koma varnaglarnir: „En afvopnunin verður að taka mið af ástæðum og orsökum vígbúnað- arins, sem eru stjórnmálalegs eð- lis. _ (Leturbr. Þjóðv.: Hvað meinar maðurinn?). Efafvopnun á að skila árangri og friður að aukast verður því að vera fyrir hendi samningsvilji voldugustu ríkja heims. Sá vilji verður til þegar ótti og tortryggni minnkar. (Hvernig gerist það?). Skilyrði afvopnunar eru fleiri. Það verður að vera ljóst til hvaða tegunda vopna niðurskurður tekur. Það verður að koma í veg fyrir að árangur á einu sviði leiði til hernaðarkapphlaups á öðrum sviðum. Niðurskurður kjarna- vopna má ekki skapa ójafnvægi t.d. á sviði efnavopna eða hefð- bundins vígbúnaðar. (Leturbr. Þjóðv.). Frysting og bann við kjarnasprengjum má ekki leiða til þess að ríki geti haldið augljósu forskoti. (Menn skulu hafa það hugfast þótt erfitt sé, að það er utanríkisráðherra íslands, sem skrifar þessa grein, en ekki hershöfðingi í Washington eða Moskvu). Mikilvægasta skilyrði afvopnunar er síðan eftirlit með framkvæmd hennar. Eftirlitið verður að vera með þeim hætti að allir aðilar geti unað við það og treyst því. A vettvangi Sameinuðu þjóð- anna höfum við greitt atkvæði gegn óraunsæjum og óraunhæf- um tillögum um frystingu og af- vopnun þar sem framangreindra atriða er ekki gætt. I umræðum á vettvangi Norðurlandaráðs um kjarnorkuvopnalaus svæði höf- um við lagt áherslu á, að hvert skref til afvopnunar dragi úr spennu. (Með því að koma í veg fyrir að Norðurlönd verði kjarn- orkuvopnalaus svœði???) Við höfum hvatt til samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum og við höfum lagt til að slíkt svæði verði víðáttumeira og taki jafnframt til hafsins. Með slíkri afstöðu höfum við gætt þess að hrapa ekki að neinu því sem spillt gæti friðnum eða forsendum hans. Stefna íslendinga í afvopnun- armálum er varfærin en hún er um leið ábyrg. Næðist árangur í anda hennar yrði friður og af- vopnun líka langvarandi.“ (Let- urbr. Þjóðv.) Friður kjötkaupmanna og skipamiðlara Og þar með er lokið úttekt Matthíasar Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar á framlagi Islendinga til friðarmála. Þetta framlag er ekki mikils virði. Þetta framlag gerir okkur ef til vill kleift að selja ameríska setu- liðinu dáldið af keti (samt ekki lambaketi) og hænueggjum, og þetta framlag gerir okkur ef til vill kleift að fá örlitla sposlu handa íslenskum skipafélögum við birgðaflutning fyrir herveld- ið. Þetta framlag gerir okkur ekki kleift að tala um sjálfstæða utan- ríkisstefnu, hvað þá friðar- eða afvopnunarstefnu. Þetta er framlag dáðlausrar ríkisstjórnar til að halda við- skiptafriðinn við vini okkar í vestri. Þetta framlag til friðarmála á þessum skelfilegu kjarnorkutím- um er jafnaumkunarvert og ríkis- stjórnin sem leggur það fram. Ef ísland hefur ekki annað til málanna að leggja á alþjóðavett- vangi er sæmst að þegja. Þegja og hugsa um hermangs- gróðann og reyna að gleyma 50.000 kjarnaoddum. Reyna að vera borubrött og halda áfram að þykjast trúa því að friðarmálin snúist um nokkra skrokka af lambaketi. -Þráinn 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1987 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1987 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði ísiands: Útgáfa tónverka Til útgáfa íslenskra tónverka veröa veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 100.000.00. Um- sóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 70.000.00 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin 5 ár ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræði- störf og náttúrufræðirannsóknir. Heildarstyrkupphæð er kr. 220.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7,101 Reykja- vík fyrir 10. mars 1987. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi um- sókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menn- ingarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Reykjavík Laus staða forstöðumanns Auglýst er til umsóknar staða forstöðumanns á nýju heimili í Reykjavík fyrir 5 fjölfötluð börn. Starfsvið forstöðumanns verður auk meðferðar- starfa, ráðning starfsfólks, vaktaskipulag og fjár- reiður. Staðan veitir hlutaðeigandi mikið frjálsræði hvað varðar efnistök en krefst fagþekkingar, færni í samskiptum og hæfileikatil stjórnunar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess. Ráðningartími hefst þ. 1. júlí nk. Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. mars nk. Nánari upplýsingar í síma 621388. Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Laus staða Kvikmyndasjóður íslands óskar að ráða starfs- mann. Hér er um að ræða fjölbreytt og áhugavert starf, sem felur m.a. í sér vinnu við Kvikmynda- safn íslands auk almennra skrifstofustarfa. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi lokið a.m.k. stúdentsprófi, geti unnið á tölvu og hafi skipu- lagshæfileika. Um er að ræða hálfs dags starf fyrst um sinn. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fyrir 15. febrúar til Kvikmyndasjóðs íslands Skipholti 31, 105 Reykjavík. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.