Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 18
AFMÆU
Arnarflug hf.:
Sala nýs hlutafjár
Á almennum hluthafafundi í Arnarflugi hf. 5.
febrúar sl. var stjórn félagsins heimilaö aö auka
hlutafé félagsins um allt aö kr. 130.377.000, og
hefur stjórnin ákveðið að nýta þessa heimild og
bjóða hið nýja hlutafé til sölu.
Núverandi hluthafarhafaforgangsrétttil áskriftar
að hinu nýja hlutafé í hlutfalli við hlutafjáreign
sína, enda skrái þeir sig fyrir hlutum fyrir lok
febrúarmánaðar. Eftir þann tíma er heimilt að
selja öðrum þá hluti, sem áskrift hefur ekki fengizt
að.
Hlutaféð verður selt á nafnverði og greiðist með
peningum, víxlum eða skuldabréfum með
tryggingum, sem fullnægjandi verða metnar, og
reiknast peningalegt andvirði víxla og
skuldabréfa sem framlagt hlutafé.
Núverandi hluthafar, sem óska að nota
forgangsrétt sinn til kaupa á hinu nýja hlutafé
skulu tilkynna það til Þórðar Jónssonar
skrifstofustjóra á skrifstofu Arnarflugs hf.,
Lágmúla 7, Reykjavík, s. 29511, fyrir lok
febrúarmánaðar.
Jafnframt eru aðrir aðilar, sem áhuga hafa á að
kaupa hlutafé í félaginu, beðnir að tilkynna um
það með sama hætti til Þórðar Jónssonar, sem
tekur við slíkum tilkynningum fyrir hönd
stjórnarinnar.
Reykjavík, 6. febrúar 1987.
Stjórn Arnarflugs hf.
ORKUSTOFNUN
Jarðhitaskólinn á Orkustofnun óskar eftir að taka
á leigu nokkrar íbúðir fyrir nemendur sína. íbúð-
irnar þurfa að vera í góðu ástandi og búnar hús-
gögnum.
Leigutími er 24. apríl til 26. október 1987.
Upplýsingar gefnar á Orkustofnun í síma 83 600.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
byggingadeildar óskar eftir tilboðum í byggingu á
efna- og líftæknihúsi á Keldnaholti.
Verktaki tekur við lóð í núverandi ástandi, byggir
húsið og skilar því tilbúnu undir tréverk inni og
fullfrágengnu að utan.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir-
kjuvegi 3 gegn kr. 10 þús. skilatryggingu. Tilboð-
in verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 4.
mars n.k. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORCAR
Fnkifkjiivcgi 3 Simi 25800
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu við fráfall og útför
sr. Eiríks J. Eiríkssonar
Sigr. Kristín Jónsdóttir
Aðalsteinn Eiríksson
Jón Eiríksson
Hildur Eiríksdóttir
Ágústa Eiríksdóttir
Jónína Eiríksdóttir
Guðmundur Eiríksson
Ásmundur Eiríksson
Aldís Eiríksdóttir
Ingveldur Eiríksdóttir
og
Guðrún Larsen
Sjöfn Kristjánsdóttir
Sævar Valdemarsson
Snorri Björn Sigurðsson
Ástþóra Kristinsdóttir
Dagmar Hrönn Guðnadóttir
Páll Skaftason
barnabörn.
verkum sínum. Um það blandast
engum hugur lengur að hann skipar
varanlegan sess í fremstu röð
stjórnmálaleiðtoga okkar íslend-
inga á lýðveldistímanum.
Við sem nú erum á miðjum aldri
eða rúmlega það eigum margar
minningar um framgöngu Gylfa í
íslensku þjóðlífi. Ég minnist hans
frá fjölsóttum kappræðufundum á
vegum Stúdentafélags Reykjavík-
ur, þar sem hann sótti og varði mál-
stað jafnaðarmanna af þekkingu,
leikni og reisn. Framganga hans í
útvarpsumræðum frá Alþingi kom
oft á óvart; hann tók viðfangsefnin
einatt öðrum tökum en aðrir ræðu-
menn og nálgaðist þau af meiri yfir-
sýn en títt er um menn, sem eru
niðursokknir í dægurmálaþras.
Það er flestra manna mál, þeirra
sem ég þekki úr röðum skóla- og
listamanna, að menntamálaráð-
herrann Gylfi Þ. Gíslason, hafi bor-
ið af öðrum, sem því virðulega
embætti hafa gegnt, að þeim ólöst-
uðum. Tækifæris- og samkvæmis-
ræður Gylfa frá þessum tíma urðu
oft fleygar. Gylfi á til skálda að
telja, enda vafðist ekki fyrir honum
að ávarpa þingveislur í léttu og
leikandi bundnu máli. Tónskáldinu
Gylfa hafa menn kynnst af rómant-
ískum lögum hans við öndvegisljóð
Tómasar Guðmundssonar, Jóns
Helgasonar og annarra þjóðskálda.
Oft eru það örlög manna, sem
þegið hafa í vöggugjöf jafn marg-
brotið gáfnafar og hér er lýst, að
þeir verða verkasmáir, vegna
skorts á einbeitingu. Það er hins
vegar til marks um skapfestu og
viljastyrk Gylfa, að þessir marg-
brotnu hæfileikar voru agaðir til
skapandi verka.
Afmælisritið, Hagsæld, tími og
hamingja, sem vinir Gylfa standa
að, í tilefni 70 ára afmælisins,
endurspeglar vel fjölbreytni við-
fangsefna og ótrúleg vinnuafköst
höfundar. Ungur gerðist Gylfi
háskólakennari að starfi og hug-
sjón. Jafnframt var hann
brauðryðjandi í hagfræðikennslu
og íslenskun þeirrar fræðigreinar.
Það er aðalsmerki Gylfa sem kenn-
ara, að hann hefur búið í hendur
nemendum sínum fjölda rita um
hagfræðileg efni. Öllu þessu kom
hann í verk samhliða erilsömu og
lýjandi starfi stjórnmálamannsins.
Þannig gerir hann skömm til mörg-
um háskólakennaranum, sem hélt
sig þó við leistann sinn og lét sér
nægja að ástunda fræðin ein.
Þegar Gylfi var horfinn á braut úr
eldlínu stjórnmálanna tók hann aft-
ur til við háskólakennsluna af sömu
elju og áhuga og fyrr. Þannig hefur
hann seinni árin gerst brautryðj-
andi í kennslu fiskihagfræði innan
viðskiptadeildar og dregið þar sam-
an föng í hendur nemendum á móð-
urmálinu. Þetta sýnir m.a. hversu
heill hann kom út úr róstum
stjórnmáiabaráttunnar með óskert
starfsþrek og í fullu fjöri.
Af stjórnmálaferli Gylfa gnæfir
sennilega hæst framlag viðskipta-
ráðherra viðreisnar til þeirra löngu
tímabæru og róttæku umbóta á
hagstjórn, sem hrundið var í fram-
kvæmd á fyrra skeiði þeirrar far-
sælu ríkisstjórnar.
Síðan hefur íslenskum
stjórnmálaforingjum mjög fatast
stjórn efnahagsmála eins og lesa
má af línuritum um óðaverðbólgu
og skuldasöfnun seinni ára. Þar
þarf aftur að taka til hendinni og
koma fram róttækum umbótum á
stjórnarfari og stjórnsýslu, í fram-
haldi af umbótastarfi viðreisnar-
manna.
Heimt handritanna úr höndum
Dana hefur áreiðanlega verið stór
stund á ferli hins hámenntaða og
listunnandi menntamálaráðherra.
Sem dæmi um framsýni Gylfa og
raunsætt mat á stöðu mála má
nefna, að gáfaðir menn í bænda-
stétt harma það nú alla daga að við-
vörunarorðum Gylfa um fyrir-
sjáanlegar ógöngur bænda undir
jarðarmeni misráðinnar ríkisfor-
sjár og einokunarkerfis, var ekki
sinnt í tæka tíð. Nú vildu margir þá
Lilju kveðið hafa.
A s.l. ári hélt Alþýðuflokkurinn
hátíðlegt 70 ára afmæli sitt. Þar
kom fyrrverandi formaður Alþýðu-
flokksins og jafnaldri, Gylfi Þ.
Gíslason, eftirminnilega við sögu. I
ræðu sinni við setningarathöfn
flokksþingsins miðlaði lífsreyndur
stjórnmálaleiðtogi okkur hinum af
reynslu sinni. Þar kvað við tón um-
burðarlyndis og velvildar í garð
allra manna. Það er hinn hreini
tónn, sem mætti að ósekju gæta
meir í samskiptum einstakíinga og
hópa, í okkar fámenna þjóðfélagi.
Alþýðuflokkurinn og Gylfi eru
ekki einasta jafnaldrar. Þeir hafa
átt samleið í bráðum hálfa öld. Af
þeim 70 árum, sem Alþýðuflokkur-
inn hefur starfað, hefur Gylfi Þ.
Gíslason átt sæti í miðstjórn flokks-
ins í 46 ár. Hann var ritari flokksins
í 20 ár, varaformaður í 2 ár og for-
maður í 6 ár (1968-74). Formaður
þingflokks var hann í 10 ár, eða þar
til hann vék af þingi árið 1978.
Alþýðuflokkurinn og Gylfi hafa
mátt þola saman súrt og sætt, vel-
gengni og mótlæti. Það verður að
segja reykvískum jafnaðar-
mönnum til hróss, að þeir höfðu
snemma vit á að virkja hæfileika
hins unga gáfumanns í þágu flokks
og þjóðar. Alþýðuflokkurinn fól
Gylfa mikinn trúnað. Og Gylfi
níddist í engu á þeim trúnaði, sem
honum var sýndur. Fyrir hans til-
verknað öðrum fremur náði flokk-
urinn miklum árangri í stjórnar-
störfum. Enn í dag erum við jafn-
aðarmenn stoltir af þeim góðu
verkum. En á seinni hluta for-
mannstímabils síns fékk Gylfi einn-
ig að kenna á því harða lögmáli, að
laun heimsins eru vanþakklæti. Því
tók hann með karlmennsku og
æðruleysi, sem honum er í blóð
borið.
í Viðskipta- og hagfræðingatali
er þess getið, að hagfræðiprófess-
orinn og stjórnmálamaðurinn Gylfi
Þ. Gíslason eigi sönglög á þremur
hljómplötum. Heitin eru táknræn:
yið sundin blá, Lestin brunar og
Ég leitaði blárra blóma. Heitin á
hljómplötunum, ljóða- og lagaval-
ið, staðfestir að þessi afkastamikli
stjórnmálamaður er í innsta sinni
óforbetranlegur rómantíker.
Um það luma ég á lítilli sögu,
sem lýsir fagurkeranum og listunn-
andanum Gylfa Þ. Gíslasyni. Sú
var tíð að kona mín var fremst í
flokki fagurra ungmeyja, sem
héldu uppi merki Islenska dans-
flokksins. Einhvern tíma snemma á
skólaárum hennar færði dansflokk-
urinn upp nýjan, frumsaminn bal-
lett, eftir danska ballettmeistarann
Erik Bidsted. Ég bið að heilsa, hét
hann. Daginn eftir var ballerínan
stödd á myndlistarsýningu í gamla
Listamannaskálanum. Þar steðjar
að henni frakkaklæddur valdsmað-
ur, tekur ofan sinn svarta hatt og
hneigir sig djúpt fyrir ballerínunni.
Hann þakkaði af hrifningu fyrir
ánægjulega kvöldstund og hvatti
ballerínuna eindregið til dáða í
þjónustu danslistarinnar, sem þá
var vissulega í bernsku hér á landi.
Þarna var þá kominn sjálfur
menntamálaráðherrann, fagurker-
inn og listunnandinn í einni og
sömu persónu. Margur valdsmað-
urinn hefði látið ógert að ávarpa
svo virðulega unga skólastúlku,
sem var að stíga fyrstu sporin á
sviðinu. - Kannske var það Iíka
stjórnmálamaðurinn sem kunni
sig. Alla vega er þetta litla atvik
ekki gleymt, þótt meira en 30 ár séu
liðin síðan.
I biskupasögum segir frá því er
menn ræddu sín í milli um
mannkosti og ágæti ísleifs biskups.
Þar var nærstaddur fóstursonur
hans, Jón Hólabiskup Ögmundar-
son, og komst svo að orði um fóstra
sinn að æ síðan hefur verið í
minnum haft á íslandi: „Hans skal
eg ávallt geta er eg heyri góðs
manns getið."
Þessi orð vil ég gera að mínum
um Gylfa Þ. Gíslason. Að svo
mæltu flyt ég honum hugheilar
þakkir okkar íslenskra jafnaðar-
manna fyrir giftudrjúgt starf og
dygga þjónustu við góðan málstað í
bráðum hálfa öld. Við árnum
Gylfa, Guðrúnu konu hans Vil-
mundardóttur, sonum þeirra og
fjölskyldu allri heilla á afmælinu.
Ókkur hinum óska ég þess til
handa, að við megun enn um langa
framtíð njóta góðra verka afmælis-
barnsins, landi og lýð til heilla.
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
Utboð
VEGAGERÐIN
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið:
Vesturlandsvegur í Norðurárdal 1987
(Lengd 3,0 km, fylling 48.500 m3).
Verki skal lokið 10. júlí 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
Borgarnesi og í Reykjavík (aðagjaldkera) frá og
með 9. febrúar nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 23. febrúar 1987.
Vegamálastjóri.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur
Laust embætti sem
forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í almennri bókmenntafræði
við heimspekideild Háskóla íslands er laust til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda-
störf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo
og námsferil og störf skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 6.
mars n.k.
Menntamálaráðuneytið
5. febrúar 1987