Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. febrúar 1987 30. tölublað 52. árgangur Sjóðurinn Slegist um fundargerðir Sögulegarfundargerðir BJ í vörslu Þjóðviljans. Guðmundur E. og Stefán B.: Þorsteinn er réttlaus eftir aðhafasagtaf sér. Sést ífundargerðunum. Þorsteinn:Rangt. Þjóðviljinn: Fundargerðirnarsanna ekkert Ideilu þeirri setn nú er fyrir dómstólum um yfirráð yfir peningum BJ halda fyrrverandi þingmenn fiokksins því fram, að Þorsteinn Hákonarson, sem höfð- ar málið á hendur þeim, hafi í raun ekki heimild til málarekst- urs fyrir BJ. Staðhæfinguna byggja þeir á því að Þorsteinn hafi sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir BJ, um leið og þeir tóku ákvörðun um að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Þorsteinn neitar því hins vegar, en þingmennirnir svara því með því að vísa til fundargerðar þar sem þetta komi fram. Þjóðviljinn hefur nú undir höndum óundirrituð drög að fundargerð frá hinum sögulega fundi, þegar þingmennirnir tóku ákvörðun sína um að ganga í Al- þýðuflokkinn, og þar er mjög óljóst hvort Þorsteinn geldur já- Kynning G-listinn Reykjavík Alþýðubandalagið í Reykjavík kynnir framboðslista sinn fyrir komandi þingkosningar. Sjá bls. 9-12 Var í fremstu víglínu íranskiflóttamaðurinn í viðtali við Þjóðviljann: Aðsœkja um pólitískt hœli er erfiðasta ákvörð- un lífs míns „Ég var aðeins 19 ára þegar ég fór í stríðið og 18 mánuði var ég í fremstu víglínu. En ég vil ekki tala um stríðið við þig, það vekur upp of slæmar minningar,“ sagði íranski flóttamaðurinn Omid (persneska=von) í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði það erfiðustu á- kvörðun lífs síns að yfirgefa land sitt og leggja á flótta. „Ég hef misst persónuleika minn,“ sagði hann. „En ég átti engra kosta völ.“ Sjá nánar í Nafni vikunnar í Sunnudagsblaðinu. _vd. yrði við að segja af sér trúnaðar- störfum eður ei. í yfirlýsingu sem blaðinu barst frá Guðmundi Einarssyni og Stefáni Benediktssyni í gær ítreka þeir þá skoðun sína að Þorsteinn hafi sagt af sér og vísa enn til fyrr- _ nefndrar fundargerðar. „Dugi það ekki, getum við leitt fram vitni sem voru á fundinum,“ sagði Stefán við blaðið í eær- kvöldi. Kristín Waage, fyrrum starfs- maður BJ, taldi aðalatriði máls- ins vera, að hún hefði einungis greitt sér og Karli Th. Birgissyni laun út uppsagnarfrestinn sam- kvæmt samningum. En þær launagreiðslur kallar Þorsteinn Hákonarson þjófnað, og telur þá Stefán og Guðmund ábyrga fyrir þjófnaðinum. „Þeir voru gengnir úr BJ og gátu því engan veginn ráðstafað fé þess,“ sagði Þor- steinn í gær. Guðmundur og Stefán kveðast álíta, að þar sem þingflokki BJ hafi verið úthlutaðir þessir pen- ignar af ríkissjóði, þá beri að skila þeim aftur þangað. _ gg/ös Sjá yfirlýsingu Guð- mundar og Stefáns, ásamt yfirlýsingu Eiðs Guðnasonar, bls. 3 Galvaskir námsmenn með nýja útvarpið sitt! Ljósvakinn Skólafólk fær Útras Nýtt útvarp hefur göngu sína Efni það sem boðið verður uppá í miðli þessum kemur til með að verða af ýmsum toga. Vitaskuld verður megin áhersla lögð á það sem snertir málefni skólafólks, svo sem hagsmuna- mál margskonar og menningarm- ál, fræðslumál og skemmtan af öllu tagi. En fullvíst má telja að fólk á öllum aldri muni taka því fegins hendi að geta hlýtt á vand- að útvarp án þess að hafa auglý- singar sýknt og heilagt glymjandi í eyrum. Stefnt er að því að varpa út hvern rúmhelgan dag frá kl. 10- 24 þó hægar verði farið í sakirnar fyrst í stað. -ks. Sprautufólk Aróðurinn hefur engin áhrif Þráttfyrir hœttuna sem stafar afeyðnismiti virðastfíkniefnaneytendur ekki var■ kárari með sprautur. Fjöldi sprautufólks talinn vera um 120—150 manns Framhaldsskólanemar eru stórhuga um þessar mundir og veigra sér ekki við því að etja kappi við sér eldri og reyndari,“ menn! Þeir ætla nefnÚega að hleypa af stokkunum nýrri út- varpsstöð og mun fyrstu útsend- ingar að vænta næstkomandi mánudag á slaginu klukkan tólf á hádegi. Verður þá send út hátíð- ardagskrá og geta menn hlýtt á hana með því að stilla tæki sín á FM 88,6. Útrás, en svo nefna þeir fyrir- tækið, hefur verið nokkuð lengi í deiglunni en fyrstu hugmyndir um að ráðast í þetta stórvirki kviknuðu um það bii sem nýju útvarpslögin tóku gildi. Stofnaðilar eru nemendafélög átta framhalds skóla á höfuð- borgarsvæðinu og munu þau standa straum af rekstri útvarps- ins að öllu leyti, sjá um dagskrá og greiða allan kostnað. Það er einkar athygli vert að ekki ein einasta auglýsing mun verða lesin í útvarpinu. Aróðurinn gegn eyðni hefur lítil áhrif haft inní okkar hóp. Við erum ekkert á nálum út af þessu og ég held að fólk haldi bara áfram uppteknum hætti í neyslunni, sagði fikniefnaneyt- andi sem neytir reglulega amfct- amíns í æð í samtali við Þjóðvilj- ann, en sá hópur er að mati Ótt- ars Guðmundssonar læknis að Vogi talinn vera um 120-150 manns. Hópur þeirra sem neytir am- fetamíns í æð hefur stöðugt farið stækkandi hér á landi og gerir enn. Áætlað er að fjöldi þeirra sem komu í meðferð á Voginn úr ' þessum hópi árið 1986 sé á milli 80-90 manns. Þessi hópur er áhættuhópur hvað varða eyðni- sjúkdóminn, en hlutfall sprautu- fólks meðal þeirra sem mælst hafa með eyðni á íslandi er hærra en víðast hvar í nágrannalöndun- um eða um 21% sýktra. í úttekt Þjóðviljans í Sunnu- dagsblaðinu segir viðmælandi sem er sprautumaður að notkun- arvenjur fólks á sprautum hafi lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir eyðniáróðurinn. Fólk noti sömu sprauturnar og aðrir ef aðstæður bjóði ekki uppá annað. -K-Ól. Sjá bls. 4 og 5 í Sunnudagsblaði ■■HBmnHraB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.