Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.02.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Nýlega kom út hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi bókin Goð og hetj- ureftir Anders Bæksted íþýð- ingu Eysteins Þoivaldssonar. Óhætt er að fullyrða að með Goðum og hetjum hafi öllum þeim mönnum, sem áhuga hafa á að kynna sér fornan menningar- heim okkar, borist í hendur merk bók. íslendingar hafa löngum verið orðlagðir fyrir þá rækt sem þeir leggja við fornbókmenntir sínar. Því er það í rauninni óskiljanlegt hversu slælega þeir hafa sinnt goðafræðinni og rann- sóknum á átrúnaði og lífsskiln- ingi heiðinna manna. Margir menn hafa nú af því áhyggjur að rannsóknir á heimi Eddukvæða og raunar allra forn- bókmennta okkar séu að miklu leyti að flytjast úr landi meðan handritarannsóknirnar eiga sitt höfuðvígi hér. Hægt er að slá því föstu að án yfirgripsmikillar þekkingar á heimi goða og hetja muni allar slíkar rannsóknir standa á brauðfótum. Náin þekk- ing á hinni fornu heimsmynd hlýtur að opna nýjar leiðir til skilnings á þessum verðmætum okkar. Slík þekking getur án efa bent okkur á ný og óravíð svið til skilnings á sögum eins og Egils sögu og Njálu. Eddukvæðarann- sóknir allar verða ábyggilega í skötulíki nema sjálfum grund- vellinum verði aukinn gaumur gefinn, heimsmyndinni sem aö baki liggur. Þeir kennarar, sem á undan- förnum árum og áratugum hafa leitast við að miðla nemendum sínum einhverjum fróðleik um goðin og vættir heiðins siðar hafa ekki haft úr miklu að moða. í rauninni hefur Norræna goða- fræði Ólafs Briem verið eina boð- lega ritið til kennslu. Vissulega er það góð bók og gagnleg, en allt gott má bæta. Sá vandi hefur einnig blasað við kennurum að þeir hafa ekki átt margra kosta völ að bæta við sig þekkingu á þessu sviði til að fylla í eyður og svara áleitnum spurningum sem óhjákvæmilega vakna þegar goðafræði er kennd. Þess vegna, meðal annars, er gífurlegur feng- ur að Goðum og hetjum. Hún er einfaldlega miklu fyllri og ítar- legri en aðrar bækur á íslensku um þetta efni. Höfundurinn, Daninn Anders Bæksted (1906-1968), var merk- ur fræðimaður og er þessi bók, sem hann gaf fyrst út árið 1943, þekktasta verk hans og hefur lengi gegnt hlutverki Biblíunnar í þessum fræðum í Danmörku. Árið 1984 kom hún út í endur- skoðaðri gerð Jens Peter Schiódt mag.art. sem færði ýmislegt til betri vegar í ljósi nýrra athugana. Goð og hetjur er þýðing þeirrar útgáfu. I undirtitli bókarinnar kemur fram að henni er ætlað að vera „alþýðlegt fræðirit" enda er hún þannig úr garði gerð að allir geta notið hennar, leikmenn jafnt sem fræðimenn. Höfundi tekst svo vel að sameina hið fræðilega og skemmtandi að bókin er á stund- um spennandi eins og reyfari. Að vísu kemur fyrir að manni finnst urðu fljótt farið yfir rannsóknir annarra manna og stundum sakn- ar maður að heimilda er ekki get- ið enda engin heimildaskrá í bókarlok. En ekki verður bæði sleppt og haldið. Goð og hetjur verða fyrir bragðið „alþýðlegri" og aðgengilegri hverjum manni. Þrátt fyrir þetta er augljóst að höfundur er vandaður fræðimað- ur sem vinnur vel úr heimiidum sínum og lætur sjaldan eftir sér að byggja á ótraustum rökum - jafn freistandi og það hlýtur að vera í þessari fræðigrein. Goð og hetjur er fyrst og fremst grundvallarrit Laugardagur 7. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Óðinn í augum 18. aldar Islendinga. Úr handriti. sem veitir öðrum, hafi þeir til þess löngun og kjark, færi á að láta gamminn geisa. Sannleikur- inn er vitaskuld sá að þær heim- ildir, sem við höfum í höndum, eru svo strjálar og ósamstæðar að þær nægja engan veginn til að byggja upp heilstæða mynd þar sem allt fellur í skorður, heims- mynd og trú. Spurningarnar sem kvikna verða því ætíð fleiri en svörin. En auðvitað hljóta þær spurningar að orka ögrandi á fræðimenn og annað áhugafólk um slík fræði og verða hvatning til að leggja sitt af mörkum til að fylla í einhver skörð og spyrja nýrra spurninga. Það kann að vekja athygli og hugsanlega efasemdir að hetju- sögurnar fá hér inni með goðum. Sannleikurinn er hins vegar sá að það eykur gildi bókarinnar til muna sem grundvallarrits um fornan menningararf. Goðin og hetjurnar verða í mörgu tilliti ekki skilin að; heiðinn átrúnaður og lífsviðhorf eru samofin heimi hetja á sama hátt og goða. Þetta tvennt verður að fylgjast að ef menn ætla að skyggnast inn í þann heim. Myndefni Goða og hetja er kapítuli út af fyrir sig og eiga út- gefendur mikið lof skilið fyrir að auka stórlega við það efni frá dönsku útgáfunni. Hæst ber vita- skuld þær litmyndir sem birtast úr íslenskum handritum frá 18. öld, stórskemmtilegar myndir sem koma nú fyrir sjónir almennings fyrsta sinni. Aðrar myndir ýmissa listamanna frá ýmsum tímum vekja einnig athygli og leiða í ljós svo ekki verður um villst að þessi fjarlægi, dularfulli heimur getur orðið listamönnum verðmæt uppspretta listræns krafts. Þýðing Eysteins er á geysi- fallegu máli og frágangur allur til hinn vandaðist. Nafnaskráin í lok bókarinnar gerir alla notkun hennar miklu auðveldari. í heild er þessi bók hvalreki fyrir alla þá sem láta sig varða grundvöll okkar fornu menning- ar og nauðsynleg handbók í öllum skólum. Þórður Helgason. Andreas Schmidt Fátt getur þekkilegra en ljóða- söng þegar hann heppnast. En það er bara svo sjaldan. Það kem- ur fyrir að manni finnst heimur- inn vera að fyllast af ómögu- legum ljóðasöngvurum, en það er auðvitað misskilningur. Bara martröð. En það hefur komið fyrir nokkrum sinnum að maður hefur orðið fyrir töfrum á ljóða- tónleikum, töfrum sem eiga eftir að búa í sálinni um alla framtíð. Svoleiðis var ljóðasamkoma þeirra Andreasar Schmidt og Thomasar Palm í óperunni sl. mánudag. Þessi ungi baritón, Schmidt, er einn af örfáum út- völdum á þessu sviði. Hann hefur allt sem til þarf, rödd, tækni, útlit og það sem mestu máli skiptir, fullkominn skilning á ljóði og hæfileika að láta það lifna í mús- ík. Það er sama hvar mann ber niður í efnisskránni, Mozart var fínn, Beethoven sterkur og Schu- mann ævintýri líkastur. Píanó- leikarinn Thomas Palm er líka í sérflokki og einn af þessum sjald- gæfu snilldarmönnum, sem geta stutt og örvað söngvara með blætöfrum slaghörpunnar. Það er á svona tónleikum, sem sögnin um Orfeus verður ljóslifandi og skiljanleg. Þeir félagar munu flytja okkur óperumúsík á morgun, og ef að líkum lætur verður slegist um miðana, því margir urðu frá að hverfa á ljóðatónleikunum. En ef maður skyldi verða undir í þeim slag, gerir það ekkert til; maður getur alveg eins verið þarna í hug- anum. Leifur Þórarinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.