Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 3
Loðna FRÉTTIR Austurbœjarbíó Kvótinn kláraður Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að heimila hverju loðnu- skipi að fara tvær veiðiferðir um- fram áður úthhitað aflamagn. Þetta er gert til að tryggja að veitt verði það magn af loðnu sem Haf- rannsóknarstofnunin hefur lagt til, og til að unnt verði að standa við samninga um sölu á frystri loðnu og loðnuhrognum. Sá afli sem veiðist í þessum ferðum dregst frá kvóta næsta vertíðar. -j- Bíókóngurinn vann Arni Samúelsson bauð betur en Hitt leikhúsið og keypti Austurbœjarbíó. Bœtirfjórða bíóinu ísafnið Arni Samúelsson hefur bætt Austurbæjarbíói í kvikmyndahúsasafn sitt og hefur því yfir alls fjórum kvikmynda- húsum að ráða, Bíóhöllinni, Nýja bíó í Keflavík, Bíóhúsinu og nú Austurbæjarbíói. Samkomulag varð milli aðila um að gefa ekki upp kaupverð Austurbæjarbíós. Árni var ekki einn um hituna, því Hitt leikhúsið hafði einnig hug á að festa kaup á bíóinu, en gat ekki boðið eins vel og Árni. Þriðji aðili var um tíma inni í myndinni en heltist síðan úr lest- inni. Fyrri eigendur munu afhenda Árna Austurbæjarbíó 1. apríl n.k. og verður því þá lokað með- an gerðar verða á því endurbætur innanhúss. Fyrirhugað er að opna bíóið aftur um miðjan maí. -gg Laxárdalsheiði Jám í jám Engar líkur á að vegagerðin og Hagvirki nái samkomulagi. Líkur á að málið fari í gerðardóm Samningafundur vegagerðar- innar og Hagvirkis í deilunni um Laxárdalsheiðina bar engan árangur og eru allar líkur á að málið verði iagt fyrir gerðardóm Verkfræðingafélags íslands. Hag- virki hefur haldið fast við kröfu sína um 24 miiljóna króna skaða- bætur, en vegagerðin býður 1173 þúsund krónur. Hagvirki tók að sér vegafram- kvæmdir á Laxárdalsheiðinni árið 1985 fyrir tæplega 5 milljónir króna samkvæmt útboði. Kostn- aðaráætlun vegagerðarinnar hljóðaði upp á um 10 milljónir, en endanlegur kostnaður verk- takanna reyndist um 22 milljónir þegar upp var staðið og varð verkinu þó ekki að fullu lokið. Hagvirki heldur því fram að út- boðsgögn hafi verið villandi, verkið hafi verið allt annað en sagði f útboðsgögnum, og krefst því hæstu skaðabóta sem vega- gerðin hefur verið krafin um, um 24 milljóna. Samningafundur var haldinn í byrjun febrúar, en síðan hafa að- ilar ekki talast við og behdir allt til þess að sögn kunnugra að mál- ið endi fyrir gerðardómi. -gg Búnaðarsamband Suðurlands Ráðning lagabrot Búfrœðikandídatar mótmœla þvíharðlega að garðyrkjufræðingur sé framkvœmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands Félag íslenskra búfræðikand- fdata ítrekaði á aðalfundi sínum 9.febrúar síðastliðinn mótmæli sín frá því í júlí og september 1986 gegn ráðningu Kjartans Ólafs- sonar garðyrkjufræðings í starf framkvæmdastjóra Búnaðar- sambands Suðurlands. í ályktun fundarins er stjórn Búnaðarsambands Suðurlands átalin harðlega fyrir að ráða ekki búfræðikandídat í starfið sam- kvæmt búfjárræktar- og jarð- ræktarlögum, og telur félagið því að ráðning garðyrkjufræðingsins sé óviðunandi og skýlaust lög- brot. Félagið segir í ályktun sinni að stjórn Búnaðarsambandsins hafi vanvirt búfræðikandídata með gerðum sínum og sýnt furðulegt skilningsleysi á nauðsyn þess að maður með fullnægjandi menntun fari með framkvæmda- stjórn í stærsta búnaðarsambandi landsins. Aðalfundurinn krefst þess að starf framkvæmdastjóra Búnað- arsambands Suðurlands verði auglýst laust til umsóknar án taf- ar og búfræðikandídat verði ráð- inn til starfsins eigi síðar en l.september næstkomandi. -vd. Gert klárt i Efstaleitinu (mynd: Sig). Bensínið Engar vamir gegn blýmengun ísland eittfárra landa þarsem ekki er hœgtað kaupa blýlaust bensín. Þingmenn AB með tillögu um að undirbúa innflutningþess til að verjast mengun rír þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lagt fyrir alþingi tillögu um varnir gegn blýmeng- un f útblæstri bfla, en ísland er eitt af fáum Evrópulöndum sem aðeins selur blýblandað bensín. Blýið sjálft veldur mikilli mengun og gerir mengunarvarnir í nýjum bílum óvirkar. Tillagan gerir ráð fyrir að blý- laust bensín verði flutt hingað til lands og verði samkeppnisfært við það sem nú er á markaði. í greinargerð benda þau Guð- rún Helgadóttir, Skúli Alexand- ersson og SteingrímurJ.Sigfússon á að útblástur eldsneytis sem inniheldur blý veldur verulegri loftmengun, skaða á gróðri og mannvirkjum auk þess sem hann veldur heilsutjóni á fólki. Ekki liggja enn fyrir niðurstöður af mengunarmælingum Hollustu- verndar við fjölfarnar aksturs- leiðir, en ljóst er að loftmengun vegna umferðar er veruleg hér á landi og fer vaxandi ekki síður en annars staðar. Norðurlandaráð hefur sam- þykkt að samræma aðgerðir til að hverfa frá notkun blýblandaðs bensíns og innan tíðar munu bif- reiðar verða þannig útbúnar að þær ganga aðeins fyrir blýlausu bensíni. Svíar munu t.d. ekki framleiða öðru vísi bíla eftir 1989 og í Noregi verður notkun blý- lauss bensíns lögskyld í byrjun sama árs. í Bandaríkjunum og í Japan eru nýir bílar þegar búnir tækjum sem hreinsa útblástur eiturefna en sá búnaður krefst notkunar á blýlausu bensíni, og kemur því ekki að notum hér á landi. -ÁI. Ríkisútvarpið Útvaips- sljórinn flytur Yfirstjórn útvarpsins flytur ínýja Útvarpshúsið í þessum mánuði en frekari flutningum hefur verið frestað vegna farmannaverkfallsins í þessum mánuði flytur út- varpsstjóri Ríkisútvarpsins, Markús Örn Antonsson, í nýja Útvarpshúsið við Efstaleiti 1, ásamt 7 af 130 starfsmönnum stofnunarinnar. Til stóð að flytja starfsemina í nýja húsið þann 15.febrúar en að sögn Dóru Ingvarsdóttur fulltrúa útvarpsstjóra hafa frekari flutn- ingar frestast um óákveðinn tíma, meðal annars vegna far- mannaverkfallsins. Þeir sem nú flytja í nýja Út- varpshúsið eru auk útvarps- stjóra, fulltrúi hans, fjármála- stjóri og starfsfólk fjármála- deildar. „Það er erfitt að segja til um hvenær allsherjarflutningar fara fram, það verður bara að koma í ljós hvað þessi frestur vegna farmannaverkfallsins leiðir af sér“ sagði Ðóra. „Við eigum erf- itt um vik að flytja útsendingar- stúdfóin fyrr en eftir kosningar þar sem þeim tilheyrir flókinn tækjabúnaður sem þarf að nota mikið í kringum kosningarnar.“ -vd. Ríkislögmaður Maliö orðið þvælt „Það hefur áður verið fjallað það mikið um þetta í fjölmiðlum og á vettvangi Lögmannafélags- ins, þar sem Björn fékk tækifæri til að kynna sín sjónarmið, þann- ig að málið fer að verða ansi þvælt,“ sagði Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður er blaðið bar undir hann ummæli BjörnsÞ. Guðmundssonar iagaprófessors um bandarískar vitnaleiðslur hér í kjölfar Ránar-slyssins. Björn segir í Tímariti lögfræð- inga að vitnaleiðslurnar séu lítils- virðing gagnvart innlendu rétt- arfari og veitir jafnframt ríkislög- manni ákúrur. „Ég ætla ekki að fara að munn- höggvast við Björn í fjölmiðlum og mun því svara honum á sama vettvangi," sagði Gunnlaugur. - RK. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.