Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 11
ÚIVARP^SJÓNWLRPf
©
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Stúlk-
an í glerkistunni".
9.20 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
9.45 Þingfréttlr.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ljáðu méreyra.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 Mlðdegissagan: „Það ereltthvað
sem enginn veit“ Llney Jóhannsdóttir
les endurminningar slnar sem Þorgeir
Þorgeirsson skráði (3).
14.30 Nýtt undir nálinni.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Sfðdegistónleikar.
17.40 Torgið - Viðburðir helgarinnar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál.
19.40 Þingmál.
20.00 Lög unga fólkslns.
20.40 Kvöldvaka.
21.30 Sigild dægurlög.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Hljómplöturabb.
23.00 Andvaka.
24.00 Fréttir.
00.10 Næturstund í dúr og moll.
01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til
kl. 03.00.
9.00 Morgunþáttur.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Bót í máli.
15.00 Sprettur.
17.00 Fjör á föstudegi.
18.00 Hlé.
20.00 Kvöldvaktin.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
7.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas-
synl.
9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nót-
um.
12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu
Harðardóttur. Fréttapakkinn.
14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson (
Reykjavfk sfðdegis.
19.00 Þorsteinn J. Viihjálmsson.
22.00 Jón Axel Ólafsson.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
18.00 Nilli Hólmgelrsson. Þýskur teikni-
myndaflokkur.
18.45 Stundin okkar - Endursýning.
19.00 Á döfinni.
19.10 Þingsjá.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Spftalalff (M*A*S*H)
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Unglingarnir i frumskóginum.
21.10 Mike Hammer.
22.00 Kastljós.
22.30 Seinni fréttir.
22.35 Sælt er f sveitlnni. Tékknesk bíó-
mynd gerð árið 1985.
00.25 Dagskrárlok.
17.00 Undir áhrifum. Átakanleg mynd
um þau áhrif sem ofneysla áfengis getur
haft á fjölskyldulífið.
18.30 Myndrokk.
19.00 Teiknimynd. Glæframúsin (Dang-
ermouse).
19.30 Fréttir.
20.00 Um vfða veröld.
20.20 Geimálfurinn.
20.55 Háskaleg eftlrför (Moving Violati-
ons). Bandarísk bfómynd frá 1976.
22.30 Benny Hill.
22.55 ( upphafi skal endinn skoða.
00.20 CABO BLANCO Bandarísk bíó-
mynd með Charles Bronson.
01.55 Myndrokk.
03.00 Dagskrá.
KALLI OG KOBBI
GARPURINN
FOUDA
í BLÍDU OG STRÍDU
ORÐ I EYRA
J
Peningagræðgi
Alþýðubandalagsmanna
i Það er kominn kosningaskjálfti í
íhaldið.
Friðrik Sófusson varaformað-
ur Sjálfstæðisflokksins trúir hin-
um trygglyndu sauðum í Verði
fyrir því, að það eigi að fara fram
alþingiskosningar eigi síðar en
25. apríl.
Til að gera frásögnina ennþá
mergjaðri lætur Friðrik varafor-
maður það fylgja sögunni, að vel
geti komið til þess að kosið verði
fyrr, ef Framsóknarmenn sem
eru samábyrgir íhaldinu í ríkis-
stjórn láti ekki af þeirri firru að
heimta rannsókn á embættis-
rekstri þess stjórnglaða manns
Sverris Hermannssonar. En Frið-
rik segir að fleira geti komið til og
sundrað þeirri dásamlegu
sambúð frjálshyggju og fram-
sóknar sem nú hefur staðið með
ærslafullum ástum í hartnær
fjögur ár. Hann bendir á, að enn-
fremur geti dökkar blikur á
launamarkaðinum orðið til þess
að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinn-
ar til að fá hennar umboð og stað-
festingu tii að stjórnin geti haldið
áfram að vinna ótrufluð að því
höfuðmarkmiði sínu að haída
niðri launum fólksins í landinu til
hagsbóta fyrir þjóðina.
I sjónvarpsviðtali um hina
mögnuðu pólitísku úttekt sína
lagði Friðrik mikla áherslu á, að
hann hefði í ræðunni slegið þann
varnagla, að persónulega væri
hann ekki trúaður á að til þess
arna kæmi - enda þótt hann teldi
ástæðu til að hafa orð á þessu.
Enda er það skynsamlegt hjá
stjórnmálamanni sem finnst loft-
ið lævi blandið að reka eins
marga varnagla og kostur er
hverju sinni.
Þrátt fyrir að Friðrik sé ekki
trúaður á að þau atvik gerist sem
hann varar við virðist hann ekki
alveg frír við að hafa áhyggjur af
því að „ótiltekin öfl“ muni eitra
hugi þeirra launþega sem nú eiga
eftir að berjast fyrir einhverjum
lágmarkskjarabótum, þannig að
launþegasamtökin kunni að
steypa ríkisstjórninni og þjóðinni
allri í glötun með því að knýja
fram hærri laun heldur en ríkis-
stjórnarstefnan leyfir að fólk
hafi.
Og þá eru góð ráð dýr að mati
Friðriks. Ef launþegar, eins og til
dæmis kennarablækur og opin-
berir starfsmenn, fara að heimta
meira kaup en ríkisstjórnin telur
hoilt fyrir þá að hafa til ráðstöf-
unar þá er ekki um annað ræða,
en að leita til allrar þjóðarinnar
og spyrja hana, hvort það sé ekki
rétt og skynsamlegt af ríkisstjórn-
inni að koma fram af fullri festu
við þetta lið, sem skeytir engu um
þjóðarhag heldur heimtar svimhá
laun fyrir það eitt að kenna
krökkum í upphituðum kennslu-
stofum eða hanga á opinberum
kontórum.
Enda gæti það náttúrulega
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
varar við launagræðgi.
kippt fótunum undan láglauna-
stefnu ríkisstjórnarinnar, ef „hin
myrku öfl“ gætu spanað þessa
bókabéusa sem fást við kennslu
og eiga ekki að vera að hugsa um
peninga upp í að krækja sér í
meiri kjarabætur en öðrum hefur
tekist að sækja í greipar atvinnu-
rekenda og ríkisstjórnar.
Þessi óskilgreindu „öfl“ sem
ríkisstjórnin óttast - þessi
„myrku öfl“ - hljóta að vera Al-
þýðubandalagsmenn, sem eins
og allir vita, kæra sig kollótta um
þjóðarhag og sjá ekki út fyrir
eigin hagsmuni og láta stjórnast
af blindri peningagræðgi og
Mammonsdýrkun. Ekki geta
þetta verið kratar eða Jón Bald-
vin sem nú starir ástsjúkum
augum til íhaldsins, og bíður þess
eins að grái fiðringurinn hlaupi í
Þorstein Pálsson svo að hann yfir-
gefi framsóknarmaddömuna og
biðji um hönd nýútsprunginnar
kratarósar.
Þessi myrku og gráðugu öfl
kunna nú að eitra saklausa hugi
kennaranna og hvísla í eyru
þeirra allskonar freistandi fyrir-
heitum um óhófleg laun, risnu og
fríðindi og hvers konar munað og
býlífi, þannig að kennararnir
missi stjórn á sér og gleymi þeirri
borgaralegu skyldu sem á herð-
um þeirra hvílir að kenna börn-
um og ungmennum daginn út og
inn og forðast að safna korni í
hlöður, vitandi það af menntun
sinni að auðveldara er úlfalda að
smjúga gegnum nálarauga en rík-
um manni að komast inn í himn-
aríki.
Ef til þess kemur, sem
bjartsýnismaðurinn Friðrik
Sófusson hefur þó enga trú á að
verði, sem sé að kennarafólin
geri alvöru úr að brjóta lág-
launastefnuna á bak aftur, er
vitaskuld kominn tími til að
bregðast hart við og siga þjóðinni
allri á þennan þrýstihóp, sem hef-
ur látið afvegaleiðast af Mam-
monshyggju Alþýðubandalags-
ins og vill steypa þjóðinni í glötun
og gera að engu verk þeirrar dás-
amlegu stjórnar, sem hefur tekist
að afstýra horfelli og hung-
ursneyð í landinu nokkur undan-
farin ár, þrátt fyrir að utanað-
komandi uppákomur eins og
mesta góðæri í sögu lýðveldisins
hafi næstum náð að rugla stjórn-
ina í ríminu og setja verðbólguna
af stað aftur.
Það er nefnilega ríkisstjórninni
að þakka að verðbólgan skuli
vera á undanhaldi. Ríkisstjórn-
inni hefur tekist að halda verð-
bólgunni í skefjum þrátt fyrir
mikinn mótbyr. Upp á eigin spýt-
ur hefur stjórninni tekist þetta
ætlunarverk sitt: Þrátt fyrir fíkn
og eftirsókn þjóðarinnar í vaxta-
okur, þrátt fyrir þá hættulegu
efnahagssveiflu sem varð þegar
þjóðin heimtaði að stjórnin lækk-
aði launin um þriðjung, þrátt
fyrir lækkandi olíuverð, þrátt
fýrir verðhrun Bandaríkjadals-
ins, þrátt fyrir aflasæld og góðæri
til sjávar og sveita sem í tíð
óvandaðri stjórna hefði leitt til
þenslu og óhófs, þrátt fyrir erfið
skilyrði og vanþakklæti heimsins
hefur ríkisstjórninni tekist að
halda verðbólgunni innan
skynsamlegra marka - þótt
stjórnin hljóti að sjálfsögðu að
viðurkenna þann ósigur sinn, að
henni hefur ekki gengið eins vel
að halda niðri verðbólgunni eins
og kaupinu.
En þótt Friðrik Sófusson sé
ekki trúaður á eigin varnaðarorð
er rétt að hafa þau í huga:
Það er bein árás á ríkisstjórn
þeirra Steingríms Hermanns-
sonar og Þorsteins Pálssonar að
heimta mannsæmandi laun í
þessu landi.
Og ef einhver hópur, eins og til
að mynda kennarar, ætla að
mögla verður öðrum launþegum
sigað á þá sem reyna að rjúfa lág-
launasamtökin og sagt við þá:
Þessir ætla að reyna að hafa það
betra en þið á ykkar kostnað.
Þetta er sú stjórnviska sem við
búum við í dag. Og um þessa
stjórnvisku verður kosið 25. apr-
fl.
Eða fyrr?
Föstudagur 13. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11