Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 8
LJÓÐ
VIKUNNAR
JócrA UH&rtLAW !
"/\\W. £R v/WrW 6rðöwJ?
Zu&m>\ SMðlc^ <A
t>ES5i ?aDPÍ EE
<*> Ký-Ww&ft*
«Æ*> ,T
UNÖUNótAR frw T£ p/^S)
^ <TUNDA KV^^ír f N£-Ð ^A AfJ WOKKy,
V^sl^MS
Huaeu v»wsfa««-
KtT'fl SAMWl OÍBUÍW t áíSMmtiWr
Sft v«öft.ni.
wio o«- PWBi-öÞ s^r ^niiHgyi
l)««-iV6ftft öitTO j£Zvætti&e^'e
ATItyíLi
ftCTJtgn » n«- *!L •. ftv»n o«-t\i»
vrÍa^>s aivnaí^ HW
*V5.JRP£K1 **
Tvmm
MlM VEÖP HÍÍJK ft' ’“-n p^'i StBc»
[^J>ftflft£ VW* JjJ’iidKj YieW'EiKK' t'fjS
»• f \ w íf íVi \i\tae fcttte t _
^ ÉWLJvr ^']ðS HAK/ii eft^-
** ^
GLCTAN
Skylduspamaður
afnuminn?
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins,
lagði nýverið fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð
fyrir því að skyldusparnaður verði lagður niður. Höfu-
ðröksemdin, alltjent sú sem að ungu fólki snýr, er sú að
fá megi miklu hærri vexti á almennum markaði en ríkið
borgi. Þar að auki komi þessir peningar ekki að notum
innan húsnæðismálakerfisins.
Skyldusparnaður er tekinn af launum fólks frá 16 ára
aldri og fram að 26. ári. Hann er 15% af launatekjum,
þannig að fyrir sum eru þetta verulegar upphæðir. Fólk
á hins vegar næsta auðvelt með að leysa hann út
núorðið og þarf ekki að gifta sig í gegnum smáauglýs-
ingu, eins og áður tíðkaðist í nokkrum mæli.
Fólk sem er í skóla sex mánuði eða lengur á ári getur
leyst hann út, eins þeir sem standa í húsbyggingu eða
íbúðakaupum. Öryrkjar, einstæðir foreldrar og fólk í
sambúð með barn á framfæri getur sömuleiðis fengið
hann endurgreiddan.
En þar sem vextir af þessum sparnaði eru mun lægri
en gerist og gengur, má til sanns vegar færa að verið
sé að hafa peninga af ungu fólki, með því að skylda það
tll að spara.
Glætan fór á stúfana og leitaði álits nokkurra ung-
menna.
s
A að leggja skyldusparnað-
inn niður?
Haraldur Pátsson, sjó-
maður: „Mérfinnstað það
eigi að afnema hann. Þeg-
ar ég hef verið í skóla hef
ég alltaf leyst skyldusp-
arnaðinn út jafn óðum. Ég
held líka að flestir geri
það“.
Guðrún Jóhannsdóttii,
nemi og starfsm. Blóð-
banka: „Ég hef nú lítið
pælt í því. En skyldusparn-
aðurinn hefur komið mörg-
um vel og gott að hafa
eitthvað upp á að hlaupa".
Steinunn Baldursdóttir,
starfsm. Útvegsbanka:
„Nei, það er ágætt að eiga
þessa peninga inni þar til
seinna meir. En auðvitað
þarf að hækka vextina".
Stefán Eiríksson,
nemi M.H.: „Mér líst
ekkert á það. Fólk get-
ur náð í þessa peninga
ef það þarf á þeim að
halda. Það er aftur
augljóst að það þarf að
hækka vextina".
Sif Túliníus, nemi
M.H.: „Skyldusparn-
aðurinn kemur mörg-
um að góðum notum,
en mér finnst hins veg-
ar að það eigi að taka
hann til endurskoðunar
ef þetta fé er nýtt illa“.
Úr nöldurskjóðunni; Hrafn Jökulsson skrifar
„Greiddi ég þér smokka við Galtará11
1. 2.
Ég fékk sendan bækling um
daginn.
Hann var hnausþykkur, og lit-
prentaður. Utan á honum var
fólk í faðmlögum. Vel að merkja
nakið fólk. Utan um fólkið var
glær gúmmíhjúpur. Fólkið var
semsagt að faðmast inn í smokki.
Þar með varð ég - úr því ég
tilheyri íslenskri æsku - fórnar-
lamb hræðilegasta faraldurs sem
geisað hefur frá því ég man eftir
mér. Þ.e.a.s. baráttunnar gegn
smitbakteríu sem er þannig nátt-
úruð að hún gerir líkamann vam-
arlausan gegn öllum kvillum
þessa heims og annars.
Þessi faraldur - baráttan gegn
eyðni - hefur tekið á sig skringi-
legar myndir. Einu sinni þurfti að
taka heilan strætisvagn úr umferð
af því vagnstjórinn fullyrti að
heiðarlegur útigangsmaður um
nírætt hefði komið við sig. Allir
móðursjúklingar landsins hafa
nóg að starfa í kringum þetta allt-
saman: Móðuharðindin voru eins
og fermingarveisla hjá þessum
ófögnuði, þjóðin verður útdauð
einhvern tíma á næstu öld. Rétt
eins og aðrir íbúar jarðarinnar.
Eða hvað? Lausnarorðið er
„smokkur“.
Það kvað vera orðið stöðutákn
að nota smokk. Þekkt fólk fengið
til að láta mynda sig með eins og
einn slíkan. í augnablikinu man
ég ekki eftir öðrum en skáldun-
um Sigurjóni Birgi Sigurðssyni og
Kristjáni Þórði Hrafnssyni. En
þeir nota semsagt smokkinn. Og
verði þeim að góðu.
Upp í Breiðholti var heill skóli
settur á annan endann af því
skemmtinefndin(l) lét smokka
fylgja með ballmiðum. Formaður
skemmtinefndar varð náttúru-
lega þjóðhetja á svipstundu fyrir
bragðið.
Starfsfólk skemmtistaða
gengur í þar til gerðum bolum:
Eg nota smokkinn.
Þetta er eitt hið alleiðinlegasta
mál sem upp hefur komið. En af
því þetta er í þágu
mannkynsfrelsunar þá er það
vitaskuld níðingsverk að amast
við „smokkatrúarsöfnuðinum“.
En er alnæmi þá bara eins og
hvert annað dægurföndur, sem
engin ástæða er að amast við?
Seisei nei.
Vitaskuld er bráðnauðsynlegt
að gera eitthvað í málinu. Eða
setja það í nefnd.
Það alhræðilegasta er náttúru-
lega ef einhver finnur meðal við
þessu. - Smokkamarkaðurinn
hryndi til dæmis. Félagslíf í
skólum myndi lognast út af. Skúli
Johnson yrði ekki lengur þjóð-
hetja. Kristján Þórður og Sigur-
jón Birgir yrðu að koma sér í
blöðin með einhverju öðru móti.
En auðvitað finna þeir einhverja
mixtúru við þessu og ekkert við
því að gera. Því sá maður sem að
lokum finnur upp alnæmiseyðinn
verður margfaldur milljóner. Og
semsagt mannkynsfrelsis í bónus.
Ætli þjóðin finni sér ekkert
verðugra baráttumál en að leiða í
lög að fólk noti smokka? Eru
engin þau mál sem eru meira
knýjandi fyrir fjölmiðlana að
fjalla um?
Og afhverju gefa þau ekki bara
kandís eða sykurmola með
ballmiðunum upp í Breiðholti?
3
Það er alltaf dálítið athyglis-
vert að skoða hvaða mál það eru
sem vekja þjóðina upp af svefnin-
um væra. Nýársleikrit, þar sem
fólk striplast og kyssist upp á mat-
arborði. Það er stórmál. Þjóðin
fyllist heilagri vandlætingu.
Kannski bara af því þau not-
uðu ekki smokka í leikritinu?
Þjóðin rumskar líka þegar hún
verður þess vör að uppruni henn-
ar, tunga og þjóðararfur eru í
hættu.
Það gerist til dæmis ef hingað
flækist útlendingsgrey sem er
eitthvað öðruvísi á litinn en hún
JónaíÞingholtunum. íslendingar
eru náttúrulega rasistar og ekkert
við því að gera.
Og nú er unga fólkið í alveg
sérstakri útrýmingarhættu fyrir
hönd þjóðarinnar. Það er vita-
skuld af því unga fólkið er lauslátt
og drykkfellt - en umframallt af
því unga fólkið notar ekki nógu
marga smokka.
Mikið væri nú ánægjulegt ef
þessi þjóð fengi í framhaldi af
þessari trúarvakningu áhuga á:
fleiru en gúmmíi. Kannski kæm-
ist hún þá að þeirri niðurstöðu að.
henni stafi eyðingarhætta af ýmsu
öðru.
Og hver tekur mark á því
samfélagi sem finnur engin betri
baráttumál en hagsmuni smokka-
heildsala? Og kannski eru það
ýmis önnur mál sem brenna
heitar á ungu fólki og varða fram-
tíð þess meira.
Og kannski reynast einhverjir
aðgöngumiðar að framtíðinni
haldbetri en smokkar.
Hrafn Jökulsson
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1987