Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Notaðir bílar Innflutningur fjórfaldast Notaðir bílar20-25% ódýrariíV-Þýskalandienhér. 330fluttir inníhittifyrra, 1445ífyrra Innflutningur á notuðum bflum frá Evrópu til landsins hefur stóraukist. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu íslands voru fluttir 1445 notaðir bflar hingað til lands á síðasta ári en ekki nema 330 árið á undan. Aukningin er því rúmlega fjórföld. Að sögn Jónasar Bjarnasonar hjá FÍB er hér aðallega um að ræða bfla í millistærð og dýra bfla, svo sem Audi og Mercedez Bens. Flestir þessara notuðu bfla eru keyptir í V-Þýskalandi þar sem verð á þeim er um 20-25% ódýr- ara en hér á landi. Ennfremur er eitthvað um það að menn kaupi inn bfla sem þeir síðan rífa í sund- ur og nota sem varahluti og spara sér þannig dágóðan pening því Sjónstöð íslands Brautin radd fyrir blinda Sjónstöð íslands tók til starfa í gær. Mun þjóna blindum og sjónskertum á öllu landinu Farmenn/útgerðarmenn Dregur til úrslita í dag mun draga til úrslita um framhald deilu yflrmanna á kaupskipum og útgerðarmanna. Þetta er samdóma álit deiluaðila. Að sögn þeirra hefur miðað ágætlega í samningaviðræðum um breytt vinnufyrirkomulag, en í gær hófu aðilar viðræður um launaliði samninganna. Að sögn Helga Laxdal yfirmanns samn- inganefndar farmanna „ber ögn á milli“ hugmynda deiluaðila, en af árangri dagsins ræðst hvort yfir- menn boða til verkfalls um helg-. ina eða ekki. -K.ÓI. Vísitala Verðbólga 20% Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 1,47% í janúar, sem svarar til 19,1% ársverðbólgu, en hækkunin síðustu þrjá mánuði mundi gera 20,5% ársverðbólgu. Hækkun vísitölunnar er nú 0,04% meiri en gert var ráð fyrir í kjarasamningum ASI og VSI. Hækkun vísitölunnar í janúar stafar af matvöruhækkun (0,4%), hækkun húsnæðisliðs (0,3%), bflahækkun (0,1% og af- gangurinn af hækkun á „ýmissi vöru og þjónustu" (0,7%), fyrst og fremst í veitingahúsum. Síðustu tólf mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækk- að um 11,9% samkvæmt tilkynn- ingu Hagstofunnar. -m Það er óskaplega spennandi að fara í gang með þetta brautryðjendastarf, þetta er ný starfsemi og við munum þjóna öllu landinu, sagði Kristín Gunn- arsdóttir sjóntækjafræðingur Sjónstöðvar Islands, sem tók formlega til starfa í gær að Hamrahlíð 17. Hlutverk stofnunarinnar er að annast hvers konar þjónustu við sjónskerta, svo sem sjúkdóms- greiningu, úthlutun sérhæfðra hjálpartækja og hvers konar þjálfun sem sjónskertir þurfa á að halda. Við Sjónstöðina starfa sjóntækjafræðingur, sjónþjálfi, umferlis-og ADL kennari, augnsmiður og ritari, auk yfir- læknis sem er Guðmundur Vigg- ósson augnlæknir. Sjónstöðinni hafa borist gjafir, Kiwanisklúbburinn Esja gaf tæki til augnskoðunar og Gleraugna- verslunin Linsan gaf lessjónvarp sem getur stækkað texta allt að 60-falt. Blindrafélagið hefur í mörg ár annast ýmsa þjónustu við blinda og sjónskerta og á stóran þátt í að stofnun þessi er komin á laggirn- ar, en hún heyrir undir heilbrigðis-og tryggingamála- ráðuneytið. -vd. tollur og vörugjald af innfluttum varahlutum er urn 70%. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er þessi innflutningur ekki aðeins stundaður til endursölu heldur fer fólk unnvörpum til Evrópu gagngert til að kaupa sjálfu sér notaðan bfl uppundir fjórðungi ódýrari en hér á landi. Stefán Baldursson, eini augnsmiðurinn I landinu, heldur hér á gerviauga úr akrýl, sem hann hefur smíðað í nýrri aðstöðu sinni í Sjónstöð (slands. „Það eru langflestir með „(slandsblá" augu“ sagði Stefán. „Flestir missa augu í bílslys- um vegna þess að fslendingar eru alltof tregir til þess að nota bílbeltin." Mynd E.ÓI ísafjörður Sauma- stofurnar varaskeifur Sigrún Magnúsdóttir í Hlein hf.: Urðum að hœtta rekstrinum. Allir viljaflytja inn „Það er mjög erfitt að reka saumastofu úti á landi og raunar hvar sem er í landinu,“ sagði Sig- rún Magnúsdóttir, einn eigenda Saumastofunnar Hleinar hf. á ísafírði í samtali við Þjóðviljann, en Saumastofan hætti rekstri í byrjun febrúar. „Við reyndum ýmislegt til að auka söluna en það gekk ekki upp og reksturinn var orðinn mjög erfiður," sagði Sigrún. „Þróunin virðist vera sú að allir vilja flytja inn beint og kaup- menn fara á sýningar erlendis en íslenskar saumastofur og fata- heildsalar eru bara varaskeifur." Sjö konur voru í fullu starfi við Saumastofuna, sem hefur verið starfandi í tvö og hálft ár. „þessar konur voru búnar að fá sig fullsaddar af fiskvinnunni og voru mjög ánægðar með að fá vinnu við Saumastofuna. Þeim gengur því illa að fá vinnu við sitt hæfi,“ sagði Sigrún. -vd. BSRB Ummæli Friðriks út í hött Kristján Thorlacius segir grundvallarkröfur BSRB hafi verið gerðar Ijósar á síðasta ári. Kristján: Illa gengur að ná samningum nú vegna þess að stjórnvöld hafa ekki viljað standa við bókuð loforð frá febrúarsamningunum Eg skil ekkert hvert varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins er að fara. Ummæli hans eru gjörsam- lega út í hött, sagði Kristján Thorl- i acius formaður BSRB um þau um- mæli Friðriks Sophussonar á fundi þjá málfundafélaginu Verði í fyrr- akvöld að verkfall opinberra starfsmanna gæti leitt til þingrofs ef reynt yrði að nota samningana í pólitísku skyni. Kristján sagði að strax í byrjun nóvember á sl. ári hefðu opinberir starfsmenn gefið út þær yfirlýsing- ar að samtök þeirra væru tilbúin til þess að ganga til samninga sem leiddu til aukins kaupmáttar og lækkunar verðbólgu. Forsendur' slíkra samninga væru þær að stjórnvöld tryggðu stöðugt gengi og aukið aðhald í verðbólgu. Þá hafi verið bent á það að það hafi orðið efnahagsbati í þjóðfélaginu og af honum hafi leitt auknar yfir- borganir og misrétti. Kristján sagði að opinberir starfsmenn vildu fá laun sín leiðrétt í samræmi við þessa þróun en það hafi verið gerð bókun í febrúarsamningun- um þess efnis að leiðréttingar yrðu framkvæmdar í samræmi við launakönnun, en á grundvelli hennar yrðu laun félaganna sam- ræmd innbirðis sem og samræmd við laun á almennum vinnumark- aði. „Við förum ekki fram á annað en að það verði staðið við þessi loforð þannig að ég skil ekki hvað Friðrik er að tala um,“ sagði Krist- ján. Að sögn Kristjáns stendur allt fast í samningaviðræðum aðildar- félaga BSRB við viðsemjendur, en eins og kunnugt er sigldi sam- flot þeirra í strand og er því úr sögunni. Kristján sagði að ástæð- an fyrir því að svo illa gengi væri sú að viðsemjendur hefðu ekki feng- ist til að standa við umrædd loforð. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.