Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 2
pSPURNINGIN- Flest bendir til þess að 1987 verði „skattlaust" ár. Hvað telur þú að það merki? Þór Níelsson, hljómlistar- maður: Mér líst Ijómandi vel á þaö. Það hlýtur að vera gott fyrir alla að sleppa við skatta upp að vissu marki. Rannveig Jónasdóttir, hús- móðir: Guð minn góður- það veit ég ekki. Höfum við nokkuð með skattlaust ár að gera? Nei, annars - ég þarf að fá meiri upplýsingar um málið svo ég geti tjáð mig um það. Helga Hallbjörnsdóttir, verslunarmaður: Það eru margir kostir við það, til dæmis ef maður þénar vel á þessu ári en ekki því næsta. Þetta kemur sér vel fyrir mig. Guðmundur Bjarnason, þjálfari: Meiri tekjur. Fólk fær að halda pen- ingunum sínum. Ég hugsa mér gott til glóðarinnar því ég verð allt árið úti á vinnumarkaðnum og ætti að geta þénað vel. Þórarinn Guðjónsson, um- sjónarmaður Ölduselsskóla: Þetta þýðir það að menn stað- greiða skattana. Gott fyrir þá sem geta bætt við sig tekjum. í ár borgar maður sín gjöld að venju en síðan tekur staðgreiðslan við á næsta ári,. sem hlýtur að koma sér best fyrir þá sem hafa breytilegar tekjur og ótraustar, t.d. sjómenn. FRÉTTIR UnglingaathvarflHlemmur í saítiTþrjú ár f Gísli Á rni Eggertsson œskulýðsfulltrúi: Gerðum tillögur um samastað fyrir unglingafyrirþremur árum en það varsett í salt vegna skorts áfjármagni. Hlynnturþvíað málið verði tekið upp aftur Fyrir þremur árum var til um- ræðu að koma upp tómstunda-og menningaraðstöðu fyrir unglinga í miðbænum en þetta var sett í salt á miðju ári 1984 vegna þess að það vantaði fjármagn, auk þess sem að á þeim tima dro mjog ur olátum á Hlemmi, sagði Gísli Árni Eggerts- son æskulýðsfulltrúi íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann. „Við vorum búnir að kynna ýt- arlegar tillögur og rekstraráætl- anir fyrir borgaryfirvöldum en ekkert varð úr neinu. Ég tek að sjálfsögðu undir það að þetta verði reynt að nýju.“ „Mér finnst það mjög jákvæð lausn að finna húsnæði fyrir þetta fólk þar sem það er sjálft að ein- hverju leyti ábyrgt fyrir rekstrin- um, þessa krakka vantar ein- hvern samastað þar sem þau geta hist“ sagði Sveinn Björnsson for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann. Sveinn sagðist einnig vera því hlynntur að götulögregluþjónn kæmi öðru hvoru við á biðstöð- inni, nærvera einkennisklædds manns gæti dempað niður hugs- anleg ólæti. „Mér líst mjög vel á þessa lausn“ sagði Snjólaug Stefáns- dóttir deildarstjóri Unglinga- deildar Félagsmálastofnunnar Reykjavíkur. „Þegar þetta var rætt fyrir þremur árum var þegar búið að benda á 3-4 húsnæði sem komu til greina, þar á meðal var Kveldúlfsskálinn, en svo strand- aði málið á fjárskorti. Við mæl- um eindregið með að þetta verði tekið upp að nýju. -vd. „Það er miklu elskulegra að búa á litlu vistheimili en stóru elliheimili," sögðu þau (t.v.) Jakob, Jónas og Margrét. Mynd: Sig. Sambýli aldraðra Hér er gott að vera íbúarsambýlis aldraðra við Skjólbrekku í Kópavogi eru ánœgðir með nýja heimilið sitt |y| ér líkar alveg feykilega vel hér. Þetta er eins og eitt stórt heimili. Á mínu heimili hér áður fyrr voru oft miklu fleiri í heimili, sagði einn af vistmönnum sambýlis aldraðra við Skjól- brekkuna í Kópavogi, Margrét Gróa Sigurðardóttir, um nýja heimilið sitt. Sambýlið við Skjólbraut var tekið í notkun fyrir helgi, en heimilið er ætlað 14 íbúum. Nú hafa 6 þeirra flutt inn og aðrir eru væntanlegir á næstunni. Fyrst úm sinn verður kvenþjóðin þar í meirihluta, eða samtals 11 á móti 3 karlmönnum. Viðmælendur okkar þau Mar- grét, Jakob Helgason og Jónas Bjarnason voru öll sammála um að það væri miklu elskulegra að vera á litlu vistheimili en stóru elliheimili. Þarna kynntist fólk fljótt og væri nánara en ella. Það væri í stuttu máli sagt gott að vera á Skjólbrautinni. -K.ÓI. Bœndafundur Nafnabrengl Þau mistök urðu í umfjöll- un um fund Félags sauðfjár- bænda í Borgarfirði og Snæfells- og Hnappadals- sýslu í blaðinu í gær að Magnús Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri búvöru- deildar SlS var látinn heita Magnús B. Jónsson í myndatexta. Blaðið biður viðkomandi að sjálfsögðu velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Alpaklúbburinn Ganga á Gangapurna Níu meðlimir Alpaklúbbsins œtla að klífa hœstafjall sem nokkur íslendingur hefur klifið Níu meðlimir Alpaklúbbsins ís- lenska ætla í mars nk. að klífa fjallið Gangapurna í Himalaya. Takist þeim það hafa þau kliflð hærra fjall en nokkrum öðrum íslendingi hefur tekist að klífa. Undirbúningur að leiðangrin- um hefur nú staðið í rúmt ár þó svo að leyfi frá yfirvöldum í Nep- al hafi ekki fengist fyrr en 19.janúar sl. Leiðangursmenn þurfa að greiða þessum sömu yfirvöldum svokallað tindagjald, 50 þúsund krónur en áætlaður kostnaður við leiðangurinn er tæplega ein og hálf milljón króna. -jo BSRB Framb'ð opinberrar þjónusbi Itilefni af 45 ára afmæli Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja efna samtökin laugardag - 14. feb. - til ráðstefnu um gildi og framtíð opinberrar þjónustu. Meðal umræðuefna er menntakerfið, ríkisfjölmiðlarnir, heilbrigðiskerfið og hverskyns fé- lagsleg þjónusta og aðstoð. Einnig verður fésýsla þess op- inbera til umræðu og launakjör ríkisstarfsmanna í nánd og lengd. Frummælendur verða m.a. Sverrir Hermannsson mennta- máiaráðherra, Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri og Þorbjörn Broddason lektor. Að framsögu- ræðum loknum taka við fyrir- spurnir ráðstefnugesta og pall- borðsumræður valinkunnra karla og kvenna. Ráðstefnu-stjóri er Guðrún Árnadóttir en Ævar Kjartansson mun stjórna pall- borðsumræðum. Ráðstefnan verður sett kl. 8.45 á laugardagsmorgun, en ráð- stefnuslit verða um kl. 17, eftir að þátttakendur hafa þegið veiting- ar í boði BSRB. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu samtakanna. -RK 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.