Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Misskilningur, óskhyggja eða blekking? Mjög alvarlegur misskilningur komst á kreik á síöum Morgunblaösins í gær. Þar var sett fram fullyrðingin: „Alþýðubandalagið úr leik?“ Sem sé fyrirsögnin sem Morgunblaðsmenn hef- ur dreymt um að sjá í blaðinu sínu um langt árabil. Eitt smáatriði verður þó til að draga úr ánægjunni með þessa skemmtilegu fyrirsögn, en það er spurning- armerkið, sem óhjákvæmilegt var að hengja aftan á staðhæfinguna. Það er synd að spilla gleði Morgunblaðsins yfir ótíma- bærum bollaleggingum um fráfall Alþýðubandalagsins, en flestum sem eitthvað vilja vita um raunveruleikann eins og hann er mun vera fullkunnugt um að Alþýðu- bandalagið býður fram sterka lista í öllum kjördæmum landsins og undirbýr nú þunga sókn. Þetta er þungbær staðreynd fyrir Sjálfstæðisflokkinn og greinilega erfitt að horfast í augu við svo öflugan andstæðing frjálshyggjunar sem Alþýðubandalagið er. Þess vegna er skiljanlegur sá flótti frá raunveruleikan- um, sem kemur fram í skrifum Morgunblaðsins, þar sem óskhyggjan leiðir til þess að talað er um „nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum": Morgunblaðið segir: „Þátturinn í návígi" á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið er sennilega vísbending um það, sem einkenna mun kosningabaráttuna. Þar skiptust á skoðunum Jón Sigurðsson, efsti maður á lista krata í Reykjavík og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta er ný staða í ís- lenskum stjórnmálum, því undanfarin ár hefur Alþýðu- bandalagið, þrátt fyrir smæð sína, haslað sér völl sem höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og stjórn- málabaráttan í fjölmiðlum snúist með einum eða öðrum hætti um ágreiningsefni flokkanna." Það er grátbroslegt að sjá Sjálfstæðismenn öðlast nýja von við það eitt að þeir Jón Sigurðsson og Þor- steinn Pálsson skuli vera fengnir til að ræða málin í þætti á Stöð 2; von um nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum; von um léttar viðræður milli krata og íhalds - í stað hinna raunverulegu átaka sem eiga sér stað milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Ánægjan yfir „hinni nýju stöðu í íslenskum stjórnmálum“ leynir sér ekki. Hinn Ijúfi andstæðingur Jón Sigurðsson fær hin bestu ummæli: „Jón Sigurðs- son hélt sér við efnisatriði í þættinum og fyrir það á hann hrós skilið.“(!) Og Mogginn bætir við: „Á hinn bóginn var ekki við því að búast að hann væri jafnoki jafnreynds stjórnmála- manns og Þorsteins Pálsson er...“ Þess vegna er Jón Sigurðsson svona velkominn og velþeginn andstæðingur. Hann hélt sig við efnisatriði og á hrós skilið fyrir það, enda er hann ekki jafnreyndur stjórnmálamaður og Þorsteinn Pálsson. Þessi skrif Morgunblaðsins eiga sér tvenns konar skýringar. í fyrsta lagi er þarna um að ræða þá ósk- hyggju að einn góðan veðurdag hverfi Alþýðubanda- lagið af sjónarsviðinu, svo að frjálshyggjuöflin fái að rasa út án afskipta eða andstöðu. í öðru lagi er þarna um að ræða tilraun til að koma því inn í höfuðið á kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn líti út sem saklaust útibú frá Aðalbanka íhaldsins, þá sé ekki óhætt að leggja at- kvæði sitt inn í útibúið, hversu óánægður sem maður kann að vera með afgreiðsluna í Aðalbankanum. Sjálfstæðismenn eru orðnir fullir örvæntingar vegna þess, að óánægðir íhaldsmenn hafa í hópum yfirgefið flokkinn og vilja nú styðja kratana, eftir að hafa fengið ábendingar um að þar sé í uþþsiglingu nýr og ferskur hægri-flokkur. Þá er gripið til þess ráðs að fara að skrifa um kratana sem nýjan höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. En að sjálfsögðu er þetta gert í hófsömum tón til að styggja ekki væntanlega samstarfsmenn: „... Jón Sigurðsson hélt sér við efnisatriði í þættinum og fyrir það á hann hrós skilið...“. Það eru vitaskuld ekki margir sem láta blekkjast af svona skrifum, því að á undanförnum árum og ára- tugum hefur það komið berlega í Ijós, að þau öfl sem takast á í íslenskum stjórnmálum hafa skýra stöðu til hægri og vinstri og heita Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag. Milli þessara flokka stendur stríðið í stjórnmálunum; stríöið milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki. Andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum eru jafn- augljósar nú sem fyrr: Alþýðubandalag gegn íhaldi. Félagshyggja gegn frjálshyggju. Jöfnuður gegn ójöfn- uði! -Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Mogginn hæðir Davíð Davíð Oddsson, stolt allra Reykvíkinga, hefur oftar en einu sinni látið þess getið að hann sé einkar hrifinn af borgastjóranum í Jerúsalem, heiðursmanninum Teddy Kollek. í viðtölum hefur Davíð sagt að hann gæti til að mynda vel hugsað sér að fara í stígvél Kolleks og vera borgarstjóri áratugum sam- an einsog hann. Nú hafa hins veg- ar Morgunblaðið og Jerúsalem Post í sameiningu upplýst íbúa ís- lands og Jerúsalem um allveru- legan mun á þeim stéttar- bræðrum, borgarstjóranum í Reykjavíkog kumpán hans i'hinni helgu borg. I leiðinni hefur einhverjum ó- nefndum blaðamönnum á Morg- unblaðinu hlotnast tækifæri til að gera óspart grín að hégómagirnd og duttlungum Davíðs Oddsonar einsog þær systur birtast í fyrir- huguðum bflakaupum borg- arstjórans. Lítill borgar- stjórabíll í vikunni birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu undir titlinum „Borgarstjórabfllinn. of lítill.“ Þar er Davíð Oddson heldur bet- ur tekinn í karphúsið á einkar læ- víslegan hátt af óþekktum Morg- unblaðsmanni, sem bersýnilega hefur hneykslast ofan í tær á bruðlinu í tengslum við Kádilj- ákkaup Davíðs. í greininni er sagt frá því að fyrirmynd Davíðs, Teddy Koli- ek, hafi orðið ævareiður þegar ráðherrar í ísraelsku ríkisstjórn- inni hafi keypt sjö flunkunýja Volvobfla undir botnana á sjálf- um sér. Þar sem embættisbíll Kolleks borgarstjóra var, að sögn Morgunblaðsins, orðinn „útjask- aður“ ákvað Teddy kaííinn að sýna göfugt fordæmi. Hann afréð að panta sér „franskan smábíl af gerðinni Renault 5“, segir Morg- unblaðið. íturvaxinn borgarstjóri Kollek er hins vegar í þéttara lagi, einsog raunar fleiri borgar- stjórar. Ogþegar Runóinn var af- hentur „kárnaði gamanið“, segir Moggi og hlær oní sig. „Þá kom nefnilega í ljós að hann var ekki sniðinn fyrir íturvaxna borgar- stjóra. gerði Kollek árangurs- lausar tilraunir til að skáskjóta sér inn í bílinn smáa en allt kom fyrir ekki...A endanum beygði hann sig fyrir bláköldum stað- reyndum og skipti í snarhasti yfir í Pusjó-305“. Til hughreystingar fyrir aðdá- endur Kolleks bætir svo Moggi því við (og skýtur um leið föstu skoti á borgarstjórann í Reykja- vík, sem ætlar að sóa 2,9 miljón- um í Cadillac Fleetwood 60 Spec- ial), að þrátt fyrir það hafi Kollek ekki þurft að éta ofaní sig fyrri yfirlýsingar um bruðl, „því Pusjó- inn kostaði ekki nema þriðjung af verði hverrar ráðherrabif- reiðar“. Nú kann einhverjum góðhjört- uðum borgarbúa að detta í hug, að Davíð hafi ef til vill heyrt af óförum vinar síns Teddy, og með eigið vaxtarlag í huga ákveðið að þurfa ekki að reiða sig á skóhorn til að komast upp í bflinn. Þjóðviljinn hefur enga skoðun á því máli. Hins vegar er ljóst, að Davíð Oddsson hefði gott af því að taka Teddy Kollek, borgar- stjóra Jerúsalem, sér til fyrir- myndar á sem flestum sviðum. Hann myndi þá ef til vill losna við að setja íslandsmet í bflabruðli á’ kostnað skattgreiðenda. Hitt er svo einkar fróðlegt, að sjá hvernig Morgunblaðið fer að því að gefa borgarstjóra íhaldsins væna ofanígjöf fyrir óráðsíuna í tengslum við Kádiljákkaupin. Það hafa greinilega fleiri en lýð- ræðisöflin í borgarstjórn hneyksl- ast á bruðli Davíðs. Afdrif BJ Það er sorglegt að sjá hvernig hið ágæta fólk sem áður myndaði BJ er búið að fara með sjálft sig eftir að það hóf samstarf við Al- þýðuflokkinn. Eða kanski ætti að orða þetta öðru vísi: hversu grátt Jón Baldvin og kompaní hafa leikið það síðustu misserin. Stefán Benediktsson, ágætur þingmaður, gekk fullur trúnað- artrausts til samstarfs við krata. Hann taldi stöðu BJ svo sterka, að samtökin gætu auðveldlega gert kröfu til þess að formaður þingflokks Alþýðuflokksins kæmi úr þeirra röðum. Þetta kemur til dæmis fram í merkum drögum að fundargerð frá hinum sögulega næturfundi BJ, þar sem ákvörðunin um sameininguna við krata var tekin. Bernskt traust Stefáns á Jóni Baldvin og hans iiði dó snemma. Um leið dóu vonir Stefáns um áframhaldandi störf að stjórnmálum. Þær voru teknar af lífi með næsta ógeðfelldum hætti í beinni útsendingu á Stöð 2. Og það er á allra vitorði, að sá sem samdi útfararmarsins og hélt á tónsprota þegar hann var Ieikinn var enginn annar en Jón Baldvin. Hvflíkur subbuháttur. Guðmundur næstur Kristín Kvaran, trú sínum raunverulegu frjálshyggjuskoð- unum, gekk til liðs við Sjálfstæð- ismenn. Kolbrún Jónsdóttir gerði sér góðar vonir um að ná öðru sæti á lista Alþýðuflokksins í Norður- landi eystra. En meðferðin á henni flokkast undir álíka „vulg- aribus“og sú sem Stefán Ben. fékk. Henni var talin trú um að kratastokkurinn í kjördæminu myndi styðja hana, og mögu- leikar hennar á öðru sætinu væru raunverulegir. En loforðin voru auðvitað innantóm, auðmýking BJ var kórónuð með því að lítils- virða ágæta þingkonu sem auðvitað kolféll. Guðmundur Einarsson er næstur í röðinni hjá Jóni Baldvin. Formaður krata tók honum feg- ins hendi, og sendi hann við- stöðulaust í framboð á Austfjörð- um. Þar hafði Jón asnast til að lofa því að fara sjálfur í framboð, og var orðinn nokkuð örvænt- ingarfullur um hvernig hann gæti snúið sig útúr því loforði. Guðmundur kom því einsog himnasending. Hann tók á sig ok meistara síns. En honum hefur ekki orðið ýkja vel ágengt og margt bendir til að hann muni ekki ná þingsæti á Austfjörðum. Þegar sú stund rennur upp, að Jón Baldvin hefur þannig endan- lega komið BJ fyrir kattarnef, mun hann ganga út, þvo hendur sínar og segja: „Það er fullkomnað“! -ÖS þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Úlgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. HÚBmóðlr: Ólöf Húnfjörd. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri.'HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, síml 681333. Auglýslngar:Siðumúla6,simar681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.