Þjóðviljinn - 13.02.1987, Blaðsíða 7
Umsjón:
Hrafn
Jökulsson
-S
Áhuginn kviknaði í móðurkviði
Hrannar Björn Arnarson,
forseti nemendafélags
Menntaskólans við Hamra-
hlíð, formaður samtaka
framhaldsskólanna og fyrr-
verandi formaður Reykja-
víkurdeiidar Æskulýðsfylk-
ingarinnar. Einarður vinnu-
þjarkur og félagsmálafröm-
uður en auk þess Ijúfmenni
og heiðursmaður.
Hann spurði um hvað við ætt-
um að tala. Orðinn þaulvanur að
koma fram í fjölmiðlum og tjáir
sig eins og þrautreyndur
stjórnmálamaður, skýr og yfir-
vegaður, stundum dálítið hátíð-
legur. En það er alltaf grunnt á
hlátrinum. Ég sagðist vilja hafa
þetta samtal um hann sjálfan,
fyrst og fremst.
Hrannar er fæddur árið 1967 í
meyjarmerkinu og bjó fyrsta
kastið í Reykjavík en síðan á Ak-
ureyri, frá sjö til tólf ára aldurs.
Þar tileinkaði hann sér „hinn
fagra norðlenska framburð, sem
fylgdi mér suður“.
- Það var semsagt gaman á
Akureyri.
„Já, það var gaman á Akur-
eyri, þetta var yndislegur tími. Ég
bjó í hverfi sem var að byggjast
upp og átti stóran vinahóp. í
þessari hálfbyggðu veröld var
gnótt ævintýra fyrir okkur krakk-
ana“.
- Hvernig var þá að flytjast til
Reykjavíkur?
„Maður kom inn í þessa
steinsteyptu stórborg og saknaði
fljótlega ævintýranna fyrir
norðan. Það tók mig heillangan
tíma að átta mig á þessum um-
skiptum og fyrstu þrjú árin var ég
eins og villuráfandi sauður. Ég
var uppfullur af minnimáttar-
kennd, þannig að umskiptin frá
því að koma úr stórum og
traustum vinahópi og í þetta los-
aralega samfélag voru mikil“.
- Hvenær rjátlaðist það svo af
þér. I gaggó, kannski?
„f Hagaskólanum fór ég fyrst
að taka þátt í félagslífi. Einkum
tefldi ég þó mikið. Raunar lærði
ég mannganginn þegar á þriðja
ári. Ástæðan var sú að raunvís-
indamennirnir, frændur mínir, á-
kváðu að kanna hve litlu kríli
væri hægt að kenna mann-
ganginn... Ég fór síðan að tefla
hjá T.R. og síðan taflfélagi Sel-
tjarnarness. - Aðal markmiðið í
lífinu þá var að verða eitthvert
númer í skák og helga sig henni. “
- Ertu hættur við það núna?
„Já, ég rak mig fljótlega á það,
að ég hafði hvorki tíma né nægi-
legan áhuga. Það komu aðrir
hlutir í staðinn. Ég fór að stunda
hestamennsku og síðar líka að
stússast í pólitík í Æskulýðsfylk-
ingunni. Það var þegar ég
kynntist þeim vinahópi, sem ég
enn á. Það kom fljótlega upp tog-
streita milli þessara þriggja
áhugamála, sem endaði þannig
að hesturinn fór upp í sveit,
skákin sigldi sinn sjó - en póli-
tíkin varð eftir. Ég held að hún
hafi sigrað af því að ég er hreint
ekki þolinmóðasti maður í heimi.
Áþreifanlegur árangur næst ekki
svo fljótt í skák eða hesta-
mennsku, en það er aftur á móti
hægt að koma ýmsu til leiðar í
félagsmálum".
Pólitík í
móðurkviði
- Hvenær vaknaði áhugi þinn
á pólitík fyrir alvöru - var það allt
þessum vinahópi að kenna?
„Ég held að ég hafi nú byrjað
að heyra umræður um pólitík í
maganum á móður minni -
Kristínu Ólafsdóttur - og síðan
ég slapp þaðan hefur þetta glum-
ið í eyrum, nánast stanslaust. Þó
ekki einvörðungu vinstri-
mennska, því á sumrin var ég
alinn upp af hægrimönnum, í
sveitinni. Þannig held ég að mér
sé óhætt að segja að þetta sé ekki
„eintóm mömmupólitík"! Svo
mótuðust skoðanir mínar mikið
innan klíkunnar."
- Hvernig kynntist þú þvi
fólki?
„Þegar ég kom til Reykjavíkur
þá kannaðist ég við dreng sem
heitir Orri Vésteinsson en í mín-
um augum var hann fyrst og
fremst fúllyndur, hrokafullur
gáfumaður. Mér er það einkar
minnisstætt þegar ég bauð hon-
um í heimsókn í fyrsta sinn, - við
vorum þá í sjöunda bekk. Hann
byrjaði á því að skoða bókakost
heimilisins. Eftir þá skoðun
hreytti hann ýmsum ókvæðisorð-
um að mér og fjölskyldu minni...
Við töluðum ekki saman í tvö ár
eftir þetta. - Þá sá hann aumur á
mér og dró mig inn í risaklíku sem
hann var kominn í. Þá kynntist ég
m.a. Helga Hjörvar - þeim er
frægur varð af leik sínum sem
Emil í Kattholti, og raunar ýmsu
fleiru í seinni tíð.“
- Fleira þjóðkunnugt fólk?
„Já, mikil ósköp! Til að mynda
Ásdís Þórhallsdóttir, frambjóð-
andi Alþýðubandalagsins, Stein-
grímur Ólafsson, sægarpur og
Jón Þór búfræðingur, bróðir
hans, auk fjölda annarra. En eins
og í öllum almennilegum klíkum,
þar sem sterkir karakterar mæt-
ast, þá splundrast hún oft upp í
hina ýmsa arma og fylkingar...
Bara rétt eins og í almennilegu
Alþýðubandalagi! “
- Síðan fórstu einmitt í Æsku-
lýðsfylkinguna...
„Æ, æ, viltu tala meira um
hana... Hm. Já, við ætluðum að
breyta heiminum þegar við kom-
um inn í þetta. Það var fyrir kosn-
ingarnar ’83.“
- Og þú varðst formaður, ekki
satt?
„Jú, okkur var náttúrulega
fljótlega troðið inn í einhverja
nefnd og ég var síðan kosinn í
stjórn fylkingarinnar í Reykja-
vík. í ársbyrjun ’85 var ég svo
kosinn formaður“.
- Var einhver póltískur áhugi
hjá ungu fólki, að því er þér
fannst?
„Nei, manni fannst hann af-
skaplega lítill og hneykslaðist
mikið á þessu afstöðulausa
„pakki“. Við töldum það köllun
okkar að fá þetta fólk til að
hugsa. Við vorum náttúrulega al-
veg viss um að það myndi hugsa
„rétt“! En hvernig sem það tókst
nú, þá heppnaðist afar samhentri
stjórn að halda uppi öflugu starfi
innan fylkingarinnar þetta árið.
Það var t.d. mjög uppörvandi að
finna þann áhuga sem spratt upp í
kringum aðgerðir sem við vorum
með í sambandi við Suður-
Afríku. Okkur óx ásmegin og
það kom inn mikið af nýju fólki.“
Skítalyktin
er missterk
- En náðuð þið einhverjum ár-
angri?
„Við vorum einfaldlega að
berjast fyrir réttlátara þjóðfélagi,
bæði hér og annarsstaðar, þó það
kunni að hljóma fáránlega að ein-
hver æskufylking í Reykjavík ætli
að bjarga svertingjum í Suður-
Afríku undan oki apart-
heid-stefnunnar. En þó svo að ég
sjái ekki mikinn beinan árangur
af þessu starfi þá sé ég ekki vit-
undarögn eftir þeim tíma sem í
það fór. Þetta var mjög góður
skóli í félagsmálum og pólitík og
ég kynntist alveg ótrúlega mörgu
fólki“.
- En hefur ungt fólk einhver
áhrif innan flokkana?
„Já, það hefur nú einhver
áhrif. Og kannski helst eftir að
við urðum löggild atkvæði að far-
ið var að leita eftir skoðunum
okkar. En þó finnst mér oftar að
það sé svona frekar til að sýnast,
en að verið sé að fá okkur einhver
raunveruleg áhrif“.
- Er ungt fólk illa upplýst um
pólitík?
„Það er ábyggilega ekki upp-
lýst um hina svokölluðu flokk-
apólitík og þekkir lítið annað en
frasana. - Ég skil þetta áhuga-
leysi mjög vel, því þeir
stjórnmálamenn sem hafa verið í
sviðsljósinu síðan við fórum að
fylgjast með hafa yfirhöfuð ein-
kennst af sýndarmennsku og
sviksemi. Þannig má segja að það
sé sama skítalyktin af þessu öllu -
þó vissulega sé hún missterk."
Tárfeildi yfir raunum
Ewing-fjölskyldunnar
- Snúum okkur að skólanum.
Þú ert á kafi í félagslífinu þar,
vonandi“.
„Já, ég er á kafi í félagslífinu!
Því er nú þannig farið með það,
að ef þú réttir litla fingur þá er
a.m.k. öll höndin tekin. - Hjá
mér líkaminn allur".
- Mætti ég fá afrekaskrána,
takk.
„Afrekaskrána? Þegar ég losn-
aði úr... - Þegar kjörtímabili
mínu hjá fylkingunni lauk sat ég
eftir með sárt ennið félagslífs
laus. Svo ég bauð mig fram til
formanns nemendafélagsins.
Einhverra hluta vegna var ég kos-
inn, sigraði Harald Flosa Ölafs-
son, yfirlýstan anarkista.
Reyndar var ég kosningastjóri
hjá honum þangað til ég ákvað að
fara sjálfur fram, svo allt var
þetta nú í mesta bróðerni. Við
hjálpuðum hvor öðrum, til dæmis
með framboðsræðurnar...“
- Og þá byrjaði boltinn að
rúlla, eins og þeir segja.
„Já, og hann vatt líklega fljótt
upp á sig. Fljótlega kallaði ég
saman formenn nemendafélag-
anna í skólunum á Reykjavíkur-
svæðinu, af því að mér fannst
vanta einhvern samstarfsvett-
vang. Upp úr þessu var stofnað
félag framhaldsskólanna og ég er
víst formaður þess. Fljótlega
komu svo upp hugmyndir um að
stofna útvarpsstöð og málið var
að sjálfsögðu sett í nefnd. Hún
skilaði áliti nú í janúar og þá var
allt sett á fullt, þannig að núna,
mánuði síðar, er Útrás FM 88,6
tekin til starfa".
- Víkjum að þér aftur. Hvern-
ig myndirðu lýsa sjálfum þér?
„Ég er alveg yfirgengilega
metnaðargjarn, þannig að
sumum verður um og ó þegar þeir
kynnast mér. Þegar mér dettur
eitthvað í hug get ég unnið að því
eins og vitleysingur. Ég er ákaf-
lega félagslyndur en samt mjög
feiminn, þó það hafi lagast í
seinni tíð. Hugsjónamaður, get
ég fullyrt, og haldinn óbilandi trú
á mannkyninu. Jafnframt er ég
afar tilfinninganæmur og átti það
meira að segja til að fara að gráta
yfir raunum Ewing-fjölskyldunn-
ar þegar hún var upp á sitt besta.“
- Hvað ætlar þú svo að gera
þegar þú ert orðinn stór?
„Ég ætla að gera allt til að þörf-
in fyrir að breyta umhverfinu fái
útrás. Einu sinni ætlaði ég að
verða pólitíkus, en ein-
hvernveginn er ég orðinn því frá-
hverfur að þjóðfélaginu sé breytt
inn á alþingi.
Ég gæti trúað að ég yndi mér
best í einhverju starfi sem tengist
fjölmiðlun. í þjóðfélagi framtíð-
arinnar eiga fjölmiðlar eftir að
hafa mikil áhrif á allar breyting-
ar“.
- Þig langar ekki að verða
bóndi?
„Nei... en einu sinni ætlaði ég
að verða bóndi, finna einhverja
fallega heimasætu og búa með
rollur og hesta. En ein-
hvernveginn finnst mér sveita-
lífið ekki nógu spennandi“.
- Hefurðu mikla þörf fyrir að
sanna sjálfan þig?
„Já, það.er mér mjög mikil-
vægt að finna að ég geti það sem
ég ætla mér“.
Föstudagur 13. febrúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7