Þjóðviljinn - 24.02.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Síða 8
Alþingi Veröur Þjóðhagsstofnun lögö niöur? Eyjólfur Konráð: Stofnunin óþörf Svavar Gestsson: Tillaga Eyjólfs Konráðs og félaga upphaflegafrá okkur komin. Jón Baldvin Hannibalsson: Ætti að leggja niður Seðlabankann ef Jóhannes Nordal fœri í framboð? Líkur á að tillaga Eykons verði samþykkt með stuðningi íhalds, Framsóknar og Alþýðubandalags Þingsályktunartillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar og félaga um að stefna skuli að því að leggja niður Þjóðhagsstofnun hefur vakið talsverða athygli. Hún er óvenju stutt, aðeins ein og hálf lína og greinargerðin með henni einnig stutt. Eyjólfur sagði þegar hann mælti fyrir tillögunni í fyrri viku að einfalda þyrfti mjög stjórn efnahagsmála. Stofnunin væri ónauðsynleg þar sem fjöldi manna í fjölmörgum stofnunum væri þegar að bjástra við það sama og stofnunin fengist við. Þetta bras allt hefði því miður ekki leitt til neins og þarna væru hagfræðingar að dunda sér við að reikna kreppur yfir landslýð. Vitnaði Eyjólfur til ummæla sem höfð voru um Þjóðhags- stofnun á spástefnu Stjórnun- arfélags íslands fyrir nokkru á þá leið að spár stofnunarinnar hefðu yfirleitt verið svo ónákvæmar að ekki einu sinni mætti treysta því að þær væru vitlausar. Mjög líklegt er talið að tillaga Eyjólfs Konráðs verði samþykkt á alþingi enda talið að hún eigi vísan stuðning flestra í þingflokki Sjálfstæðismanna, Framsóknar- manna og Alþýðubandalags, en Alþýðuflokksmenn leggist gegn henni. En hvað tekur við að stofnun- inni liðinni? Er starfsemi hennar óþörf eða hvað? Þjóðviljinn kannaði lauslega málið. -sá Bolli Pór Bollason Mætti vera óháðari stjómvöldum Bolli: Mœttifœra ráðgjöfina í sérstakt efnahagsráðu- neyti. Tillaga Eykons leiddi til dýrari rekstrar „Ef nokkuð væri þá ætti að gera stofnunina óháðari stjórnvöldum. Henni hefur helst verið legið á hálsi fyrir að vera málpípa stjórnvalda, en vel mætti hugsa sér að létta af henni póli- tískri ráðgjöf, sem að mestu hefur hvílt á herðum forstjórans, og fá hana í hendur sérstöku efna- hagsráðuneyti,“ segir Bolli Þór Bollason. Aðspurður um hver yrðu afdrif þeirrar starfsemi sem fram fer í Þjóðhagsstofnun, ef tillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þar sem lagt er til að stofnunin verði Tillaga Eykons vanhugsuð Ekki hœgt að leggja stofnunina niður án þess að eitthvaðkomi ístaðinn Hagfræðingur, sem Þjóðvilj- inn ræddi við, sagði að tiilaga Eyjólfs Konráðs og félaga væri greinilega vanhugsuð og hugsan- lega til þess eins ætluð að stríða Jóni Sigurðssyni og krötum. Ekki væri unnt að leggja stofnunina niður nema að eitthvað kæmi í staðinn. Annað mál væri að hugmyndir hefðu verið uppi lengi um breytingar í stjórnkerfinu hvað varðar efnahagsmál og draga þyrfti skýrari línur milli hinna ýmsu stofnana sem fara með efnahagsmál. Skýrar línur þyrftu að vera milli stofnana sem annast söfnun og úrvinnslu upplýsinga annars vegar og hins vegar milli þeirra stofnana sem annast stefn- uráðgjöf og spádóma. lögð niður, sagði Bolli að núna ynnu sérfræðingar stofnunarinn- ar jöfnum höndum við að gera þjóðhagsspá og þjóðhagsreikn- inga og þekking þeirra og vinnu- afl nýttist vel. Ætti að aðgreina þessa tvo þætti, td með því að flytja annan þeirra tii Hagsto- funnar, þá yrði það einfaldlega dýrara, því til að mynda þyrfti að bæta við mannskap á Hagsto- funni. Þar sem engin knýjandi fagleg þörf væri á breytingum af þessu tagi, þá væri ástæðulaust að leggja í þann kostnað og fyrir- höfn sem óhjákvæmilega fylgdi. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Alþýðubandalagið Nýjar tíllögur Þjóðhagsstofnun lögð niður. Hagstofan efld verulega. Efnahagsráð stofnað og endurnýjað afhverri ríicisstjórn. Þingið hafisérstaka efna- hagsstofnun til ráðgjafar þingmönnum og öðrum lnnan Alþýðubandalagsins hafa þessi mál verið rædd mikið og telja menn þar að Þjóðhags- stofnun skuli lögð niður og starf- semi hennar skipt niður á eftir- farandi hátt: Komið verði á fót sérstöku efnahagsráði, sem veiti ríkis- stjórnum á hverjum tíma sér- fræðilega ráðgjöf í efna- hagsmálum og verði ráðið endur- nýjað með hverri ríkisstjórn. Þá skal Hagstofan efld veru- lega og verði hún meginvettvang- ur upplýsingaöflunar um efna- hagsstarfsemina og þjóðhags- reíkningar og atvinnuvega- skýrslugerð, sem nú eru á hendi Þjóðhagsstofnunar fluttir til hennar og hún endurskipulögð með tilliti til þessa. Mikilvægt er að Hagstofan stundi enga stefn- uráðgjöf í efnahagsmáium og verði hún að njóta ótvíræðs trausts allra þeirra sem nota þurfa sér upplýsingar hennar. Komið verði á fót efnahags- stofnun á vegum alþingis, sem veiti þinginu og þingmönnum ráðgjöf f efnahagsmálum og birti opinberlega greinargerðir og verði jafnframt aðilum vinnu- markaðarins til aðstoðar sé þess beiðst. Þá telur Efnahags- og atvinnu- málanefnd Alþýðubandalagsins að þegar efnahagsráð ríkis- stjórna, endurskipulögð Hag- stofa og efnahagsstofnun alþingis hafa að fullu tekið yfir starfsemi Þjóðhagsstofnunar verði hún lögð niður. Svavar Gestsson Stofnunin lögð niður JBH SvavarGestsson: Stofnað verði sérstakt efna- hagsráð sem veiti ríkisstjórnum á hverjum tíma efnahagsráðgjöf. Ráðiðverði endur- nýjað með hverri nýrri ríkisstjórn. Svavar: Verkefni Þjóðhagsstofnunarfœrð annað. Nýtt efnahagsráð sjái um ráðgjöfhanda ríkisstjórn- inni „Það hefur verið á stefnuskrá Alþýðubandalagsins að einfalda stjórn efnahagsmála og færa hluta þeirra verkefna sem Þjóð- hagsstofnun hefur haft með hönd- um til Hagstofunnar en önnur verkefni hennar verði lögð undir alþingi og stofnunin síðan lögð niður. Þá verði stofnað Efnahagsráð sem annist efnahagsráðgjöf við ríkisstjórnir í stað Þjóðhagsstofn- unar og Seðlabanka eins og nú er. Þessi þingsályktunartillaga Eyjólfs Konráðs og félaga er upp- haflega frá okkur komin efnis- lega og við styðjum hana auðvit- að áfram þó þeir íhaldsmenn hafi slegið eign sinni á hana,“ sagði Svavar Gestsson í samtali við Þjóðviljann. Skens gegn Jóni Sig. Jón Baldvin: Eykon sá eini sem eitthvað meinar með baráttu gegn kerfinu. Hinir eru kerfiskallar Jón Baldvin Hannibalsson; eindregið gegn því að stofnunin verði aflögð. Til- lögunni beint gegn Jóni Sigurðssyni. Ætti að leggja niður Seðlabankann með Geir, manni og mús, ef Jóhannes Nordal færi í framboð? Jón Baldvin Hannibalsson mælti gegn tillögu Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar. Um málið sagði Jón meðal annars þetta: „Þessi tillaga er skens sem beint er gegn Jóni Sigurðssyni. Ef tillögumenn hefðu meint eitthvað með því að þeir væru að draga úr mannahaldi og koma veg fyrir margverknað o.s.frv. þá hefðu þeir litið á allar þær ríkis- stofnanir sem nú fást við hag- sýslumál og eru u.þ.b. 20 með á þriðja hundrað starfsmenn. Hagræðingu og sparnaði í þessu kerfi verður ekki fyrir kom- ið nema litið sé á þessar stofnanir í heild og verkaskipting ákveðin upp á nýtt. Það mætti til gamans spyrja: Ef Jóhannes Nordal stæði upp úr há- sæti sínu og byði sig fram í pólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn, mætti þá treysta því að kerfiskallar Sjálfstæðisflokksins flyttu tillögu um að nú væri kjörið tækifæri til að leggja niður Seðlabankann með Geir Hallgrímssyni, manni og mús og létu þannig í ljós traust sitt á Jóhannesi, nefnilega að stofnunin Seðlabanki og hagdeild hans væri óstarfhæf þegar Jó- hannes væri farinn? Sannleikurinn er sá að Eyjólf- ur Konráð er einfari í Sjálfstæðis- flokknum og eini maðurinn í þingliði hans sem meinar eitthvað með því þegar hann talar um andstöðu við kerfið. Það er ólíklegt að orðið hafi sinnaskipti hjá kerfiskörlum, bankaráðsmönnum og varð- hundum landbúnaðarkerfis sem allt í einu flytja þessa tillögu með honum. Hlutverk Hagstofunnar er að safna saman upplýsingum og vinna úr þeim og hingað til hafa menn viljað líta á hana sem alger- lega hlutlausa stofnun. Þjóð- hagsstofnun hefur hins vegar í reynd verið ráðuneyti og unnið fyrir ríkisstjórnir og heyrt undir forsætisráðherra og hefur verið gagnrýnd fyrir það. Ef stofnunin verður lögð niður verða ráðuneytin hvert um sig að koma sér upp hagdeildum, þann- ig að tillagan mun ekki auka sparnað í stjórnkerfinu heldur þvert á móti auka á tvíverknað og ringulreið og verulega fleiri menn ynnu þau verk sem stofnunin vinnur nú. -sá. Þrlðjudagur 24. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.