Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Alþýðuflokkur til Kosningabarátta Alþýöuflokksins hefur til þessa snúist um þaö eitt, að auövelda leiöina upp í hjónasængina meö íhaldinu að loknum kosningunum. Vegna þessa eru allar áherslur hjá forystu Alþýðuflokksins gersamlega úr takti við þá rót- tæku jafnaðarstefnu sem venjulegir íslenskir kratar hafa fylgt í gegnum árin og byggir á sterkri hefð manna á borð við Héðin og Jón Baldvinsson. Þess í stað er gert út á tækifæris- sinnað pólitískt popp, eitthvað sem hinir stefnu- litlu forystumenn krata halda að höfði til þess sem félagsfræðisinna spámenn kalla lausa- fylgi, og kosningabarátta flokksins er rekin út á það eitt, og ekkert annað. Heiðarleg undantekning frá þessu er að vísu Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur ekki slegist í ámundadans hinnar íhaldsglöðu krataforystu. Hún hefur haldið sig við hin gömlu málefni krata, og uppskorið fyrir vikið vinsældir eðal- krata en miklar óvinsældir ámundagengisins. Vegna þessa er Jóhönnu haldið til hlés við kosningabaráttuna en poppaðir hagfræðingar settir á oddinn. Þannig telja áróðursmeistararnir að náist bet- ur til lausbeislaðra íhaldsatkvæða, sem finnast Sjálfstæðisflokkurinn ekki nógu brúkleg tegund af íhaldi, og eru til í að reyna aðra sort. Slagur Alþýðuflokksins í þessari kosninga- baráttu stendur nefnilega um það eitt, að teljast trúverðugra íhald í augum kjósenda en Sjálf- stæðisflokkurinn. Að vissu marki hefur forysta Alþýðuflokksins haft erindi sem erfiði. í friðar- og utanríkismálum er hún búin að teyma flokkinn langt til hægri við alla aðra bræðraflokkana á Norðurlöndum. í þessum mikilsverðu málaflokkum er sjálfur formaður flokksins á svo hraðri leið til hægri að hann hefur ekki einu sinni tíma til að líta til baka og skoða hin gömlu baráttumál íslenskra jafn- aðarmanna úr fjarlægð. Það er einsog hann óttist að hljóta hiutskipti konu Lots, sem horfði um öxl og varð að saltstólpa þegar hún flýði frá Sódómu og Gómorru. í augum þeirrasem nú stýraför Alþýðuflokks- ins eru hin fornu baráttumál jafnaðarstefnunnar nefnilega orðin að einskonar Sódómu og Góm- orru.sem aldrei má horfa til, bannfærð á flóttan- um til hægri. Innan Sjálfstæðisflokksins eru raunar mál- vinir krataforystunnar, sem bersýnilega róa öllum árum að því að mynda stjórn með krötum. Þannig reyna þau öfl, sem hafa tögl og hagldir á Morgunblaðinu, kerfisbundið að snúa stjórnmálaumræðunni upp í tveggja flokka tal um hvaða skilyrði Alþýðuflokkur og íhald setja hvort öðru til að geta myndað stjórn saman að loknum kosningum. Krataforystan gengurfústil þess leiks. hægri Menn ættu því að minnast Viðreisnarstjórnar- innar sálugu, samstjórnar krata og íhalds sem ríkti um langt árabil. Viðskilnaður hennar var slíkur, að fjöldi íslendinga gekk án atvinnu svo misserum skipti, og þúsundir landsmanna fluttu úr landi vegna þeirrar óáranar sem stjórnin steypti yfir þjóðina. Nýlegt dæmi er svo til marks um hversu heitt krataforystan þráir að komast í sængina með íhaldinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Hall- dór Blöndal hefur upplýst að Árni Gunnarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra og ritstjóri Alþýðublaðs- ins, hafi þremur sinnum lagt til að flokkarnir tveir gæfu út sameiginlega yfirlýsingu um væntan- legt stjórnarsamstarf. Að sjálfsögðu hafnaði Halldór bónorðinu, og þarf í sjálfu sér ekki mikla staðfestu til að vísa á bug því pólitíska lauslæti sem fólst í tilboðum Alþýðublaðsritstjórans um skyndibrullaup norðan fjalla. Það kemur heldur ekkert á óvart þó Alþýðuflokksforystan láti einsog yxna kvíga utan í Sjálfstæðisflokknum. Það sem kemur hins vegar á óvart er sú staðreynd, að þegar tveir mánuðir eru til kosn- inga er Alþýðuflokkurinn svo gersamlega búinn að týna áttum, að hann hefur ekki nema eitt kosningaloforð að bjóða: Hægri stjórn með íhaldinu að loknum kosn- ingum! -ÖS KUPPT OG SKORIÐ líMKUD i%l ? ljíH HIN DULDA FÖTLUN Af útliti Manneskjan er að sönnu sköpuð í kross, en sem betur fer er hver krossinn engum öðru lík- ur. Sumir eru feitir og aðrir mjó- ir. Einn er með kónganef og ann- ar með kartöflunef. Og svo fram- vegis. Allir gera ráð fyrir þessu, en í nútímanum er samt vaxandi ár- átta að gera þennan mannanna mun að feiknalegu vandamáli. Kónganef getur verið ágætt, en það má ekki vera of stórt, þá er rétt að skera af því. Allir hafa frétt af skelfilegri sálarangist hinna feitu. Eitt sinn fóru fjöl- miðlar á kreik með tilvistar- vandamál hinna örvhentu. Þessi Klippari hér er reyndar örvhent- ur, en það var ekki fyrr en hann las þessar greinar að sú hrollvekja skreið inn í hans sál- arkirnu, að hann hefði misst af því að vita hve óhamingjusamur hann væri. Og skrifaði léttúðar- grein um nauðsyn samtakanna. „Örvhentir allra landa samein- ist“. Vonandi hefur hún ekki leitt til þess að einhverjir þjáningar- bræður segðu upp blaðinu. Slíkt getur alltaf gerst. Er skalli fötlun? Klippari er ekki aðeins örv- hentur, hann er líka sköllóttur. Það var því ekki nema von að hann ræki upp stór augu þegar hann sá heilsíðugrein í síðasta sunnudagsblaði Tímans undir angistarfullri fyrirsögn: Hármissir - hin dulda fötlun. Það er bara sona, hugsaði hann. Nú er maður orðinn fatlað- ur líka. Greinarhöfundur byrjar á því að stigmagna mögulega vanmet- akennd hinna sköllóttu með staðhæfingum um að ekkert skipti meira máli fyrir útlit okkar en einmitt hárið. Því sé það líka svo, að stór hópur manna líði sár- ar þjáningar vegna hármissis. Enda er til í Svíþjóð félag sem á íslensku mætti kalla SHF eða Samtök hárfatlaðra. Þau berjast fyrir fræðslu um þennan „sjúk- dóm“ (takið eftir því að allt, sem ekki er sameign meirihlutans, er „sjúkdómur" sem þarf að út- breiða þekkingu um). Einnig hafa þau segir Tíminn „barist fyrir auknum gœðum á hárkoll- um“. Og má segja að margur er málstaðurinn sem Almættið hef- ur búið til handa hrjáðri Adams ætt. Vitnað er til konu einnar úr þessum samtökum sem er mjög miður sín vegna allsherjarfáfræði um hármissi: „Hún segir að margir veigri sér við að viðurkenna þennan sjúk- dóm fyrir sjálfum sér og öðrum. Það sé auðvitað ósköp skiljan- legt, en í sama mund sorglegt. Því þá aðeins er hægt að berjast fyrir fræðslu, auknum rannsóknum og betri hárkollum að fólk bindist samtökum og viðurkenni að vandinn sé fyrir hendi.“ Það sem maður fyrst rekur í augun í þessari klausu er, að hér er fjallað um skalla með nákvæm- lega sama orðalagi og alkóhól- isma. Það þarf að byrja á að viðurkenna sjúkdóminn. Og svo framvegis. Sá grunur hlýtur strax að vakna, að meiningin sé að undirbúa nýja atvinnugrein skall- aráðgjafa, sem taka menn í með- ferð, bjarga andlegri heilsu þeirra og finna á þá réttan topp. Og eins og Árni Magnússon sagði: Hefur þá hver nokkuð að iðja. Fegurðar- staðall Nú er það ekki nema rétt að hármissir er leiðinlegt fyrirbæri mörgum. Ekki nema gott um það að segja heldur, ef hægt er að draga úr vanlíðan fólks sem fyrir þeirri hremmingu verður, hvort sem væri með hárkollum ágætum eða öðru. Það er heldur ekkert nema gott um afrek lýtalækna að segja, sem hafa getað útrýmt sér- staklega leiðinlegum duttlungum náttúrunnar eða afleiðingum slysa. Þó ekki væri. En við skulum ekki snúa aftur með það, að það er eitthvað í- skyggilegt við þennan ótta við frávik frá einhverskonar normal- staðli (hér í útliti) sem kemur fram í skrifum af því tagi sem hér var vitnað til. Stjörnudýrkun í skemmtiiðnaðinum, tískuiðnað- urinn, fegurðarsamkeppni og fleira þesslegt - allt sameinast þetta um að halda að þeim, sem eru að vaxa úr grasi og enn hafa ekki bein í nefi til að vera það sem þeir eru, þeirri hugmynd að hver sá sem eitthvað að ráði dettur úr úr því „viðurkennda útliti“ sem haldið er að fólki, hljóti að vera misheppnaður. Dæmdur til ósigra í starfi og einkalífi. Fatlað- ur maður. Hamlaður. Hann hef- ur tapað í lífsins leik og sá sem tapar er sekur. Það felst líka í þessari dýrkun útlitsstaðalsins einskonar kyn- bótahugsunarháttur sem getur, ef haldið er áfram með hann rök- rétta leið, haft hinar herfilegustu afleiðingar. Þessi staðalfrekja er náttúrlega þegar farin að hafa pólitísk áhrif. Það er til dæmis vafasamt að sköllóttum manni eða manni, sem fer að ráði yfir „kjörþyngd“, þýði nokkuð að bjóða sig fram til forseta í Bandaríkjunum. Og af því við erum sífellt að „depend- era“ af þeim fyrir vestan, er eins líklegt að sama fari að gilda fyrir íslenska frambjóðendur til þings. Hér er margt að ugga. Tökum þess í stað undir með skáldinu sem sagði: Elskan mín öll erum við að nokkru leyti hestar hvert okkar er hross á sinn hátt ÁB þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víoir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðslo: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Aug!ý8ingar: Síðumúia 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Askriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 25. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.