Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Péll Ólafsson fór á kostum í síðari hálfleiknum og hér er eitt sex marka hans í uppsiglingu. Mynd: E.ÓI. Island-Júgóslavía Snilldarleq útfærslaí Handhafar heims- og ólympíutignar sigraðir á sannfœrandi hátt. Stórkostlegur síðari hálfleikur íslenska landsliðsins B-keppnin Danir úr leik Danir og Rúmenar komast ekki í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna - eru úr leik eftir töp fyrir V.Þjóðverjum og Sovét- mönnum í gær. Sovétmenn unnu Rúmena 30- 22 í 1. riðli og Pólverjar unnu Frakka 31-22. Sovétmenn og Pól- verjar eru með 8 stig og leika hreinan úrslitaleik um sætið í Se- oul á morgun. V.Þjóðverjar unnu Dani 23-17 eftir að Danir höfðu leitt 12-11 í hléi í 2. riðli. Tékkar standa besta að vígi eftir 20-19 sigur á Sviss. Tékkar eru með 7 stig, V.Þjóð- verjar 6 og Danir 5. Tékkar mæta Dönum á morgun en V.Þjóðverj- ar leika við Búlgari. -VS/Reuter Handboltilbikar Basl hjá Grótta átti í mesta basli með f A þegar liðin mættust í Bikarkeppni HSÍ í gær. Grótta sigraði þó, 32- 25. í hálfleik var staðan 13-12, Gróttu í vil. -Ibe. Stórbikar Steaua sigraði Steaua Búkaret sigurvegarar í Evrópukepni Meistaraliða sigr- uðu í gær Evrópumeistara bikar- hafa, Dynamo Kiev 1-0 í Monakó í svokölluðum „Stórbikarleik“. Það var Gheorghe Hagi sem skoraði sigurmark Stcaua beint úr aukaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. -Ibe/Reuter. England Átta marka jafntefli! Walsall, sem leikur í 3. deild, náði fræknu jafntefli við 1. deildarlið Watford á útivelli í 5. umferð bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Úrslit urðu 4-4 eftir framlengingu og liðin verða að mætast í þriðja sinn, í Walsall á mánudaginn. -VS/Reuter Körfubolti Þór vann Þór átti ekki í miklum vand- ræðum með Tindastól í 1. deild íslandsmótsins í körfubolta. Þór sigraði 109-81, en í hálfleik var staðan 53-42. ___________________^lbe. England Spackman til Liverpool Ensku meistararnir Liverpool festu í fyrrakvöld kaup á Nigel Spackman frá Cheisea fyrir 400 þúsund pund. Hann leikur vænt- anlega með Liverpool gegn Sout- hampton í deildabikarnum í kvöld. -VS/Reuter Það fer ekki á milli mála lengur - við eigum landslið sem með réttu hefur skipað sér sess meðal þeirra bestu í heiminum. Að sigra Júgóslavíu, handhafa heims- og ólympíutitlanna, er kapítuli útaf fyrir sig - að gera það á svo sannfærandi hátt að úrslit séu ráðin nokkrum mínútum fyrir leikslok er enn meira. Og eins og margir eftirminnilegir landsleikir endaði sá í gærkvöldi með „stæl“ - stórkostlegt mark Alfreðs Gísla- sonar úr aukakasti á síðustu sek- úndunni setti svo sannarlega punktinn yfir i-ið og markatöluna í24-20. Þegar litið er á leikinn í heild var hann snilldarlega útfærður - bæði frá hendi Bogdans og leik- mannanna sjálfra. Sigur í leik byggist oft á tilviljunum, en þessi vannst á sannfærandi hátt. ,JÉg held að það hafi ráðið úrslitum að við vorum með talsvert af inná- skiptingum framanaf leiknum, skiptum t.d. tveimur útaf í vörn til að byrja með á meðan Júgó- slavarnir keyrðu stanslaust á sömu mönnunum. Þeir voru orð- nir þreyttir undir lok fyrri hálf- leiks og seinni part leiksins var úthaldið á þrotum hjá þeim. Þá áttum við hinsvegar nóg eftir og keyrðum upp hraðann,“ sagði Þorgils Óttar fyrirliði við Þjóð- viljann eftir leikinn. Það hefur oft komið fyrir landsliðið að geta ekki nýtt sér að vera manni fleiri - en þegar Kuzmanovski var rek- inn útaf í stöðunni 15-15 komu tvö mörk, 17-15, og eftir það var ekki litið til baka. Hraðinn keyrður upp þegar við átti, en róað niður á réttum augnablik- um. Þarna sagði hin mikla leikreynsla íslenska liðsins til sín. „ Við héldum haus en þeir brotn- uðu. Vörnin small saman og Ein- ar varði allt. Þetta er stórkostlegt, það er óvíst að við eigum eftir að vinna svona sigur á Júgóslövum aftur,“ sagði Alfreð. Leikurinn hófst alveg eins og kvöldið áður, ísland komst í 4-2 en síðan náðu Júgóslavar undir- tökunum og voru yfir seinni hluta hálfleiksins, mest 7-10. Þá var út- litið ekki bjart, íslenska liðið gerði sig þarna sekt um talsvert af mistökum í vörn og sókn. Júgó- slavar, með sína framtíðarstjörnu Iztok Puc (nr.3) í fararbroddi, skoruðu einföld mörk á meðan skotnýting íslensku leikmannana var slæm. En seinni hálfleikur er með þeim betri sem ísland hefur sýnt síðari ár. Vörnin small saman og sóknin gekk upp. „Við náðum að ieysa öll þeirra varnarafbrigði, og bættum siðan mjög hjá okkur varnarleikinn. Einar fylgdi því eftir með frábærri markvörslu,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son. Og síðast en ekki síst fór Páll Ólafsson á kostum. Hann fékk útrás fyrir allt það sem við vitum að hann getur en hefur ekki náð að sýna lengi, skoraði úr ótrúleg- ustu færum þegar enginn bjóst við neinu - dæmigerð Pálsmörk. „Þegar fyrsta skotið tókst var ég kominn á skrið og fann mig mjög vel, það gekk allt upp eftir það. Það segir sitt um hvað við höfum bætt varnarleikinn að Júgóslavar ná ekki að fara yfir 20 mörk í leikjunum,“ sagði Páll. Einar Þorvarðarson var síðan ómetan- legur síðari hluta leiksins, hann varði hvað eftir annað undir lokin og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítakast 80 sek- úndum fyrir leikslok. Til viðbótar við Pál og Einar skein stjarna Alfreðs Gíslasonar skærast í leiknum. Sá piltur er svo sannarlega kominn í gang með landsliðinu, Eystrasaltskeppnin og þessir leikir sýna hve mikil- vægur hann er. Hvert gullmarkið rak annað og aukakastið í lokin var næstum endurtekning á Rússamarkinu fræga í Wismar í janúar. Guðmundur Guðmunds- son átti glæsilegar rispur og heilsteyptan leik og Þorgils Óttar sýndi sitt rétta andlit í seinni hálf- leik eftir að hafa brugðist illa í dauðafærum í þeim fyrri. Krist- ján Arason var sérlega óheppinn með skot, einsdæmi að hann skori ekki úr langskoti í lands- leik, en hann bætti það upp með því að leika félaga sína vel uppi og í vörninni var hann sami klett- urinn og áður. Þegar hér var komið í skrifun- um hringdi handknattleiksáhuga- maður og kom með skemmti- legan punkt: „ísland breytti stöðunni úr 7-10 í 24-20, sem sagt 7 marka munur á 35 mínútum. Fyrir tveimur árum tók það 60 mínútur að ná 7 marka sigri, nú aðeins 35!“ Já, annar sigur ís- lands á Júgóslavíu frá upphafi gefur hinum fyrri lítið eftir og skipar sér á bekk með honum sem einn af eftirminnilegustu landsleikjasigrum íslensku handknattleikssögunnar. -VS Körfubikar Valur og Njarðvík áfram Njarðvík og Valur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum bikar- keppni KKÍ. Njarðvíkngar sigruðu Keflvíkinga í Keflavík, 59-76 og var það meira en nóg til að koma þeim áfram. Keflvíkingar unnu fyrri leikinn í Njarðvík, 68-69, en voru langt frá sínu besta í gær. Leikurinn var jafn framan af, Keflvíkingar höfðu þó yfirleitt frumkvæðið, en í hálfleik var staðan 32-30 Kefla- vík í hag. í síðari hálfleik komu Njarð- víkingar meira inn í leikinn og á sama tíma virtist keflavíkurliðið gefast upp. Sóknarleikur Njarðvíkinga var mjög góður en það var engu lík- ara en Keflvíkingar gæfust upp á lokamínútunum. Bestir í liði Njarðvíikur voru þeir Valur Ingimundarson og Teitur Örlygsson. Hjá Keflavik bar mest á Jóni Kr. Gíslasyni. Stigahæstir Njarðvíkinga voru þeir Valur Ingimundarson með 19 stig og Helgi Rafnsson með 14. Gylfi Þorkelsson og Jón Kr. Gíslason gerðu flest stig fyrir I Keflavík, 14 hvor. Valsmenn töpuðu fyrir KR í gær, 83-85 en það kom ekki að sök. Fyrri leiknum lauk með sigri Vals, 68-65 og Valsmenn því komnir í undanúrslit. SÓM/Suðurnesjum. Leikurinn í tölum Ísland-Júgóslavía 24-20 (9-10) 1 -0,3-1.4-2,4-5, 5-7,6-8,7-10,9-10 - 10-10, 10-11, 12-11, 13-12, 14-14, 15-15, 18-15, 18-16, 21-16, 23-18, 23-20, 24-20. Alfreð Gíslason - 7 mörk úr 12 skotum. Ein sending gaf mark, tapaði bolta einu sinni. Lék í tæp- ar 50 mínútur. Páll Ólafsson - 6 mörk úr 6 skotum, tapaði bolta tvisvar. Þorgils Öttar Mathiesen - 5 mörk úr 8 skotum. Ein sending gaf mark. Guðmundur Guðmundsson - 3 mörk úr 3 skotum. Ein sending gaf mark, fiskaði tvö víti. Kristján Arason - 2(2v) mörk úr 10 skotum. Fimm sendingar gáfu mörk. Bjarni Guðmundsson - 1 mark úr 2 skotum. Sigurður Sveinsson - eitt skot varið. Lék í 9 mínútur. Atli Hilmarsson - ein sending gaf mark, tapaði bolta einu sinni. Lék í 14 mínútur. Geir Sveinsson - lék í vörn all- an tímann, smávegis í sókn. Þorbjörn Jensson - lék fyrstu 20 mínúturnar í vörn. Karl Þráinsson, Jakob Sig- urðsson og Brynjar Kvaran komu ekki inná. Einar Þorvarðarson - varði 17 skot, þar af eitt vítakast. Mörk Júgóslavíu: Puc 6(lv), Portner 4, Holpert 3, Perkovac 3(lv), Jarak 2, Uzeirovic 1, Sar- acevic 1. Brottvísanir: Bjarni, Kristján, Puc og Kuzmanovski 2 mín. hver. Dómarar: Jean Lelong og Ger- ard Tancrez frá Frakklandi - sæmilegir. Maður leiksins: Páll Ólafsson. -VS Ml&vikudagur 25. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.